Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fáum við ekki skilagjald, við erum búin að nota hann? VEÐUR Tvær rússneskar sprengjuflug-vélar, svokallaðir birnir, flugu hring í kringum landið í gær, með svipuðum hætti og sams konar flugvélar gerðu á tíma kalda stríðsins.   Í stað þess aðbandarískar flugvélar færu á loft frá Keflavík- urflugvelli til móts við birnina voru það fransk- ar orrustuþotur að þessu sinni. Frakkland sinnir nú loftrým- isgæzlu við Ís- land samkvæmt áætlun Atlants- hafsbandalagsins.   Þarflaus peningaeyðsla, segjaVinstri grænir, „hernaðar- andstæðingar“ og fleira bláeygt kertafleytingafólk. Það þarf ekk- ert að fylgjast með Rússunum. Lát- um þá bara fljúga um loftin blá og bjóðum þá velkomna.   Ef það þarf ekki að fylgjast meðRússunum, hvers vegna sendi þá norska ríkisstjórnin (sem hefur m.a. systurflokk VG innanborðs) orrustuflugvélar á loft fimmtíu sinnum í fyrrasumar til að fylgjast með ferðum rússneskra flugvéla? Hvers vegna hafa Danir aukið eftirlit sitt við Grænland af sömu orsökum?   Jú, til að sýna að fylgzt sé meðferðum þeirra. Ef Rússar sæju aldrei NATO-flugvél þegar þeir flygju inn í íslenzkt loftrými, gætu þeir ályktað sem svo að þar ættu herflugvélar þeirra frítt spil. Það væri vissulega ánægjulegt fyrir Rússland Pútíns, sem vill gjarnan sýna umheiminum að það sé orðið stórveldi á ný.   En finnst Vinstri grænum gamanað hjálpa Pútín að leika keis- ara? STAKSTEINAR Rússneskar sprengjuflugvélar. Birnir og bláskjáir SIGMUND           ! " #$  %&' ( )          *(! + ,- . & / 0  + -            12   1 3  4 2- 2 * - 5 1 % 6! (78 9 4 $ (           : 3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                      *$BC            ! " # $%       &   *! $$ B *! ! " # $ " $ % &$ '& <2 <! <2 <! <2 !%$#() * ( + ,-)&(. 2D         /    "      '   '(  ) " * $*  &    <7   !     +(  , - " # $*  &    8     ! -   &  , (    ' " $#  &   /0)) &11 ()&$ 2& -& * ( Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti nýverið viðtöku fyrsta eintakinu af bókinni Dögun vetnisaldar: Róteindin tamin. Bókin kemur út samtímis í Reykjavík og Oxford, en höfundur hennar er Þorsteinn Ingi Sig- fússon, prófessor við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hið íslenska bókmenntafélag er útgefandi staðfærðrar íslenskrar útgáfu sem Baldur Arnarson þýddi og staðfærði. Ensk útgáfa bókarinnar heitir Planet Hydrogen: The Taming of the Proton og er ætluð alþjóð- legum lesendahópi. Í bókinni er stiklað á stóru í sögu vetnisþróunar og rakin þau skref sem stigin hafa verið til að gera vetnisvædda veröld að veruleika á næstu árum og áratugum. Innan nokkurra ára er reiknað með að nokkur hundruð vetnisbifreiðar verði í umferð á höfuðborgarsvæðinu og að þeim muni fjölga ört upp frá því. | silja@mbl.is Forsetinn og höfundurinn Ólafur Ragnar Grímsson og Þorsteinn Ingi Sig- fússon stinga saman nefjum í útgáfuveislu á vegum Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Forsetinn veitti Dögun vetnisaldar viðtöku NÝVERIÐ kom í ljós galli í örgjörvum á endur- nýjuðum Vísakortum sem gilda út júní 2011, en nýbúið var að senda kortin út til viðskiptavina í pósti. Gallinn lýsir sér í því að ekki er hægt að nota kortin í hraðbönkum, hvorki hér- eða er- lendis, auk þess sem kortin virka ekki hjá sölu- aðilum erlendis sem eru með örgjörvaposa. Að sögn Höskulds H. Ólafssonar, forstjóra Valitors, er hér um einstakt tilvik að ræða sem snýr að foritun örgjörvanna. Aðspurður segir hann gallann ná til á þriðja þúsund korta. Segir hann að þegar gallinn hafi uppgötvaðst hafi þeg- ar í stað verið haft samband við alla viðskipta- vini fyrirtækisins, ýmist í tölvupósti eða með smáskilaboðum. Þar var viðskiptavinum sem væru á leið til útlanda ráðlagt að klippa ekki eldra kortið, þar sem það gildi út júnímánuð, væri það ekki þegar búið að því, taka með sér debetkort til að nota í hraðbönkum erlendis, taka með sér annað kreditkort eða kaupa gjald- eyri. Þess bera að geta að segulrönd nýju kort- anna virkar sem skyldi og því ætti gallinn, að sögn Höskuldar, ekki að koma illa við þá við- skiptavini sem nota kortin einvörðungu innan- lands. Spurður hvort einhverjir viðskiptavinir hafi lent í vandræðum vegna þess svarar Hösk- uldur því játandi en tekur fram að það séu sem betur fer ekki margir. Að sögn Höskuldar verða viðskiptavinum send ný kort á allra næstu dög- um. | silja@mbl.is Galli í örgjörva nýrra kreditkorta Í HNOTSKURN »Örgjörvavæðingin er alþjóðlegt verk-efni og liður í því að sporna gegn korta- svindli. » Í stað undirskriftarinnar eru korthafarbeðnir um að slá inn PIN-númer korts- ins á kortalesara í verslunum til að stað- festa greiðslu. »Á þriðja þúsund endurnýjaðra Vísa-korta sem gilda út júní 2011 er gallað. FRÉTTIR Foreldraorlof í Svíþjóð FRAM kom í umfjöllun Morgun- blaðsins um foreldraorlof í gær, að í Svíþjóð fengju foreldrar greitt um 80% launa sinna í fæðingar/ foreldraorlofi, sem er 480 dagar. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að for- eldrar eiga rétt á tæpum 80% launa í 390 daga. Byggjast greiðslurnar á upphæð sem sænska tryggingastofn- unin reiknar út, svonefndri SGI- upphæð. Í ár er þessi upphæð að hámarki 307.500 sænskar krónur, en 410.000 sk. þegar um fæðingar/foreldraorlof er að ræða, að því er fram kemur í upplýsingum sænsku trygginga- stofnunarinnar. Sú upphæð sam- svarar um 5,2 milljónum íslenskra króna. (Á Íslandi er hámarksgreiðsla 670 þúsund krónur á mánuði og fær fólk þá greitt 80% þeirra launa.) Aðra daga orlofsins fá foreldrar 180 sænskar krónur á dag fyrir börn sem fædd eru eftir 1. júlí 2006. Gróflega reiknað má ætla að par sem er að hefja fæðingarorlof í Svþjóð og hefur hvort um sig mán- aðartekjur sem nema tæpum 450.000 íslenskum krónum fái í sínu orlofi upphæð sem nemur alls um 4,3 millj- ónum íslenskra króna. Íslenskir for- eldrar með sömu tekjur fá um það bil 3,2 milljónir króna á níu mánaða tímabili, en hægt er að dreifa greiðsl- unum á allt að 18 mánuði. Í dæm- unum að ofan er ekki tekið tillit til skattgreiðslna af orlofspeningunum í löndunum tveimur. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.