Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÝTT safn, tileinkað menningu Gyðinga, var opnað í San Franc- isco um helgina. Hönnuður þess er Daniel Liebeskind, hinn heims- frægi arkitekt sem einnig hefur hannað Gyðingasöfn í Berlín, Kaupmannahöfn og Osnabrück. Þau hafa vakið mikla athygli, en ef marka má grein Edwards Roth- stein í New York Times í gær, hef- ur honum ekki tekist að skila þeirri sérstöðu sem safnið í San Franc- isco átti að hafa, með byggingunni sjálfri. Rothstein segir hana hvorki „sérstaklega þægilega né til þess fallna að vekja með manni traust“. Í menningarlegum skilningi fremur en trúarlegum Evrópsku söfnin þrjú hverfast að miklu leyti um hrikaleg örlög Gyðinga í hildarleik stríðsátaka síðustu aldar og útrýming- arherferð nasista. Safnið í San Francisco lýtur öðrum lögmálum og er ætlað að sýna fram á hvað gyðingdómur hefur lagt til nær- umhverfis síns á vesturströnd Bandaríkjanna í menningarlegum skilningi fremur en trúarlegum. Sýningum þar er ætlað að leggja áherslu á framlag Gyðinga til menningarinnar, til vísinda, lista, viðskipta, menntunar og stjórn- mála. Minni áhersla er lögð á sagn- fræði en samtímann og safnið byggir ekki á hefðbundinni safn- eign heldur sýningum á menning- arlegum nótum. | fbi@mbl.is Liebes- kind um- deildur Nýtt Gyðingasafn opnað í San Francisco Gyðingasafnið Hús Daniels Liebeskind í San Francisco. ÓPERUHÚSIÐ í New York hefur fengið banda- ríska tónskáldið Charles Wuor- inen til þess að skrifa óperu upp úr Brokeback Mountain, sögu Annie Proulx sem kvikmynduð var árið 2005 og vann til þriggja Óskarsverðlauna. Búist er við því að óperan verði frumsýnd árið 2013. Sagan segir frá tveimur kúrek- um sem fella hugi saman þegar þeir kynnast á fjalli nokkru árið 1963, en í kvikmyndinni fóru þeir Jake Gyllenhaal og Heath heitinn Ledger með hlutverk þeirra. „Mig hefur langað til þess að semja óperu upp úr þessari mögn- uðu sögu allt frá því ég las hana fyrst,“ segir hinn sjötugi Wuor- inen sem hefur meðal annars sam- ið óperu eftir sögu Salmans Rushdies, Haroun and the Sea of Stories. Ópera eftir Brokeback Mountain Heath Ledger í kvikmyndinni. ANNAÐ kvöld heldur þríeykið Inga Backman, Hjörleifur Valsson og Arnhildur Val- garðsdóttir tónleika í Iðnó. Á dagskránni verða lög Jakobs Hallgrímssonar, organista, fiðlukennara og tónskálds, sem lést árið 1998, langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjársjóð sönglaga. Ofangreint tríó tók sig til og hljóðritaði diskinn Ó undur lífs með þessum fallegu sönglögum Jakobs. Texta sótti hann til helstu skálda okkar, t.d. Halldórs Laxness og Davíðs Stefánssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og miðaverð er 1.000 krónur. Veit- ingasalan í Iðnó verður opin. Tónlist Tónleikar til minn- ingar um Jakob Hjörleifur Valsson ÚT er komin bókin Dada Collage and Memoirs, ævi- minningarbrot Franks Ponzi listsagnfræðings (1929-2008). Höfundur segir frá æskuárum sínum og uppvexti í fjölskyldu ítalskra innflytjenda í Penn- sylvaníuríki í Bandaríkjunum og frá listnámi í New York og Oxford-háskóla. Hann kvæntist íslenskri eiginkonu sinni í New York, þau ákváðu að flytjast til Íslands og nema land í Mosfellsdal og þar átti hann heimili til æviloka. Eftir Frank liggja bækur um Ísland á fyrri öldum, byggðar á sýn erlendra listamanna í málverkum og ljósmyndum. Bókin er á ensku, 237 bls. með 24 síðum af ljósmyndum. Bókmenntir Æviminningar Franks Ponzi Frank Ponzi Í SUMAR mun Leikhús frú Normu ferðast um allt Austur- land með barnaverkið Soffía mús á tímaflakki. Verkið verð- ur frumsýnt á laugardaginn, þann 14. júní, í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Soffía mús á tímaflakki er nýtt íslenskt barnaleikrit samið af Sigríði Láru Sigurjónsdóttur fyrir Leikhús Frú Normu. Tónlist við verkið samdi Bára Sigurjónsdóttir. Verkið fjallar um Soffíu sem fer ásamt vinkonu sinni að reyna að finna tíma og þær lenda í ýmsum ævintýrum. Þær hitta líka ýmsar skrýtnar skepnur á leið sinni. Nánari upplýsingar má finna á www.frunorma.is. Leiklist Soffía mús á flakki um Austurland Sigríður Lára Sigurjónsdóttir GUNNAR Þórðarson tónskáld segir verkið „Bæn“ vera tónaljóð og hann hafi samið það við íslenska þýðingu á ljóðum Stricklers. Tónaljóð er annað hvort sungið eða spilað og eitthvert þema gegnumgangandi í því, í þessu tilfelli bænin í víðu samhengi. „Þetta stykki tekur um hálftíma í flutningi og það eru átta ljóð eftir Al- bert (Strickler). Ég set það ekki nið- ur í hólf, það er flutt óslitið í rúman hálftíma,“ segir Gunnar. Hann hefur samið tvær messur og segir ekki svo ólíkt að semja tónaljóð. „Ég hef aldr- ei samið svona langt stykki í einu, svona allt saman tengt.“ Gunnar segir það hafa tekið um þrjá mánuði að semja verkið. Nú heitir verkið Bæn og því liggur beinast við að spyrja Gunnar að því hvort hann sé trúaður. „Ég ekkert meira trúaður en hinn venjulegi Íslendingur. Þessi verkefni koma bara upp í fangið á mér,“ segir Gunnar. „Músík er bara músík,“ bætir hann við. Æfingar eru ekki hafnar á verk- inu enda átti Gunnar eftir að klára útskrift fyrir hljóðfærin þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Verkið verður flutt þrisvar, 3. og 4. júlí í kirkjunni í Rosheim og 6. júlí í tónleikahöllinni í bænum Barr. Ekki hólfað niður Verkið Bæn flutt á þrennum tónleikum ROSHEIM er smábær í Alsace- héraði á norðausturodda Frakk- lands, um 25 km suðvestur af Strass- borg. Rosheim er þekktur fyrir vín- gerðarlist en einnig byggingarlist í rómönskum stíl, þ.á m. hina friðuðu kirkju Eglise Saints-Pierre et Paul frá 12. öld, þar sem tónleikarnir verða haldnir. Erkibiskupinn af Strassborg, Jean-Pierre Grallet, gaf sérstakt leyfi fyrir tónleikahaldinu. Erkibiskupinn er verndari hátíð- arinnar og verður sérstakur boðs- gestur á tónleikunum ásamt Tómasi Inga Olrich, sendiherra Íslands í Frakklandi. Byggingarlist og vín Kirkjan í Rosheim Í bænum Barr. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is NÝTT tónverk eftir Gunnar Þórð- arson, Bæn, verður frumflutt í Róm- önsku kirkjunni í Rosheim, Eglise Saints-Pierre et Paul, á árlegri sum- arlistahátíð í Alsace-héraði í Frakk- landi hinn 3. júlí næstkomandi. Flutningurinn verður jafnframt há- punktur hátíðarinnar. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Diddú, mun flytja verkið með íslenskum söng- kvartett, kammersveit og píanistan- um Yolande Uytter undir stjórn Há- kons Leifssonar. Bæn er hluti af verkefni sem ber á íslensku titilinn Mósaík Trílógía en í því mætast þrjár listgreinar; myndlist, ljóðlist og tónlist. „Það var nú þannig að ég var að syngja í Alsace-héraði fyrir þremur árum á tónleikum og þá kom einn fremsti skúlptúrmeistari Frakk- lands, mósaíkskúlptúrlistamaðurinn Gérard Brand. Hann varð svona impóneraður af mínum söng að hann sá fyrir sér að hann yrði að búa til skúlptúra sem ég myndi umvefja rödd minni á einhvers konar sýningu […] síðan hannaði hann þetta og þró- aði hugmyndina áfram, fann út hvers konar þema hann vildi hafa á verk- unum. Hann er búinn að búa til átta skúlptúra, þeir eru tólf samtals vegna þess að eitt verkið inniheldur fleiri en eitt verk,“ útskýrir Diddú. Brand fékk svo vin sinn, ljóðskáld- ið Albert Strickler, til að semja ljóð út frá skúlptúrunum og Gunnar Þórðarson var fenginn til að semja tónlist við ljóðin. „Þetta er alveg gíf- urlega fallegt verk,“ segir Diddú um Bæn, það sé jafnvel himneskt. Þrískipt bæn Frumflutningur á tónverki Gunnars Þórðarsonar hápunktur hátíðar í Alsace Í HNOTSKURN » Sumarlistahátíðin í Al-sace, Chemin d’Art Sacré en Alsace, hefst 1. júlí og lýkur 1. október. Diddú segir skúlpt- úristann Gérard Brand fyrst- an myndlistarmanna fá að halda sýningu í kirkjunni í Rosheim sem er friðuð. Verk- efnið hefur fengið mikla at- hygli í Frakklandi. » Mósaík Trílógía er þver-faglegt samstarfsverkefni franskra og íslenskra lista- manna. Listahátíðin í Frakk- landi dregur að þúsundir gesta víða að ár hvert. » Gérard Brand er sagðurhafa þróað nýja tegund mósaíklistar, mósaíkhögg- myndir í þrívídd. Albert Strickler er ljóðskáld og rit- höfundur og vinsæll fyrirles- ari í heimalandi sínu. » Tónleikarnir verða teknirupp fyrir sjónvarpsstöðv- arnar TV ARTE og FR3. Morgunblaðið/Kristinn Tónskáld og sópran Diddú syngur verk Gunnars Þórðarsonar, Bæn, í Frakklandi í júlí. Þau fengu sér kaffisopa á Sólon í blíðviðrinu í gær. Brand Við eitt verka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.