Morgunblaðið - 05.06.2008, Page 25
Golli
Í vitlausum flokki? Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra var umkringd táknum sam-
starfsflokksins í ríkisstjórn er hún hélt ræðu á fundi í Valhöll um landsskipulag. En hún var í
rauðum jakka.
Á ÞINGLOKADEGI vorsins
var samþykkt frumvarp til inn-
heimtulaga, sem og frumvarp um
neytendalán og frumvarp til
breytinga á samkeppnislögum.
Með þeim urðu alls 17 frumvörp
frá viðskiptaráðuneytinu að lög-
um í vetur og er það harla góður
árangur enda starfsfólk ráðu-
neytisins unnið myrkranna á
milli þetta fyrsta ár nýrrar ríkis-
stjórnar.
Þak sett á innheimtukostnað
Í innheimtulögum eru í fyrsta skipti sett
samræmd skilyrði fyrir veitingu inn-
heimtuleyfis og ákvæði sett um góða inn-
heimtuhætti. Fjármálaeftirlitið mun fara með
veitingu innheimtuleyfa og leyfissviptingu og
sérstakt eftirlitsgjald mun standa undir kostn-
aði þess.
Markmið laganna er einkum að setja
ákveðnar meginreglur um innheimtu til hags-
bóta fyrir neytendur, m.a. ákvæði um góða
innheimtuhætti og innheimtuviðvörun. Enn-
fremur að draga úr óeðlilegum kostnaði skuld-
ara vegna innheimtuaðgerða á frumstigi, t.d.
með því að takmarka í reglugerð hámarks-
fjárhæð innheimtukostnaðar.
Skuldarar eiga almennt að eiga
kost á að greiða skuld sína innan
stutts frests með lágmarkskostn-
aði áður en til innheimtuaðgerða
á grundvelli réttarfarslaga er
gripið.
Innheimtuþjónusta er að hluta
til náttúrleg einokunarstarfsemi,
að minnsta kosti frá sjónarhóli
skuldarans sem ekki getur valið
innheimtuaðilann né haft áhrif á
innheimtukostnaðinn. Lög um
innheimtuþjónustu hafa verið
baráttumál áhugafólks um neyt-
endamál um árabil. Því er það
mikið fagnaðarefni að þetta mál sé loks orðið
að lögum á Íslandi.
Ný lög um neytendalán
Í lögum um neytendalán er meðal annars
kveðið á um að gjaldtaka vegna óheimils yf-
irdráttar af tékkareikningi (fit-kostnaði) skuli
vera hófleg og endurspegla kostnað vegna yf-
irdráttarins og að hún skuli eiga stoð í samn-
ingi. Jafnframt er lögfest skylda lánveitanda
til upplýsingagjafar gagnvart neytanda um
fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá, sem hon-
um eru ekki til hagsbóta.
Nú er bannað að krefjast uppgreiðslugjalds
af eftirstöðvum láns í íslenskum krónum með
breytilegum vöxtum sem greitt er upp fyrir
umsaminn lánstíma, ef upphaflegur höfuðstóll
lánsins er 50 milljónir króna eða minna. Í öðr-
um tilfellum skal kveðið á um heimild til slíkr-
ar gjaldtöku í lánssamningi. Tilgreina skal
upplýsingar um hvernig uppgreiðslugjald er
reiknað út og fjárhæð gjaldsins má að hámarki
nema því tjóni sem lánveitandi verður fyrir.
Nánari reglur um útreikning á tjóni vegna
uppgreiðslu verða settar með reglugerð.
Reglur um samruna fyrirtækja styrktar
Nokkrar mikilvægar breytingar eru gerðar
á gildandi reglum um samruna fyrirtækja í
lögum um breytingar á samkeppnislögum.
Mikilvægustu breytingarnar eru, annars veg-
ar, að svigrúm stofnunarinnar til efnislegs
mats á áhrifum samruna er aukið verulega.
Hins vegar, að skýrt er kveðið á um að heimilt
sé að vega saman neikvæð áhrif vegna skertr-
ar samkeppni og jákvæð hagkvæmnisáhrif
samruna.
Aðrar breytingar eru meðal annars þær að
samruni mun nú ekki koma til framkvæmda á
meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann.
Veltumörk sem miða skal við þegar metið er
hvort samrunar séu tilkynningarskyldir eru
hækkuð, þó Samkeppniseftirlitið hafi heimild
til að taka til athugunar smærri samruna sem
uppfylla ekki tiltekin skilyrði. Loks er heimilt
er að setja fram styttri tilkynningar um sam-
runa í tilteknum tilvikum.
Samrunaákvæði samkeppnislaga eru horn-
steinn laganna. Þau er nú styrkt mjög veru-
lega og því mikil lagabót falin í þessum breyt-
ingum. Þessar breytingar og auknar
fjárheimildir sýna metnað ríkisstjórnarinnar
til þess að efla Samkeppniseftirlitið verulega.
Ný sókn í neytendamálum
Þetta eru þrjú af mörgum stórum neytenda-
málum sem unnið hefur verið að í við-
skiptaráðuneytinu og eru nú orðin að lögum.
Stór mál bíða haustsins og má þar nefna lög
um greiðsluaðlögun sem er mikilvæg leið til að
mæta óviðráðanlegum fjárhagserfiðleikum
fólks og má ætla að það fækki gjaldþrotum
einstaklinga um allt að helming. Málið er tilbú-
ið af hálfu ráðuneytisins og hefur verið kynnt í
ríkisstjórn. Fjöldi annarra mála er nú á vinnu-
borðinu í kjölfar úttektar háskólastofnananna
þriggja á stöðu neytendamála sem verða
kynnt síðar.
Eftir Björgvin G.
Sigurðsson » Innheimtuþjónusta er að
hluta náttúruleg einokunar-
starfsemi, að minnsta kosti frá
sjónarhóli skuldarans.
Björgvin G.
Sigurðsson
Langþráð lög um innheimtur
Höfundur er viðskiptaráðherra.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 25
Blog.is
Stefán Friðrik Stefánsson | 4. júní
Þegar að blökkumannaleiðtoginn dr.
Martin Luther King lést fyrir fjórum
áratugum átti hann sér draum um
samfélag þar sem litaraft skipti ekki
máli og þeldökkir hefðu sömu tæki-
færi í lífinu og hvítir. Sú barátta kost-
aði hann lífið. Á þessum sögulega
degi í bandarískum stjórnmálum hefur Barack
Obama látið drauma baráttumannsins frá Atlanta
rætast með því að ná útnefningu Demókrataflokks-
ins. Þetta eru söguleg tímamót.
Fyrir aðeins átta til tíu árum hefði engan órað fyrir
því að fyrir lok fyrsta áratugar 21. aldarinnar myndi
þeldökkur forsetaframbjóðandi ná alla leið í for-
kosningaferli stóru flokkanna, hljóta atkvæði hvítra
kjósenda um gervöll Bandaríkin og sverja embættis-
eið sem valdamesti maður heims. …
Meira: stebbifr.blog.is
Obama lætur drauminn rætast
Dögg Pálsdóttir | 4. júní
Þá virðist niðurstaða komin í þetta
kapphlaup Hillary og Obama. Minn
kandidat ekki með þá niðurstöðu
sem ég vonaði. Einhvern veginn hélt
ég að Bandaríkin væru tilbúnari fyrir
kvenforsetaefni en forsetaefni af
afrískum uppruna. Annað virðist komið í ljós. Það er
hins vegar umhugsunarefni, ekki síst fyrir Obama
og hans fylgismenn, að honum tókst ekki að vinna í
neinu af stóru fylkjunum. Fram til þessa hefur eng-
um frambjóðanda í forsetakosningum, sem ekki
hefur unnið í einhverjum af stóru fylkjunum s.s.
New York, Kaliforníu, Flórída og Texas, tekist að
verða forseti Bandaríkjanna. Kannski væri klókast
hjá Obama að fá Hillary til að vera varaforsetaefni
hans. Ég held að saman yrðu þau fantasterk og lík-
leg til sigurs. ...
Meira: doggpals.blog.is
FERÐAMAÐUR frá Evr-
ópu skilur eftir í himinhvelinu
koldíoxíð (CO2) sem veldur
gróðurhúsaáhrifum til jafns
við árslosun frá bíl, sem er ek-
ið 15 þús. km á ári og eyðir 12
lítrum á hundraðið. Sá bíll los-
ar rúm 4 tonn af CO2 á ári.
250 þús. ferðamenn frá Evr-
ópu losa því jafngildi einnar
milljónar tonna losunar á CO2
við jörðu. Þeir toppa álverið á
Reyðarfirði. Sami fjöldi frá
Japan jafnar árslosun Íslend-
inga. Þrjátíu Íslenskar konur
fóru fyrir skömmu til Samein-
uðu þjóðanna og ræddu meng-
un andrúmsloftsins. Heim-
komnar höfðu þær skilið eftir
koldíoxíð í himinhvelinu til
jafns við árslosun 70 heimilisbíla.
Draumur margra græningja um milljón
ferðamenn á ári er því martröð upplýstra nátt-
úruverndarsinna.
Pattstaða ráðherra
Evrópusambandið stefnir að losunarkvóta
og losunargjöldum á flugvélar. Olíuverð hefur
hækkað og mun hækka mikið. Vegna los-
unargjalda og hækkunar eldsneytis verða
flugfargjöld óheyrilega há. Það mun valda
samdrætti í ferðaþjónustu og fjölda gjaldþrota
vítt um heim.
Vilji ríkisstjórn leita eftir undanþágu frá los-
unarkvótum vegna lífsnauðsynja, þá er fjar-
lægð Íslands frá meginlöndum og að þjóðin er
algjörlega háð erlendum aðföngum, næg rök
fyrir þeirri beiðni.
Þau rök gilda þó ekki til und-
anþágu á gjöldum fyrir skemmti-
ferðafólk.
Núverandi umhverfisráðherra
hefur sagt að ekki komi til greina að
sækja um undanþágur frá losunar-
kvóta vegna álbræðslu þó að við-
urkennt sé að notkun á áli dregur úr
heildarlosun.
Ef álver losar 1 milljón tonn af
CO2 á ári þá er líklegt að það af ál-
inu, sem notað er í farartæki,
minnki nettó losun um 2,6 milljónir
tonna.
Umhverfisráðherra viðurkennir
ekki þessa staðreynd sem næg rök
fyrir beiðni um undanþágu á losun
frá stóriðju. Hann hefur því teflt sér
í pattstöðu með það, að sækja um
undanþágu á losun frá millilanda-
flugi.
Innstæða á himni
Langmestur hluti af CO2, sem fylgir stóriðju
myndast við framleiðslu á rafmagni. Raf-
orkuverið fyrir álverið, sem Norsk Hydro
hætti við á Reyðarfirði og flutti til Arabíuskag-
ans, losar 5,5 milljónir tonna á ári af CO2. Raf-
orka til álvera á Íslandi myndar nánast ekkert
CO2. Það má því segja að Íslendingar, sem
framleiða alla sína orku án teljandi losunar
þess, eigi gilda innistæðu á himni og greiði að
auki inn á hana árlega, sem nemur ígildi
margra milljóna tonna losunarkvóta af CO2.
Spurt er; vill umhverfisráðherra nota þessa
Íslensku innistæðu, sem endurnýjast hvern
dag. Vill umhverfisráðherra nota hana í samn-
ingum um íslenska hagsmuni?
Ferðaþjónusta
er eitrað peð
Eftir Birgi Dýrfjörð
Birgir Dýrfjörð
» ... milljón
ferðamenn á
ári er martröð...
Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.