Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 11
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
50-80% afsláttur
LAGERSALA
OUTLET
LAUGAVEGI 51
3 DAGAR EFTIR
60-90% AFSL.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Í MAÍ síðastliðnum gengu kýr frá
þremur búum inn í nýtt og glæsilegt
hátæknifjós á Refsstöðum í Hálsa-
sveit. Þar tók við nokkurra daga að-
lögun þar sem þeim var kennt að láta
tvo fullkomna mjaltaþjóna mjólka
sig. Það gekk svo vel að í júní voru
mjólkaðir tæplega 40.000 lítrar og
meðalnytin er um 18 kg á dag.
Eigandi Refsstaðabúsins er Jón
Kjartansson, sem áður átti búið á
Stóra Kroppi í Reykholtsdal. Eins og
margir minnast átti Jón í deilum við
vegagerðina um vegarstæði og þótt
málstaður hans næði fram að ganga
árið 1999, seldi hann Stóra Kropp ár-
ið 2000. Þá var helst að skilja að hann
væri hættur mjólkurframleiðslu.
Þegar Jón sýnir blaðamanni nýja
fjósið sitt segir hann að svo hafi ekki
verið.
„Á sínum tíma var búið að teikna
nýtt fjós á Stóra Kroppi. En málin
æxluðust þannig að eftir fimm ára
deilur um vegarstæðið voru allir
orðnir lúnir og við ákváðum að hætta
þessu, í bili. Ég var þó staðráðinn í
því að byggja stórt kúabú. Þegar
Haukagil í Hvítársíðu, hér beint
norðan við Hvítá, var til sölu og Refs-
staðir í kjölfarið, ákvað ég að kaupa
jarðirnar og samnýta þær.“
Jón segir að fjósið hafi risið á Refs-
stöðum því þangað liggi malbikaður
vegur, þar sé þriggja fasa rafmagn,
hitaveita og ræktunarmöguleikarnir
séu nánast ótæmandi. Á Haukagili
séu ekki sömu ræktunarmöguleikar
en það sé grasgefin jörð með góða
beit. „Þessar tvær jarðir eiga að
standa undir heyþörfinni eftir tvö
ár,“ segir Jón en það var ráðist í
miklar jarðvegsframkvæmdir í fyrra
til að undirbúa það. Þangað til hefur
hann tryggt sér hey hjá nágrönnum
og víðar, auk 1.300 rúllna á Nýjabæ
undir Eyjafjöllum, sem hann á.
Tölvan vakir yfir skepnunum
Fyrir mann sem hafði í æsku
reynslu af hefðbundnu fjósi, þar sem
handmjólkað var, er ævintýralegt að
skoða hátæknifjós af fullkomnustu
gerð. Innst í fjósinu er á annar tug
kálfa og „kálfafóstran“, mjólk-
unarbúnaður sem skammtar hverjum
kálfi sex lítra á dag. Kálfar sem kýr
hafa tölukubb á hálsólinni þannig að
tækin þekki hvaða skepna á í hlut.
Þar eru þrjár sjúkrastíur, mjólk-
urhús er ekkert, heldur bara stór
geymir sem hinir fullkomnu mjalta-
þjónar, eða róbótar, dæla þeirri mjólk
inn í sem þeir telja fyrsta flokks.
Mjaltaþjónarnir þvo júgrin, koma
mjaltabúnaðinum sjálfvirkt fyrir á
spenunum og mjólka. Að mjöltum
loknum er búnaðurinn sótthreins-
aður. Kýrin étur á meðan fóðurbæti
sem henni er skammtaður – en ef hún
drollar að mjöltum loknum fær hún
smárafstuð til að koma henni frá.
Kýrnar hafa síðan 123 bása og mikið
rými til að ganga um, þar sem þær
geta gengið í grænfóður, brynning-
artæki – og að stórum burstum sem
snúast og klóra og njóta greinilega
mikilla vinsælda. Í litlu herbergi með
útsýni yfir fjósið er tölvan sem segir
til um það hvernig hver kýr hefur
það, hvað hún hreyfir sig, hvað hún
jórtrar oft á dag, hvað hún er þung og
hvernig hún mjólkar. Þar er líka veð-
urstöðin sem stillir glugga og hita eft-
ir veðri. Þennan dag eru allar dyr þó
upp á gátt og sér til jökla í sólinni.
Undir fjósinu er svokallað kanalkerfi,
um 200 metra langt, þar sem eins-
konar skipsskrúfa heldur mykjunni á
hreyfingu. Úr því kerfi er henni síðan
dælt í haughús.
„Þetta er svo ótrúleg tæknivæðing,
að maður trúir því varla,“ viðurkennir
Jón. „Þetta hefur allt tekist afskaplega
vel. Skepnunum virðist líða afskaplega
vel. Hver þeirra hefur um átta fer-
metra. Það eru um 150 gripir hér inni
og það er eins og við séum á mál-
verkasýningu – það heyrist ekki baul,“
segir hann og hlær.
Þótt tölvan vaki yfir skepnunum
vekur það athygli að kýrnar hafa allar
sín hefðbundnu nöfn; Rák, Harpa,
Gella, Hetja – ein heitir þó Vísitala.
Jón brosir bara þegar hann er spurður
að því hvort það vísi í fyrri starfsvett-
vang hans í bankageiranum í Sviss og
hér heima.
Mistök að loka
Borgarnesbúinu
Jón segir Refsstaðabúið vera ein-
hvers staðar á bilinu þrjú til tíu yfir
stærstu kúabú landsins, það séu til
stærri félagsbú en hann standi einn í
þessu. Þá kemur upp úr dúrnum að í
framtíðinni hefur hann hug á að koma
upp öðru jafn stóru fjósi. Hann segir
vinnuna við bú sem þetta fyrst og
fremst eftirlitsstörf, en gert sé ráð fyr-
ir fjórum stöðum við búið.
Mjólkinni er ekið til Reykjavíkur.
„Já, því miður er ekkert mjólkurbú í
Borgarnesi lengur,“ segir hann. Ég
held að það hafi verið mistök að leggja
nýjasta mjólkurbú landsins niður. All-
ur þessi samruni veldur byggða-
röskun. Það er landsbyggðinni til góðs
ef iðnfyrirtæki starfa á svæðinu og
þjónustan er betri.“
Jón segir þróunina vera þá að
kúabúin verði að stækka til að þetta
borgi sig. „Aðstæðurnar sem við búum
við núna, með þessari miklu hækkun á
aðföngum, olíu, áburði og kjarnfóðri,
hraða þeirri þróun frekar en hitt. Þetta
kemur illa við alla en sérstaklega
smærri einingarnar, þar sem fasti
kostnaðurinn er jafn mikill. Ef ekkert
breytist kæmi mér ekki á óvart ef kúa-
bændur hættu í stórum stíl á næstu ár-
um.“
Málglaður mjaltaþjónn
Bústjórarnir Violetta Heiðbrá
Hauksdóttir og Árni Þorsteinsson
fluttu að Refsstöðum er búið tók til
starfa, með fimm börn. Hún segir að
vissulega hafi þau þurft að læra á alla
þessa tækni. „En þetta er snilld,“ bætir
Violetta við. „Tölvan hefur upplýsingar
um allar kýrnar og segir okkur hvert
ástandið er. Við hreinsum og fylgjumst
með. Það var mikil törn fyrst, að venja
kýrnar við, en það er farið að skila sér.
Kýrnar koma greinilega frá góðum bú-
um, eru rólegar og líður vel. Það hefur
auðveldað aðlögunina.“
Árni bætir brosandi við að mjalta-
þjónarnir séu góðir samverkamenn,
þeir pirri sig aldrei yfir neinu, þótt
kýrnar kunni að vera lengi að skilja
hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir
sig. Þá hringir sími Árna og hann
hlustar. Snýr sér svo að öðrum mjalta-
þjóninum og segir að það hafi verið
hann sem hringdi; kýrin sem er verið
að mjólka þarfnast aðstoðar.
„Róbótinn getur verið svolítið mál-
glaður,“ segir Árni, „hann er alltaf að
spjalla við okkur. En hann veit hvað
hann syngur.“
„Eins og á málverkasýningu“
Morgunblaðið/Einar Falur
Tæknilegt „Þetta er svo ótrúleg tæknivæðing, að maður trúir því varla,“ segir Jón Kjartansson. Kýr frá þremur bú-
um komu saman á Refsstöðum í maí og hefur aðlögunin gengið framar vonum. Meðalnytin er um 18 kg á dag.
Morgunblaðið/Einar Falur
Refsstaðafjósið Fagurt útsýni.
Jón Kjartansson hefur byggt hátæknifjós fyrir 123 mjólkurkýr á Refsstöðum í Hálsasveit
Eitt af stærstu kúabúum landsins Segir matvælaframleiðslu mikilvæga hverri sjálfstæðri þjóð
JÓN Kjartansson segist ekki skilja þá stjórnmálamenn
sem ekki vilja skoða mögulega þátttöku í Evrópusam-
bandinu af alvöru. Nú sé nauðsynlegt að huga að þeim
málum. „Við getum ekki búið við þessar sveiflur í efna-
hagslífinu,“ segir hann. „Bændur eiga að búa sig undir
aukna samkeppni við innfluttar vörur og vera óhræddir
við það. Íslenskar landbúnaðarafurðir ættu að hafa ver-
ið fáanlegar á evrópskum mörkuðum síðustu tuttugu
árin. Íslenskar mjólkurafurðir eru þær bestu í þessum
heimshluta. Við eigum nóg af vatni, hreint loft og nóg
af ónýttu landrými til að framleiða matvæli, fyrir okkur
sjálf og til útflutnings.
Ég held að menn átti sig ekki almennilega á því hvað
við eigum gífurlega mikla möguleika á því að standast
þá samkeppni. Það er algjör tímaskekkja að vera undir
verndarvæng hins opinbera. Við eigum að byggja búin
upp af þeirri stærðargráðu að við getum keppt við
hvern sem er. Þrátt fyrir að það séu erfiðir tímar núna,
með gríðarlegri hækkun á aðföngum, áburði, olíu og
fóðurbæti eiga menn ekki að einblína á það og detta í
einhverja svartsýni. Við eigum þvert á móti að snúast
til varnar, byggja búin upp og gera þær ráðstafanir sem
eru nauðsynlegar til að lifa við þetta. Matvælafram-
leiðsla er hverri þjóð nauðsynleg ef hún ætlar að halda
sjálfstæði sínu.“
Höfum lifað við matvælaskort
Jón segir það umhugsunarvert að á sama tíma og mat-
vælaverð í heiminum hefur snarhækkað sé verið að
taka bújarðir á Íslandi undir starfsemi sem gerir ekki
lengur kleift að framleiða á þeim matvæli.
„Það er alvarlegt mál. Við Íslendingar megum ekki
gleyma því að við höfum lifað við matvælaskort og eig-
um að varðveita allt land þar sem matvælaframleiðsla
er möguleg. Það getur til að mynda komið að því að við
verðum að vera sjálfum okkur næg í kornrækt.
Gömlu jarðalögin voru ekki góð en ég held að nýju lögin
séu verri, ef eitthvað er. Það hefur enginn neitt um það
að segja hvað verður um jarðirnar. Það á til að mynda
ekki að dreifa sumarhúsum um allar jarðir eins og
sveppum. Það heftir mögulega framtíðarþróun í land-
búnaði.“
Íslenskar mjólkurafurðir þær bestu í þessum heimshluta
Í nýja fjósinu á Refs-
stöðum í Hálsasveit
eru básar fyrir
123
mjólkandi kýr.
Framleiðslurétturinn er
540.000
mjólkurlítrar.
Miðað við meðalnyt
er hægt að mjólka allt að
800.000
lítra árlega.