Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 13 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is LJÓST er að ekki stendur til að um- bylta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna svari ríkisstjórnarinnar til mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna, en svarið kemur í kjölfar álits nefndar- innar þess efnis að fiskveiðistjórn- unarkerfið brjóti gegn jafnréttis- ákvæði alþjóðasamnings um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi. Boðar allsherjarendurskoðun Í svari sínu lýsir ríkið yfir vilja sín- um til að huga að „lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar,“ eins og segir í svarinu. Ríkisstjórnin segist ætla að skipa sérstaka nefnd til að fjalla um málið „enda hlýtur [mannréttindanefndin] að hafa á því skilning að kerfi sem mótast hefur á áratugum er ekki hægt að umbylta á sex mánuðum enda verður ekki séð að krafa nefnd- arinnar standi til þess.“ Engar bætur verða greiddar Í áliti nefndarinnar var mælst til þess að íslenska ríkið greiddi kær- endum bætur vegna mannréttinda- brotanna. Það ætlar ríkið ekki að gera. Í svari ríkisins segir að slík greiðsla gæti valdið því að fjöldi manns gerði skaðabótakröfur sem ekki standast gildandi rétt. Þá segir að ef ríkið greiddi kærendum skaðabætur fælist í því viðurkenning á að allir sem keyptu skip ættu rétt til úthlutunar afla- heimilda og myndi sú staða kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Þetta eru alls ekki haldbær rök, í áliti mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna er verið að fjalla um þessa ákveðnu kæru og ekkert ann- að,“ segir Magnús Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður, sem telur að greiðsla bóta væri ekki fordæmisgef- andi fyrir aðra. „Aðrir verða að sækja sinn rétt eins og mínir um- bjóðendur gerðu á sínum tíma,“ bæt- ir hann við. Forsaga málsins er sú að árið 2000 voru þeir Erlingur Sveinn Haralds- son og Örn Snævar Sveinsson staðn- ir að veiðum án kvóta. Voru þeir dæmdir til sektargreiðslu af Hæsta- rétti, en í kjölfarið kvörtuðu þeir til mannréttindanefndarinnar. Forsendur úthlutunar kvóta ómálefnalegar? Allir nefndarmenn segja að al- mennt sé það svo að þegar kvótakerfi er tekið upp þá verði ákveðinn að- stöðumunur milli þeirra sem fá kvóta og þeirra sem ekki fá kvóta. Þessi greinarmunur geti verið í lagi sé byggt á sanngjörnum og hlutlægum reglum, en hvort svo sé í þessu tilviki greinir nefndarmenn á. Tólf nefndarmenn af átján mynd- uðu meirihlutann og sögðu einfald- lega að þeir teldu ósanngjarnar for- sendur liggja að baki úthlutun kvótans í upphafi. Sex nefndarmenn skiluðu fjórum sérálitum og í þeim öllum var farið ýtarlega í hvort greinarmunurinn væri málefnalegur. Töldu þeir allir að svo væri en á mismunandi for- sendum. Ekkert breytist strax  Ríkið svarar mannréttindanefnd SÞ  Boðar allsherjarendurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins  Kerfinu ekki umbylt strax  Greiðir ekki bætur Morgunblaðið/RAX Engar bætur Ríkið hyggst endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið en ekki greiða bætur til sjómannanna eins og mannréttindanefnd SÞ mæltist til um. Í HNOTSKURN »Tólf nefndarmenn m.a. fráBenín, Egyptalandi, Ekva- dor, Indlandi, Kólumbíu, Már- itíus, Perú, Suður-Afríku og Túnis mynduðu meirihluta og töldu kvótakerfið brjóta gegn jafnréttisákvæði alþjóðasamn- ings um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi. »Sex nefndarmenn frá Ástr-alíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Rúmeníu og Svíþjóð skiluðu sérálitum og töldu ýmist að málefnaleg sjónarmið byggju að baki kvótakerfinu eða að það væri ekki á verksviði nefndarinnar að fjalla um málið. „AÐ kollvarpa fáránlegasta fisk- veiðistjórnunarkerfi í heimi,“ svaraði Örn Snævar Sveinsson sjómaður um hæl þegar blaða- maður spurði hann hvaða vænt- ingar þeir sem kvörtuðu undan fiskveiðistjórnunarkerfinu til mannréttindanefndar SÞ hefðu haft þegar þeir fóru af stað með málið. Örn var ásamt Erlingi Sveini Har- aldssyni dæmdur í Hæstarétti til sektargreiðslu árið 2003 fyrir ólöglegar fiskveiðar. Hann gefur ekki mikið fyrir við- brögð ríkisstjórnarinnar: „Nei, nei, þetta er bara einhver blástur í [sjávarútvegsráðherra],“ en seg- ist vongóður um framhaldið. „Mér finnst þetta vera orðið dómsmál, ég veit ekki hvað [sjáv- arútvegsráðherra] fær að sprikla mikið með þetta,“ en sjávar- útvegsráðherra hefur tekið fyrir að greiða sjómönnunum bætur. Þeir félagar hafa sótt um að mál þeirra verði endurupptekið í kjöl- far álits mannréttindanefndar- innar en þeirri beiðni var fyrir skemmstu synjað. Ætlunin að kollvarpa fiskveiðikerfinu MIKIL gleði ríkir meðal starfsfólks Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eft- ir að urtur kæptu og gylta gaut. Urtan Kobba varð fyrri til að kæpa föstudaginn 6. júní og urtan Særún fylgdi í kjölfarið 8. júní. Strax eftir kæpingu eru kóparnir mjög spræk- ir og tilbúnir til sunds. Gyltan Frigg gaut svo tíu fal- legum grísum laugardagskvöldið 7. júní en faðirinn er gölturinn Gull- inbursti. Starfsfólkið segir grísina hina sprækustu og viljuga að drekka fyrstu dagana. Í lauginni Nýkæptur kópurinn. Kæpt og gotið í garðinum Ljósmynd/Húsdýragarðurinn LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók fimm unga menn í bif- reið sem ekið var eftir Kaldársels- vegi ofan Hafnarfjarðar snemma morguns nýverið. Afskiptin komu til vegna ábendingar árvökuls veg- faranda, en hann hafði séð til pilt- anna þar sem þeir köstuðu grjóti í ær og lömb. Piltunum, sem eru sautján og átján ára og voru undir áhrifum áfengis, tókst að særa allavega eitt lamb og eina ær með grjótkastinu. Þeim var sleppt að loknum yfir- heyrslum, og eiga kæru yfir höfði sér. | andri@mbl.is Köstuðu grjóti í ær og lömb EMBÆTTI sýslumannsins á Patreksfirði hef- ur verið auglýst laust til umsókn- ar en dóms- og kirkjumálaráð- herra skipar í embættið frá og með 15. júlí 2008 til fimm ára í senn. Embættið losnaði er Þórólfur Halldórsson, fyrrverandi sýslumað- ur á Patreksfirði, var skipaður sýslumaður í Keflavík frá og með 15. júlí 2008. Laus staða sýslumanns Þórólfur Halldórsson LÖGREGLAN á Selfossi fann á sunnudagsmorgun rauða Peugeot- bifreið sem stolið var á Selfossi á föstudagskvöld. Bifreiðin, sem fannst við Félagslund í Flóahreppi, hafði verið töluvert skemmd og höfðu allir hjólbarðar hennar verið sprengdir. Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar um hvarf bifreiðarinnar að hafa samband í síma 480-1010. Óska eftir upplýsingum HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann á fimmtugsaldri til að greiða 90 þúsund krónur fyrir að hafa sjö sinnum valdið hneykslan á almannafæri sökum ölvunar og fyrir stela sér mat að verðmæti rúm- ar fjögur þúsund krónur. Öll tilvikin áttu sér stað við og í verslun Nóa- túns á Selfossi. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hefur lengi misnotað áfengi og hlotið af því líkamlegan og andlegan skaða. | andri@mbl.is Olli hneykslan á almannafæri FRÉTTIR SLÖKKVILIÐSSTJÓRI Bruna- varna Suðurnesja hefur verið leystur frá störfum á meðan stjórn BS vinn- ur í málum hans. Sigurvin Guðfinns- son, stjórnarformaður BS, staðfesti við Morgunblaðið að Sigmundur Ey- þórsson slökkviliðsstjóri væri kom- inn í leyfi í ótilgreindan tíma. Á með- an á því stendur sinnir Jón Guðlaugsson varaslökkviliðsstjóri störfum Sigmundar. Sigurvin segir málið viðkvæmt en það lýtur m.a. að aðgangi sem Sig- mundur veitti fjölmiðlum að útkalls- rásum, án vitundar stjórnar og starfsmanna. Einnig hefur Morgun- blaðið heimildir fyrir því að sam- skiptaörðugleikar hafi verið nokkrir innan embættisins. Ekki náðist í Sig- mund í gær. | andri@mbl.is Slökkviliðs- stjóri í leyfi UM sjö hundruð Íslendingar hafa undanfarna daga hlaupið með kyndil frá Akureyri til höfuðborgarinnar Reykjavíkur. Kyndillinn er tákn World Harmony- vináttuhlaupsins og var það alþingismaðurinn Katrín Júlíusdóttir sem hljóp með kyndilinn síðustu metrana. Þar með lýkur Íslandshluta hlaupsins en Katrín hef- ur nú afhent kyndilinn alþjóðlega vináttuhlaupinu sem mun bera hann til Svíþjóðar og Finnlands og áfram á um 25 þúsund kílómetra leið hans um 49 Evrópulönd. Vináttuhlaupið hófst í Róm í lok mars og því lýkur í október í Prag í Tékklandi. Tilgangur hlaupsins er að efla vináttu og skilning en stofnað var til þess árið 1987 af hugsjónamanninum Sri Chinmoy. Vináttuhlaupinu lauk á Austurvelli Morgunblaðið/Kristinn Katrín með kyndilinn ÞÁTTTÖKUMET var á skákmóti til heiðurs Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem haldið var í Vin, athvarfi Rauða krossins. 27 þátttakendur skráðu sig til leiks á skákmótið en þátttökumet frá í fyrra hljómar upp á 18 manns. Margir sterkir skákmenn tóku þátt og nokkrir af efnilegasta skák- fólki landsins, m.a. Íslandsmeist- aralið Rimaskóla og þau Jóhanna Björg og Birkir Karl úr heimsmeist- araliði Salaskóla í grunnskólaskák í fyrra. Metþátttaka á skákmóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.