Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 23 Tvenns konar fegurð Skemmtiferðaskipið Mona Lisa liggur í Sundahöfn. Hin dulúðuga fyrirsæta Leonardos Da Vinci sýndi engin svipbrigði þótt léttklæddir karlar væru að störfum á skemmuþaki við höfnina. G. Rúnar Blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 9. júní Reykjavík er ljót borg Þegar ég ók Vesturlands- veginn í átt til höfuðborg- arinnar í fyrradag ætlaði ég að venju að líta í átt til Korpúlfsstaða sem æv- inlega gleðja augu mín frá þjóðveginum. En þá blasti við mér allt önnur sjón: Risastórt gímald – ferhyrndur álkassi sem á víst að heita hús og mun eiga að hýsa Rúmfatalager- inn. Þetta hræðilega mannvirki dregur að sér alla athygli þarna sem það stend- ur. Það skyggir á formfagrar byggingar gamla stórbýlisins á Korpúlfsstöðum sem Thor Jensen reisti af metnaði og rausn og sem hafa verið héraðsprýði. Nú stendur Korpúlfsstaðabýlið eins og hálf- gerður hundakofi í skugga þessarar risa- byggingar sem virðist frá veginum séð vera tíu sinnum stærri. Hinumegin við Vesturlandsveginn er svo Bauhaus að reisa annan kumbalda. Álíka stóran – ef marka má húsgrindina sem komin er upp – og líklega jafn ljótan. … Meira: olinathorv.blog.is Gestur Guðjónsson | 9. júní Ríkisstjórnin tekur ekki mark á mann- réttindanefnd SÞ Þetta svar við áliti mann- réttindanefndar SÞ er undarleg lesning. Fyrir það fyrsta er fallinn úrskurður, álit mannréttindanefndar SÞ. Ísland greip til varna gagnvart kærunni og nið- urstaða fékkst. Þess vegna er hlálegt að sjá viðbrögð þar sem I. hlutinn eru nýjar og endurteknar varnir Íslands í málinu, söguskýringar og útskýringar. Slíkt á heima í málflutningnum sjálfum, ekki í viðbrögðum við niðurstöðu hans. … Meira: gesturgudjonsson.blog.is Gunnar Rögnvaldsson | 9. júní Fjármálageirinn of stór í ESB? Bloomberg segir í dag að þó svo að hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi byrj- að feril sinn í Bandaríkj- unum þá sé það fyrst og fremst ESB sem muni fara verst út úr krepp- unni. Ástæðan er að í Bandaríkjunum er fjármálageirinn einungis 7% af öllum at- vinnurekstri þjóðarinnar en í ESB er þetta hlutfall 17%. Dresdner Kleinwort- bankinn segir að eins og staðan er núna þá hafi hagnaður fyrirtækja í BNA aðeins dregist saman um 13,4%, en í ESB er þessi tala 23,4%. Einnig gerir hið háa gengi evru vörur frá evrópskum fyr- irtækjum minna áhugaverðar en vörur frá fyrirtækjum í BNA. … Meira: tilveran-i-esb.blog.is ÞAÐ ER ekki of- sögum sagt að stjórn- málamenn lifi í áhættusömu umhverfi. Atburðarásin í borg- arstjórn Reykjavíkur sl. mánuði sýnir glöggt að mál sem stjórnmálamenn í góðri trú telja sig vinna að, almenningi til hagsbóta, geta snú- ist þannig að þau kosti þá stöðu þeirra. Þannig varð REI-málið svo- kallaða til þess, að meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks féll og nú hefur oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ákveðið að stíga til hliðar og láta Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur borgarfulltrúa eftir þá stöðu. Vilhjálmur hefur verið farsæll borgarfulltrúi í 26 ár og einn for- ystumanna flokksins á þeim vett- vangi drjúgan hluta þess tíma. Ég kynnt- ist Vilhjálmi árið 2002, sem vinnusöm- um og sívakandi borgarfulltrúa, síðar sem oddvita flokksins sem rak okkur hin áfram með harðri hendi á vinnustaða- fundi, málefnafundi, borgarstjórnarflokks- fundi og eftir síðustu kosningar á fundi með honum og emb- ættismönnum um þau svið borg- armálanna sem við störfuðum á. Alls staðar var Vilhjálmur á heima- velli hvort sem var úti á meðal al- mennings eða inni á stífum fundum um hin ýmsu málefni Reykjavík- urborgar. Ávallt var hann til staðar fyrir okkur sem vorum nýkomin inn á þennan vandasama vettvang. Að gera út um ágreining Eitt af því sem mér hefur þótt til fyrirmyndar við Sjálfstæðisflokkinn er hvernig flokksmenn og forysta hans halda á innri málum flokksins. Innan hans eru ólíkar skoðanir í fjölda mála, en flokksmenn hafa lært af langri sögu að eigi stjórn- málaflokkur að njóta trausts al- mennings þarf að gera út um mál innan flokksins; ráðgast við flokks- menn- og -stofnanir, komast að niðurstöðu, en standa saman um hana út á við. Þetta brást í REI- málinu. Að málinu komu einstaklingar úr einkageiranum þar sem skjótar ákvarðanir, digrir bónusar og áhættufjárfestingar voru daglegt brauð. Stjórnendur þar taka slíkar ákvarðanir og þurfa ekki nema í takmörkuðum mæli að bera þær undir eigendur fyrirtækjanna. Í stjórnmálum og við meðferð eigna almennings gilda aðrar leikreglur. Ákvarðanir stjórnar REI fengu ekki þá lýðræðislegu meðferð sem skyldi. Það skal fúslega viðurkennt. En það verður líka að horfast í augu við, að í þeirri atburðarás sem þá tók við innan Sjálfstæð- isflokksins var sú hefð að gera út um mál innan flokksins ekki virt sem skyldi. Kastljós fjölmiðlanna kallar ekki alltaf fram þá yfirveguðu rökræðu og niðurstöður, sem stjórnmál krefjast og áður var lýst. Þetta blasti við kjósendum og afstaða þeirra kom skýrt fram í skoð- anakönnunum. Því miður hefur það í þessu tilfelli ekki einungis haft áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig hugsanlega mögu- leika Orkuveitunnar til þess að koma í verð áratuga fjárfestingu í þekkingarverðmætum. Samstaða og traust borgarbúa Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur með ákvörðun sinni um að hætta sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sett hagsmuni borg- arbúa og Sjálfstæðisflokksins ofar persónulegum hagsmunum sínum. Slíkt er of sjaldgæft í stjórnmálum. Hann mun þó starfa áfram sem formaður borgarráðs þar til hann tekur við starfi forseta borg- arstjórnar við sumarlok. Þannig mun löng reynsla hans og þekking nýtast borgarbúum áfram. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi hans og Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur sl. laugardag kom skýrt fram að þau hafa nú snúið bökum saman og borgarstjórnarflokkurinn styður óskiptur þeirra ákvörðun. Mikilvægt er fyrir borgarstjórn- arflokk Sjálfstæðisflokksins að læra af atburðarás sl. mánaða, standa þétt saman og einhenda sér í að endurheimta traust borgarbúa. Vilhjálmur hefur lagt sitt af mörk- um. Nú er komið að okkur hinum. Eftir Bolla Thoroddsen » Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hefur með ákvörðun sinni sett hagsmuni borgarbúa og Sjálfstæðisflokksins of- ar persónulegum hags- munum sínum. Bolli Thoroddsen Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er sem stendur í leyfi og stundar nám við Waseda-háskóla í Tókýó. Áhætta, hollusta og traust í stjórnmálum Á RÁÐSTEFNU Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO) í Róm lagði formað- ur Samfylkingarinnar áherslu á sjálfbærni í matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóða. Heima á Íslandi leggur hún hins vegar til hömlulausan innflutning á hrá- kjöti sem vitað er að lama mun innlendan landbúnað og skerða matvælaöryggi íslensku þjóðar- innar. Slík tvöfeldni hefur oft ein- kennt „kratismann“. Á Alþingi virðist forysta Samfylkingarinnar taka höndum saman með einokunarrisunum á matvörumarkaðnum um að klekkja á íslenskum landbúnaði og inn- lendri matvælaframleiðslu. Allt annað er hins vegar sagt í Rómaborg. Áratuga gömul stefna Alþýðuflokksins og nú Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum á Íslandi hefði örugglega þótt heldur forneskjuleg og gam- aldags á fundinum í Rómaborg. Þar keppist nú alþjóða- samfélagið við að leita leiða til að efla landbúnaðarframleiðslu hinna ýmsu landa og tryggja matvælaöryggi þjóða með sjálf- bærum hætti. Kannski er það bara best fyr- ir íslensku þjóðina að formaður Samfylkingarinnar verði áfram og sem lengst erlendis og tali til okkar þaðan. Á matvæl- aráðstefnunni vakti Ingibjörg Sólrún réttilega athygli á hlut kvenna í fæðu- framleiðslu í heiminum sem er talinn vera um 60%. Mikilvægt væri því að tryggja að- komu kvenna að ákvörðunum um fæðu- öryggi. Þetta er hægt að segja í Róm en hér á Ís- landi þykir ríkisstjórninni ekkert mál að gal- opna fyrir innflutning á hráum kjötvörum sem mun einmitt rústa hundruðum ef ekki þúsundum kvennastarfa á Íslandi. Ályktun þingeyskra kvenna Ef til vill heyrir Ingibjörg Sólrún til Róm- ar raddir 400 þingeyskra kvenna sem héldu aðalfund Kvenfélagssambands Suður- Þingeyinga í apríl síðastliðnum. En á þeim fundi var samþykkt ályktun þess efnis að matvælafrumvarp ríkisstjórnarinnar myndi „ekki aðeins skaða innlenda landbún- aðarframleiðslu og veikja varnir gegn smit- sjúkdómum í búfé heldur svipta komandi kynslóðir þeim lífsgæðum sem felast í því að eiga greiðan aðgang að þeirri gæða-vöru, hreinleika og heilbrigði sem íslenskar land- búnaðarvörur sannarlega eru. Þá kemur þessi breyting til með að hafa ófyrirsjáanleg áhrif á matvælaiðnaðinn í landinu þar sem hætt er við að fjöldi starfa í greininni gæti lagst niður“. Að ganga berfætt til Rómar Hér er skýrt að orði kveðið um frumvarp sem ráðherrar Samfylkingarinnar lögðu áherslu á að yrði samþykkt. Sem betur fór tókst með miklu átaki að stöðva frumvarp ríkisstjórnarinnar um galopinn innflutning á hráu kjöti í bili. Þótt þúsundir fólks í mat- vælavinnslu og landbúnaði andi um stund léttar er ein orusta unnin en stríðið heldur áfram. Matvælaöryggi, hollusta og gæði inn- lendrar fæðuframleiðslu er sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Það ætti ekki að þurfa að fara til Rómar til að sjá það. Eftir Jón Bjarnason » Þótt þúsundir fólks í mat- vælavinnslu og landbúnaði andi um stund léttar er ein or- usta unnin en stríðið heldur áfram. Jón Bjarnason Ingibjörg Sólrún talar frá útlöndum Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Hildur Helga Sigurðardóttir | 9. júní Stéttaskipting í bloggheimum Er fyrst að fatta það núna, í b(j)arnaskap mín- um, að það ríkir stétta- skipting í bloggheimum. Í þessum heimi, sem ég hélt til skamms tíma að væri svo skemmtilega anarkískur, er fólk sem vill ekki láta svara sér, heldur bara hlusta á sig og lesa sig – svo lengi sem það fær engin viðbrögð. Meira: hildurhelgas.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.