Morgunblaðið - 05.06.2008, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Hvítabirnireru á vá-lista yfir
dýr í útrýming-
arhættu. Vís-
indamenn telja að
þeir kunni að
hverfa endanlega fyrir lok
þessarar aldar, vegna bráðn-
unar hafíss af völdum hlýn-
unar í andrúmslofti.
Af og til berast hingað dýr,
sem hafa líklega hætt sér of
langt út á ísspöngina við
Grænland og lagst til sunds,
þar til þau náðu landi hér.
Fyrir rúmum tuttugu árum
felldu skotglaðir menn hvíta-
björn í Fljótum. Þá voru
margir á þeirri skoðun að far-
ið hefði verið offari og rætt
var um hvort ekki væri rétt að
búa svo um hnútana að hægt
yrði að komast hjá því að fella
þau dýr, sem hingað villast.
Hið íslenska náttúrufræði-
félag beindi því þá til stjórn-
valda að menn yrðu til taks og
hefðu viðbúnað til að svæfa
dýrin. Þau mætti svo flytja
aftur til heimkynna sinna.
Ekkert varð úr neinum við-
búnaði. Umhverfisstofnun
komst hins vegar að þeirri
niðurstöðu árið 2004, að eina
vitið væri að aflífa dýr sem
hingað kæmu. Deildarstjóri
hjá stofnuninni segir svæf-
ingu kalla á sérþjálfað lið og
hún sé „feikilega flókin“.
Ef menn ætluðu að gera allt
sem í þeirra valdi stæði til að
fanga dýrin á lífi og koma
þeim aftur til síns heima, þá
er þó ljóst að viðbúnaður
þyrfti ekki að vera á landinu
öllu, heldur á
Vestfjörðum og
Norðurlandi. Við-
bragðstími ætti að
geta verið stuttur,
nú þegar flug-
vélar, bílar og
þyrlur eru ávallt til taks.
Hitt er svo annað mál, að
vega þarf og meta hvaða
hagsmunir eru í húfi. Í fyrsta
lagi þarf auðvitað að tryggja
að lífi og limum fólks sé ekki í
hættu stefnt – mannslífin eru
að sjálfsögðu mikilvægust og
það er staðreynd að hvíta-
birnir geta verið mannskæðir.
Í öðru lagi þurfa þeir, sem
vilja allt til vinna að bjarga
björnunum, að svara því hvort
þeir séu reiðubúnir að kosta
þann viðbúnað sem þarf til að
taka mildilega á móti næsta
hvítabirni, hvenær sem það
verður.
Taka má undir með þeim,
sem telja að ákvörðunin um
að fella hvítabjörninn í fyrra-
dag hafi ekki verið mjög
ígrunduð. Allt í einu var
björninn kominn og menn
reyndu að taka þá ákvörðun
sem þeim þótti skynsamlegust
í hita leiksins. En á það ber að
líta að ekki var til viðbúnaður
eða áætlun um neitt annað.
Nú þarf að komast að end-
anlegri niðurstöðu um hvað
við viljum gera næst, þegar
og ef hvítabjörn birtist. En þá
er rétt að taka ákvörðun ekki
eingöngu út frá sjónarmiðum
um náttúruvernd. Öryggi al-
mennings og kostnaður við
slíkan viðbúnað skiptir líka
máli.
Nú þarf að komast
að endanlegri nið-
urstöðu um hvað
við viljum gera.}
Hvítabirni útrýmt
Morgunblaðiðhefur í vik-
unni flutt fréttir
af því að hinar
merku skálarústir
á Stöng í Þjórs-
árdal liggi undir
skemmdum.
Skýlið, sem byggt var yfir
rústirnar fyrir mörgum ára-
tugum, er illa farið og þær
eru illa varðar fyrir veðri og
vindum. Óheft för ferðamanna
um rústirnar hefur svo í för
með sér að þær hafa verið
troðnar niður og hleðslur eru
fallnar.
Það kostar líklega um 15
milljónir að gera við skemmd-
irnar og beina umferð ferða-
manna rétta leið, en Forn-
leifavernd ríkisins fær enga
peninga til að ráðast í slíkar
framkvæmdir.
Stöng líður fyrir sama
vanda og margir aðrir merkir
staðir á forræði ríkisins; að
einhverra hluta vegna treysta
menn sér ekki til að inn-
heimta aðgangseyri af þeim
sem vilja skoða þá. Hjá ferða-
þjónustunni heyrist iðulega
það sjónarmið að
aðgangseyrir
myndi fæla fólk
frá stöðum á borð
við Geysi, Gullfoss
og Dimmuborgir.
Víða um heim er
þó innheimtur að-
gangseyrir á ferðamannastöð-
um og enginn kippir sér neitt
upp við það. Flestir hafa
skilning á að fyrir aðgangs-
eyrinn fá þeir þjónustu,
merkingar, upplýsingar og
viðhald. Fyrir vikið verður
heimsóknin ánægjulegri.
Það er löngu tímabært að
hætta þessu hiki og feimni og
innheimta aðgangseyri á
ferðamannastöðum, sem ríkið
hefur í sinni umsjá, í stað
þess að reyna árum saman að
kreista fé út úr fjárveiting-
arvaldinu á meðan náttúru-
og menningarminjar liggja
undir skemmdum.
Er ekki hvort sem er lang-
eðlilegast að þeir sem njóta
merkra staða borgi fyrir það
sjálfir í stað þess að ætlast til
að allir skattgreiðendur kosti
viðhald og þjónustu?
Það er löngu tíma-
bært að hætta
þessu hiki og feimni
og innheimta
aðgangseyri.}
Stöng og aðrir staðir
Þ
inginu var frestað á fimmtudags-
kvöld. Mínum fyrsta þingvetri var
þar með lokið. Ég kynntist gömlu
þingsköpunum í haust og vann
eftir þeim nýju í vor. Þegar kom
að síðustu dögum þingsins fór þó svo, að vinn-
an dróst fram á kvöld og nótt. Engu að síður
er það svo, að kvöldfundum hefur fækkað
verulega með tilkomu nýju þingskapanna.
Þetta hefur verið merkilegur tími, allt frá
því að ég tók þá ákvörðun að fara í prófkjör í
norðausturkjördæmi á haustdögum 2006.
Sjálfstæðismenn höfðu tvo þingmenn í kjör-
dæminu og það var ljóst, að til þess að ég
næði kjöri, úr þriðja sæti listans, yrðum við
að vinna góðan sigur í kjördæminu. Það fór
svo, að flokkurinn bætti mjög verulega við sig og mitt
sæti varð öruggt þingsæti. Kosninganóttin var ógleym-
anleg.
Grunnur góðrar kosningar var hversu vel tókst að
kynna fyrir kjósendum málefni flokksins, verkin töluðu
sínu máli, en í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hefur
allt íslenskt þjóðfélagið tekið stakkaskiptum. En því má
aldrei gleyma, að eins mikilvæg og málefnin eru, verður
að hafa sterkan hóp manna til að bjóða þau fram og
hann þarf að vera þannig samansettur að kjósendur hafi
trú á að hlutunum verði komið í verk. Að staðið verði við
stóru orðin. Því þegar á hólminn er komið, snýst þetta
allt saman um fólk.
Nú er víða staldrað við niðurstöðu í skoðanakönnun
Gallup sem birt var í vikunni. Hún sýnir að fylgi við
flokkinn hefur dregist saman milli mánaða um 4% og
mælist hann nú með um 33% fylgi á landsvísu. Það þarf
ekkert að velkjast í vafa um, að borgarmálin hafa haft
veruleg áhrif á niðurstöðu þessarar könn-
unar. En getur verið að þetta sé líka vísbend-
ing að einhverjir séu að gleyma hratt hverjir
hafa staðið að baki því mikla vaxtaskeiði sem
hefur lagt grunninn að aukinni vegsæld og
velmegun? Ég hvet fólk til að setja hlutina í
stærra samhengi.
Getum við hugsað okkur íslenskt þjóðfélag
án fjölbreytni í háskólaumhverfinu? Getum
við hugsað okkur að ekki sé hægt að fara til
læknis út í bæ til að framkvæma einfaldar
aðgerðir? Viljum við að sett sé algert stopp á
nýtingu auðlinda okkar á landi og legi? Get-
um við hugsað okkur að borga hærri skatta?
Svarið við þessum spurningum er nei.
Þvert á móti er vilji til þess að samfélagið
okkar haldi áfram að vaxa og dafna á skynsamlegum
nótum. Þess vegna hefur erindi Sjálfstæðisflokksins ver-
ið brýnt og þannig verður það áfram. Málefnin eru skýr
og sveitin vel skipuð og vösk. Þessir þættir verða að
hanga saman eins og krókur og lykkja.
Það blasa mörg verkefni við. Og það er svo auðvelt að
glutra niður góðum árangri. Ég vil sjá íslenska framtíð
með hugvitið að vopni á öllum sviðum. Ég vil að við höld-
um áfram að krafti í eflingu rannsóknasamfélagsins okk-
ur öllum til hagsbóta. Ég vil horfa 50 ár fram í tímann.
Og með því að skapa þannig umgjörð að hugmyndir
okkar sjálfra fái að njóta sín, veit ég, að framtíðin er
björt.
Ólöf Nordal
PISTILL
Svo mörg brýn verkefni
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Ólöf Nordal les pistilinn
HLJÓÐVARP | mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
S
igur Baracks Obamas í for-
kosningum demókrata er
sögulegur. Aldrei áður
hefur blökkumaður náð að
tryggja sér útnefningu
stóru flokkanna tveggja, demókrata
eða repúblikana, til forsetaframboðs í
Bandaríkjunum. Til marks um
breytta tíma er að þegar Obama
fæddist fengu blökkumenn ekki einu
sinni að kjósa í öllum ríkjum Banda-
ríkjanna. Nú er spurningin hins veg-
ar hvort bandarískir kjósendur séu
reiðubúnir til að veita svörtum for-
setaframbjóðanda brautargengi. Eða
er þessi spurning jafnvel úrelt?
Sigur Obamas er til marks um
gríðarlegar breytingar í bandarísku
þjóðfélagi á undanförnum áratugum.
Vekja ekki ótta hvítra kjósenda
Lengi vel var viðtekið að fylgi
svartra frambjóðenda mældist um tíu
prósentum hærra í skoðanakönn-
unum, en þegar talið var upp úr kjör-
kössunum. Á undanförnum árum
hafa komið fram vísbendingar um að
þetta væri að breytast. Fylgi svartra
frambjóðenda í könnunum og kosn-
ingum hefur fylgst að. Þetta þykir
vera til marks um að tilhneiging kjós-
enda til að reyna að fela fordóma sína
þegar spurt er um svarta frambjóð-
endur sé horfin – fordóma sem þeir
síðan létu ráða för þegar þeir voru í
einrúmi í kjörklefanum.
Um leið hafa áherslur svartra
frambjóðenda breyst. Sú var tíðin að
leið blökkumanna til pólitískra met-
orða í gegnum kirkjuna. Trúar-
leiðtogar leiddu réttindabaráttu
svartra í Bandaríkjunum með Martin
Luther King í broddi fylkingar. Einn
af kyndilberum Kings var Jesse
Jackson, sem 1984 og 1988 bauð sig
fram til forseta og náði lengra en
margur átti von á. Kirkjan er ekki
lengur stökkpallur blökkumanna í
pólitík. Þeir einblína ekki lengur á
málefni blökkumanna. Þeir vekja
ekki lengur ótta hvítra kjósenda. Bar-
ack Obama hefur sjálfur sagt að um-
ræðan um óuppgerðar sakir vegna
kynþáttamisréttis heyri fortíðinni til.
Þegar Obama ákvað að ráðast í for-
setaframboð átti enginn von á að
hann yrði til stórræða. Clinton hafði
vænt forskot og fyrir ári var talið að
ekkert fengi stöðvað hana.
Vendipunkturinn í Iowa
Í fyrstu forkosningunum í Iowa fór
kosningavél Clintons að hiksta, eink-
um vegna sóknar Johns Edwards, en
Obama naut góðs af og sigraði. Clin-
ton lenti í þriðja sæti og Obama hafði
sýnt að hann gat náð sér í fylgi í ríki
þar sem svartir kjósendur eru mjög
fámennir. Hann átti hljómgrunn
meðal hvítra kjósenda.
Kosningabaráttan átti eftir að
verða löng og ströng. Aðrir frambjóð-
endur féllu út einn af öðrum, utan
hvað Clinton sótti í sig veðrið á ný.
Svarti frambjóðandinn og kven-
frambjóðandinn tókust á. Sama
hvernig færi yrðu tímamót – ann-
aðhvort yrði fyrsti blökkumaðurinn
eða fyrsta konan í forsetaframboði
fyrir demókrata. Viðureign þeirra
kveikti mikinn áhuga og aldrei hafa
fleiri kjósendur tekið þátt í forkosn-
ingum. Nú kemur í ljós hvort þessi
vakning mun skila fyrsta blökku-
manninum í Hvíta húsið.
Reuters
Hylltur Barack Obama umkringdur stuðningsmönnum eftir að hann flutti
sigurræðu sína í St. Paul í Minnesota á þriðjudagskvöld.
Svartur maður
í hvítu húsi?
1870
15. viðbótargrein bandarísku
stjórnarskrárinnar samþykkt um
að ekki megi neita um réttinn til
að kjósa á grundvelli „litar, kyn-
þáttar eða fyrri undirokunar“.
Réttindabaráttunni var þó hvergi
lokið.
1963
Martin Luther King leiddi fjölda-
göngu í Washington þar sem hann
flutti ræðuna, sem fræg varð fyrir
orðin „Ég á mér draum“. King var
ráðinn af dögum 1968.
1964
Lög sett um borgaraleg réttindi og
kosningaréttur svartra endanlega
tryggður með lögum árið eftir.
1988
Jesse Jackson sækist eftir útnefn-
ingu demókrata og nær öðru sæti.
2008
Barack Obama tryggir sér útnefn-
ingu til forsetaframboðs.
LEIÐIN
LANGA
››