Morgunblaðið - 28.07.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 28.07.2008, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ég skil bara ekki HAARDE minn þetta væl í lýðnum eins og þetta eru góðar og billegar bollur. VEÐUR Það er komið bakslag í þróun hinsfrjálsa hagkerfis. Menn hafa misst þrótt og kjark til að halda áfram. Það á bæði við um fólk í at- vinnulífinu og stjórnmálamenn. Nú á að halla sér meira að hinu op- inbera.     Byltingin, semhófst með Thatcher og Reagan og hófst af alvöru á Ís- landi í upphafi tí- unda áratugar síðustu aldar hef- ur verið stoppuð. Blaðamaðurinn Bob Davis á Wall Street Journal segir sterkar vís- bendingar um að áhrifum Reagans- tímabilsins sé lokið. Krafa um aukna íhlutun ríkisins í mörgum geirum atvinnulífsins bendi til þess. Nið- urstaðan verði að öll þjónusta hækki í verði og lífskjör almennings versni.     Dick Armey, fyrrverandi leiðtogirepúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins, tekur í svip- aðan streng. Í grein í Wall Street Jo- urnal á föstudag segir hann björg- unarleiðangur stjórnmálamanna í Washington DC vegna vandræða íbúðalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac vera hneyksli. Peninga skattgreiðenda eigi að nota til að skera óábyrga stjórnendur fjár- málafyrirtækja úr snöru, sem þeir hnýttu sjálfir. Látið sé undan þrýst- ingi hagsmunahópa sem krefjist þess að ríkisstjórnir „geri eitthvað“. Á Íslandi er þróunin í sömu átt. Krafan um opinberar aðgerðir er hávær. Stutt er síðan krafan var sú að ríkisvaldið héldi sig sem lengst í burtu. Menn treystu á eigið ágæti. Ekki lengur.     Það er skammsýni að treysta umof á aðgerðir ríkisins vegna erf- iðleika á alþjóðlegum mörkuðum. Mörg ár tekur að vinda ofan af op- inberum afskiptum af atvinnulífinu. Stjórnendur fyrirtækja og almenn- ingur þurfa hafa þrótt til að þola mótvindinn. Og missa ekki kjarkinn. STAKSTEINAR Margaret Thatcher Bakslag SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )              *(!  + ,- .  & / 0    + -                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                 !"#       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $  $ $  $      $  $ $  $                                 *$BC                         ! " #   *! $$ B *! %& ' ("  (& ("   #  !") ! <2 <! <2 <! <2 %#"'  (* +,(- !.  C2D                  <       $  % &% #    '      ( # )'    "    $  % &% #    '      ( # )'    "  6 2  $  % &% #    '      ( # )'    "  /0 ((!11  !"( (2 !  !(* + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR „HLAUPIÐ tókst ótrúlega vel og allir þátttakendurnir voru himinlif- andi,“ segir Þorsteinn Hymer, landfræðingur í Vatnajök- ulsþjóðgarði og einn skipuleggj- enda Jökulsárhlaupsins. „Sem bet- ur fer vorum við með tvöfalt magn af vatnsbirgðum því hitinn var rosalegur. Það var nánast ekkert vatn eftir, alveg ótrúlegt hvað menn innbyrtu.“ Alls voru 166 skráðir til þátttöku sem er metfjöldi og luku allir keppni. Þrjár vegalengdir voru í boði; 32,7 km, 21,2 km og 13,2 km. Fremsti maðurinn í lengsta hlaup- inu var Guðmundur Sigurðsson á tímanum 2:30:22 en fyrst kvenna í mark var Inga Dagmar Karlsdóttir á tímanum 3:11:04. Af þátttakend- unum 166 var sá elsti fæddur 1951 en þeir yngstu 1996. ylfa@mbl.is Hlaupið í 24°C hita Innbyrtu ótrúlega Ljósmynd/Friðrik Þór Óskarsson Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Á miðvikudaginn hófust framkvæmdir við nýja útisundlaug á Blönduósi. Það er fyrirtækið Ósverk á Blönduósi sem sér um uppgröft fyrir grunni en tilboð í uppsteypu sundlaugar verða opnuð á mánudag- inn kemur. Ágúst Þór Bragason, umsjónarmaður tæknideildar Blönduóss, sagði að stefnt væri að því að sundlaugin yrði komin í gagn- ið næsta sumar. Það er meira í spil- unum en 25 metra sundlaug því hér er um sundlaugagarð að ræða með heitum pottum og vaðlaug. Þessi nýja sundlaug sem nú er verið að byggja leysir af hólmi tæplega 40 ára gamla innisundlaug. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sundlaug Ósverk á Blönduósi er lagt af stað með grunn að 25 metra útilaug. Framkvæmdir við nýja sundlaug hafnar Í HNOTSKURN »Bygging sundlaugarinnarer meðal stærstu fram- kvæmda Blönduósbæjar hin síðari ár. »Nýja sundlaugin verðurlíklega opnuð almenningi að ári. Eftir Atli Vigfússon Þingeyjarsveit | Mikið hefur verið um að vera á sænskum dögum á Húsa- vík enda margt gert til þess að styrkja tengslin við Svíþjóð af því tilefni. Sendiherrann á Íslandi, Madeleine Ströje-Wilkens, hefur dvalist þessa vikuna í bænum en jafnframt ferðast um nágrennið til þess að kynnast héraðinu. Hún fór m.a. í sveitaheimsókn og hitti þá heimalninginn Emil sem að sjálfsögðu ber nafn hinnar frægu sögupersónu Emils í Kattholti eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren og það kunni Madeleine vel að meta. Hún sagðist hafa heillast af því sem hún sá og kynntist í sveita- ferðinni. Sendiherra Svíþjóðar heillaðist af Emil Morgunblaðið/Atli Vigfússon. Heimalingur Madeleine Ströje–Wilkens var hrifin af heimalingnum Emil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.