Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 35                                      !" # $      %   &  " '  !   ( !  $  )             " &         $      )    # %   $        #*  %      +  ,! +    #+(      &   #   +  + - .    "    /01234561/47.58 9 :;<< /0 12=4561/'>?<4@06A5' 54 7      B5660BC2/' ! +   % ?? ?D ?E - kemur þér við Sérblað um vinnuvélar fylgir blaðinu í dag Foreldrar fyrirbura stofna með sér félag Fokdýrum felgum stolið af bílasölu Kolfinna Baldvins og flökkueðlið Rauði baróninn í íslenska boltanum Tónlistarlíf blómstrar á Borgarfirði eystri Hvað ætlar þú að lesa í dag? Hvað ætlar Tess sér að gera?Eitt aðalumræðuefni bók-menntaheimsins beggja vegna Atlantshafs í haust sem leið var fréttir um væntanlega útgáfu Tess Gallagher, ekkju hins dáða smásagnahöfundar og ljóðskálds Raymonds Carver, á smásögum eftir eiginmanninn. Ekki að um áð- ur óbirtar sögur væri að ræða, heldur frumútgáfur höfundarins af sögunum í sagnasafninu What We Talk About When We Talk About Love, sem kom út árið 1981 og vakti fyrst verulega athygli á hæfi- leikum hans – á snilli hans vilja margir meina. Tess Gallagher hefur verið dug- leg við að halda minningu Carvers á lofti, en hann lést úr krabbameini árið 1988, 52 ára gamall. Þegar Robert Altman gerði kvikmyndina Short Cuts, sem byggð er á nokkr- um sagna Carvers, var Tess iðu- lega við hlið hans þegar kvikmynd- in var kynnt. Og hún hefur staðið fyrir útgáfu bóka um list Carvers og líf. En í haust spurðist að henni þætti að yfirlesari Carvers og rit- stjóri, Gordon Lish, sem var náinn vinur Carvers um árabil, hefði mis- notað, og í raun vanvirt skrif Carvers, með því að breyta þeim langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Því væri réttast að gefa sögurnar út eins og Carver hefði upphaflega gengið frá þeim. Síðan hafa ritstjórar, höfundar og lesendur velt því fyrir sér hvort út- gáfa sagnanna í sínu upprunalega formi kunni að styrkja orðstír Carvers, eða skaða hann.    Leiðir Carvers og Lish lágusaman árið 1967. Carver var rótlaus atvinnuleysingi, sem hafði fengist við hitt og þetta, og Lish, sem hafði reynt fyrir sér við skáld- sagnaskrif, ritstýrði útgáfu skóla- bóka. Carver fékk Lish til að lesa sögur sínar yfir og upp úr 1970, þegar Lish var orðinn ritstjóri bók- menntatímarits, gaf hann sögur Carvers út. Oft eftir að hafa gert tillögur að allrahanda breytingum og styttingum. Hann einfaldaði málfar rithöfundarins og aðstoðaði hann þannig við að þróa sérstakan stílinn sem sumir hafa kallað „mínimalískan“ eða „stórmark- aðsraunsæi“. Svo virðist vera að Carver hafi verið sáttur við ritstýringu Lish – að minnsta kosti til sumarsins 1980. Carver hafði hafið nýtt líf ár- ið 1977, hann hætti að drekka, ein- beitti sér að skrifunum og Tess kom inn í líf hans. Hann skrifaði Lish á þeim tíma afar lofsamleg bréf, þar sem hann sagði meðal annars: „Þú, vinur minn, ert hug- mynd mín um hinn fullkomna les- anda, hefur alltaf verið það, alltaf, og munt vera að eilífu.“ Vorið 1980 hafði smásagnasafn Carvers Will You Please Be Quiet, Please hlotið umtalsvert lof og hann hafði sent Lish sautján sögur um alkahólisma og upplausn í fjöl- skyldum sem hann hugðist setja í næstu bók. Lish sendi Carver sína útgáfu af handritinu til baka. Hann hafði stytt handritið um nær fjöru- tíu prósent og strokað út það sem hann kallaði „falska ljóðrænu og tilfinningasemi“. Lish fór síðan aft- ur í handritið og gerði enn frekari breytingar, sem hann sendi Car- ver. Þá var rithöfundurinn búinn að fá nóg og sendi Lish bréf sem var birt í haust og hefur farið víða. Það er ekki furða að Carver hafi verið brugðið. Lish hafði skorið tvær sögur svo hressilega niður að einungis þriðjungur þeirra stóð eftir. Margar hafði hann stytt um helming. Ýmsar lýsingar voru horfnar úr sögunum og endi á flestum sagnanna hafði verið breytt. Lish hafði jafnvel skipt um nöfn á sögupersónum. Carver skrifaði Lish að hann væri þreyttur, ruglaður og hrædd- ur og að hann óttaðist að vinir sín- ir áttuðu sig á þessu, en þeir hefðu þegar lesið sumar sagnanna í upp- runalegum útgáfum. Ef bókin kæmi út – Lish var á þessum tíma orðinn útgáfustjóri forlags Carvers – óttaðist hann að hann myndi ekki skrifa framar. Og ef hann hætti að skrifa, óttaðist hann að glata vin- áttu Lish. „Ég segi þér satt, að andlegt heilbrigði mitt er í hættu,“ skrifaði hann. Og ítrekaði að hann vildi að bókin kæmi ekki út. Hvað síðan gerðst er ráðgáta en líklega hafa Carver og Lish rætt saman í síma. Að minnsta kosti er til bréf sem Carver skrifaði tveim- ur dögum síðar og þá liggur allt öðruvísi á honum. Hann ræðir um smávægilegar breytingar á hand- ritinu og endar á ástarkveðju.    Bókin kom á markað árið eftirog hlaut gríðargóðar við- tökur. Carver var hylltur sem einn af meisturum smásögunnar á 20. öld og hann hélt áfram að skrifa til hins ótímabæra dauðadags. Síðasta saga hans, Sendiferðin, um dauða Tjekofs, er eitt af meistaraverkum bókmenntanna á liðinni öld. Maka- laus kveðja afar hæfileikaríks lista- manns. Eftir standa þó spurningar um inngrip Lish í feril smásagnahöf- undarins. Hefði ferillinn ekki orðið öðruvísi, ef Carver hefði ekki farið út í þennan tálgaða og umbúða- lausa stíl? Gerir það höfundinum greiða að birta sögurnar í sínu upphaflega flæðandi formi? Enn hefur ekki verið gert op- inbert hvort Tess standi við orð sín síðan í haust, og gefi þær út. Það má þó velta fyrir sér hvort Ray- mond Carver hefði ekki treyst henni til að gera það sem hún telur réttast, því síðustu árin sem hann lifði voru þau afar náin og hún stóð þétt að baki Carver í sköpuninni. Hann var einnig gott ljóðskáld og síðustu ljóðin sem hann orti dauð- vona eru tileinkuð eiginkonunni. Eitt þeirra, Kólibrífugl, er einmitt sérstaklega eignað henni; einstakt og umbúðalaust ástarljóð deyjandi manns sem lítur þannig út í þýð- ingu Gyrðis Elíassonar: Hugsum okkur að ég segi sumar, skrifi orðið „kólibrífugl,“ leggi það í umslag og fari með það niður hæðina, í póstkassann. Þegar þú opnar bréf mitt manstu þessa daga, og hve mikið, hve ósegjanlega ég elska þig. Hve ósegjanlega ég elska þig AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Hefði ferillinnekki orðið öðru- vísi, ef Carver hefði ekki farið út í þennan tálgaða og umbúða- lausa stíl? Gerir það höfundinum greiða að birta sögurnar í sínu upphaflega flæðandi formi? Ljósmynd/Marion Ettlinger Raymond Carver Portrett Marion Ettlinger í bókinni Carver’s County, þar sem birtar eru myndir af höfundinum og söguheimum hans. efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.