Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 17

Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 17
Aðrir drykkir eru mögulegir eins og vatnið úr krananum sem kostar þig ekki neitt en er bæði hollt og gott.“ „Mamma!“ „Allt í lagi. Þú getur þá skoðað aðra möguleika eins og hvort verð á kókflöskum sé mismunandi eftir verslunum og keypt það þar sem það er ódýrast.“ „Kostar það ekki alls staðar svip- að?“ „Við skulum bara fara í rann- sóknarleiðangur og kanna málið. Ertu til?“ „Vá, mamma, þú ert svo svöl!“ Eftir leiðangurinn: „Ég trúi því varla að það sé 86 kr. munur á ódýrustu og dýrustu flöskunni. Þetta er magnað. Ég get næstum því keypt tvær fyrir eina. Ég hef sko aldrei spáð í þetta,“ sagði unglingurinn. „Já, það skiptir máli að sýna fyrirhyggju og jafnvel kaupa fyrir viku í einu á ódýrasta staðnum í stað þess að kaupa tvær á dag á dýrasta staðnum. Kaupmáttarrýrn- unin verður ekki eins mikil. Það borgar sig að bera saman verð á sömu hlutunum á mismunandi stöð- um. En ég bendi þér enn á breyt- ingu á neysluvenjum. Ég hef gert töflu yfir hvað það kostar að drekka mismunandi margar kók á dag á hverju ári og fyrir ungling eins og þig og jafnvel fullorðna þá eru þetta ansi háar tölur. Það væri hægt að gera margt skemmtilegt fyrir mismuninn á þessum fjár- munum eins og að fara í utanlands- ferð, safna sér fyrir bíl eða ein- hverju öðru sem maður hefði mikinn áhuga á.“ ,,Mamma, getum við gert samn- ing?“ spyr unglingurinn eftir að hafa skoðað töfluna. „Ja, það fer eftir því hvers konar samning …“ ,,Mig langar ekki að hætta að drekka kók en ég er ætla bara að drekka eina ½ líters kókflösku á dag framvegis og vatn inn á milli. Þannig bæði spara ég og tek upp heilbrigðari lifnaðarhætti. Má ég vera samferða þér í ódýrustu búð- ina einu sinni í viku og kaupa birgð- ir fyrir vikuna?“ ,,Mín væri ánægjan,“ segir mamman brosandi um leið og hún velti fyrir sér hversu lengi samn- ingurinn muni endast. En er á með- an er. uhj@mbl.is                                !!                  !    "  #  $  % $ & '  ( '   " #$ %$ %$ &$ )    *   ## $ '" &$ %( $ %( $ %# )&$ & %% '#( ") $$( ( '$( ( '$( & &$( +, "" %'$ '& ) $ )( %&$ )( %&$ " % $ - ! Í HNOTSKURN »Samkvæmt landskönnunsem Lýðheilsustöð gerði á mataræði Íslendinga árið 2002 drekka strákar á aldrinum 15–19 ára tæpan lítra af gosi á dag. »Stúlkur drekka minna afgosi eða hálfan lítra á dag að jafnaði en meira af vatni og sódavatni. »Samdráttur í efnahagslíf-inu getur gefið fólki tæki- færi til þess að skoða neyslu- mynstur sitt. Oft má slá tvær flugur í einu höggi, spara pen- inga og taka upp heilbrigðari lífshætti. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 17 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 42 36 1 05 /0 8 Jarðfræði í Elliðaárdal Þriðjudagskvöldið29. júlí verður faringöngu- og fræðslu- ferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávar- hjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19.30. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. • OR ætlar að knýja meirihluta bílaflota síns með vistvænum eldsneytisgjöfum árið 2013. www.or.is Þótt orðabókarskilgreining áorðunum „nerd“ og „geek“sé lúði er það frekar úrelt þýðing og færa má rök fyrir því að nördar séu litnir jákvæðari augum í dag. Nördar eru ekki bara sveitt fólk með þykk gleraugu og meira að segja gulrótarbuxurnar þeirra eru tískuvara í dag. Nördar, eða tæknilega sinnað og afburðagáfað fólk [ný þýðing blaðanörds], hafa líka fágaðan smekk og það sést best á nýjustu úrahönnun heimsins sem birtist á technabob.com. 1. Úrvalsúrið (Superior Watch) lítur út eins og mínimalískt arm- band með ljóstvistum (LED) en er að sjálfsögðu lúmskt úr. Efri línan sýnir klukkustundir og neðri röðin mínútur. Úrvalsúrin eru sérsmíðuð, rándýr og kannski of flókin fyrir hinn venjulega Homo Sapien sem notar oftast bara klukkuna í far- símanum sínum. 2. EleeNo Cyber-úrið er grófara en úrvalsúrið en minnir helst á seri- al-tengi með ljósum. Fyrir þá sem vilja alls ekki vita hvað klukkan er gæti EleeNo Cyber verið góður kostur. Hægt er að fá úrið með rauðum eða grænum ljósum og leið- beiningarnar eru skrifaðar með ky- rillískum stöfum, gangi ykkur vel. 3. Nooka-úrið segir þér hvað tím- anum líður með stafrænum stöng- um. Efsta stöngin sýnir klukkutíma frá 1-6, sú næsta 7-12, þriðja stöng- in sýnir mínútur og sú neðsta sek- úndur. Ef fólk ruglast bara við það að lesa um úrið ætti það sennilega ekki að kaupa sér slíkt því það er ekki ódýrt. Nooka fæst í mörgum útfærslum og litum. 4. Spegla-ljóstvistaúrið frá Dies- el er heldur dramatískt í útliti en spegillinn og ljóstvistarnir gera það að framúrstefnulegum valkosti fyr- ir bæði hefðbundna nörda og al- menna úrsjúklinga. Ljóstvistarnir sjást á bak við skínandi rafhúðað ytra byrði úrsins og hægt er að for- rita úrið þannig að það sýni skila- boð að eigin vali, allt að 20 stafi. 5. Nekura-úrið frá TokyoFlash er sannkölluð himnasending fyrir fólk sem haldið er valkvíða. Hægt er að stilla litinn á skjánum að vild, hvort sem er eftir skapi eða fatastíl. Tvær gerðir úr burstuðu stáli eru í boði: hringlaga eða í stangastíl sem greinilega er vinsæll í nörda- heimum. 6. Tvöfalda úrið frá Penguin clot- hing er ætlað þeim sem þurfa að fylgjast með tímanum á tveimur stöðum í einu, hvort sem tíminn er í öðru tímabelti eða annarri vídd (maður veit aldrei). Flytjist maður skyndilega milli vídda eða tíma- belta snýr maður úrinu einfaldlega við. Vatnshelt stál, þolir sundferðir og tímaflakk. 7. Matrix M6001-úrið er örugg- lega sniðugt fyrir nördanýliða. Það lítur út fyrir að vera flókið en er í raun mjög einfalt. Stangirnar góðu eru til staðar en sú efri gefur klukkustundir til kynna og sú neðri mínútur með 5 mínútna millibili. Loks eru neðri stangirnar í bútum sem sýna einstakar mínútur. Hljóm- ar flóknara en það er í raun. 8. Endurkastsúrið (Reflection Red LED watch) er góð gjöf handa nördinum sem á allt. Ljóstvistar sem sýna tímann eru í felum á bak við spegil og birtast bara þegar ýtt er á takka. Ómissandi þegar matur er fastur í tönnunum. liljath@mbl.is Nýtískuleg nördaúr 7. 4. 2. 5. 1. 6. 3. 8. VERSLUNAREIGENDUR treysta oftar en ekki á hvatvísi kaupenda. Vefmiðill MSNBC greinir frá því að ýmsum aðferðum sé beitt til að tæla grunlausa neyt- endur til að draga fram pyngjuna og rannsóknir sýni að fólk taki oft óskynsamlegar ákvarðanir í búðum. Uppstilling Ein rannsóknanna sýnir að ánægja kaup- enda með vöru ræðst af því hvernig sambærilegum vörum er stillt upp í búðinni. Ef vörunni er stillt upp með ósamhverfum hætti þar sem hún trónir greinilega yfir sambærilegum vörum, eru meiri líkur á að kaupandinn verði ánægður með vöruna, jafnvel þótt hún sé svipuð að gæðum. Útsölur Önnur leið til að fá neytendur til að draga fram veskið er að setja hluti á útsölu. Rannsóknir sýna að vara sem er merkt með 50% afslætti laðar að sér kaupendur jafnvel þótt þeir viti ekki upprunalegt verð vörunnar eða hvert sanngjarnt verð fyrir hana sé. Það sem merkilegra er, þá kunna margir ekki að reikna pró- sentur og ruglast sérstaklega í ríminu þegar reikna á af- slátt af fyrri afslætti. Spurningar sölumannsins Þriðja leiðin til að villa um fyrir kaupendum er ekki eins augljós og þær fyrri. Snjall sölumaður getur haft áhrif á viðskiptavin sem hyggst ekki kaupa sér neitt í búðinni, með því að spyrja viðskiptavininn réttra spurninga. Spyrji sölumaðurinn t.d. hvaða ákveðinn hlut af mörgum kaupandinn kjósi fram yfir aðra hluti, er hann svo lítið beri á búinn að breyta hugarfari viðskiptavinarins frá „ætti ég að kaupa?“ yfir í „hvort ætti ég að kaupa?“ Eftir þessa ein- földu spurningu hneigist fólk frekar til að festa kaup á einhverju sem það ætlaði alls ekki að gera áður. Hvað vill viðskiptavinurinn? Fjórða atriðið sem sölumaðurinn getur haft í huga til að liðka fyrir sölu er að þekkja óskir viðskiptavinarins. Enn ein rannsókn á viðskiptaháttum sýnir að hægt er að fá fólk til að versla meira með því að bjóða því í svokallað tryggðarkerfi. Þá er viðskiptavini lofað afslætti og verðlaunum en þarf í staðinn að versla fyrir ákveðna upphæð. Hópi fólks sem er hrifið af sushi var boðið í tryggð- arkerfi þar sem það þurfti að kaupa 10 samlokur. Öðrum hópi sushi-aðdáenda var boðið í tryggðarkerfi þar sem það þurfti að kaupa 10 samlokur og 10 skammta af sushi. Fólk í seinni hópnum var líklegra til að þiggja boðið, jafnvel þótt það fengi enga frekari afslætti en fyrri hóp- urinn og þyrfti auk þess að eyða meiri pening í allt sushi- ið. Reuters Kaupa, kaupa, kaupa Það getur verið auðvelt að falla í þá freistni að eyða um efni fram. Bellibrögð búðareigenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.