Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 12

Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 12
12 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „FERÐIN var í alla staði frábær og við elskum landið enn meira en áð- ur,“ sagði Kristy Robertson frá Utah í Bandaríkjunum skömmu áð- ur en hún hélt heimleiðis með fjöl- skyldu sinni eftir fyrstu heimsókn- ina til Íslands á dögunum. Uppruninn mikilvægur Fólk af íslenskum ættum í Utah hefur lagt mikla rækt við uppruna sinn og stöðugt fleiri fara til Íslands til að kynnast landi og þjóð betur. Sumarið 2005 var þess minnst í Spanish Fork að 150 ár voru þá frá komu fyrstu Íslendinganna til Utah. Kristy Robertson var þá formaður Íslenska félagsins í Utah og í kjölfar hátíðarhaldanna ákváðu foreldrar hennar, Ed og Karen Anderson, að láta drauminn rætast og heimsækja Ísland. Þau bókuðu sig í skipulagða ferð 2007 en urðu að hætta við vegna veikinda Eds, sem lést í nóvember í fyrra. Þá ákváðu börn þeirra að slást í hópinn með móður sinni. Úr varð 10 manna fjölskylduferð. „Ísland kom okkur á óvart og mót- tökurnar eru ógleymanlegar,“ segir Kristy. steinthor@mbl.is Í Eyjum Fjölskyldan fór víða og meðal annars til Vestmannaeyja. Fremri röð frá vinstri: Nord Anderson, Wren Anderson, Whitney Anderson og Kar- en Anderson. Efri röð frá vinstri: Kristy Robertson, Mike Robertson, Boas Anderson, Jason Anderson, Allison Anderson og McKay Anderson. Á slóðum forfeðr- anna í fyrsta sinn Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÉG er bóndi og var sláttumaður í Vestmannaeyjum, sló gras og heyjaði, en ég ætla að verða viðskiptafræðingur og ferðast um heiminn,“ segir Lyle Floyd Christensen, viðskiptafræðinemi frá Spanish Fork í Bandaríkjunum. Lyle er af íslenskum ættum og var einn 14 þátttak- enda í Snorraverkefninu sem lauk fyrir helgi. Hann er mikill málamaður og talar íslensku ágætlega þó hann hafi ekki verið á Íslandi nema í um sex vikur. „Ég byrjaði að tala íslensku þegar ég kom til landsins, skil flest en er kannski ekki nógu góður að tala,“ segir hann. Lyle er með háskólapróf í portúgölsku og talar auk þess spænsku, sænsku og ítölsku fyrir utan móðurmálið. Ljósmynd/Ásta Sól Kristjánsdóttir Á toppnum Þátttakendur í Snorraverkefninu á Esjutoppi. Lyle er fimmti til vinstri í aftari röð. Úr búskap í viðskipti ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga og Vesturheimur sf. hafa skipulagt ferð til Brasilíu 14.-30. nóvember í þeim tilgangi að efla tengslin við þarlenda af íslenskum ætt- um og kynna Snorraverkefnið fyrir þeim. Þátttakendur í Snorraverkefninu hafa til þessa ein- göngu komið frá Bandaríkjunum og Kanada en hug- myndin er að kynna verkefnið jafnframt í Brasilíu. Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri ÞFÍ (www.inl.is), hefur skipulagt Brasilíuferðina og gerð verður heimildarmynd um hana. Hún segir að margir hafi sýnt ferðinni áhuga, en að hámarki komist 30 manns með og enn sé verið að bóka í ferðina. Næst til Brasilíu ÚR VESTURHEIMI Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is VELHEPPNUÐU Landsmóti skáta lýkur á morgun á Hömrum. Alls tóku 2 þúsund manns þátt í mótinu sjálfu en um 6 þúsund manns voru á svæðinu þegar mest lét, sl. laug- ardag. Þá fór svo- kallaður heim- sóknardagur fram í veðurblíð- unni sem sett hefur svip sinn á mótið að þessu sinni. Heimsókn- ardagurinn bar að þessu sinni yf- irskriftina Óðinsdagur, í takt við vík- ingaþema mótsins. Á heimsókn- ardögum er tekið á móti gestum og félögin kynna sig fyrir þeim sem leið eiga hjá. Mosverjar gáfu kjúkling Félögin draga gjarnan fram sér- kenni heimabyggðar sinnar, t.d. var mikið um blóm á svæði félagsins Stróks frá Hveragerði, auk þess sem boðið var upp á tómata og gúrkur. Héraðsbúar buðu aftur á móti upp á hreindýrakjöt og Mosverjar gáfu kjúkling. Á laugardagskvöldið fór jafnframt fram risavarðeldur með skemmtiatriðum, en þar fór Lands- mótshljómsveitin LAMB fremst í flokki og söng fjöldann allan af lög- um sem vel var tekið undir. Jóhannes Jónsson í Bónus var sæmdur silfurmerki Bandalags ís- lenskra skáta fyrir dyggan stuðning við skátastarfið. Silfurmerki er heið- ursmerki skátanna til þeirra sem stutt hafa skátastarfið en starfa utan hreyfingarinnar. Að sögn Margrétar Tómasdóttur skátahöfðingja hefur mótið tekist framúrskarandi vel. Hún segir skátastarfið hafa breyst þótt það byggi enn á ákveðnum grunngildum: „Starfið litast af samfélaginu sem við búum í. Til eru skátafélög sem nota mjög mikla tækni eins og út- varpsskátarnir, eða skátahópar sem stýra útvarpsstöðvum og gefa út blað á landsmótinu. Hins vegar er útivist og hreyfing enn stór þáttur í starfinu. Við förum í gönguferðir og erum úti en notumst líka við þægindi sem fylgja nútímanum, t.d. hvað snertir búnað. Það er alls ekki neikvætt að læra að nota búnað vel. Þannig eru nú á dögum í boði skór með mörgum lögum í stað þess að skátar eigi bara strigaskó og stígvél eins og þegar ég var að byrja.“ Að sögn Margrétar hefur starfið og foringjaþjálfunin breyst í takt við tímann, sem mun koma sér vel í framtíðinni: „Ég tel að við séum að ganga inn í mikla uppsveiflu hvað skátastarfið snertir, sem er jákvætt. Ég held að það sé afar mikilvægt að ungt íslenskt fólki eigi þess kost að geta tekið þátt í skátastarfinu.“ Hitaeiningar Skátunum í Vífli veitti ekki af orkuríkum mat eftir við- burðaríkan gærdaginn. Mótinu verður slitið á þriðjudaginn. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Við skátaeldinn Kvöldvökur eru ómissandi þáttur í hverju skátamóti og hafa verið það frá því elstu menn muna. Samfélagið breytist og skátarnir með Jóhannes í Bónus sæmdur heið- ursmerki skáta Margrét Tómasdóttir Palavú Það er nauðsynlegt að kunna réttu hreyfingarnar þegar skáta- söngvar eru sungnir. Og þær kunna sumir betur en aðrir. Hvaða gildi felast í skátastarf- inu? Skátastarf felur í sér útivist og hreyfingu og byggir á samvinnu. Segja má að þessir grunnþættir hafi alltaf tilheyrt skátastarfinu og lítið breyst þó tæknin hafi breytt starfinu að einhverju leyti. Hefur skátastarfið hagnýtt gildi? Margir þeir sem til þekkja telja skátastarfið vera góða leiðtoga- þjálfun. Ungt fólk sem hefur starf- að sem foringjar yfir flokkum get- ur verið eftirsótt til starfa og hefur náð langt. Skátum er kennt að hafa frumkvæði og taka þátt í leik og starfi í stað þess að bíða óvirk- ir. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.