Morgunblaðið - 05.06.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 29
✝ Brynhildur Jens-dóttir, sjúkra-
liði, fæddist í
Reykjavík hinn 8.
desember 1928. Hún
lést á Landakotsspít-
ala hinn 29. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jens Guðbjörnsson,
f. 30. ágúst 1903, d.
1. maí 1978 og kona
hans Þórveig Sigfús-
dóttir Axfjörð, f. 8.
júlí 1897, d. 4. okt.
1993. Systir Bryn-
hildar er Jensína, f. 14. júlí 1932.
Brynhildur giftist 4. mars 1950
Gísla Þórðarsyni loftskeytamanni,
f. 22. des. 1926, d. 10. mars 2004.
Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Þór-
veig, f. 4. ágúst 1950, d. 19. maí
1994, maki Ómar Magnússon, f. 29.
júní 1948. Börn þeirra eru: A) Hild-
ur, f. 11. ágúst 1970, maki Þorleif-
ur Bjarnason, f. 24. okt. 1963. Þau
eiga tvo syni, Bjarna og Ómar Þór.
B) Ásta María, f. 19. jan. 1975, maki
Andrew Mark Ashworth, f. 7. maí
sept. 1978. Þeirra börn eru Að-
alheiður Fanney og Kolbrún Helga.
C) Brynhildi, f. 16. júlí 1980, í sam-
búð með Ragnari Ómarssyni, f. 29.
mars 1984. 4) Brynhildur Jóna, f.
17. maí 1957, maki Guðjón Þ. Arn-
grímsson, f. 13. sept. 1955. Börn
þeirra eru A) Vignir, f. 2. apríl
1982, maki Steinunn Dúa Jóns-
dóttir, f. 2. apríl 1982, dóttir þeirra
er Kristín Sól. B) Brynjar, f. 29.
mars 1989. C) Gísli, f. 2. júní 1997.
Á árunum 1980-1985 var Bryn-
hildur í sambúð með Skúla Þór
Jónssyni, f. 24. des.1922, starfs-
manni Vita- og Hafnamálastofn-
unar.
Brynhildur stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík 1943-
47, Sorø husholdningsskole 1948-49
og tók sjúkraliðapróf frá Landa-
kotsspítala 1975 og nam við John-
son Institute í Bandaríkjunum 1979.
Hún var sjómannskona og hvíldi því
heimilisreksturinn að mestu á
hennar herðum og meðfram því
vann hún m.a. í Rammagerðinni,
hjá SÁÁ á Silungapolli og í Reykja-
dal og á sambýli fatlaðra við Holta-
veg.
Brynhildur verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1968. 2) Anna, f. 3.
okt. 1952, maki Eirík-
ur Þór Einarsson, f. 5.
febr. 1950. Börn
þeirra eru: A) Einar
Haukur, f. 22. jan.
1973, maki Bryndís
Huld Ólafsdóttir, f.
12. apríl 1971. Börn
þeirra eru Sandra Sif
og Ólafur Þór. Einar
Haukur á dótturina
Tinnu Rut með Önnu
Kristínu Tryggva-
dóttur, f. 1. maí 1973.
B) Finnur, f. 24. jan.
1983, maki Erna Sif Ólafsdóttir, f.
10. maí 1983. 3) Jens, f. 7. apríl
1954, maki Hafdís E. Jónsdóttir, f.
28. júlí 1949. Með fyrri konu sinni
Hrafnhildi Kristinsdóttur, f. 7. maí
1951, átti Jens þrjú börn: A) Rósu
Kristínu, f. 7. apríl 1974, maki
Freyr Karlsson, f. 6. okt. 1972.
Börn þeirra eru Sindri Jens,
Thelma Dögg, Hrafnhildur Ýr,
Freydís Rós og Laufey Ösp. B)
Arnar Gísla, f. 16. júlí 1979, barns-
móðir Elfa Lind Berudóttir, f. 16.
Að kveðja
er hæg hreyfing augna
hæg hreyfing handar um
lokk
hægur svipur
síðustu myndar
að kveðja
gerist ekki á sama hraða og annað líf
að kveðja
er tekið útúr samhengi dags og nætur
að kveðja þig
var mér ekki lagið
finna andvarp lífs að líða burt
og sitja eftir í einu rúmi tóms
það getur verið hróp
það getur verið þögn
það getur verið háski
að kveðja
þig
var mér ekki lagið.
(Sigmundur Ernir Rúnarsson.)
Anna, Jens og Binna Jóna.
Hún Lilla náði enn eina ferðina að
koma okkur á óvart, þegar hún hóf
ferð sína um óravíddir eilífðarinnar.
Með aðstandendur samankomna við
dánarbeðið á Landakotsspítala síð-
degis á fimmtudaginn kvaddi hún í
sama mund og Suðurlandsskjálftinn
reið yfir. Kyrrð augnabliksins á
sjúkrastofunni var rofin þegar allt
hristist og skalf, fólkið greip skelkað
hvað í annað og kallaði á Guð. Þessi
dramatíska tímasetning ættmóður-
innar er fyrirtaks söguefni í fjöl-
skyldu sem elskar góðar sögur. Hún
var oft söguefnið sjálf og setti þarna
punktinn með glæsibrag.
Brynhildur Jensdóttir, sem lést
eftir erfið veikindi í síðustu viku, var
aldrei kölluð annað en Lilla af vinum
og vandamönnum og amma Lilla af
sístækkandi hóp afkomenda. Foreldr-
ar hennar voru að norðan og vestan
en hún sjálf innfæddur Reykvíkingur,
gekk í Austurbæjarskólann og
Kvennaskólann og í framhaldsnám að
þeirra tíma hætti í heimilisfræðum í
Danmörku skömmu eftir stríð. Hún
giftist Gísla Þórðarsyni, sem var loft-
skeytamaður á millilandaskipum, fór
að búa í Norðurmýrinni og svo í
Grænuhlíðinni á sjötta áratugnum.
Hún eignaðist fjögur börn á sjö árum
og annaðist auk barnanna rekstur
heimilisins eins og sjómannskvenna
var háttur. En hún var líklega aldrei
hin dæmigerða húsmóðir þótt tíðar-
andi ætlaði henni það hlutverk og þótt
hún gegndi því meðan börnin voru
ung. Hún fór að vinna úti, í Ramma-
gerðinni um langt skeið og lauk svo
sjúkraliðanámi 1975. Hún var virkur
þátttakandi í upphafs- og frumkvöðla-
starfi SÁÁ, fylgdi áfengissjúklingum í
meðferð til Bandaríkjanna og starfaði
á meðferðarheimilum SÁÁ á Silunga-
polli og Reykjahlíð. Þar vann hún gott
starf enda þekkti hún sjúkdóminn af
eigin raun. Seinna starfaði hún um
árabil á heimili fyrir fjölfatlaða við
Holtaveg og þar náði hún aðdáunar-
verðu persónulegu sambandi við ein-
staklinga sem voru flestar bjargir
bannaðar.
Það var alltaf svolítill bóhem í Lillu.
Hún ferðaðist mikið bæði innanlands
með fjölskylduna í frumstæðum
tjaldútileigum, sigldi með manni sín-
um og fór svo í margar ferðir á síðari
árum. Hún átti vini víða, sérstaklega í
Danmörku, en þangað fór hún oft og
talaði góða dönsku. Hjónaband henn-
ar og Gísla endaði með skilnaði á átt-
unda áratugnum en þau hjónaleysin
héldu samt vináttunni, „héldu við
hvort annað,“ eins og vinirnir sögðu,
allt þar til Gísli lést fyrir fjórum árum.
Hún átti í einstaklega nánu og góðu
sambandi við Nennu systur sína alla
ævi.
Tilvera hennar hin síðari ár snerist
um börnin og fjölskyldur þeirra. Hún
var stolt af sínu fólki, stóð með því,
hafði heitar tilfinningar og faldi ekki
skoðanir sínar. Mesta raun hennar
var án efa missir elstu dótturinnar,
Þórveigar, sem varð bráðkvödd í
blóma lífsins aðeins 43 ára gömul, en
Lilla mun hvíla við hlið hennar í Gufu-
neskirkjugarði. Að leiðarlokum þökk-
um við tengdasynirnir þær ómetan-
legu lífsins gjafir sem samfylgdin við
Lillu færði okkur.
Guðjón Arngrímsson,
Eiríkur Þ. Einarsson.
Elsku amma.
Nú er komið að kveðjustund. Það
er skrýtið að sitja hér og reyna koma
því á blað hvernig mér líður og ég veit
ekki hvað annað ég get sagt en að ég
eigi eftir að sakna þín og þeirra
stunda sem við áttum saman. Þú
varst alltaf til staðar. Ég flutti inn til
þín 16 ára fyrst og hef í gegnum árin
alltaf átt sama stað hjá þér, fyrst í
Álftamýrinni og svo í Smáranum.
Ég á eftir að sakna þess að kíkja í
heimsókn til þín, sitja í eldhúsinu og
spjalla við þig um lífið og tilveruna.
Einhverra hluta vegna rataði ég inn á
svið sem þú hafðir unnið svo mikið á.
Við ræddum oft og mikið um með-
ferðarmál, óviðunandi ástand í þeim
málefnum og báðar höfðum við
ákveðnar og sterkar skoðanir á þessu
öllu. Það skondna við þetta allt er það
að ég vissi ekki hversu mikið þú hafðir
unnið á þessu sviði fyrr en ég var
komin á fullt í námið. Kom það svo í
ljós þegar ég fór að reyna troða mér
áfram í geiranum bæði hér og erlend-
is að þú þekktir vel til og varst mér
alltaf innan handar þegar mig vantaði
aðstoð. Þú eyddir tíma í Bandaríkj-
unum og lærðir á stofnunum sem mig
dreymir um að komast á að læra.
Vonandi næ ég að feta í fótspor þín
einhvern tímann. Nafnið mitt fékk ég
frá þér, elsku amma. Þetta stóra nafn
sem ég kunni ekki að meta fyrr en
fyrir örfáum árum. Svo er ég líka al-
nafnan. En nafnið er ekki það eina
sem ég fékk frá þér. Frekja, sögðu
sumir, ákveðni, sagðir þú.
Elsku amma. Ég veit að þér líður
vel núna í faðmi ömmu Þórveigar, afa
Jens og hennar Þóru þinnar. Mig
langar að þakka þér fyrir allt það sem
þú hefur gefið mér af þér. Ég ætlast
til að þú fylgist með mér, ég vona að
þú vitir það!
Með söknuð í hjarta kveð ég þig nú,
elsku amma mín.
Þín,
Brynhildur.
Elsku amma og langamma,
Við kveðjum þig með söknuði.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
foldin geymi fjötur sinn.
Faðir lífsins, Drottinn minn,
hjálpi mér í himin þinn
heilagur máttur, veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
(Sigurður Jónsson.)
Rósa, Arnar, Brynhildur
og fjölskyldur.
Brynhildur Jensdóttir
SENDUM
MYNDALISTA
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN P. MICHELSEN,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstu-
daginn 6. júní kl. 11.00.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Parkinsonssamtökin á Íslandi.
Margrét Þorgeirsdóttir,
Karl G. Kristinsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Kristín B. K. Michelsen, Magnús Sigurðsson,
Sólveig H. Kristinsdóttir, Björn St. Bergmann,
Anna Karen Kristinsdóttir, Gestur Helgason,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
PÉTUR KRISTINN ELÍSSON
vélstjóri,
sem lést þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsunginn
frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 7. júní
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Ela Krystyna Elisson,
Adriana K. Pétursdóttir, Einar J. Ingason,
Gabríel A. Pétursson,
Daníel K. Pétursson,
Piotr D. Bialobrzeski,
Adam S. Ástþórsson,
Erika Nótt Einarsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
FANNEY BENEDIKTSDÓTTIR
frá Kringlu, Dalabyggð,
er lést að dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík,
miðvikudaginn 28. maí, verður jarðsungin frá
Kvennabrekkukirkju, Dalabyggð, laugardaginn
7. júní kl. 13.00.
Skarphéðinn Jónsson,
Guðrún Skarphéðinsdóttir, Kjartan Sigurðsson,
Sigríður Skarphéðinsdóttir, Jóel Þorbjarnarson,
Jón Skarphéðinsson,
Margrét Skarphéðinsdóttir, Thor B. Eggertsson,
Svanhildur Skarphéðinsdóttir, Magnús Sigurðsson,
Jónas Rútsson, Kristín Viðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RUNÓLFUR DAGBJARTSSON
múrarameistari,
Dúddi múr,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 19. maí.
Jarðsungið verður frá Langholtskirkju í Reykjavík,
föstudaginn 6. júní kl. 13.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Kvenfélagið Líkn, Vestmannaeyjum.
Ómar Runólfsson, Auður Eiríksdóttir,
Margrét Runólfsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson,
Dagmar Svala Runólfsdóttir, Guðjón Sigurbergsson,
Kristín Helga Runólfsdóttir, Ari Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐNI STEFÁNSSON,
Skógarlundi 19,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, mánudaginn
2. júní.
Sigrún Vilbergsdóttir,
Guðný Guðnadóttir, Jóhann Örn Ásgeirsson,
Gréta Guðnadóttir, Róbert Ólafsson,
Aron, Birna, Vilberg og Guðni.