Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 13

Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 13 ERLENT Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is INDVERSK yfirvöld hafa hand- tekið 30 manns grunaða um aðild að sprengingum í indversku borginni Ahmadabad í ríkinu Gujarat. Hryðjuverkahópur sem kallar sig Mujahideen sendi indverskum sjón- varpsstöðvum tölvupóst á laug- ardagskvöld þar sem sagði að eftir fimm mínútur yrði hefnt fyrir Guj- arat, en óeirðir í ríkinu árið 2002 urðu 1.000 manns að bana, flestum þeirra múslimum. Að nokkrum mín- útum liðnum byrjuðu sprengjur að springa víðs vegar um borgina. Alls sprungu sextán sprengjur í borginni og aðeins fáeinar mínútur liðu á milli sprenginga. Lögreglu tókst að finna eina sprengju sem enn hafði ekki sprungið og aftengja hana. Daginn áður, á laugardag, létust tveir í sjö minni háttar sprengingum í borginni Bangalore í ríkinu Karna- taka. Að auki fannst í farmi bíls í borginni Surat, um 250 km sunnan við Ahmadabad, sprengiþráður og vökvi sem lögreglu grunaði að væri ammoníumnítrat, efni sem oft er notað í sprengjur. Árásirnar mögulega stjórnmálalegs eðlis Í tölvupóstskeytinu sem Mujahi- deen-hópurinn sendi var ekki minnst á sprengingarnar í Banga- lore og enn er ekki ljóst hvort árás- irnar tengjast. Báðar borgirnar, Bangalore og Ahmadabad, eru í ríkjum þar sem flokkur þjóðern- issinnaðra hindúa, Bharatiya Ja- nata, er við völd. Mögulegt er því að ætlunin hafi verið að senda pólitísk skilaboð, ekki síst ef sömu aðilar voru að baki báðum árásunum. Orðið mujahideen þýðir „her- menn í heilögu stríði.“ Hópurinn sem kallar sig þetta lýsti einnig á hendur sér sprengjuárásum sem urðu 63 að bana í borginni Jaipur í fylkinu Rajasthan í maí. Í Rajasthan er þessi sami flokkur þjóðernissinn- aðra og í Gujarat og Karnataka við völd. Hryðjuverkaárásir verða sífellt algengari í Indlandi. Sjaldgæft er að hryðjuverkamenn lýsi árásum á hendur sér líkt og Mujahideen- hópurinn hefur gert. Árásirnar eru þó oft bendlaðar við múslimska öfgahópa og eru þeir sakaðir um að reyna að koma af stað átökum milli hindúa og múslima á Indlandi, en þeir fyrrnefndu eru í meirihluta. Því miður á ótti við slík átök við rök að styðjast eins og fyrrnefnd átök í Gujarat árið 2002 bera vitni um. Hryðjuverk á Indlandi 45 manns látnir og 160 slasaðir eftir 16 sprengingar víðs vegar um Ahmadabad Reuters Sorg Ættingjar fórnarlamba sprengjuárása í Ahmadabad syrgja í athöfn þeim til minningar. Alls eru 45 látnir og að minnsta kosti 160 slasaðir. RANNSÓKN á orsökum þess að gat kom á þotu ástralska flugfélagsins Qantas í flugi á föstudag beinist nú að því hvort súrefniskútur hafi sprungið. Tveir súrefniskútar eiga að vera staðsettir á svipuðum stað og þar sem gatið kom á flugvélarbolinn. Þotan er af gerðinni Boeing 747- 400. Við athugun eftir slysið fannst aðeins annar kútanna, en þeir eru á stærð við súrefniskút kafara. Kútur- inn sem átti að innihalda aukabirgðir af súrefni ef neyðartilfelli kæmi upp var horfinn. Til öryggis verða allir slíkir súrefniskútar og búnaður tengdur þeim yfirfarinn í öðrum þot- um af sömu gerð sem eru í eigu Qan- tas, alls 34 vélum, fyrir vikulok. Þetta er áfall fyrir flugfélagið, sem hefur til þessa gert mikið úr góðu orðspori sínu í öryggismálum. For- stjóri flugfélagsins hefur þegar til- kynnt að hann muni segja af sér eftir næsta stjórnarfund. Gat vegna þrýstings að innan Talsmaður flugöryggismála í Ástralíu, Peter Gibson, fullyrti að ekki hefði verið um ryðskemmdir að ræða eins og menn gátu sér til um í upphafi. Hins vegar sé ljóst að gatið hafi orðið vegna þrýstings að innan og því verði möguleikinn á að súrefn- iskúturinn hafi valdi slíkum þrýst- ingi rannsakaður ofan í kjölinn næstu daga. Ef rannsóknin staðfest- ir að það hafi verið raunin segir Gib- son að það verði vísbending um að betur þurfi að fara ofan í saumana á öryggi Boeing 747-flota Qantas-flug- félagsins og líklega fleiri slíkra véla um heim allan. Gatið á flugvélinni, sem var á leið frá Hong Kong til Melbourne orsak- aði þrýstingsfall í farþegarýminu sem varð til þess að lenda þurfti vél- inni í snatri í Maníla á Filippseyjum. sigrunhlin@mbl.is Reuters Gat Þriggja metra gat á þotunni, sem er af gerðinni Boeing 747. Gat á þotu rannsakað ÁLL sem lifir í leðjutjörnum í Vest- ur-Afríku hefur orðið vísindamönn- um varnarmálaráðuneytis Banda- ríkjanna, Pentagon, innblástur að byltingarkenndu efni í herklæði. Állinn er kallaður „risaeðluáll“ vegna þess að hann er svokallaður lifandi steingervingur, þ.e. hefur lítið þróast í 96 milljónir ára. Hreistur hans hefur fjögur lög sem verja álinn árásum. Fyrst dreifa hreisturplöturnar orku höggsins sem állinn verður fyrir, koma síðan í veg fyrir að nokkuð komist inn að mjúkum vefj- um undir hreistrinu, og takmarka síðan skaðann á hreistrinu sem höggvið var í. Úr efni með þessa eiginleika væri kjörið að gera létt herklæði sem þyldu byssuskot og sprengjur. sigrunhlin@mbl.is Herklæði úr risaeðluáli? SLÖKKVILIÐ á grísku eyjunni Ródos glímir enn við skógarelda sem hafa geisað þar síðustu viku. Myndin sýnir skaðbrunnin tré, en 5.000 hektarar skóglendis á suðurhluta eyjarinnar eru þegar í rúst. Óttast er um áhrif eldanna á ferðaþjónustu, mikilvægan atvinnuveg á eyjunni. Sextugur maður kveikti eldinn fyrir slysni og hans bíður fangelsisvist í fjögur ár. Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð og ókipulegt slökkvistarf. Reuters Enn barist við skógarelda á Ródos Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is GORDON Brown, forsætisráðherra Breta, á ekki sjö dagana sæla. Verkamannaflokkurinn tapaði auka- kosningum í kjördæminu Glasgow East, og skoðanakönnun dagblaðs- ins Independent gaf enn til kynna dalandi fylgi flokksins. Fjórðungur sagðist styðja hann, en tæpur helm- ingur sagðist styðja Íhaldsflokkinn. Þá hafa Independent og Guardian ásamt fleiri breskum blöðum slegið því föstu að flokksbræður Brown vilji bola honum burt sem fyrst til að óvinsældir hans skaði ekki gengi flokksins í næstu kosningum árið 2010. Að sögn er mikill þrýstingur á Jack Straw, dómsmálaráðherra, og Geoff Koon, þingflokksformann, að biðja Gordon Brown að segja af sér, eða leiða uppreisn gegn honum ella. Barack Obama, forsetaframbjóð- andi demókrata í Bandaríkjunum, heimsótti Brown í London á laugar- dag. Þeir tóku sér gönguferð saman og Obama reyndi að hughreysta Brown: „Suma mánuði er ég sagður snillingur, aðra mánuði hálfviti.“ Taldir gera sig líklega til að bola Brown burt Gordon Brown óvinsæll meðal almennings – og flokksbræðra Í HNOTSKURN »Breski Verkamannaflokk-urinn kemur sífellt verr út úr könnunum og vinsældir Gordons Brown fara dalandi. »Flokksbræður hans erutaldir líta á Brown sem lík- legan flöskuháls í kosningum árið 2010 og þrýsta á Jack Straw og Geoff Koon að hvetja Brown til að láta af embætti. TYRKNESK yfirvöld telja hryðju- verkamenn að baki tveimur spreng- ingum í Istanbúl í gærkvöld. Tíu mínútur liðu milli sprenginganna, en þær urðu að minnsta kosti fimmtán manns að bana og um 150 slösuðust. Sprengingarnar áttu sér stað á torgi í hverfinu Gungoren. Fyrri sprengingin var í símaklefa og fjöldi manns safnaðist að torginu til að huga að þeim slösuðu. Þá reið öflugri sprenging yfir 40 metrum frá síma- klefanum og margir þeirra sem drif- ið hafði að vegna fyrri sprengingar- innar slösuðust. Ríkisstjórinn Muammer Guler sagðist ekki efast um að um hryðju- verkaárás væri að ræða. Lögregla sagði málið vera í rannsókn og ekki ljóst hverjir væru á ferð. Að und- anförnu hafa vopnaðir öfgahópar Kúrda, vinstrimanna og múslima staðið fyrir sprengingum í borginni. Torgið þar sem sprengingin varð er í hverfi þar sem íbúarnir eru að mestu í verkalýðsstétt. Ekki er opið fyrir umferð bíla á torginu og íbúar hverfisins vanir að koma þar saman á kvöldin. sigrunhlin@mbl.is Sprenging- ar í Istanbúl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.