Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er fimmtudagur
5. júní, 157. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi,
hvaða dag Drottinn yðar kemur.
(Matth. 24, 42.)
Enn eitt árið hefur Víkverji orðiðfyrir hálfgerðum vonbrigðum
með úrslitin í Ungfrú Íslandi vegna
þess að dómnefndin var ekki sam-
mála mati Víkverja á keppendum.
Úrslitin urðu sem sagt þau að sá
keppandi sem Víkverji hélt með,
Sonja Björk Jónsdóttir, náði aðeins
3. sæti. Að sjálfsögðu átti hún að
vinna keppnina. Með þessu vill Vík-
verji ekki kasta rýrð á sigurveg-
arann en hugsið ykkur bara ef Sonja
Björk hefði unnið. Nú er dómur fall-
inn, en má ekki áfrýja niðurstöðunni
til æðra dómstigs? Áfrýjunardóm-
stólar eru til í ýmsum keppn-
isgreinum, hví ekki Ungfrú Íslandi?
x x x
Sjálfsagt er að gera grein fyrir þvíhvers vegna Víkverji telur að
Sonja Björk hefði átt að vinna. Eft-
irfarandi ummæli hennar um róm-
antíkina vógu mjög þungt: „Róm-
antískt kvöld er að vera úti í
náttúrunni með ástinni sinni í æð-
islegu veðri, fylgjast með skýjunum
og stjörnunum og hlusta á náttúr-
una.“ Þetta eru frábær ummæli að
mati Víkverja sem er líka mikill
náttúruunnandi. Of margir kepp-
endur nefndu vídeómynd sem eitt
hráefna í uppskrift að rómantísku
kvöldi. Ekki setur Víkverji það efst á
blað þótt ekki sé ógaman að horfa á
stöku mynd.
Um fegurðina segir Sonja Björk
síðan: „Fegurð er það sem skín af
manneskju sem líður vel með sjálfa
sig, er sjálfsörugg og hefur góðan
persónuleika. Fegurð er alls staðar í
kringum okkur, hún er það sem
fangar athygli okkar.“
Þarna mælir vitur sál. Víkverji er
hjartanlega sammála þessu.
En hvað sagði sigurvegarinn um
rómantíkina, hún Alexandra Helga
Ívarsdóttir?: „Að elda góðan mat
heima með kærastanum og slaka á.
Sundferð er líka rosalega kósý.“ Já,
jæja, þetta gæti alveg gengið, sjálfur
er Víkverji sundmaður allgóður og
finnst jú gaman að elda mat með
sinni heittelskuðu. En Sonja Björk
hefði nú átt að merja þetta, enda
fremst meðal jafningja.
Víkverjiskrifar
Reykjavík Evu Rós Ólafs-
dóttur og Atla Erlendssyni
fæddist sonur, Arnar Kári,
30. maí kl. 13.49. Hann vó
13 merkur og var 51 cm
langur.
Reykjavík Jóhönnu Maríu Kristjánsdóttur og Pétri Erni
Magnússyni, Fannahvarfi 3, fæddust tvíburadrengir, Kristján
Þorri og Egill Örn, 9. maí kl. 2.45 og 3. Kristján Þorri vó 3175
g og var 49 cm langur og Egill Örn vó 2600 g og var 47 cm
langur.
Akranes Marteini Þór Ás-
geirssyni og Maríu Ósk Ósk-
arsdóttur fæddist sonur,
Þorsteinn Ari, 13. maí kl.
8.15. Hann vó 4385 g og var
55 cm langur.
Ísafjörður Elísu Stefáns-
dóttur og Páli Janusi Hilm-
arssyni, Stórholti 13, fædd-
ist dóttir 22. maí kl. 8.11.
Hún vó 4155 g og var 53 cm
löng.
Ísafjörður Jóhönnu Eyrúnu
Guðnadóttur og Ásgeiri
Jónssyni, Tálknafirði,
fæddist sonur 11. maí.
Hann vó 3520 g og var 50
cm langur.
Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? – Sendu mynd af litla krílinu og nánari upplýsingar á netfangið barn@mbl.is
Krossgáta
Lárétt | 1 handleggur,
4 hnikar til, 7 kvensemi,
8 svalinn, 9 kvendýr,
11 hæverska, 13 eyði-
mörk, 14 skriðdýr,
15 heilnæm, 17 glötuð,
20 bergmáls, 22 sekkir,
23 trúarleiðtogar,
24 lofað, 25 lélegar.
Lóðrétt | 1 atburður,
2 fugl, 3 skrifaði,
4 þakklæti, 5 dýs,
6 glerið, 10 trúarbrögð,
12 álít, 13 þrif,
15 flokkur, 16 svipuðum,
18 urr, 19 bjálfar,
20 leyndardómsfull,
21 far.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 makalaust, 8 njóli, 9 tjáði, 10 nær, 11 rósin,
13 aldan, 15 skins, 18 skatt, 21 auk, 22 grugg, 23 eflir,
24 mannalæti.
Lóðrétt: 2 atóms, 3 asinn, 4 aftra, 5 skáld, 6 gnýr,
7 kinn, 12 iðn, 14 lek, 15 segi, 16 iðuna, 17 sagan,
18 skell, 19 atlot, 20 tóra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 c6 2. e4 e5 3. Rf3 d6 4. Rc3 Rf6
5. Be2 Rbd7 6. d4 Be7 7. O–O O–O 8.
Dc2 Dc7 9. Hd1 He8 10. Hb1 a6 11.
b4 exd4 12. Rxd4 c5 13. Rf5 cxb4 14.
Rxe7+ Hxe7 15. Hxb4 h6 16. Bf4
Re5 17. Db3 Be6 18. Bxe5 dxe5 19.
Rd5 Bxd5 20. exd5 Hd8 21. Hb1
Hdd7 22. Da3 Dc5 23. De3 Dxe3 24.
fxe3 Re4 25. Bg4 Hc7
Staðan kom upp á bandaríska
meistaramótinu sem lauk fyrir
skömmu í Tulsa. Alþjóðlegi meist-
arinn Joshua Friedel (2484) hafði
hvítt gegn Samuel Shankland (2296).
26. c5! hvítur vinnur nú óumflýj-
anlega lið. Framhaldið varð:
26…Hxc5 27. Hxe4 Hxd5 28. Bc8
Ha5 29. Hxb7 Hxb7 30. Bxb7 Hxa2
31. Hxe5 Kf8 32. Bc6 f6 33. He8+ og
svartur gafst upp.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Nýr félagi.
Norður
♠32
♥ÁK2
♦K75
♣ÁDG83
Vestur Austur
♠8 ♠ÁK5
♥G106543 ♥8
♦Á96 ♦DG82
♣1092 ♣K7654
Suður
♠DG109764
♥D97
♦1043
♣--
Suður spilar 4♠.
Vörnin á þrjá toppslagi, sagnhafi er á
grænni grein ef honum tekst að forðast
stungu í hjarta. Jón Baldursson fann
frumlega leið til þess í landsleiknum við
Dani um helgina. Vestur hafði opnað á
multi 2♦, þannig að Jón vissi af hjarta-
legunni. Útspilið var ♣10, Jón lét ♣D og
trompaði kónginn. Spilaði spaða. Austur
drap, skipti yfir í einspilið í hjarta, Jón
henti tveimur hjörtum niður í ♣ÁG og
tígli í ♣8. Þessar kúnstir dugðu í 10 slagi
með ♦Á réttum.
Á næsta borði var Kröjgaard sagn-
hafi í 5♠, sennilega eftir misskilning.
Norður hafði sýnt sterka jafnskipta
hönd og Aðalsteinn Jörgensen í vestur
ákvað að sækja um inngöngu í undan-
ásafélagið – spila litlum tígli í gegnum
líklegan kóng í borði: Tígulsexan út,
kóngurinn upp og síðan hurfu tveir tígl-
ar niður í lauf eftir trompsvíningu.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Leiðinleg vinna er tækifæri til að
kanna ímyndunaraflið. Fáðu þér far með
hugmyndafluginu. Þú átt góðar samræð-
ur seinni partinn sem þú græðir á.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Varaáætlunin þín er jafn góð og að-
aláætlunin. Finndu þess vegna upp enn
fleiri áætlanir. Með tímanum færðu tæki-
færi til að prófa þær allar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Á krossgötum óskar þú þess
leynt að einhver tæki ákvörðun fyrir þig.
Þú yrðir samt ekki glaður með hana til
lengdar. Taktu ákvörðunina sjálfur – þú
sérð ekki eftir því.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Hvað ef þú sæir öll verkefni sem
þú lykir við sem það besta sem þú hefur
afrekað? Prófaðu það og þú gætir lært að
meta sjálfan þig betur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú færð tækifæri til að skipta á hæfi-
leikum þínum og beinhörðum peningum.
Rannsakaðu fyrst hvernig þú passar inn í
dæmið. Fáðu álit hjá öðrum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú hefur verið dáleiddur af því sem
hugur þinn girnist, þú ert á valdi þess og
er þér efst í huga. Ferlið þarf að fara í
hring og enda með samningi eða sölu.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú getur verið stoltur af þeim áhrif-
um sem þú hefur á samkvæmislíf ann-
arra. Þú kynnir fólk sem síðar hefur sam-
bönd. Þú nýtur góðs af öllu saman.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú leggur þig sérstaklega
fram af því að þú elskar einhvern. íhugaðu
vel gjörðir þínar fyrirfram, því með þeim
skapar þú fordæmi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Vertu ekkert að pæla ekkert í
hver fílar hvern og ekki í vinnu og utan.
Þér hundleiðist það. Vertu frekar sá sem
leiðir saman ólíkt fólk.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það getur verið flókið að tjá sig.
Ef þú einbeitir þér að viðtökunum eyði-
leggur það fyrir tjáningunni. En þú verð-
ur samt að lesa fólk til að ná til þess.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Merkið þitt er ólíklegra en önn-
ur merki til að sanka að sér drasli. Þú átt
það þó til að finna dýrgrip hér og þar og
bæta honum í falda fjársóðinn þinn.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Sambönd verða aðalumræðuefni
dagsins. Þú kemst að því hver hjálpar
hverjum með hvað, og vilt endilega fá ein-
hvern mikilvægan til að leika hlutverk í
þínu lífi.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
5. júní 1878
Thor Jensen kom til landsins,
14 ára að aldri, og gerðist
verslunarþjónn á Borðeyri við
Hrútafjörð. Thor varð um-
svifamikill í verslun, útgerð og
landbúnaði og lést 1947.
5. júní 1885
Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrif-
aði „ritgerð“ í Fjallkonuna um
menntun og réttindi kvenna.
Þetta er talin fyrsta grein sem
íslensk kona hefur skifað í op-
inbert blað.
5. júní 1975
Íslendingar sigruðu Austur-
Þjóðverja í landsleik í knatt-
spyrnu í Reykjavík með tveim-
ur mörkum gegn einu.
„Stærsti dagur íslenskrar
knattspyrnu,“ sagði Morg-
unblaðið.
5. júní 1983
Sigurður Jónsson frá Akranesi
tók þátt í landsleik í knatt-
spyrnu gegn Möltu en hann var
þá 16 ára, yngsti landsliðs-
maður Íslands frá upphafi.
5. júní 1991
Hæstiréttur kvað upp dóm í
Hafskipsmálinu, sem hófst með
gjaldþroti fyrirtækisins í des-
ember 1985. Flestir hinna
ákærðu voru sýknaðir.
5. júní 1994
Kristinn Steinar Sigríðarson
varð hlutskarpastur í sam-
keppni um þjóðhátíðarbúning
karla.
Heimild: Dagar Íslands
Þetta gerðist þá…
Það má segja að það verði mikið um dýrðir á sjö-
tugsafmæli Jóns Illugasonar en á heimaslóðum
hans á Mývatni verður í kveld sett kórastefna þar
sem áætlað er að um 300 manns sameinist í söng.
Jón tekur þátt og mun syngja með kór Reykjahlíð-
arkirkju við setningu stefnunnar í félagsheimilinu
Skjólbrekku undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þeir
nafnar eru þremenningar en afi þeirra stofnaði
kórinn árið 1908 og á hann því hundrað ára starfs-
afmæli um þessar mundir. Ærið tilefni er því til að
þenja raddböndin.
Jón fæst við fleira en söng en hann og Guðrún kona hans reka gisti-
heimilið og ferðaþjónustuna Eldá. Sumarvertíðin er nú að ganga í
garð og reiknar Jón með að á hverri nóttu gisti á annað þúsund
manns á svæðinu, mest í júlí og ágúst. Hann hefur komið víða við
gegnum tíðina og hefur til að mynda unnið sem dælingarmaður hjá
Kísiliðjunni, gegnt formennsku í almannavarnanefnd og embætti
sveitarstjóra í Mývatnssveit á árunum 1974-1978 en á því kjörtímabili
hófust Kröflueldar á svæðinu. Ungmennafélagshreyfingin er Jóni
hugleikin og lofar hann hið góða starf sem hún vinnur. Hann hefur
verið viðloðandi starfið gegnum tíðina og lék knattspyrnu með ung-
mennafélaginu Mývetningi á árum áður. Mývetningur nýtur góðs af
afmæli Jóns en hann afþakkar allar gjafir og æskir þess að fólk styrki
heldur félagið í tilefni dagsins. | skulias@mbl.is
Jón Illugason sjötugur
Söngelskur Mývetningur