Morgunblaðið - 05.06.2008, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 45
Sýnd í álfabakka,kringlunni, keflavík og SelfoSSi
/ SelfoSSi/ keflavík
eeee
,,Ljúfir endurfundir”
- Þ.Þ., DV
eee
,,Hasar, brellur og gott grín”
- S.V., MBL
eeee
,,Trú forverum sínum og er kærkomin
viðbót í þessa mögnuðu seríu.
Meira er ekki hægt að biðja um.”
- V.J.V., Topp5.is/FBLeeee
,,Biðin var þess virði”
- J.I.S., film.is
Sýnd í álfabakka, og akureyri
eee
- S.V.,
MBL
ævintýramyndstærstuafmissaekki ára!síðari
„atH SérStakt leyniatriði er að mynd lokinni“
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
eee
ROLLING STONE
Sýnd á SelfoSSi
/ akureyri
Sýnd í álfabakka og kringlunni
SEX & THE CITY kl. 8 - 10:45 B.i. 14 ára
INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
HAROLD & KumAR 2 kl. 8 B.i. 12 ára
WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 10:10 LEYFÐ
Sýnd í álfabakka
Stórvirki
óskarsverðlaumahafans
Gabriel Garcia Marquez
„ áStin á tímum kólerunnar“
á íSlandivikur í rÖð2toPPnumá
THE fORBIDDEN KINGDOm kl. 8 B.i. 12 ára
NIm'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ
dómur um bók
“meðal óvenjulegustu
ástarsagna sem
samdar hafa verið
- J.H., MBL
tilnefnd til
golden
globe
verðlauna
bókin er í efSta Sæti
metSÖluliSta
málS og menningar.
frábær
rómantíSk
ÖrlagaSaga
ÁLFABAKKI
Sýnd á SelfoSSi
eee
T.V. - Kvikmyndir.is
eee
- S.V., mBL
eee
- K.H. G., DV
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Í SUMAR hefjast tökur á sjónvarps-
myndinni Eitur í æðum í Jökul-
fjörðum og á Ísafirði. Þar kynnumst
við lækni sem kominn er á eftirlaun,
er nýbúinn að missa konuna sína og
sér ekki annan leik í stöðunni en að
halda í afskekktan sumarbústað til
þess að svipta sig lífi. En þær áætl-
anir fara út um þúfur þegar að
óvæntan gest ber að garði. Með
hlutverk læknisins fer Theódór
Júlíusson en gesturinn er danskur,
leikinn af Bjarne Henriksen, sem
þekktur er fyrir leik sinn í glæpa-
þættinum danska Forbrydelsen sem
og kvikmyndinni Festen. Og ef þessi
fundur þeirra félaga gengur vel þá
gæti þetta orðið upphafið af gjöfulu
samstarfi frændþjóðanna í sjón-
varpsþáttagerð.
Ágætis byrjun?
Lýður Árnason, leikstjóri og
handritshöfundur, segir hugmynd-
ina vera að gera 6-8 átta þátta röð,
en það velti þó allt á hversu vel þessi
fyrsta mynd gangi. „Við erum með
sögurnar klárar og getum hleypt
þessu öllu af stokkunum ef við get-
um selt þetta sem þáttaröð, og þá er
jafnvel pælingin að selja þetta út.“
Þetta eru þó ekki framhaldsþættir
heldur nokkrar sjálfstæðar sögur.
En hvaða lím myndi þá halda þess-
ari þáttaröð saman?
„Þetta eru allt samtímasögur og
allar á einhvern hátt dansk-
íslenskar, það eru ávallt einhverjir
snertipunktar á milli landana –
sumar sögur gerast á Íslandi og aðr-
ar í Danmörku og fjalla ýmist um
Dani á Íslandi eða Íslendinga í Dan-
mörku.“
Upphaflega kviknaði hugmyndin
í samtali Lýðs og Henriksens.
„Hann er frændi minn og við vorum
leikfélagar í æsku; þegar hann
gerðist svo leikari kom sú hugmynd
upp að við myndum gera mynd sam-
an.“ Þessi saga þótti þeim henta
ágætlega og í kjölfarið er stefnan að
fá fleiri gæðaleikara frá báðum
löndum til þess að taka þátt, en auk
Theódórs og Henriksens fara Elva
Ósk Ólafsdóttir, Hinrik Ólafsson,
Elfar Logi Hannesson, Rakel Dimar
og Sarah Mogensen með hlutverk í
fyrsta þættinum.
Á rauðu ljósi
Lýður býr á Vestfjörðum líkt og
flestir í tökuliðinu, en þar starfar
Lýður sem læknir og hefur þegar
leikstýrt þremur leiknum myndum
og tveimur heimildarmyndum. En
hefur hann einhvern tíma fyrir
læknisstörfin lengur? „Það er alltaf
nógur tími, þetta er allt öðruvísi úti
á landi. Þið sjáið svolítið af lands-
byggðinni í Reykjavík þegar þið
stoppið á rauðum ljósum, við erum
alltaf á rauðum ljósum þar. Við höf-
um nægan tíma til að staldra við,
það eru miklu fleiri klukkutímar í
sólarhringnum úti á landi en hér.
En við viljum líka breikka um-
ræðuna fyrir vestan, það er alltaf
verið að veiða fisk en við erum að
reyna að gera eitthvað annað en að
veiða fiska.“
Af hverju kjaftshögg?
En af hverju hafa Lýður og fé-
lagar einbeitt sér að sjónvarpi frek-
ar en bíómyndum? „Bíóið er ekki al-
veg okkar markhópur, gamla fólkið
nennir aldrei í bíó,“ segir Lýður
sem segir sögurnar höfða frekar til
eldra fólks. „Þetta er bara spurning
um hvar maður er staddur á þroska-
brautinni, þetta er ekkert betra eða
æðra, þetta er bara annar staður.
Unglingarnir vilja náttúrlega alltaf
vera í adrenalíninu en við erum
meira í pælingunum og minna í has-
arnum. Þetta er ekki endilega
kjaftshöggið sjálft, heldur af hverju
þú ætlar að gefa kjaftshögg.“
Frændur og frændþjóðir
Dönsk-íslensk
sjónvarpsþáttaröð
í deiglunni
Íslendingurinn Lýður Árnason leikstjóri, handritshöfundur og læknir, er
frændi Bjarne Henriksen – og í sumar líka samstarfsmaður.
Daninn Bjarne Henriksen leikur
bankamann í Eitur í æðum.
ÁRATUGUR er síðan hljómsveit
Barða Jóhannssonar, Bang Gang,
sendi frá sér frumburðinn You.
Platan lofaði góðu og markaði
upphafið að farsælum tónlist-
arferli Barða. Fimm árum síðar
kom svo út önnur plata Bang
Gang, Something Wrong. Og nú,
aftur eftir fimm ára „hlé“, var
þriðja skífan að líta dagsins ljós,
Ghosts From The Past.
Platan geymir ellefu lög, flest
hver í moll. Blæbrigði slíkra smíða
eru gjarnan angurværari og
þyngri en þeirra sem skrifuð eru í
dúr, þótt ekki sé það algild regla.
Oftar en ekki er það þó tilfellið hjá
Barða, sem hér er heilt yfir á ró-
legum og lágstemmdum nótum,
með tilheyrandi undiröldum. Lítið
er um æsing og yfirborðslegar æf-
ingar, enda hefur unggæðings-
háttur og nýliðagalsi nær alfarið
vikið fyrir sjóuðu næmi hins
þroskaða listamanns.
Platan hefst á hinni þekkilegu
poppsmíð, „The World Is Gray,“
þar sem ljómandi góð laglína er
fallega sungin yfir látlausa en
einkar smekklega útsetningu.
Barði gerir enn betur í næsta lagi,
„One More Trip.“ Þar er á ferð-
inni hreint frábærlega samið
popplag með ómótstæðilegu við-
lagi. Þá eru upptökustjórnin og
útsetningin svo framúrskarandi
að við fullkomnun jaðrar; seiðandi
söngur, loftkenndar en þykkar
þríundaraddir, svalur bassagang-
ur, silkimjúkur kassagítar,
smekklegt píanóspil og giska góð-
ar trommur. Listileg upp-
tökustjórnin er raunar aðalsmerki
þessarar plötu og frábær vitn-
isburður um ótvíræða hæfni
Barða á því sviði.
Næstu tvö lög, „I Know You
Sleep“ og „Black Parade“ eru
nokkurs konar nýrómantískir
kuldarokkshundar og ágætir sem
slíkir. Barði sækir raunar áhrif
sín mikið til tónlistar frá níunda
áratugnum, en ekki svo að skír-
skotanir verði of miklar eða
greinilegar. Hann er einfaldlega
of góður listamaður til að festast í
einhverju stælingahlutverki og
væri óskandi að fleiri tónlist-
armenn af yngri kynslóðinni næðu
að skapa sér svo sjálfstæðan stíl.
Á eftir hinum ósungna og
þriggja hljóma þrástefsópus,
„Lost In Wonderland“, fer svo
hver poppsnilldin á fætur annarri;
„Every Time I Look In Your
Eyes,“ „Ghosts From The Past“
og „Forever Now“ eru öll afbragð
og í sama gæðaflokki og fyrstu tvö
lög plötunnar. Þetta „eitís“ skotna
popp er beinlínis bráðsmitandi og
um leið laust við alla þá hallær-
islegu fylgikvilla sem fylgdu á
stundum tónlist þess tíma.
„Don‘t Feel Ashamed“ er ní-
unda lagið og ljúft. Barði semur
það og flytur í félagi við Keren
Ann Zeidel, en saman mynda þau
jú dúettinn ágæta, Lady & Bird.
Platan hefði að ósekju mátt enda á
þessari fínu ballöðu því lokalögin
tvö, „You Won‘t Get Out“ og
„Stay Home,“ bæta engu við.
Barði nýtur þar liðsinnis Anthony
Gonzales við lagasmíðarnar, sem
minna raunar svolítið á Angelo
Badalamenti. Þá er klisjukenndur
kraftkaflinn í seinni hluta fyrra
lagsins til vansa og vont er til þess
að vita að hljómsveitir á borð við
Coldplay skyldu ekki endanlega
hafa gert menn afhuga slíkum
ófögnuði. Farsælast er jafnan að
hætta leik þegar lagasmíðin nær
ekki lengra. Ghosts From The
Past er samt fyrsta flokks poppp-
lata og fer ansi nálægt því að fá
fullt hús. Áðurnefnd lokalög koma
þó í veg fyrir það, auk þess sem
söngtextar eru fráleitt í sama
gæðaflokki og lagasmíðarnar.
Fyrsta flokks popp
TÓNLIST
Geisladiskur
Bang Gang – Ghosts From the Past
bbbbm
Orri Harðarson
EKKI er enn búið
að ráða í hlut-
verk í forleik
Hringadrótt-
inssögu, The
Hobbit, en ljóst
er að sir Ian
Holm endurtekur
varla hlutverk
aðalpersónunnar,
Bilbo Baggins,
enda er Bilbo 60
árum yngri þeg-
ar Hobbitanum
lýkur en þegar
Hringadrótt-
inssaga hefst.
Breska dagblaðið
Daily Express
telur sig þó hafa
öruggar heimildir fyrir því að skoski leik-
arinn James McAvoy sé efstur á óskalista
framleiðandans Peter Jackson og leikstjór-
ans Guillermo Del Toro, en hann vakti ein-
mitt fyrst verulega athygli í kvikmyndaheim-
inum fyrir hlutverk annarrar ævintýraveru,
fánsins Tumnus í Ljónið, nornin og skáp-
urinn. Þeir Jack Black og Daniel Radcliffe
(Harry Potter) eru einnig sagðir koma til
greina ef ekki tekst að semja við McAvoy.
Verður fánn-
inn hobbiti?
Hobbiti? James McAvoy
þykir líklegur í hlutverk
Bilbo Baggins.