Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 37 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Ath. pönkað málfar Gríman - íslensku leiklistarverðlaunin Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Fim 12/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 20:00 U Miðasala opnar kl. 14.00 8. júní Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 U Mán 30/6 kl. 10:00 U Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Ö Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Ö Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 14/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 U Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Aðventa ((Möguleikhúsið/ferðasýning)) Lau 5/7 kl. 22:00 F edinborgarhúsið ísafirði Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Tónleikar Inga Backman, Hjörleifur Valsson og ArnhildurValgarðsdóttir Mið 11/6 kl. 20:00 Sigurður Guðmundssonog Memfismafían / Oft spurði ég mömmu Sun 15/6 kl. 13:00 Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Sitjandi tónleikar. Fim 19/6 kl. 19:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Fim 19/6 kl. 22:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur ) Lau 14/6 frums. kl. 16:00 F Sun 15/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 18:00 F Fim 19/6 kl. 18:00 F Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang, Egilsstöðum Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, pétur og einar, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 17:00 snjáfjallasetur Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Mið 9/7 kl. 16:00 U 169 sýn. Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 19/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00 FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is TÖLUVERÐ óeining virðist vera meðal kvikmyndaframleiðanda hér- lendis og átakalínurnar virðast vera á milli stærri framleiðenda og minni og eins á milli framleiðenda leikinna mynda og heimildarmynda. Nú er unnið að stofnun Félags sjálfstæðra kvikmyndaframleiðanda (FSK) þótt þegar sé til staðar Framleiðenda- félagið SÍK. Sumir stofnenda nýja fé- lagsins eru þegar í SÍK en aðrir fá ekki inngöngu í félagið sökum strangra inntökuskilyrða. Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Kvikmyndaskóla Íslands, ritaði pistil á logs.is þar sem hann reifar væring- arnar. Sem stendur raða kvikmyndagerð- armenn sér í eftirtalin þrjú félög: SÍK, Samtök kvikmyndaleikstjóra (SKL) og Félag kvikmyndagerð- armanna (FK). Hið síðastnefnda er opið jafnt leikstjórum og ljósamönn- um, á meðan aðgönguskilyrðin að hin- um félögunum þykja ströng. SÍK not- ast við punktakerfi sem hentar þeim sem gera heimildarmyndir mjög illa. Þessu stendur til að breyta og eru þær breytingar í lagabreytinganefnd, enda segir Baltasar Kormákur, for- maður SÍK, að þetta sé arfleifð fyrri tíma. Hins vegar liggja einnig fyrir tillögur stjórnar um að atkvæðavægi, sem er nú jafnt á meðal fyrirtækj- anna, verði breytt þannig að hlutfall framleiðslugildis ráði vægi atkvæða. „Núna hefur einyrki með engan nema sjálfan sig í vinnu jafnmikið at- kvæðavægi og fyrirtæki sem framleiða nokkrar bíómyndir í einu og eru með nokkra framleiðendur í húsinu hjá sér. Það er alls ekki eðlilegt hlutfall,“ segir Baltasar og tekur dæmi; „Ég og Agnes í mínu fyrirtæki erum bæði starfandi framleiðendur en erum bara með hálft atkvæði hvort á meðan einyrkinn er með eitt, og sömuleiðis fyrirtæki sem hafa ekki gert bíómynd í tíu ár.“ Ýmsir minni kvikmyndagerðarmenn upplifa þessar tillögur þó þannig að með þessu verði þeir þriðja flokks meðlimir og hafi því minni áhuga en annars á inn- göngu. Einn þeirra er Ingvar Þórisson, heimildarmyndagerðarmaður, sem er einn þeirra sem kemst ekki inn í SÍK en er meðal forsprakka FSK. „Við er- um búnir að vinna að þessu í 2 mánuði og munum hittumst 19. júní og kjósa stjórn og lög fyrir félagið og þar með ætti félagið að vera komið í gang,“ segir Ingvar og segir rúma þrjátíu framleiðendur vilja vera með. „Við eigum réttinda og hagsmuna að gæta sem enginn hefur verið að passa upp á. Þegar maður framleiðir heimild- armynd þá á maður framleiðendarétt- indi sem lenda inni hjá SÍK og leik- stjóraréttindi sem lenda inni hjá SKL. Þeir fá úthlutað IHM-gjöldum, ég ætla að reyna að sækja um þá en á engan aðgang að þeim, á hvorugum staðnum.“ Hann segir framleiðendur kvikmynda, sjónvarpsefnis, auglýs- inga og margmiðlunarefnis verði vel- komnir í nýja félagið, „og við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að það geti allir verið þarna inni.“ Til merkis um vanþroska iðnað Böðvar Bjarki segir að það þurfi að „opna félagið, deildaskipta því í 3-4 gildi, auglýsingar, tölvuleiki og annað slíkt, heimildarmyndir, stuttmyndir, lengri leiknar myndir o.s.frv. En að halda áfram ströng skilyrði um að þetta séu virk og alvarleg fyrirtæki,“ segir Böðvar og telur að félagið eigi síðan að hegða sér eins og vinnuveit- endasamband. „Það ætti að ganga í Samtök iðnaðarins og Samtök at- vinnulífsins og FK ætti að verða laun- þegasamband og sjá um einstakling- ana, þá kemst á þetta eðlilega módel sem við þekkjum í iðnaði út um allt, en þetta er ekki enn komið hjá okkur sem er í raun táknmynd um hve at- vinnugreinin er vanþroska.“ Þessi misklíð hjálpar skaðar samn- ingastöðuna við Ríkissjónvarpið að sögn Hjálmtýs Heiðdals, kvikmynda- gerðarmanns og formanns FK, sem segir að RÚV hafi nýtt sér samstöðu- leysi kvikmyndagerðar manna og deilt og drottnað síðustu 40 árin. Baltasar segir SÍK hafi reynt að semja við RÚV um lágmarksverð en það gangi hægt. „Þeir sýndu fyrst sáttavilja en hafa verið ansi þungir, það hefur verið mjög stirt á milli SÍK og RÚV mjög lengi, menn nánast ekki talað saman. En ég vona að þeir Þórhallur Gunnarsson og Páll Magnússon lagi þetta, það hefur verið vilji fyrir því, en á sama tíma er verið að breyta Ríkissjónvarpinu þannig að það hefur líklega ekki verið forgangsverkefni hjá þeim.“ Hjálmtýr Heiðdal, sem er vara- maður í stjórn SÍK, er þungorður í garð félagsins. „Það heyrist sjaldan múkk í stjórninni og þetta er allt í skralli. Það er ekki búið að halda aðal- fund og formaðurinn er í raun orðinn ólöglegur, hann má bara sitja í fjögur ár. Ég hef verið í laganefnd að reyna að breyta lögunum, það er búið að ganga í fjögur ár og hefur ekkert gengið. Öll félagsmál kvikmynda- framleiðenda hafa verið í skralli og ekkert hefur gengið að breyta þeim.“ Engin stórmál liggja fyrir Baltasar segir Hjálmtý Heiðdal hafi staðið í stöðugum árásum á SÍK síðan hann náði ekki endurkjöri í stjórn félagsins og varð formaður FK. Þá hefur hann sínar hugmyndir um tímasetningu greinar Böðvars Bjarka. „Kvikmyndaskólinn var að fara fram á stuðningsyfirlýsingu til SÍK, þá báðum við um það að fá kynn- ingu á skólanum, hver árangurinn væri og hversu margir væru að skila sér út í fagið, enda vitum við að það eru áætlanir hjá ríkinu að stofna til háskólanáms líka. Við vildum bara vera faglegir og ganga úr skugga um að þetta væri ekki illa skipulögð pen- ingahít heldur vandað nám sem skil- aði góðum starfskröftum inn í fagið. Og Böðvar bregst við með þessari grein þegar hann gat ekki fengið þessa stuðningsyfirlýsingu í hend- urnar eftir eina helgi,“ segir Baltasar sem er bjartsýnn á starf SÍK. „Það eru ýmislegt í gangi hjá SÍK. Þetta er ólaunað starf og menn að vinna í ýmsum hlutum öðrum, en það hefur náðst ágætis árangur síðustu ár, nýlega náðist að tvöfalda kvik- myndasjóð og ég held að menn geti alveg verið sáttir.“ Um frestun á aðal- fundi segir Baltasar að aðalfundur sé yfirleitt haldinn á vorin en leyfi sé til að fresta honum fram á haust. „Það liggur fyrir að ég er formaður og er ekki á landinu fyrr en í júlí og ég klára mitt tímabil í haust, en það hefur ekki verið neinn titringur fyrr en núna,“ segir Baltasar og segir titringinn orð- um aukin. „Ég veit ekki um neinn sem er að skrá sig úr félaginu,“ bætir hann við og segir að ekki sé búið að ákveða dagsetningu á aðalfundi. „Menn eru ekki á launum við þetta og ég get ekki hætt að gera bíómynd til að halda að- alfund; það liggja engin stórmál fyr- ir.“ Vanþroska kvikmyndaiðnaður? Morgunblaðið/Þorkell Himnaferð Baltasar Kormákur segir að leiðrétta þurfi atkvæðavægi framleiðenda í SÍK eftir stærð þeirra. Frá tök- um á A Little Trip to Heaven, kvikmynd sem Baltasar gerði árið 2005.  Deilur eru uppi í félagi kvikmyndaframleiðenda  Heimildamyndir gegn leiknum Hverjir eru í stjórn SÍK? Baltasar Kormákur er formaður, Skúli Malmquist er varaformaður, Kristín Atladóttir er gjaldkeri og þeir Páll Baldvin Baldvinsson og Friðrik Þór Friðriksson eru meðstjórnendur. Varamenn eru Hjálmtýr Heiðdal og Ásthildur Kjartansdóttir. Hverjir verða í FSK? Ingvar Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal, Ásdís Thoroddsen, Hrafnhildur Gunn- arsdóttir, Dúi Landmark og Jón Þór Hannesson meðal annarra. Hvað er IHM? Stendur fyrir Innheimtumiðstöð gjalda, tekjur sem eru tilkomnar vegna skattlagningar á mynd- bandaspólur, mynddiska og skyldar vörur, n.k. stefgjöld kvikmyndagerð- armanna. Þeim er úthlutað eftir ákveðnu kerfi til listamanna og ljóst er að mun fleiri verða um hituna ef inn- tökuskilyrði í SÍK verða rýmkuð. Hvernig virkar punktakerfið? Til þess að fá inngöngu í SÍK þarf 700 punkta. Fyrir bíómynd í fullri lengd fá menn 900 punkta en fyrir klukkutímalanga heimildarmynd að- eins 120 punkta – sem þýðir að menn þurfa að gera sex slíkar til þess að fá inngöngu í félagið. Þetta punktakerfi er svo haft til hliðsjónar þegar greitt er úr sjóðum SÍK og myndi vænt- anlega ráða atkvæðavægi ef breyt- ingar þar á verða samþykktar. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.