Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðfinna Jóns-dóttir, Vestur- bergi 191 í Reykja- vík, áður til heimilis á Völlum í Garði, fæddist á Meið- astöðum í Garði hinn 25. janúar 1930. Hún lést á heimili sínu 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marta Jóns- dóttir húsmóðir frá Einholti í Bisk- upstungum, f. 16.11. 1902, d. 3.2. 1948, og Jón Guðlaugur Kristinn Eiríksson, útvegsbóndi frá Meiðastöðum í Garði, f. 25.10. 1902, d. 14.12. 1983. Hófu þau búskap á Meiðastöðum í Garði. Systkini hennar eru 1) Eirík- ur, f. 28.5. 1931, 2) Guðrún, f. 12.11. 1932, og 3) Hulda, f. 7.10. 1934. Hinn 22. desember 1950 giftist Guðfinna (eða Finný eins og hún var alltaf kölluð) Guðmundi Helga Gíslasyni (Mumma) frá Miðhúsum í Garði, f. 7.10. 1926, d. 25.2. 1998. Foreldrar hans voru þau Ingibjörg Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 3.8. fræðingi, f. 6.10. 1953. Börn þeirra eru Guðmundur Helgi, f. 9.11. 1980, Magnús Sigurjón, f. 13.7. 1982, hann á einn son, Þorleifur, f. 23.3. 1989 og d) Atli Þór, f. 3.5. 1993. 5) Þorleifur Stefán líffræð- ingur og fasteignasali, f. 1.2. 1957, kvæntur Ingibjörgu Sigurðar- dóttur kennara, f. 21.7. 1957. Börn þeirra eru Sigurður James, f. 20.12. 1980, Elín, f. 21.7. 1984, hún á eina dóttur, Kári, f. 21.7. 1984, Bjarki, f. 22.3. 1993 og Bjartur, f. 5.1. 1995. Finný og Mummi bjuggu fyrst um sinn á Meiðastöðum í Garði en byggðu sér ból í túni Meiðastaða og nefndu það „Velli“. Þar bjuggu þau saman alla sína tíð. Stuttu eftir andlát hans flutti Finný til Reykja- víkur og bjó í Vesturbergi 191, Reykjavík. Finný var fyrst og fremst húsmóðir og prjóna- bóndakona. Eftir að börnin uxu úr grasi vann hún mörg ár við fisk- verkun í Garði, nokkur ár í bakaríi í Keflavík og í Flugleiðaeldhúsinu. Hún sinnti ýmsum trúnaðar- störfum í hreppsnefnd Gerða- hrepps, var í kór Útskálakirkju frá 16 ára aldri og sinnti öðrum fé- lögum staðarins. Útför Guðfinnu fer fram frá Út- skálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1898, d. 28.9. 1936, frá Brekku í Garði, og Gísli Matthías Sig- urðsson bóndi, f. 13.7. 1895 í Reykjavík, d. 7.7. 1982. Börn Fin- nýjar og Mumma eru: 1) Marta kennari, f. 17.9. 1950, gift Kjart- ani Steinbach raf- magnstæknifræðingi, f. 16.12. 1949. Börn þeirra eru Karólína, f. 13.4. 1974, Brynjar, f. 29.1. 1979, hann á tvær dætur, og Örv- ar, f. 6.8. 1993. 2) Ingibjörg Jó- hanna leikskólastarfsmaður, f. 9.12. 1951, gift Ólafi Erni Ingólfs- syni hagfræðingi, f. 9.6. 1951. Dótt- ir þeirra er Hrund, f. 6.5. 1985. 3) Jón plöntulífeðlisfræðingur, f. 14.3. 1953, kvæntur Kolbrúnu Bald- ursdóttur sálfræðingi, f. 23.3. 1959. Börn Jóns og Jónínu Margrétar Sævarsdóttur eru Þórleifur, f. 14.11. 1975, hann á þrjú börn, og Þöll, f. 12.10. 1978. 4) Sigrún sagn- fræðingur og kennari, f. 3.8. 1955, gift Einari Inga Magnússyni sál- Elsku, elsku mamma! Ég sit hér í hnipri og er tregt um tungu að hræra. Hvers vegna er lífið svona fallvalt? Þú, sem varst svo sterk og frísk, svo dugleg í senn og geislaðir af orku. Þú lifðir fyrir okkur börnin þín og barnabörnin og hjálpaðir í hvívetna. Lund þín var svo jákvæð og mild. Þegar ég skima yfir fallega heimilið þitt í Vesturberginu þá blasa eiginleikar þínir við. Uppi í bjartri stofunni saumaðir þú í. Við sjónvarpið prjónaðir þú lopapeysu- ermar. Í hægindastólnum prjónaðir þú lopapeysubolinn. Í eldhúsinu bakaðir þú kökur og settir í frysti. Í þvottahúsinu bakaðir þú svo flatkök- urnar. Þegar gesti bar að garði tókstu þeim fagnandi, fleygðir allri vinnu frá þér og fórst að hella upp á. En nú er þetta búið spil. Það er huggun harmi gegn að nú ertu kom- in til hans pabba sem þú saknaðir svo sárt. Þú hugsaðir alltaf um aðra. Þú hættir skólagöngu 18 ára gömul þar sem þú þurftir að taka við stóru heimili föður eftir fráfall móður þinnar. Þú varst elst þinna systkina og alla tíð sóttu systkini þín mikið til þín. Eftir að þú stofnaðir eigið heim- ili, var í enn fleiri horn að líta. Þú vélprjónaðir peysur og mjólkaðir kýr, vannst við fiskverkun og í bak- aríi. Þú og pabbi stóðuð einhuga um að koma börnunum ykkar til manns. Þið lögðuð áherslu á menntun og kennduð okkur að axla ábyrgð á eig- in gjörðum og klára hafið verk, sama hversu stórt eða lítið það væri. Þið voruð alltaf til staðar og nutuð þess að hjálpa. Þið þekktuð af eigin raun hversu erfitt var að vera einn á báti. Samhliða þessu öllu sinntir þú margs konar félagsstörfum, varst í kirkjukór Útskálakirkju áratugum saman og söngst við skírnir og gift- ingar. Þeirra stunda minntist þú oft með mikilli ánægju. Það var því stór- kostlegt að sjá þig blómstra í fé- lagsstarfinu hér í Reykjavík og hefja söngröddu þína til flugs á ný með Gerðubergskórnum í Breiðholti og fá að ferðast með honum um víðan völl. Þú varst einmitt að taka þig til í eina slíka kórferð þegar kallið kom. Þú varst framsýn. Þegar þið pabbi keyptuð ykkur bíl, þú komin á sex- tugsaldur, þá tókstu bílpróf. Þú varst ótrúleg. Þegar þú svo fluttir til Reykjavíkur hjálpaði það þér hversu sjálfbjarga þú varst. Þú rúntaðir á milli okkar barnanna og komst alltaf færandi hendi. Betri mömmu og ömmu er ekki hægt að hugsa sér.Þú kvaddir með reisn, það var þér líkt að vera ekki nokkrum háð. Elsku, hjartans mamma! Ég vil þakka þér fyrir allt og allt. Við vor- um vanar að liggja drykklanga stund í heita pottinum hjá mér í hverri viku og spjalla út í eitt. Núna veit ég ekki hver tekur við. Ég verð bara að horfa til himins og rýna í stjörnurnar og hver veit nema að þú sért þarna einhvers staðar á hleri. Hvíl þú í friði. Sigrún. Mannfólkið er reglulega minnt á smæð sína í náttúrunni og óvissuna um hversu lengi það fær að njóta þessarar jarðvistar. Skyndilega nötrar jörðin, jarðskorpan gengur í bylgjum og sprungur opnast. Van- máttarkennd grípur mann sem oft breytist í ofsahræðslu. Tilveran breytist á augnabliki úr gleði í sorg. Það sem áður virtust vera mikilvæg- ir þættir í lífinu skipta nú engu. Sama á við um skilin milli lífs og dauða. Okkur er gefinn ákveðinn tími í þessu lífi en enginn veit með vissu hvenær kallið kemur, hvað þá hvernig það ber að höndum. Enginn er undirbúinn og sama vanmáttar- kenndin grípur um sig sem breytist í sorg. Í miðri sinfoníu eftirskjálfta kvaddi tengdamóðir mín þennan heim. Hún gerði það án nokkurrar viðvörunar eða undirbúnings. Ætl- unin var að fara með Gerðubergs- kórnum þennan dag á slóðir jarð- hræringana á Selfossi. Hún fór ekki, en þess í stað fór hún í mun lengri ferð þar sem hún og Mummi leiðast inn í sólarlagið. Dagana á undan gerði hún garð- inn í stand. Þroskaðir túlípanar í sterkum litum báru eiganda sínum fagurt vitni og nýsleginn bletturinn angaði. Eftir fráfall hennar hneigðu blómin sig að húsinu eins og í hljóðri bæn. Kartöflugrösin voru rétt farin að skjóta upp kollinum. Hörð lífsbarátta mótaði lífsskoð- anir þessarar konu sem ég var svo heppinn að verða samferða og kynn- ast í um þrjátíu og fimm ár. Sem veraldlegi fjármálamaðurinn hafði ég stundum á orði, sérstaklega á árum áður þegar hljóp eitthvað sérstaklega á snærið hjá tengdafor- eldrum mínum, að skynsamlegt væri að leggja fyrir til elliáranna. Þau tóku vel í það og framkvæmdu jafn- vel stundum eitthvað af því, en mér lærðist smám saman að þeirra líf og yndi var að gefa frá sér allt sem þau áttu og gleðin af því varð öllum áhyggjum af eigin afkomu á efri ár- um yfirsterkari. Til þess að geta gef- ið sem mest lögðu þau á sig ómælda erfiðisvinnu og langa vinnudaga til þess að sívaxandi hópur afkomenda gæti notið betra lífs. Þau voru vakin og sofin yfir ungunum sínum. Þegar Mummi missti heilsuna og kvaddi loks eftir fleiri ára veikindi fyrir réttum tíu árum var hún kletturinn sem tókst á við sorgina af æðruleysi manneskjunnar sem er staðráðin í að halda áfram. Áfram hélt hún upp- teknum hætti, að gefa. Hún bætti upp rýran ellilífeyri með því að sitja við prjónaskap dagana langa. En vonandi hafa síðustu tíu ár eftir að hún flutti í bæinn líka verið gleðileg. Hún bjó á besta stað í bænum með tilliti til barnanna og nánast í göngu- færi við þau öll. Á komandi sumri voru hvorki meira né minna en tvær utanlandsferðir á dagskrá. Heilsan var ótrúlega góð þrátt fyrir allt puð- ið. Góð heilsa gerði henni kleift að sinna börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Hún hafði mikla ánægju af því að syngja í Gerðubergskórnum og oft nálgaðist það að vera fullt starf þótt gleðilegt væri. Ég er þess fullviss að Finný og Mummi munu halda áfram að fylgj- ast með fjölskyldunni og veita okkur styrk til að takast á við óbærilega sorg. Takk fyrir allt og allt. Ólafur Örn Ingólfsson. Tignarleg, glæsileg, en umfram allt einstaklega hlýleg, er sú lýsing sem hvað best átti við tengdamóður mína, Guðfinnu Jónsdóttur frá Völl- um í Garði eða Finný eins og hún var oftast kölluð. Hrifin á brott í blóma lífsins í þeirri merkingu að hún var hraust, garður hennar að komast í fulla skrúða og útsæðið komið niður. Finný var alla tíð myndarleg hús- móðir, sinnti því sem sinna þurfti, jafnt innan dyra sem utan og nýtti hverja mínútu sem gafst til fram- leiðslu og sköpunar. Hún ól ásamt manni sínum, Guðmundi Helga Gíslasyni, upp fimm börn sem þau hjónin skiluðu öllum út í lífið með veganesti af bestu gerð. Brotthvarf Finnýjar er mikið áfall fyrir aðstandendur og vini hennar enda lagði Finný alla tíð mikla rækt við sitt fólk. Andlát hennar var óvænt og ótímabært. Heimilið skildi hún við fullt af lífi: nálin í útsaumn- um, prjónarnir í lopapeysu á loka- stigi og bakkelsið í ísskápnum. Fátt huggar á þessari stundu en engu fáum við breytt. Það hjálpar að vita að þau hjón eru nú sameinuð á ný. Blessuð sé minning þeirra Guð- finnu Jónsdóttur og Guðmundar Helga Gíslasonar frá Völlum, Garði, uns við hittumst á ný. Kolbrún Baldursdóttir. Við fráfall tengdamóður minnar, Guðfinnu Jónsdóttur, er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgd í hart- nær 30 ár, eða frá því að ég kynntist Leifa, syni hennar. Hún kvaddi skyndilega og við leiðarlok minn- umst við stoltrar konu sem var há- vaxin og hnarreist og tók virkan þátt í lífinu og lífi þeirra sem voru henni kærir. Þótt tímaglas hennar hafi tæmst trúi ég því að hún sé komin á góðan stað hinum megin landamær- anna, þar sem ljúft er að vera. Þar er hún umvafin kærleika í faðmi Mumma, tengdaföður míns, sem þekkti hana betur en nokkur annar. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Ingibjörg. Elsku amma Finný. Mikið varstu góð amma! Okkur þótti svo vænt um þig. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um þig og allar eru þær góðar. Við bræðurnir munum eftir því hve gjafmild þú varst og hugsaðir ávallt um aðra í kringum þig. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og þú hafðir alltaf svo góðan skilning á okkur þótt ald- ursmunurinn væri mikill. Þú hafðir svo gaman af því að gefa og veita. Gestrisnin var ætíð í fyrirrúmi og alltaf heimabakað á borðum. Skemmtilegt er að minnast þess þegar við gerðum eitthvað vel, þá sagðir þú svo oft „seigur ertu!“ eða þegar þú hrópaðir „ohhh!“ yfir handboltaleikjunum. Ekki má gleyma prjónaskapnum sem var svo stór hluti af þér. Þegar þú t.d. horfð- ir á sjónvarpið vantaði ekki að þú værir með prjónana. Aldrei gleymdi maður að kveðja þig með kossunum þremur á munn- inn sem okkur þóttu svo mikilvægir. Þetta er bara brotabrot af því sem við eigum eftir að muna og á eftir að hlýja okkur um hjartarætur um ókomna framtíð. Það var mikið áfall að heyra um andlát þitt en það er huggun harmi gegn að þú ert hjá afa á himnum. Guð blessi þig og varðveiti, elsku besta amma okkar. Barnabörn, Atli Þór og Þorleifur Einarssynir. Guðfinna Jónsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista                          Einn af okkar bestu vinum, Krist- ján Tryggvason, er genginn á vit feðra sinna. Ég talaði við hann í síma á dögunum og hafði hann hug á að koma suður í byrjun júní. En það fór Kristján Tryggvason ✝ KristjánTryggvason fæddist á Meyjarhóli á Svalbarðsströnd 24. apríl 1920. Hann lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Ak- ureyri 28. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ak- ureyrarkirkju 5. júní. Minningarathöfn um Kristján verður í Háteigskirkju í dag og hefst hún klukkan 13. nú á annan veg. Ég kynntist honum og Þórdísi konu hans 1968, en maðurinn minn hafði þekkt þau um áraraðir. Mér er enn í fersku minni er ég hitti þau fyrst. Kristján missti sjón- ina í slysi fjórtán ára gamall. Hann lét það ekki aftra sér í vinnu, eða á annan hátt, en það er hægt að gera sér í hugarlund að það hafi ekki verið létt verk. Hann var fædd- ur smiður og mikill verkmaður. Fæstir hefðu trúað að öll hans vinna væri framkvæmd af blindum manni. Og vandvirkur var hann. Verksvið hans var vítt og breitt. Hann smíðaði jafnvel húsgögn, glugga og hurðir. Einnig fléttaði hann ungbarnavögg- ur og fleira úr tágum. Aðalstarf hans um áraraðir var vefbekkjasmíði og dýnugerð. Hann var sívinnandi, sagðist taka nærri sér þegar hann yrði að hætta störfum. Kristján var vel gefinn maður, heill í hugsun og gerðum. Hann og Dísa voru samhent hjón og unnu vel saman. Það var mikið áfall og missir fyrir fjölskylduna, þegar Dísa lést, árið 1982. Kristján hafði mikinn áhuga á málum Blindrafélagsins. Hefði trú- lega látið enn meira til sín taka ef hann hefði búið sunnan heiða. Hann var tryggur vinum sínum og vildi hvers manns götu greiða. Við hjónin hittum hann alltaf er hann kom í bæ- inn og voru það ánægjulegar samverustundir. Við hugsum til hans með söknuði. Sendum Öldu dóttur hans og fjölskyldu samúðar- kveðjur okkar. Guð geymi góðan vin, Kristján Tryggvason. Guðríður og Gunnar.  Fleiri minningargreinar um Guð- finnu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.