Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „VANDINN sem öfga-hægristefn- an hefur í för með sér verður ekki leystur með því einu að banna NPD,“ segir Angela Merkel, kanslari Þýska- lands. Reynt var að fá í gegn bann á flokkinn árið 2003 en sú tilraun mistókst. Jafnaðarmenn (SPD) hafa margir viljað láta reyna á slíkt bann á ný en flestir talsmenn kristi- legra demókrata (CDU) hafa verið á móti. Ef slík tilraun mistækist á ný yrði það sem olía á eld áróðurs- vélar NPD. Kallað hefur verið eftir því að stjórnarflokkarnir komist að sam- eiginlegri ákvörðun um hvernig megi veikja stöðu NPD, en sam- staða er um að hugmyndafræði flokksins brjóti í bága við þýsku stjórnarskrána. FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞÝSKI þjóðarflokkurinn, NPD, vann sögulegan sigur í sveitar- stjórnarkosningum í Saxlandi um helgina. Flokkurinn er nú í fyrsta sinn með fulltrúa á öllum héraðs- þingum sambandslandsins en með- limir hans þykja öfgafullir og hug- myndafræði flokksins brjóta í bága við stjórnarskrá landsins. NPD hefur náð að fjórfalda fylgi sitt í Saxlandi frá síðustu kosningum fyrir fjórum árum, fór úr 1,3% í rúm fimm prósent. Úrslitin hafa vakið at- hygli og komið stjórnmálamönnum í opna skjöldu. Kosningasigur NPD í Sachsen var hve mestur í Rein- hardtsdorf-Schöna-héraði, þar hlaut flokkurinn rúm 25% atkvæða og var rúmum fjórum prósentum yfir kristilegum demókrötum (CDU). Uppgangur flokksins í „nýju sam- bandsríkjunum,“ þ.e. gamla Austur- Þýskalandi, hefur verið rakinn til at- vinnuleysis, aukins fólksflótta til vesturs og félagslegra vandamála. Ofbeldi og ógnanir af hendi öfga- hægrisinna virðast færast í aukarn- ar í Þýskalandi og ekki aðeins austanmegin þar sem fylgi NPD hefur verið sem mest. „Hægri öfga- stefna er hluti af daglegu lífi í Þýskalandi og fær ekki athygli nema glæpirnir séu sérstaklega hrotta- fengnir,“ hefur Der Spiegel eftir Wolfgang Thierse, þingmanni jafn- aðarmanna (SPD) og varaforseta þýska þingsins. Ofbeldið færist í aukana Og tölurnar tala sínu máli. Í mars síðastliðnum voru glæpir sem raktir voru til kynþáttahaturs eða öfga- hægristefnu 1,311 talsins en það eru 458 fleiri tilfelli en tilkynnt var um í mars á síðasta ári. Í 72 tilfellanna var um líkamlegt ofbeldi að ræða. NPD hefur sýnt kænsku við að ná til sín fylgismönnum. Ungliðahreyfing flokksins, JN, hefur verið mjög öflug við að lífga upp á ímyndina og reynt að höfða til miðjunnar og mennta- manna. Það hafa þeir m.a. gert með því að blanda sér í samfélagsumræð- una og vera sýnilegir á opinberum vettvangi. Krúnurakaðir karlmenn í hermannaklossum hafa að einhverju leyti vikið fyrir „venjulegri“ liðs- mönnum sem gefa kökur á basara og bolta til íþróttafélaga. Lögreglan hefur legið undir gagn- rýni fyrir að aðhafast fátt þegar félagsmenn fara yfir strikið eða „gleyma“ að skrá niður nöfn ofbeld- ismannanna. Þeir sem tilkynna um ofbeldisverkin eru taldir „lifa við áhættu“. Uppgangur öfgahyggju  Söguleg kosning NPD í Saxlandi  Árásum þýskra nýnasista fjölgar Reuters Ofbeldi Meðlimur öfgahópsins „Storm 34“ bíður dóms vegna ofbeldisverka í Dresden. NPD-flokkurinn er talinn styðja uppgang smærri öfga-hægrihópa. LÍFSKJÖR bresks almennings munu fara hríðversnandi á næstu misserum, eftir því sem áhrif keðju- verkandi hráefnisvöru- og elds- neytishækkana vega sífellt þyngra í útgjöldum heimilanna. Þetta er kjarninn í svartri spá breskra hagfræðinga um horfurnar í efnahagsmálunum, sem, ef réttar reynast, munu hafa gífurleg áhrif á allt neyslumynstur almennings. Breska dagblaðið The Daily Telegraph fór yfir stöðuna á vef- síðu sinni í gær, en þar var haft eft- ir Michael Saunders, yfirhagfræð- ingi Citigroup-banka í Bretlandi, að þrýstingur á verðhækkanir kæmi á versta tíma, í miðri lánsfjárkreppu og sprunginni fasteignabólu. Kemur þar einnig fram að verð á hráefnisvörum fyrir matvælafram- leiðslu og á eldsneyti, orku, efna- vörum og málmum hafi farið stig- hækkandi í síðasta mánuði, með þeim afleiðingum að verksmiðjur þurfi nú að greiða 27,9% meira fyr- ir vörur en fyrir ári síðan. Kostnaðurinn er þegar farinn að velta út í verðlagið og greiða heild- salar og matvöruverslanir nú 8,9% meira fyrir vörur sínar en fyrir ári. Launin fylgja ekki þróuninni Þetta þýðir að jafnvel þótt versl- anir taki á sig helming þessara hækkana mun launaþróun ekki halda í við þróunina. Segir þar einnig að heimsmarkaðsverð á hrá- olíu hafi hækkað um 83% á síðustu 12 mánuðum og er verðlagsvísi- talan nú sögð sú hæsta síðan núver- andi gagnasöfnun hófst 1986. Breska hagstofan gengur lengra og telur næsta víst að vísitalan hafi ekki verið hærri frá árinu 1976. Að samanlögðu eru leidd rök að því að vegna þróunarinnar muni breski seðlabankinn neyðast til að hækka stýrivexti fyrir árslok. | baldura@mbl.is Reuters Niðursveifla Þróunin mun koma illa niður á buddunni hjá Bretum. Harðnar á dalnum HANN virtist taka lífinu með ró kínverski ör- yggisvörðurinn þar sem hann fylgdist með því sem framhjá fór fyrir utan banka í Mianyang í gær. Borgin er í Sichuan-héraði í suðvesturhluta landsins, þar sem tugir þúsunda týndu lífi eftir að skjálfti sem mældist 7,9 stig á Richter- kvarðanum lagði fjölda bygginga í rúst 12. maí. Ein afleiðing skjálftans var sú að stöðuvatnið Tangjiashan myndaðist í fjalllendi héraðsins þegar árfarvegur stíflaðist og hefur 250.000 manns verið gert að yfirgefa heimili sín í örygg- isskyni ef til þess kemur að vatnselgurinn flæði niður á láglendið. Herinn hefur gripið til ýmissa leiða til að ræsa fram vatnið. Eftirskjálfti upp á 5 stig á Richter-kvarða reið yfir svæðið í gær. Eftirskjálftar reyna á bakka „skjálftavatnsins“ í Sichuan-héraði AP Rólegur en við öllu búinn BARACK Obama, forsetaefni demó- krata, hóf í gær hálfs mánaðar ferð um ríki þar sem repúblikanar hafa verið hvað öflugastir í síðustu forseta- kosningum og gaf til kynna að hann hygðist hamra á efnahagsmálunum í kosningabaráttunni. Obama var í Norður-Karólínu í gær og sagði að John McCain, for- setaefni repúblikana, byði aðeins upp á „fjögur ár í viðbót af dýrkeyptri efnahagsstefnu Bush sem hefur aukið ójöfnuðinn og skilið börnin okkar eftir í botnlausri skuldasúpu“. Obama sagði efnahagsstefnu sína miða að því að hjálpa húseigendum sem ættu í greiðsluerfiðleikum, tryggja öllum heilsugæslu á viðráðanlegu verði og „skattalöggjöf sem umbunar fólki fyr- ir vinnu fremur en auð“. Talsmaður McCains svaraði að stefna Obama fæli í sér hærri skatta og aukin ríkisútgjöld og myndi stuðla að auknu atvinnuleysi. „Obama hefur lofað hærri tekjuskatti, skatti til að fjármagna almannatryggingar, fjár- magnstekjuskatti og hærri sköttum á fyrirtæki sem skapa atvinnu … Obama skilur ekki efnahag Banda- ríkjanna og það er breyting sem við höfum ekki efni á.“ | bogi@mbl.is Obama hamrar á efnahags- málum í kosningabaráttunni McCain sakar keppinautinn um að ætla að hækka skatta og auka ríkisútgjöld Í HNOTSKURN » John McCain bjó sig í gærundir fjáröflunarferðir til Washington-borgar, Virginíu og fleiri ríkja. » Barack Obama hefur safn-að 264 milljónum dollara (19,8 milljörðum kr.) á 16 mán- uðum og McCain 115 milljón- um dollara (8,6 milljörðum króna) á 17 mánuðum. Barack Obama John McCain Á að banna flokkinn? Angela Merkel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.