Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 8

Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 8
8 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Þ etta er ekki fyrsta skýrslan sem er skrifuð um fólksfækkun á landsbyggðinni eða um Árneshrepp sér- staklega. Það eru margir sem lifa á svona skýrslugerð og ekki nema gott eitt um það að segja, en ég held að tími sé kominn til að láta verkin tala. Það eru ekki mörg ár til stefnu, því að óbreyttu lifir þetta sveitarfé- lag ekki lengi,“ segir Oddný Þórð- ardóttir, oddviti Árneshrepps, þeg- ar hún er spurð um nýútkomna skýrslu Byggðastofnunar um byggðarlög sem búa við viðvarandi fólksfækkun. Oddný býr á Krossnesi ásamt eig- inmanni sínum Úlfari Eyjólfssyni. Hún tók við starfi oddvita eftir síð- ustu kosningar af Gunnsteini Gísla- syni, sem setið hafði í sveitarstjórn í 12 kjörtímabil eða í 48 ár. Gunn- steinn var fyrst kjörinn í sveit- arstjórn árið 1958 og var oddviti í 35 ár. Oddný segir margvísleg verkefni á borði oddvita. „Þó að við séum fámenn hérna er- um við með sams konar starfsemi og stóru sveitarfélögin. Vissulega er mælikvarðinn ekki jafn stór, en við rekum skóla, við erum með ýmsar framkvæmdir á okkar vegum og oddviti þarf að sjá um alls konar pappírsvinnu sem fylgir starfsemi sveitarfélags.“ Nú eru 49 manns með lögheimili í Árneshreppi, en síðasta vetur dvöldu þar 33 einstaklingar. Heim- ilin í sveitinni eru 15 talsins og á 10 bæjum er stundaður sauð- fjárbúskapur. Árneshreppur er nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afskaplega landmikill. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúp fyrir norðan Skjaldabjarnarvík. Flat- armál sveitarfélagsins er 724 km² og er þar minna en einn íbúi á km². Oddný er ekki svartsýn á framtíð Árneshrepps og segir ýmislegt vera á döfinni. Hún nefnir bætt netsam- band í gegnum gervihnött og gerir sér vonir um að það verði komið á næsta ári inn á hvert heimili þar sem er heilsársbúseta. Betri og öruggari samgöngur eru henni einnig ofarlega í huga en flug- ið er íbúum í Árneshreppi mikilvægt og lífæð að vetrinum. Nú er flogið til Gjögurs tvisvar í viku og er veginum frá Gjögri í Norðurfjörð haldið opn- um í tengslum við flugið. Hótelið í Djúpavík er opið stærstan hluta árs- ins en samgöngur þangað geta ver- tíð erfiðar í hvora áttina sem er, einkanlega fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Nú er kvóti kominn á allt Syðsta fjárbýlið er í Kjörvogi, skammt frá Gjögri, en síðan er þétt- býlt um miðbik sveitarinnar frá Ávík að Krossnesi, sem er nyrsti bærinn í byggð, eftir að Fell og Munaðarnes fóru í eyði. „Sauðfjárbúskapur er undirstaða byggðarinnar hér og vonandi tekst okkur að fá ungt fólk inn í þá at- vinnugrein á næstu árum,“ segir Oddný. „ Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt og dýrt að komast inn í kerfið og þeir sem hafa flutt í burtu nýta eignir sínar eðlilega yfir sum- artímann. Mér finnst þó ekki ómögulegt að ungt fólk fengi að nýta jarðirnar, en þyrfti þá aðstoð við að koma sér þaki yfir höfuðið. Sömu sögu er að segja af sjávar- útveginum. Héðan reru margir bátar fyrir ekki svo löngu og lögðu upp í Norðurfirði. Meðan veiðarnar voru frjálsar eða sóknardagar við lýði voru margir sem vildu gera út frá Norðurfirði enda stutt að sækja fiskinn. Nú er kvóti kominn á allt og auk þess hefur verið klipið af kvót- anum á hverju ári,“ segir Oddný. „Í sveit eins og Árneshreppi er hvert einasta starf dýrmætt og sömuleiðis er það okkur öllum erfitt þegar einhver flytur í burtu. Við þurfum á öllu okkar að halda. Ég get nefnt sem dæmi að við þurfum að smala óhemju stórt landsvæði og það getur orðið erfitt að manna smalamennskur ef okkur fækkar. Ungt fólk spyr um möguleikana Sem betur fer held ég að það sé að verða hugarfarsbreyting og ég verð í auknum mæli vör við að ungt fólk spyrst fyrir um búsetu og atvinnu í hreppnum. Ég sé það líka alveg fyr- ir mér að fólk með margvíslega menntun getur unnið hér fyrir norð- an ef nettenging kemst á og sam- göngurnar batna. Alls konar fræði- mennska kemur til greina og alþekkt er að menn sinni slíku í fjar- vinnslu. Allt snýst þetta um vinnu og það þarf að hjálpa ungu fólki sem vill koma hingað.“ Sjálf á Oddný tvo syni. Hilmar Gylfason er búfræðingur að mennt en stundar nú nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Árni Geir Úlfarsson leggur hins vegar stund á íslensku í Háskóla Íslands. Ekki segist Oddný viss um að synir henn- ar setjist að í Árneshreppi. Útilokar það þó ekki og segir að með bættri nettengingu og öruggari sam- göngum breytist svo margt. Það vekur athygli að allir ungling- ar frá Árneshreppi, án undantekn- inga, hafa á síðustu árum farið úr grunnskóla í nám í framhaldsskóla. Oddný er að lokum spurð hverju þetta sæti: „Ég held að ein meginástæðan sé sú að þessir krakkar hafa alist upp með fullorðnu fólki þar sem tími er nægur til að tala við börnin og vinna með þeim. Þessum krökkum héðan hefur yfirleitt vegnað vel í lífinu. Þeir byggja á góðum grunni og þurfa snemma að vera sjálfstæðir.“ Morgunblaðið/Ágúst Ingi Ekki mörg ár til stefnu – tími til kominn að láta verkin tala Bóndi og oddviti Oddný Þórðardóttir á Krossnesi tekur til hendinni í súr- heystóttinni. Hún vill að ungu fólki verði hjálpað að flytja, t.d. í Árneshrepp. Borið hefur á því að ungt fólk hafi spurst fyrir um atvinnumögu- leika og búsetuskilyrði. Oddný Þórðardóttir oddviti fagnar þessari hugarfarsbreytingu og er bjartsýn á mögu- leika samfélagsins í Ár- neshreppi.                                           "   #    $  %  %  &'   !            Í HNOTSKURN »Íbúum fækkaði um 55,8%á tímabilinu 1991-2006. »Kynjahalli er mikill, karl-ar voru allt að 55% en konur þá 45% á tímabilinu. »Karlar voru 28, en konur22 hinn 1. desember 2006. »Meðalaldur er 7,8% hærrien landsmeðaltal. »Skatttekjur íbúa í Árnes-hreppi eru lágar. »Þjónustustig mælist lágt,sérstaklega í heilbrigð- isþjónustu. »Landbúnaður og þjónustaeru aðalatvinnugreinar. »Einangrun vegna lélegrasamgangna er helsti veik- leikinn. »Unga fólkið fer í burtu tilnáms og kemur ekki aft- ur. »Ekki er hægt að samein-ast öðrum sveitarfélögum vegna samgangna. »Ekki er 3ja fasa rafmagnen slíkt þarf t.d. fyrir frystigáma. »Styrkleikar liggja m.a. ísamheldni íbúanna, aukn- um ferðamannastraumi og einstakri náttúru. »Tækifæri eru í landbúnaðiverði bændum gert kleift að vinna kjöt í heimabyggð. »Tækifæri í sjávarútvegigætu skapast með aðgangi að kvóta til að leigja út. » Í Árneshreppi eru 16 fyr-irtæki með 26 störf. »Fjarlægð til næsta stærriþjónustukjarna (Borg- arness) er 304 kílómetrar. »Metár var á hótelinu íDjúpavík árið 2006, hót- elið tekur allt að 30 manns í gistingu, en hægt er að út- vega gistingu fyrir 50 manns. »Flugvöllurinn á Gjögri ergóður og á að endurbæta hann enn frekar, áætlun 2010. »Flugið er ríkisstyrkt,fraktin niðurgreidd en ekki fargjaldið. »Búin eru lítil og jarðir litl-ar, sláturfé þarf að flytja um langan veg. »Engir flutningabílar komaað vetrinum, vistir í versl- unina eru fluttar smátt og smátt í flugi, m.a. mjólk- urvörur. »Snjóflóðahætta er á veg-inum. Óttast er að með vegabótum verði flugið aflagt. »Ástandið í samgöngu-málum er í raun einstakt á landsvísu. »Nettenging er léleg ognánast ekkert gsm- samband. »Það vantar frumkvöðla ogungt fólk með áhættuþor. »Mögulegt verkefni væri aðfólk tæki börn í sveit yfir veturinn sem vistforeldrar, sem gæti fjölgað í skólanum. »Tækifæri gætu falist ískattaívilnunum, bættum lánamöguleikum, lánum til samgöngumála og að styrkja ferðaþjónustu, landbúnað og sjávarútveg. ÁRNESHREPPUR Í HNOTSKURN Bættar samgöngur og nettenging eru íbúum í Árneshreppi ofarlega í huga | Hvað tekur við þar sem skýrsl Byggt á niðurstöðum um Árneshrepp í skýrslu Byggðastofnunar um Byggð- arlög með viðvarandi fólksfækkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.