Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR            !     "                              #  $ % & '%  ( )  $  Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is ALLS heimsóttu 316.002 stakir notendur mbl.is í síðustu viku samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernusar og er um að ræða nýtt met. Allir að horfa á hvítabjörninn Aukningin stafar fyrst og fremst af mikilli um- ferð erlendra netnotenda inn á frétt með mynd- skeiði af drápi hvítabjarnarins á Þverárfjalli, en sú frétt var lesin tæplega 45 þúsund sinnum. Margar tilvísanir eru frá erlendum fréttamiðl- um; þannig smelltu um þrettán þúsund notendur vefjar Extra bladet í Danmörku á tengil í frétt- ina, um þúsund komu í gegnum fréttavefinn news.com.au í Ástralíu og rúmlega 800 komu í gegnum vefsíðu The Sun í Bretlandi. Þá mældust í síðustu viku rúmlega 16 milljónir flettinga á síðunni og er það mun meira en hjá nokkurri annarri íslenskri síðu. Til samanburðar heimsækja að jafnaði um 280 til 290 þúsund stakir notendur mbl.is í hverri viku, skv. upplýsingum frá Modernus. Mikil áhrif einstakra atburða Einstakir atburðir geta þó valdið stóraukinni umferð, t.d. heimsóttu um 306 þúsund notendur vefinn þegar ný borgarstjórn tók við og um 302 þúsund síðasta haust þegar Erla Ósk Arnardóttir lenti í hremmingum á flugvelli í Bandaríkjunum. Í því tilviki varð vart við aukna umferð frá útlönd- um, en enska þýðingu var að finna á bloggi á vef- svæði fréttavefjar Morgunblaðsins. Samræmd vefmæling Modernusar var tekin upp árið 2001 og taka nú um 150 vefir þátt. Björninn veldur aukinni umferð Ljósmynd/davidorri.com Áhrifamikill Hvítabjörninn hefur merkjanleg áhrif á netumferð inn á mbl.is. „HÉR eru að jafnaði um 40 selir en svo kemur fyrir að þeir eru ívið fleiri, allt að hundrað,“ segir Guðmundur Jóhannesson, selabóndi við Illugastaði á vestanverðu Vatnsnesi við Húna- fjörð. Guðmundur segir selinn mjög spakan og auðvelt sé að fylgjast með honum á landi úr að- eins hundrað metra fjarlægð, hann komi svo enn nær þegar hann sé í sjónum. Guðmundur segir að hreinlætisaðstöðu hafi verið komið upp neðan við Illugastaði í námunda við látrin auk þess sem unnt verði að tjalda þar í sumar. Á döfinni sé svo að koma upp skýli svo ljósmynd- arar og aðrir áhugasamir geti hafst við séu veður slæm. „Svo fer bráðum af stað rannsóknarverkefni í samvinnu við Selasetur Íslands, þar sem at- hugað verður hvaða áhrif aukinn fjöldi ferða- manna hefur á selinn,“ segir Guðmundur. Sellátrin verða lokuð til 20. júní næstkom- andi vegna æðarvarps á svæðinu, en eftir það eru selavinir velkomnir. | jmv@mbl.is Morgunblaðið/RAX Spakir selir í látrunum á Vatnsnesi FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÞEGAR dagskrá Ríkissjónvarpsins raskast vegna beinna útsendinga frá íþróttaviðburðum hverskonar hitnar í kolunum á skiptiborðinu í Efstaleiti. Meðal þeirra dagskrár- liða sem þurfa um þessar mundir að víkja fyrir Evrópumótinu í knattspyrnu er Kastljós sem hverf- ur af skjánum í tvær vikur. Þá daga sem röskun verður á dag- skránni berast gjarna á annan tug kvartana. „Ef dagskráin riðlast er alltaf hringt,“ segir María Arna Sigurð- ardóttir hjá Ríkisútvarpinu. Að hennar sögn er þó ekki kvartað meira nú en venjulega þegar dag- skrá breytist vegna hverskyns stór- móta og íþróttaviðburða. Hún segir að á nýliðinn sunnudag hafi verið óvenjumikið kvartað en þá hrjáðu tæknileg vandamál Sjónvarpið plús. Sú stöð sendir alla jafna út sömu dagskrá og Ríkissjónvarpið klukku- stund seinna en var um helgina nýtt til útsendinga frá leikjum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fjöldi kvartana fer mikið eftir því hvaða dagskrárliðir færast til. Fastir liðir eins og fréttir og ýmsir framhaldsþættir eru heilagri í aug- um áhorfenda en annað efni og minnist María sérstaklega á Leið- arljós og Aðþrengdar eiginkonur í því samhengi. „Fólk er vanafast og vill hafa sína dagskrá, sérstaklega fullorðna fólkið.“ Hluti af almannaþjónustu- hlutverki Ríkissjónvarpsins Að mati Þórhalls Gunnarssonar dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins er útsending stórviðburða á borð við Evrópumótið í knattspyrnu og Ólympíuleikana partur af þjónustu- og menningarhlutverki stofnunar- innar. Hann leggur áherslu á að þó tímasetningar skolist til sé haldið úti fullri fréttaþjónustu þegar stór- viðburðir í íþróttum standi yfir. Þórhallur bendir á að þó hægt sé að túlka hið svokallaða almanna- þjónustuhlutverk á margvíslegan hátt sé skilgreiningin sem gengið sé út frá mjög skýr. „Við eigum að sinna afþreyingarefni, menningar- efni, íþróttatengdu efni og frétta- tengdu efni,“ segir hann og telur beinar útsendingar á borð við þær sem nú standa yfir frá Evrópu- mótinu í knattspyrnu falla ágæt- lega að þessari skilgreiningu. Sjónvarpið plús ekki íþróttarás Ekki er á döfinni að taka íþrótta- viðburði til sýningar í Sjónvarpinu sem ekki hafa verið á dagskrá áður að sögn Þórhalls. Ekki standi held- ur til að að opna sérstaka íþrótta- rás eða leggja Sjónvarpið plús und- ir íþróttir þó hún hafi verið nýtt til að senda út leiki liðinnar helgar. Svipaður háttur verður hafður á íþróttaumfjöllun og -útsendingum RÚV og verið hefur og reynt að þjónusta fólk með sem bestum hætti. Breytt dagskrá illa séð  Samræmist menningar- og þjónustuhlutverki RÚV segir Þórhallur Gunnarsson  Kastljós í tveggja vikna fótboltafrí  Á annan tug kvartana á dag þegar mest er ÓHEYRILEGUR dráttur á máls- meðferð varð til þess að Héraðs- dómur Suðurlands sá sig knúinn til að refsa ekki bræðrum sem sak- felldir voru fyrir líkamsárás. Bræð- urnir sem eru á þrítugs- og fertugs- aldri voru þó dæmdir til að greiða fórnarlambi sínu miskabætur, alls 387 þúsund krónur. Fórnarlambið hlaut við atlögu bræðranna nefbrot, bólgu yfir nef- hrygg og glóðarauga. Hann kærði árásina daginn eftir að hún átti sér stað, þ.e. 17. október 2005, og gaf upp nöfn árásarmannanna. Ákæran var þó ekki gefin út fyrr en 13. mars sl. og skýrslur af sakborn- ingum ekki teknar fyrr en snemma í febrúar sl., þ.e. rúmum tveimur árum eftir árásina. Héraðsdómur taldi enga hald- bæra skýringu hafa fengist á drætt- inum. | andri@mbl.is Sakfelldir en ekki gerð refsing KARLMAÐUR á fertugsaldri hef- ur verið dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir umferðar- lagabrot – ölvun undir stýri og akstur án ökuréttinda. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðs- dómi Norðurlands eystra fyrir helgi, er sannarlega ekki sá fyrsti sem maðurinn hlýtur. Hann hefur frá árinu 1986 hlotið fimmtán refsidóma fyrir ölvun undir stýri. Í fjórtán af fimmtán skiptum hef- ur maðurinn jafnframt verið dæmdur fyrir að aka án tilskilinna réttinda. Raunar má segja að maðurinn hafi aðeins hlotið fjögurra mán- aða fangelsisdóm í þetta skiptið en með broti sínu rauf hann skil- yrði reynslulausnar. Hann átti þá eftir 180 daga afplánunar. Auk þess var ævilöng ökuréttarsvipt- ing mannsins áréttuð, enn einu sinni. | andri@mbl.is Með fimmtán dóma á bakinu ORKURÁÐ hefur úthlutað samtals 172 milljónum til jarðhitaleitar á 29 stöðum þar sem ekki nýtur hita- veitu. Í fréttatilkynningu frá iðn- aðarráðuneytinu kemur fram að miðað við kostnaðaráætlanir um- sækjenda verði á næstunni starfað við jarðhitaleit fyrir nær 300 millj- ónir króna. 152 milljónum kr. er nú úthlutað sem hluta sérstaks átaks vegna mótvægisaðgerða sem Alþingi sam- þykkti á haustþinginu 2007, en 20 milljónum sem almennu jarð- hitaleitarátaki. Umsóknir um styrki voru samtals 35 og fékk Súðavíkurhreppur hæsta styrkinn, 9,1 milljón króna. 172 millj. til jarðhitaleitar „Það er verið að flytja fréttir allan guðs liðlangan daginn,“ segir frú Helga Kristjánsdóttir um breyttan fréttatíma þegar sent er út beint frá Evrópukeppninni í knatt- spyrnu. Ekki sýtir hún heldur aðrar breytingar sem verða á sjónvarps- dagskránni vegna útsendinganna sem hún segir vera sitt uppáhalds- sjónvarpsefni um þessar mundir. Henni finnst röskunin léttvæg og bendir á að fréttirnar fylgi alltaf strax í kjölfar leikjanna þegar þetta skarast. Björn Þór Björnsson hönnuður og bloggari er þeirrar skoðunar að knattspyrnu sé gert of hátt undir höfði í dagskrá RÚV. Honum þykir ótækt að öllu öðru sé „sópað til hliðar og kvöldfréttirnar faldar til að vera ekki fyrir“. Nóg sé af knattspyrnu í Sjónvarpinu þó ekki séu tveir leikir sendir út beint á dag. Hann talar um að knatt- spyrnuæði renni á fólk og segir að þar sem fótboltaáhugafólk sjái fyrirheit um knattspyrnuveislu sjái hann hótun um ofbeldi. Með Á móti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.