Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 41 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI STELPURNAR ERU MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ,,Trú forverum sínum og er kærkomin viðbót í þessa mögnuðu seríu. Meira er ekki hægt að biðja um.” - V.J.V., Topp5.is/FBL ,,Biðin var þess virði” - J.I.S., film.is ,,Ljúfir endurfundir” - Þ.Þ., DV SÝND Á SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS eeeee K.H. - DV eeee 24 stundir eee H.J. - MBL SPEED RACER kl. 8 LEYFÐ THE FORBIDDEN KINGDOM kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára IN THE VALLEY OF ELAH kl. 10:30 B.i. 16 ára SPEED RACER kl. 8 LEYFÐ ZOHAN kl. 8 - 10:20 B.i. 10 ára SEX & THE CITY kl. 10:45 B.i. 14ára SPEED RACER kl. 8 LEYFÐ NEVER BACK DOWN kl. 8 B.i. 12 ára PROM NIGHT kl. 10:45 B.i. 14 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:20 B.i. 12 ára SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSISÝND Á AKUREYRI ,,Hasar, brellur og gott grín” - S.V., MBL Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SKAPANDI sumarhópar Hins húss- ins eru byrjaðir að skapa af krafti þetta sumarið. Hið listræna sum- arstarf hússins hefur reynst mikil útungunarstöð listamanna þegar lit- ið er til þess fjölda listamanna sem stigu sín fyrstu spor í sumarhópum, á ýmsum sviðum lista. Segja má í þessu ljósi að unga- mamman sé Ása Hauksdóttir, deild- arstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu. Ása er afar stolt af ungunum sínum sem margir hverjir eru orðnir glæsilegir listasvanir. „Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er útung- unarstöð fyrir listalífið í landinu,“ segir Ása. Hvert sem hún líti yfir listasenuna sjái hún þessa krakka sem orðnir eru fullorðnir í dag. Í ár eru sumarhóparnir 12 talsins og eins fjölbreyttir og þeir eru marg- ir. Tónlistarhópar, danshópar, hönn- unar- og myndlistarhópar, skáld og leikarar. „Sumarið er komið, skap- andi sumar, götuleikhús og fjör, borgin að lifna við,“ svarar Ása þeg- ar blaðamaður spyr hvort hún sé ekki hress. Sumarið er tíminn, eins og skáldið kvað. Hörpuleikur í blíðunni „Núna eru þetta tólf afar fjöl- breyttir og glæsilegir hópar. Á tón- listarsviðinu er þetta djass og klass- ík, til dæmis hörpuleikari sem skjóta mun upp kollinum í borgarlandinu og spila á klassíska hörpu,“ nefnir Ása sem dæmi. Menn geti verið á gangi í blíðunni og skyndilega berist til eyrna fagrir hörpuhljómar, líkt og maður sé kominn til himnaríkis. Þá verða flutt verk eftir ung og nýút- skrifuð tónskáld, dans stiginn og gjörningar framdir um alla borg. Myndlistartvíeykið Flýjandi ætlar að blanda saman myndlist og hönn- un með forvitnilegum hætti og leyni- leikhópur mun koma vegfarendum í opna skjöldu. „Hefur þig einhvern tíma langað til að taka þátt í bíómynd, ganga um í bók eða svara leiknum persónum? Hefur þig einhvern tíma langað til að upplifa atburð úr mannkynssögunni eða breyta framvindu leiksýningar?“ spyr Ása, reyndar fyrir hönd leik- hópsins Stígis. „Hafðu augun opin og passaðu þig,“ bætir hún við og það eru sjálfsagt mikilvæg varnaðarorð. Færri en í fyrra – Eru fleiri í þessum hópum í ár en í fyrra?„Nei, þetta eru færri en und- anfarin ár. Þetta eru 31 stöðugildi í skapandi sumarstörfum.“ – Hvers vegna er það? „Þetta kemur með svokallaðri aukafjárveitingu frá borgarráði sem ákveðin er á vorin, þetta er ekkert fast inni.“ – Hvað er þetta mikil fækkun? „Það eru 15 stöðugildi. En svona hefur þetta oft verið.“ Ása segir það vissulega óþægilegt að þetta starf sé háð aukafjárveit- ingu á hverju ári. „Þegar mest var voru þetta 76 stöðugildi.“ Ása segist vonast til þess að þetta starf fari á föst fjárlög, þó ekki væri nema til þriggja ára í senn. Það myndi auðvelda henni sín störf til muna. Engu að síður sé það ánægju- efnið að borgaryfirvöld hafi sýnt verkefninu áhuga í áratug og önnur bæjarfélög fylgt í kjölfarið. Útungunarstöð listarinnar Skapandi hópar Hins hússins verða með lausan taum- inn í sumar Morgunblaðið/Valdís Thor Götuleikhúsið Lék listir sínar á Lækjartorgi og hlaut mikla athygli fyrir. Í HNOTSKURN » Af þekktum listamönnum sem þátt hafa tekið í skapandi sumar-hópum Hins hússins má nefna Pétur Ben, Aminu, Ólaf Egil Egils- son, Þorleif Arnarson, Stefán Hall Stefánsson, Ilmi Kristjánsdóttur, Benna Hemm Hemm, Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason og Elínu Hansdóttur. » Eitt af fjölmörgum verkefnum Hins hússins eru Skapandi sumar-störf. Ungu fólki gefst þar kostur á að sækja um og koma með hug- myndir að skapandi sumarverkefnum og vinna að þeim í 6-8 vikur. » Verkefnið hófst árið 1994 og þá að frumkvæði ungra listamanna.Einn og einn listahópur fór að sækja um styrki til listrænna verk- efna til borgarinnar og árið 2000 fór Hitt húsið að auglýsa eftir verk- efnum. Nánari upplýsingar um störf Hins hússins: www.hitthusid.is. BLÓMSTRUN Sub Rosu – rannsókn heitir einn hinna skapandi sumarhópa á vegum Hins hússins. Hópur þessi er raunar mynd- listartvíeyki skipað myndlistarkonunum Unu Björk Sigurðardóttur og Sögu Ásgeirsdóttur. „Sub rosa“ er fengið úr latínu og þýðir „undir rós“. Una segir að þeim hafi þótt nafnið við- eigandi, þ.e. að rósin blómstri og þær tali ekki undir rós. Þær ætli að færa upp á yf- irborðið umræðu sem á sér alla jafna stað undir því. Þær hyggist ekki tala neitt rósamál heldur ræða hlutina opinskátt og af hrein- skilni. Rannsókn Unu og Sögu gengur út á að skoða, safna og vinna úr efni og upplýsingum um innflytjendur á Íslandi og setja niðurstöð- urnar fram með listrænum hætti, þá m.a. með innsetningum, gjörningum og vídeóverkum. Varpa á ljósi á lífssýn þessa fólks, væntingar þess og drauma, viðhorf og fordóma sem það verður stundum fyrir. Una og Saga spyrja m.a. að því hver séu viðhorf Íslendinga til vaxandi fjölþjóðasamfélags. Tengslanet og veraldarvefur Una segir þær m.a. koma sér upp tengsla- neti við innflytjendur í gegnum Hitt húsið og Alþjóðahúsið. Þær sæki einnig upplýsingar á netið, m.a. umfjallanir fjölmiðla um málefni innflytjenda og rannsóknir og ritgerðir um aðstæður og viðhorf til þessa fjölbreytta hóps. Einnig verði rætt við ýmis félög sem tengist innflytjendum og við Íslendinga, púls- inn tekinn á samfélaginu, svo að segja. Afrakstur rannsóknarvinnunnar, þ.e. lista- verkin, verður sýndur á fjölförnum stöðum, einkum í miðbæ Reykjavíkur. Á 17. júní verða Una og Saga t.d. með verk í glugga herrafataverslunar Sævars Karls í Banka- stræti. Seinasta verk þeirra verður sýnt á Menningarnótt, 18. ágúst. – Af hverju þetta rannsóknarefni? „Við tengjumst innflytjendum í gegnum okkar líf, þekkjum marga af erlendum upp- runa og fyrir utan það tókum við eftir vax- andi umræðu í samfélaginu um málefni inn- flytjenda. Okkur hefur fundist eins og Íslendingar viti ekki hvernig þeir eigi að taka á þessari breyttu samfélagsmynd,“ segir Una. Rannsóknir hafi þó sýnt að Íslendingar séu umburðarlyndari í garð innflytjenda en aðrar Evrópuþjóðir en það megi líklega skýra að einhverju leyti með því hversu stutt innflytjendasaga landsins er. „Sjónræni mun- urinn er sá að landslagið á götunni er búið að breytast og allar breytingar vekja upp spurn- ingar og viðbrögð,“ segir Una og þar komi þær Saga til sögunnar. | helgisnaer@mbl.is Breytt landslag Una og Saga tala ekki rósamál Morgunblaðið/Valdís Thor Við Útlendingastofnun Saga (t.v.) og Una vilja vekja athygli á hlutskipti innflytjenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.