Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MYNDBAND sem sýnir handtöku á lokadans- leik sjómannadagshátíðarinnar á Patreksfirði birtist í gær á vefsíðunni YouTube.com. Hand- takan er þar gagnrýnd og lögregla sögð beita óþarfahörku. Lögregla var með nokkurn við- búnað á sjómannadagshátíðinni og naut liðsinn- is lögreglumanna frá Reykjavík, Ísafirði og Blönduósi. Hófstillt og í samræmi við aðstæður Að sögn lögreglu hafði sá handtekni skallað mann í andlitið og veitt öðrum áverka með bar- smíðum áður en lögregla kom á vettvang. Þá segir í dagbók lögreglu að hann hafi ráðist á lögreglumann sem reyndi að yfirbuga hann með varnarúða. Lögreglumaðurinn hafi fengið hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann hafi slasast nokkuð. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vest- fjörðum, sagði í samtali við fréttavef Morgun- blaðsins í gær að sem betur fer væri sjaldgæft að lögregla lenti í jafnerfiðum aðstæðum og þarna hefðu myndast og í átökum við fólk með jafneinbeittan vilja til átaka og þarna hefði ver- ið. Maðurinn hefði ekki hlýtt fyrirmælum lög- reglu er hún kom á staðinn og sýnt skýran vilja til að berja á lögreglunni. Myndavélar eru aðhald fyrir lögreglu Önundur sagði að lögreglumenn á staðnum hefðu hlýtt fyrirmælum yfirboðara sinna um að handtaka manninn og að hann teldi viðbrögð þeirra hafa verið hófstillt og í samræmi við að- stæður. Þá sagðist hann ekki hafa neitt við það að athuga að myndband af atvikinu hefði verið birt. Það væri ákveðið aðhald fyrir lögreglu að vita af myndavélum enda ætti lögregla aldrei að beita meiri hörku í störfum sínum en nauð- synlegt væri hverju sinni. Í umræddu tilviki hefði hins vegar ákveðin harka verið nauðsyn- leg. Spurður um afskipti annarra á vettvangi sagði Önundur að hann teldi að þar hefði fyrst og fremst verið um drykkjulæti að ræða og að ekki hefði verið talin ástæða til afskipta af öðr- um sem þar voru. Nauðsynlegt að beita ákveðinni hörku  Myndskeið af handtöku á dansleik á Patreksfirði um sjómannadagshelgina sett á netið  Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum gerir ekki athugasemdir við framgöngu lögreglumanna Í HNOTSKURN »Handtakan átti sér staðklukkan 04.45 á mánu- dagsmorgni eftir sjó- mannadagshelgina. »Manninum var sleppt úrhaldi klukkan 20.50 sama dag. Hann hafði þá sofið úr sér og verið yfirheyrður. »Tvær kærur gegn mann-inum hafa borist lög- reglu. »Skammt er síðan lög-regla var gagnrýnd fyrir handtöku í verslun 10-11 í Reykjavík, sem myndband náðist af. Ljósmynd/Youtube.com Átök Umdeild handtaka sést á myndbandinu. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VEGNA stórhækkunar á eldsneyt- isverði að undanförnu eru Íslend- ingar farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í langferð á bílum sínum. Þetta er samdóma álit þeirra, sem Morgunblaðið ræddi við. Og nýjustu tölur um umferð um Hvalfjarðargöngin renna stoðum undir þessa skoðun. Í maí sl. fækk- aði bílum sem fóru um göngin um 2,7% miðað við sama mánuð í fyrra. Þar með stöðvaðist þróun sem heita má að hafi verið frá því göngin voru tekin í notkun um mitt ár 1998. Öll árin hefur hefur verið fjölgun bíla sem farið hafa um göngin. Fyrsta heila árið, þ.e. 1999, fóru 1.030.587 bílar um göngin. Í fyrra fóru 2.030.763 bílar um göng- in. Þetta er fjölgun um rúmlega milljón bíla. Mesta aukningin var árið 2005, en það ár fóru 19,2% fleiri bílar um göngin er árið 2005. Sigurður Ingi Jónsson, verkefna- stjóri hjá Speli, sem sér um rekstur ganganna, segir að hækkun elds- neytisverðs sé langlíklegasta skýr- ingin á fækkun bíla sem fara um göngin. Hugsanlegur samdráttur í verkefnum á svæðinu og þar af leiðandi samdráttur í atvinnu geti ekki skýrt þann samdrátt sem orðið hefur á bílaumferð að undanförnu. Sigurður Ingi segir segir að lang- marktækasti samanburðurinn fáist með því að bera saman sömu vikur á ári hverju. Þegar skoðuð er 22. vika ársins 2008, þ.e. 25. til 31. maí, kemur í ljós að 42.752 bílar fóru um göngin, miðað við 48.403 bíla sömu viku í fyrra. Samdrátturinn er slá- andi mikill eða 11,7%. Þegar mánuðurinn er skoðaður í heild er samdrátturinn í maí sl. 2,7% miðað við maí í fyrra. Sam- anburður milli mánaða er ekki jafn- marktækur, því misjafnt er hvernig helgar falla innan mánaða. Mesta umferðin er um helgar, eðli málsins samkvæmt. Sigurður segir að aukning um- ferðar um göngin undanfarin ár hafi verið langt umfram spár. Þetta hafi gert Speli kleift að greiða nið- ur lán hraðar en ella og lækka veggjaldið. Síðasta stóra lækkunin hafi verið gerð í vor. Haldi þessi samdráttur áfram sé óvíst hvenær næst verði unnt að lækka veggja- ldið. Vegagerðin er með umferðar- mælingar víða um land en þar voru ekki tiltækar nýjar upplýsingar, þegar leitað var eftir þeim í gær. Olíufélögin höfðu heldur ekki til- tækar nýjar upplýsingar um elds- neytissölu. Talsmenn þeirra segja að of skammt sé liðið á íslenska ferðasumarið til að samanburður sé marktækur. Það sé þó tilfinning manna að fólk velti því meira fyrir sér en áður hvort það það leggi í langferðir á bílum sínum. Morgunblaðið/Sverrir Samdráttur Íslendingar leggja síður í langferð þessa dagana og til marks um það fóru færri bílar um Hvalfjarðargöngin í maí sl. miðað við sama tíma í fyrra. Dregur úr bílaumferð  Í fyrsta sinn frá frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun árið 1998 fækkar bíl- um umtalsvert milli mánaða  Stórhækkun á eldsneyti er langlíklegasta skýringin   # $    # $            '    !&&&(     &  & ! ! !  && !!  !! !   !  !   ! !& ! !     !&&&        VÖRUBIFREIÐ varð fyrir tals- verðu tjóni við bæinn Efri-Hrepp í Skorradalshreppi, þegar sturtu- vagn bílsins sleit í sundur raf- magnslínur. Verið var að sturta malarhlassi við bæinn þegar pall- urinn rakst upp undir þrjár línur og slitnuðu tvær þeirra við árekstur- inn, áður en bílnum var snarlega bakkað frá aftur. Að sögn Theodórs Þórðarsonar hjá lögreglunni í Borgarfirði sakaði ökumanninn ekki og við fyrstu sýn virtist bíllinn einnig óskemmdur. Skömmu síðar tóku hinsvegar dekk og loftpúðar að springa með mikl- um látum, að því er virðist vegna bruna í vírum og leiðslum. Talið er að mikið tjón hafi orðið á við- kvæmum tölvubúnaði í vörubílnum, auk dekkja og fjaðrabúnaðar. Vörubifreið sleit raf- magnslínur FJÖGURRA bíla árekstur varð um tvöleytið í gær á Reykjanesbraut, skammt austan við Grindavíkurveg. Varð áreksturinn með þeim hætti að ökumenn þriggja bifreiða höfðu stöðvað bílana og voru þeir kyrr- stæðir þegar sá fjórði kom aðvífandi og ók aftan á öftustu bifreiðina. Við höggið lentu hinar þrjár einnig sam- an og var því áreksturinn umtals- verður, en tvær bifreiðar eru óöku- færar eftir óhappið. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki, en tveir öku- mannanna fjögurra fundu til eymsla í hálsi og baki. Fjögurra bíla árekstur HJÓLHÝSASTÆÐI með rafmagni eru að verða uppseld á Landsmóti hestamanna sem fer fram 30. júní til 6. júlí. Í frétt frá Landsmóti hestamanna ehf. segir að miðasala á mótið gangi vel og undirbúningur sé á fullu. Svæðið á Gaddstaðaflötum við Hellu er að taka á sig mynd og stemning í úrtökum þessa dagana um land allt. Síðustu forvöð að kaupa hjólhýsa- stæði með aðgengi að rafmagni er 15. júní. Enn eru þó næg stæði fyrir hjólhýsi án aðgengis að rafmagni en ekki eru teknar pantanir fyrir þau stæði sérstaklega. Hjólhýsa- stæði lands- móts rjúka út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.