Morgunblaðið - 28.07.2008, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ætlunin erað verja160
milljónum króna
til þess að rann-
saka hvort olíu
geti verið að finna
á hinu svokallaða Drekasvæði
á milli Jan Mayen og Íslands.
Í fréttaskýringu Arnþórs
Helgasonar blaðamanns í
Morgunblaðinu í dag kemur
fram að margt er líkt með
hafsbotninum á Drekasvæð-
inu og botninum á norska
landgrunninu.
Rannsóknarskipið Árni
Friðriksson er nýkomið úr
leiðangri þar sem rúmlega tíu
þúsund ferkílómetra svæði á
hafsbotninum nyrst á Dreka-
svæðinu var kortlagt og nú
liggja því fyrir mun nákvæm-
ari upplýsingar um það en áð-
ur.
„Meðal þess sem við mæld-
um voru holur um 15 m djúp-
ar og allt að 700 m í þvermál.
Slíkar holur í setlögum hafa
mikið verið rannsakaðar því
að þær hafa víða fundist á ol-
íuvinnslusvæðum eins og í
Norðursjónum,“ segir Guð-
rún Helgadóttir, jarðfræð-
ingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, sem stýrði
leiðangrinum.
Olían hefur breytt norskum
efnahag. Nú eru bundnar
vonir við að olía finnist við
Grænland. Bandarískir vís-
indamenn sögðu nýlega frá
því að miklar olíulindir gæti
verið að finna á
norðurpólnum.
Það verður hins
vegar að segjast
að fréttir af nýjum
olíusvæðum
hljóma um þessar
mundir eins og tilkynning um
lengingu á gálgafresti til þess
að leita nýrra leiða til að upp-
fylla orkuþarfir mannkyns.
Rannsóknirnar á Dreka-
svæðinu lúta að undirbúningi
útgáfu sérleyfa til leitar,
rannsókna og vinnslu á olíu
og gasi þar. Líklegt er að olíu-
félög muni sýna þessu svæði
áhuga. Eftir því sem olíuverð
hækkar verða þau tilbúin til
að leggja í meiri kostnað og
setja erfiðar aðstæður síður
fyrir sig.
Ef olía finnst gæti það
reynst búhnykkur fyrir Ís-
lendinga. Það er hins vegar
fullkomlega ótímabært að
binda miklar vonir við olíu.
Hins vegar er full ástæða til
þess að leggja aukinn kraft í
þróun vistvænnar orku. Allar
forsendur eru fyrir hendi til
þess að gera Ísland óháð olíu.
Þróunin í framleiðslu vist-
hæfra ökutækja er hröð.
Enn er vitaskuld deilt um
það hvaða leið eigi að fara og
engin leið að sjá hvort metan,
vetni, rafmagn eða aðrir kost-
ir verða ofan á. Þótt olía gæti
– tímabundið – orðið íslensk
útflutningsvara á að leggja
áherslu á að finna leiðir til að
losna úr viðjum olíunnar.
Allar forsendur
eru fyrir hendi til
þess að gera Ísland
óháð olíu.}
Orka og olía
Jörðin titrarundir Gordon
Brown, forsætis-
ráðherra Bret-
lands. Pundið
lækkar, matur
hækkar í verði og bensín
sömuleiðis og óánægja Breta
magnast. Sigur skoska þjóð-
arflokksins í aukakosningum
á fimmtudag í austurhluta
Glasgow, þar sem Verka-
mannaflokkurinn hefur átt
öruggt vígi, þykir reiðarslag.
Kröfur hafa verið settar fram
um að hann segi af sér og
deilt er um hver eigi að fylgja
í fótspor hans. Árum saman
var Brown í skugga Tonys
Blairs, en sviðsljósið hefur
ekki verið honum gott.
Gagnrýnendur Browns eru
flestir tregir til að koma fram
undir nafni, en tíðindum þyk-
ir sæta að Paul Kenny, leið-
togi eins stærsta stétt-
arfélags landsins, hefur
opinberlega sagt að Brown
eigi í haust að láta endurkjósa
sig til forustu. Telja flestir að
þetta sé lítt dulbúin yfirlýsing
um að tími Browns sé úti.
Hins vegar verður að telja
ólíklegt að til þess
komi og eigi að
þvinga hann til
þess þarf fimmt-
ungur þingmanna
flokksins að knýja
á um það.
Þegar eru líka hafnar um-
ræður um hver eigi að taka
við af honum. Nafn Jacks
Straws, sem nú gegnir emb-
ætti dómsmálaráðherra, hef-
ur verið nefnt og sömuleiðis
nöfn Davids Milibands utan-
ríkisráðherra og Alans John-
sons heilbrigðisráðherra.
Staða Browns og baktalið
um hann er vatn á myllu
Íhaldsflokksins, sem undir
stjórn Davids Camerons hef-
ur náð vopnum sínum eftir
langa eyðimerkurgöngu.
Cameron hagnast á for-
ustuleysi Browns. Ef úrslitin
í Skotlandi eru einhver vís-
bending um það sem koma
skal á Verkamannaflokkurinn
yfir höfði sér rækilega útreið
hjá kjósendum í næstu kos-
ingum. Allt bendir til þess að
landslagið í breskri pólitík
muni taka miklum breyt-
ingum á næstu misserum.
Staða
Gordons Browns
veikist hratt.}
Pólitískur skjálfti á Bretlandi
Þ
að er gott að vera Reykvíkingur.
Þó er ég viss um að það er líka
gott vera Dalvíkingur eða Súg-
firðingur. Það er gott að vera
Reykvíkingur, jafnvel þótt stund-
um andi einkennilega köldu frá einstaka íbúa
landsbyggðarinnar. Nýlega heyrði ég skoðun
landsbyggðarmanns sem sagði í tengslum við
virkjanamál á landsbyggðinni, að borgarsam-
félagið hirti mikinn meirihluta af þjóðartekj-
unum, meðan landsbyggðin sæti á hakanum.
Á spýtunni hékk auðvitað það, að velferð
landsbyggðarinnar á 21. öld væri ekki borgið
nema með því að virkja, sem væri að verða
erfitt vegna umhverfisfasistanna í Reykjavík!
Hverju svarar maður svona fullyrðingu? Ja,
Reykjavík er nú einu sinni höfuðborgin, þar er
jú stjórnsýslan, stórar stofnanir, skólar, þjón-
usta og við höfum skoðanir á landi okkar og þjóð rétt eins
og aðrir; eitthvað á þann veginn reynir maður að malda í
móinn þegar samfélag okkar Reykvíkinga er vænt um að
vera skoðanakúgandi afæta á þeim sem á landsbyggðinni
búa. Ég spyr mig hvort ég eigi að leyfa samviskubitinu,
sem meðvitað eða ómeðvitað er verið að sá í hugi Reyk-
víkinga, að skjóta rótum – hér hef ég þó kosið að búa.
Nei! Það ætla ég ekki að gera. Ég ætla heldur ekki að
segja að slík skoðun sé „landsbyggðarvæll“, mér finnst
hún einfaldlega ósanngjörn og ráðast af biturð og beisk-
um kenndum. Ég get vel unnt – ja, segjum Kópa-
skersbúum, að geta ekið á góðum vegi heiman og heim,
þótt ég eigi ekki oft leið þar um. Það kostar
mig peninga í skattfé, en þá peninga greiðir
maður auðvitað með glöðu geði ef maður á
annað borð vill lifa í samfélagi við fólk. Ég er
líka fullkomlega hlynnt því að sveitarfélögum
sem eiga í vök að verjast vegna samdráttar í
afla sé komið til aðstoðar með fjármunum svo
þau geti fundið sér nýjar leiðir til velfarnaðar.
Það er eðlilegt í samfélagi fólks. En jafnvel
þótt ég sé Reykvíkingur, mun ég ekki afsala
mér skoðun á því, sem gert er á landsbyggð-
inni, og síst af öllu á því sem gert er við landið
mitt og hefur í för með sér langvarandi eyði-
leggingu, jafnvel þótt aðgerðirnar kunni að
metta munna um sinn. Það vandamál er mun
auðveldara að leysa en afdrifarík landspjöll
með tilheyrandi mengun.
Landsbyggðin hefur forskot. Það felst í
næstum tvöföldu vægi hvers einstaklings og atkvæðis
hans í þingkosningum á við Reykvíking. Meðal Reykvík-
inga virðist þetta ekki hitamál, því fáa heyri ég hreyfa
þeirri umræðu að þörf sé á að breyta kjördæmaskipan í
landinu og gera það að einu kjördæmi, svo engum sé mis-
munað. Einhvern veginn efast ég þó um að landsbyggð-
armanninum þætti það góð hugmynd, þótt mér finnist
hún sanngirnismál. Sem betur fer er gróska og góður
andi víðast hvar í landinu okkar og því fer víðs fjarri að
bölmóðurinn gagnvart höfuðborginni sé almennur. Þeg-
ar hann skýtur upp kollinum er þó rétt að minna á, að
Reykvíkingar byggja líka þetta land. begga@mbl.is
Bergþóra
Jónsdóttir
Pistill
Til varnar Reykvíkingum
Ódýrari starfskraftur
gætir hverfanna
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
M
iðað við þá miklu um-
ræðu sem hefur
spunnist um einka-
rekna hverfagæslu á
síðustu vikum mætti
halda að um umfangsmikla starfsemi
væri að ræða. Svo er þó ekki því eina
sveitarfélagið sem hefur samið um
hverfagæslu er Seltjarnarnes. Það er
þó hugsanlegt að umfangið aukist því
bæjaryfirvöld í Kópavogi ákváðu ný-
lega að fylgja fordæmi Seltirninga og
þá hefur bæjarstjóranum í Mos-
fellsbæ verið falið að kanna hvort
bærinn eigi að bjóða út hverfagæslu.
Þótt sumir sveitarstjórnarmenn
telji þörf á hverfagæslu og bendi á að
hún geti dregið úr afbrotum, hefur
enginn gefið í skyn að einkareknu
hverfagæslunni sé ætlað að koma í
stað löggæslu. Það er heldur ekki að
furða því um er að ræða tvo mjög ólíka
hluti, jafnvel þótt starfssvið þessara
stétta geti stundum skarast.
Engar aukavaldheimildir
Í fyrsta lagi hafa öryggisverðir,
sem sinna hverfagæslunni, engar
valdheimildir umfram venjulegan
borgara. Þeir mega því ekki bera kylf-
ur, handjárn eða önnur slík tæki sem
lögregla ber á sér við störf sín. Örygg-
isverðir eru nefnilega ekki löggæslu-
menn. Þeirra hlutverk er fyrst og
fremst að fylgjast með og fæla
óprúttna menn og konur frá því að
brjóta af sér en eins og kunnugt er vill
misindisfólk yfirleitt stunda sína iðju
án þess að aðrir sjái.
Að því sögðu má minna á að örygg-
isverðir, rétt eins og venjulegir borg-
arar, hafa rétt á að handtaka mann, að
því gefnu að þeir standi hann að broti
sem sætt getur opinberri ákæru og
getur varðað fangelsi. Þetta er svo-
nefnd borgaraleg handtaka. Örygg-
isvörðum er hins vegar uppálagt að
koma sér aldrei í aðstæður sem ógnað
geta öryggi þeirra og það er því afar
ólíklegt og í flestum tilvikum afar
varasamt fyrir öryggisvörð að reyna
slíkar æfingar. Nægir þá að benda á
að lögreglumenn þurfa oft að beita öll-
um sínum styrk og kunnáttu í sjálfs-
vörn og lögreglutökum til að koma
mönnum í handjárn og ljóst að þeir
væru illa settir gætu þeir ekki gripið
til járnanna, atvinnutækis sem örygg-
isverðir ráða ekki yfir.
Hér er þá komið að öðru atriði sem
skilur öryggisvörð frá lögreglumanni;
þjálfuninni. Til þess að gerast lög-
reglumaður þarf að ljúka 12 mánaða
fullu námi í lögregluskólanum. Til
þess að gerast öryggisvörður hjá Sec-
uritas þarf tveggja daga námskeið og
síðan að sækja námskeið í skyndihjálp
og viðbrögðum við bruna sem samtals
taka 20 klukkustundir.
Ódýrari starfskraftur
Í þriðja lagi má benda á starfsrétt-
indi og kjör lögreglumanna annars
vegar og öryggisvarða hins vegar.
Byrjunarlaun lögreglumanns í dag-
vinnu eru 182.202 krónur og með næt-
urvinnu og 38 stunda yfirvinnu getur
nýútskrifaður lögreglumaður vonast
til að fá 383.864 krónur í heildarlaun.
Launakjör öryggisvarða eru slakari.
Byrjunarlaun þeirra eru á bilinu 146-
160.000 krónur og samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins eru með-
alheildarlaun öryggisvarða, nýliða
sem annarra, um 300.000 krónur. Þar
að auki eru tryggingaréttur þeirra og
eftirlaunakjör ekki eins góð og bún-
aður þeirra ekki nándar nærri eins
dýr og hjá lögreglu. Öryggisverðir eru
sem sagt mun ódýrari starfskraftur.
Samningur Seltjarnarness við Sec-
uritas varpar líka ljósi á þetta. Bærinn
áætlar að kostnaður við samninginn
verði 4,5 milljónir á ári eða 12.328
krónur á dag. Það er líklega ódýrara
en að fá lögreglumann en þjónustan
er heldur ekkisambærileg.
. /
0
,
/ , 112
113
11
41
31
51
21
61
71
81
1
1
1
9!
113115112
! " ! # $ ! " ! # $ ! " !
* +
,-.
/
Á SAMA sama tíma og mikið er
rætt um einkarekna hverfagæslu í
sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu, þá hefur innbrotum á
þessu sama svæði fækkað verulega
frá í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins voru
voru framin 361 innbrot í heimili á
fyrstu sex mánuðum ársins 2007 en
á sama tímabili á þessu ári voru
innbrotin 254. Þetta er um 30%
samdráttur í innbrotum.
Þá segir Rannveig Þórisdóttir,
félagsfræðingur hjá lögreglustjór-
anum á höfuðborgarsvæðinu, að
tíðni innbrota hafi nánast haldist
óbreytt síðustu ár og að brotist hafi
verið inn á tæplega 1% heimila á
ársgrundvelli og eru þá geymslur
og nýbyggingar talin með.
Erfitt er að segja til um ástæður
fyrir sveiflum í innbrotum, hvort
sem er tímabundna fækkun eða
fjölgun. Ljóst er þó að einstaka af-
kastamikill innbrotsþjófur getur
haft veruleg áhrif á tölfræðina.
MUN FÆRRI
INNBROT
››