Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Um 700 fjár undir hnífinn  Riða greindist á Brautarholti í Hrútafirði og verður öllu fé á bæn- um, alls um 700, slátrað. Riða hefur ekki áður fundist á svæðinu. » 2 Ekki talin hætta á hruni  Jarðskjálftasprungan frá Suður- landsskjálftanum sést frá Völlum í Ölfusi og norður eftir Reykjafjalli. Jarðfræðingur telur ekki hættu á stóru hruni úr fjallinu. » 2 Reynt að svæfa birnina  Á Nýfundnalandi er reynt að beita deyfilyfjum á hvítabirni sem koma nærri byggð og flytja þá burt. Á Svalbarða er reynt að fæla birni frá byggð áður en þeir eru felldir. » 6 Þungur róður framundan  Kjaraviðræður útvegsmanna og sjómanna verða líklega erfiðar. Ein ástæðan er að kjör sjómanna ráðast m.a. af olíuverði en það hefur hækk- að mikið undanfarið. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Er ekki nóg komið? Forystugreinar: Hvítabirni útrýmt Stöng og aðrir staðir Ljósvaki: Óeðlilegt lýtaleysi UMRÆÐAN» Gazagettóið og sjónarmið síonistans Hugarafl fagnar 5 ára afmæli Hver hugsar um dýrin okkar? Nei! Við erum ekki reiðubúin … Innherji: Verðmæt ríkisbréf Seðlabankinn þrengir að vörnum … Ekki kreppa í endurskoðun Hafa trú á íslenska markaðnum VIÐSKIPTI »                    ! "#$              %&'(            )*++,-. /0-+.1231) &,1,),)*++,-. )41& &-51, 1*-& &-51, 61& &-51, 7.1! 8-,1&. 9,2,1&/ 901 )- 07-, 01.7./,+, Heitast 18°C | Kaldast 8°C  Suðaustan og austan 5-10 m/s. Skýjað með köflum sunnan og vest- an til. Stöku skúrir. Léttskýjað fyrir norðan. » 10 Ný plata Barða Jó- hannssonar fær lof- samlega dóma; fer nærri því að fá fullt hús. Flest laganna eru í moll. » 45 TÓNLIST» Sagt fyrsta flokks popp KVIKMYNDIR» Friðrik Þór segist alltaf vera í sigurliðinu. » 38 Lýður Árnason vinnur að sjónvarps- myndinni Eitur í æðum. Meðal leik- ara verður kunnur frændi hans. » 45 SJÓNVARP» Frændur fyrir vestan LEIKHÚS» Leikritið Love – The Musical frumsýnt. » 47 TÓNLIST» Innblásturinn er auðfenginn. » 38 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Andlát: Kristján Kristjánsson … 2. Ekki „bjarga“ fuglsungum 3. Unnu leikinn 54:1 4. Hjálmlaus með heyrnartól  Íslenska krónan veiktist um 0,9% Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Í RAUN þýðir ekkert að hugsa þetta of langt. Við ætlum einfald- lega að gera þetta og svo fer bara sem fer. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum en það verða engin sérstök kort höfð við hönd. Við stígum bara upp í bílinn og keyrum út í óvissuna,“ segir Arnar Freyr Vilmundarson en hann hyggst, ásamt Christopher Friel, skoskum félaga sínum, leggja land undir fót í sumar með heldur óvenjulegum hætti. Þeir eru meðal keppenda í kappakstri sem ræstur verður frá miðborg Lundúna 19. júlí. Markmið akstursins er að ná til Ulan Bator, höfuðborgar Mongólíu, á undan öðrum keppendum og vegalengdin er um 15.000 kílómetr- ar. Reglur kappakstursins vekja nokkra athygli en þær eru einungis þrjár. Í fyrsta lagi bera keppendur sjálfir ábyrgð á eigin lífi og limum. Í öðru lagi verða þeir að safna 1.000 pundum sem renna til góðgerðar- starfa í Mongólíu og í þriðja lagi er bannað að notast við ökutæki sem búa yfir stærri vél en 1.000 cc. Svokallað „crapmobile“ „Hugmyndin hjá okkur er að komast til Ulan Bator á 24 dögum en svo er aldrei að vita hvort eða hvenær bíllinn gefst upp. Þetta er kallað „crapmobile“ enda eitt höf- uðskilyrði keppninnar að vera á druslu.“ Á heimasíðu kappakstursins er honum lýst sem kjörnu tækifæri fyrir þá sem vilja lenda í ævintýrum við að kanna hið óþekkta. Þá aukist skemmtanagildi hans í samræmi við óhöpp, bilanir og óvæntar uppá- komur sem keppendur upplifa á leið sinni. Aðspurður hvort þeir fé- lagarnir bindi miklar vonir við að allt fari í handaskolum á Bjarma- landsför þeirra austur svarar Arnar hlæjandi: „Auðvitað vonar maður að allt gangi vel en það væri hins veg- ar ekkert gaman ef ferðin yrði alveg tíðindalaus. Maður þarf að eiga ein- hverjar sögur handa barnabörn- unum.“ Á methraða til Mongólíu Íslendingur meðal keppenda í óvenju- legum kappakstri                                        Morgunblaðið/Frikki Ævintýri „Við ætlum einfaldlega að gera þetta og svo fer sem fer,“ segir Arnar Freyr Vilmundarson. Í HNOTSKURN » Fararskjótinn í rallinu erSuzuki SJ árgerð 1988, einnig þekktur sem Suzuki Samurai og er vélin 970 cc. » Jeppann keyptu þeir fé-lagar á uppboðssíðunni e-bay fyrir 1.020 pund. SUMARTÓNLEIKARÖÐUM og -hátíðum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Samkvæmt óform- legri könnun voru rúmlega 20 slíkir viðburðir á landinu sumarið 2003 en í ár eru þeir tæplega 50. Fjölgun slíkra viðburða er því um 100% á fimm árum. Tónlistarhátíðirnar hefjast æ fyrr og segja má að tónlistarsumarið hefjist um páska og því ljúki á haustin. Elstir eru Sumartónleikar í Skálholti sem hófu göngu sína árið 1975 en þær tónlistar- hátíðir sem hefja göngu sína í sumar eru Kamm- ertónlistarhátíð á Kjarvalsstöðum um páska, Sumartónleikar í Hóladómkirkju, Djass- og blúshátíð í Kópavogi og Tónlistarhátíð unga fólksins. Sumartónleikar eru þó ekki einungis bundnir við landsbyggðina heldur eru rótgrónar hátíðir í Reykjavík. | 18 Tónlistarsumarið tvöfaldast GESTASTOFA Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík verður opnuð í júlí, áhugasömum um húsið og framkvæmdirnar við það og nágrenni þess til upplýsingar. Gestastofa þessi verður á efstu hæð svonefnds Strætóhúss við Lækjartorg sem búið er að mála kolsvart. Á Gestastofunni verður stór útsýnisgluggi sem snýr út að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Í þess- ari upplýsingamiðstöð verða m.a. til sýnis líkön, bæði smíðuð og í tölvuformi, teikningar af húsinu og byggingarreitnum og boðið verður upp á ýmsa fræðandi viðburði í tengslum við þessa miklu framkvæmd. Búið er að ráða framkvæmdastjóra rekstrar- félagsins Ago ehf. sem sér um markaðsmál og daglegan rekstur Tónlistar- og ráðstefnuhússins, Theódór S. Halldórsson. | 19 Húsið fær nýtt hlutverk Gestastofa Tónlistarhússins á efstu hæð Strætóhússins Morgunblaðið/Golli Svart Strætóhúsið svartmálað. Á efstu hæð verður Gestastofa Tónlistar- og ráðstefnuhúss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.