Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 22

Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 22
22 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SNORRI Páll Jóns- son skrifar grein í Morgunblaðið 23. júlí sl. sem nefnist „Ál- framleiðslan í hnatt- rænu samhengi“. Þar hefur hann eftir mér: „Jakob Björnsson, fyrrverandi orku- málastjóri, skrifaði fyrir ekki svo löngu grein í Morgunblaðið þar sem hann talaði fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og sagðist ekki vera tilbúinn til að slaka á þeim lífs- gæðum sem við búum við.“ Í fram- haldinu segir hann mig enga heim- ild hafa til að tala fyrir hönd 300.000 manns. Það er rétt hjá honum, enda hef ég aldrei tekið mér þá heimild. Það sem Snorri Páll er þarna að vísa til er að ég sagði í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið 5. júní sl. og nefndist „Nei! Við erum ekki reiðubúin til lakari lífskjara“. Greinin var svar mitt – „og að ég held mikils meirihluta þjóðarinnar“ – við svohljóðandi spurningu leið- arahöfundar blaðsins nokkru áður: „Erum við tilbúin að taka á okkur þær takmarkanir á lífskjarabata á næstu árum sem því mundi fylgja?“ (að ganga ekki lengra að sinni í nýtingu orkulinda þjóð- arinnar). Svar mitt var svohljóð- andi: „Mitt svar – og að ég held mikils meiri- hluta þjóðarinnar – er nei. Við erum ekki tilbúin að taka á okk- ur þær takmarkanir á lífskjarabata á næstu árum sem því mundi fylgja að nýta ís- lensku orkulindirnar ekki frekar en orðið er.“ „Mikill meirihluti þjóðarinnar“ er ekki endilega 300.000 manns eins og Snorri leggur mér í munn. Svo margir hafa raunar enn ekki kosningarétt á Íslandi. Grein Snorra fjallar um þann hluta áliðnaðarins í heiminum, svo sem súrálsvinnslu, sem aðallega fer fram í þróunarlöndum. Ým- islegt er réttmætt í grein hans, enda eru mörg ljót dæmi til um samskipti fyrirtækja í iðnríkjunum – ekki álfyrirtækja sérstaklega – við þessi ríki fyrr og síðar. En hann gáir ekki að því að kjör verkamannsins í Jamaíka eru ná- kvæmlega hin sömu hvort heldur súrálið sem hann framleiðir fer til Íslands þar sem unnið er úr því ál með losun á 1,7 kg koltvísýrings á hvert kg áls, eða til lands þar sem ál er unnið úr því með rafmagni úr eldsneyti þar sem losunin við framleiðslu raforkunnar og vinnslu álsins er 14,2 kg á hvert kg áls. 14,2 kg í stað 1,7. Gróðurhúsa- áhrifin eru mesta umhverfisógn samtímans og koma bæði við verkamanninn á Jamaíka og millj- arðamæringinn í New York. Þessi munur skiptir svo sann- arlega máli. Snorri Páll gáir heldur ekki að því að þegar öllu er á botninn hvolft er það neytandinn sem end- anlega ákveður álframleiðslu heimsins. Enginn framleiðir til lengdar ál sem ekki selst. Vissu- lega er sumt af álnotkun heimsins sóun, en aðeins lítill hluti sem ekki ræður úrslitum. Það á raunar ekk- ert sérstaklega við um ál. Skyldi Snorri hafa á heimili sínu eldhús- áhöld úr áli? Skyldi hann stundum ferðast með flugvélum, sem að stærstum hluta eru úr áli? Og hvaða samræmi er í því að fljúga fram og aftur um heiminn til að syngja og hamast samtímis gegn því að álið í flugvélarnar sé framleitt þar í heiminum sem minnst gróðurhúsaáhrif fylgja framleiðslu þess? Lýsir það um- hyggju fyrir framtíð mannsins á jörðinni? Framtíð eigin áheyrenda og afkomenda þeirra? Að gera sér ljós aðalatriði máls Jakob Björnsson svarar grein Snorra Páls Jónssonar » … það er neytand- inn sem endanlega ákveður álframleiðslu heimsins. Enginn fram- leiðir til lengdar ál sem ekki selst. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. HÖRMULEGUR dauði ungs manns og umræða um einelti í kjölfarið gefur okkur ærið tilefni til skoð- unar á framkomu okkar hvers við ann- að. Umræðan hefur einkum beinst að þeim aðferðum sem beitt er í grunn- skólum til að sporna við því hryggilega meini sem einelti er. Þetta er að sönnu mein sem allt samfélagið verður að sameinast gegn. Grunnskólinn er aðeins hluti af samfélaginu og umræðan þarf að vera víðtæk og snúast um fleira en það sem þar gerist. Við þurfum t.d. að hugleiða og ræða hvort dagleg umfjöllun og samræða í þjóðfélaginu sé nægilega ábyrg og hvort sú virðing sem við sýnum sjálfum okkur og hvert öðru sé nægilega mikil. Hvaða viðmið höf- um við hvert og eitt um virðingu fyrir náunganum og eigum hans? Hvernig ræktum við virðingu í uppeldishlutverkinu? Einnig má spyrja hvernig unnið sé gegn ein- elti í fyrirtækjum og ýmsum stofnunum s.s. háskólum, fram- haldsskólum og í íþrótta- og tóm- stundastarfi. Margir grunnskólar vinna eftir hugmyndafræði sem kennd er við Dan Ol- weus: Gegn einelti og andfélagslegri hegð- un. Öldutúnsskóli er einn þeirra skóla sem hafa nýtt þessa leið með góðum árangri. Samkvæmt aðferð Ol- weusar er nemendum kennt á skipulegan hátt að vera virkir við að koma í veg fyrir og stöðva einelti. Starfs- fólk og nemendur eru þjálfaðir í að vera vel á verði og ræða opið um samskipti og þau mörk sem við setjum hvert öðru um framkomu. Lögð er áhersla á eftirlit og íhlutun hinna fullorðnu og að það sé ekki feimnismál að ræða það ef einhverjum er mis- boðið. Allir foreldrar fá handbók með góðum ráðum til að takast á við eineltismál og væntingar gerð- ar til þeirra um að taka vel á með okkur skólafólkinu við úrlausnir mála. Ekki síst eru foreldrar hvattir til að vera vakandi fyrir því að barnið þeirra sé ekki að leggja aðra í einelti og leita strax aðstoðar ef þeir verða varir við slíkt. Í skólanum er gerð skrifleg áætlun um viðbrögð þegar grunur leikur á að einelti eigi sér stað og unnið skipulega eftir henni. Með þátttöku í Olweusarverk- efninu fæst aðgangur að vönd- uðum, stöðluðum spurningalista sem lagður er fyrir nemendur í 4. til 10. bekk ár hvert til að skima umfang og eðli eineltis. Nið- urstöður gefa dýrmætar upplýs- ingar frá ári til árs og sam- anburður við aðra þátttökuskóla verður mögulegur. Samanburður á mælingum und- anfarinna ára gefur vísbendingar um að einelti sé að aukast á lands- vísu. Sérstaklega virðist einelti sem felst í því að gert er grín að og/eða að gera lítið úr ein- staklingum vera að aukast. Eins er einelti áberandi vegna erlends uppruna og húðlitar. Einnig kem- ur fram að allt of margir segjast óttast það að verða lagðir í ein- elti. Niðurstöður gefa okkur einnig tilefni til að vera á varð- bergi varðandi net- og símanotk- un barna og unglinga. Skólastefna Hafnarfjarð- arbæjar gerir ráð fyrir að unnið sé að SMT-skólafærni í skólum bæjarins. Aðferðir SMT miða að auknu öryggi og velferð barnanna með því að þjálfa þau og starfsmenn skólans í félags- og samskiptafærni. Sérstök áhersla er lögð á að veita já- kvæðri hegðun og virðingu í samskiptum athygli og að gefin séu ákveðin og skýr skilaboð um það hvers er vænst af hverjum og einum. Vinnubrögðin byggja á margra ára rannsóknum sér- fræðinga í Oregon í Bandaríkj- unum og er starfsemin hjá okkur í Hafnarfirði í samráði við þá og undir stjórn Margrétar Sigmars- dóttur sálfræðings. Það er mikils virði fyrir okkur skólafólkið, og alla þá sem koma að uppeldi og ummönnun barna í bænum, hversu vel er staðið að þessu verkefni af hálfu skólayfirvalda. Aðferð Olweusar og aðferð SMT styðja vel hvor við aðra og eru fyrirtaks verkfæri við rækt- un virðingar og jákvæðni í sam- skiptum. Með þessum góðu verk- færum og samheldni skólafólksins, foreldra og skóla- yfirvalda verður okkur verulega ágengt við að bæta félagslegt umhverfi barnanna og þar með vellíðan þeirra. Orð í belg um einelti Erla Guðjónsdóttir skrifar um aðferðir gegn einelti »Einelti er mein sem allt samfélagið verð- ur að sameinast gegn og umræðan þarf að snúast um fleira en það sem gerist í grunnskólum. Erla Guðjónsdóttir Höfundur er skólastjóri Öldutúns- skóla í Hafnarfirði. STJÓRNENDUR landsins, og þá sér í lagi þeir sem um utan- ríkismálin fjalla, hafa verið undir feikilegri og vaxandi pressu á undanförnum mán- uðum. Allir ferðafærir ráðherrar og margir embættismenn hafa mátt þeysa út um út- lenzkan hvippinn og hvappinn til að freista þess að afla atkvæða í kosningu, þar sem við keppum um eitt af tveimur sætum í Ör- yggisráðinu 2009-2010 við Tyrkland og Aust- urríki. Atkvæða- greiðslan fer fram á Allsherjarþingi S.Þ. í október. Utanríkisráðfrúin hefir varla tekið upp úr töskunni og rétt stoppað heima til að ná sér hrein nærföt og sokka. Hinn ötuli forseti landsins, sem virðist stundum vera með sitt eigið innbyggt utanrík- isráðuneyti, hefir hlaupið undir bagga af sínum alkunnu almennileg- heitum. Hefir hann ferðast um heim allan, nema til Eyjaálfu og Suð- urskautsins, í erindum landsins og atkvæðasmölun. Í þessu sambandi sannast vel mál- tækið, að laun heimsins eru van- þakklæti. Eftir allt, sem íslenzka þjóðin er búin að afreka og gera fyrir heimsbyggðina, hefði ekkert verið eðlilegra en að Íslandi hefði verið tryggt öruggt sæti í þessu ráði, sem kennt er við öryggi. Við, sem eigum elzta löggjafaþing heims og höfum gefið mannkyninu Íslendingasög- urnar, Sigur Rós, Björku og hálfan Ólaf Elíasson fossamann. Ekki má heldur gleyma, að 1952 færðum við allsherjarþinginu að gjöf tvo for- kunnarfagra fundarhamra eftir Rík- arð Jónsson og Ásmund Sveinsson. Án þeirra hefði ekki verið hægt að halda þessari samkundu gangandi. Framkoma stórveldanna er nátt- úrlega fyrir neðan allar hellur. Það hefir alltaf verið viðurkennt, að Ís- land hafi haft sérstöðu í heiminum, en nú viðist það hafa snúist í and- stöðu. Hvernig hafa Bandaríkin far- ið með okkur ? Við vorum með þeim í Íraksstríðinu og fangafluginu og höfum alltaf staðið við bakið á þeim, þótt allur hinn vestræni heimur hafi snúist á móti þeim. Í meira en hálfa öld höfum við leyft þeim hafa hér herstöð svo þeir hafi getað varið sitt eigið land gegn vondum komm- um.Allan þennan tíma höfum við sýnt varnarliðinu hlýja gestrisni og vináttu, og hafa í mörgum tilfellum blómarósir landsins fórnað sér og haft samneyti við hermennina og jafnvel átt með þeim börn. Og hver voru svo launin ? Kaninn rifti varn- arsamningnum, fór og skildi okkur eftir eins og skít í polli. Og ekki hafa þá Bretar verið al- mennilegri, enda aldrei fyrirgefið ósigrana í þorskastríðunum. Og við sem höfum sent þeim okkar færustu fjármálasérfræðinga í stórkostlegri útrás, kennt þeim að græða peninga, stofnað og keypt fyrirtæki, sem veitt hafa tugum ef ekki hundruðum þúsunda Englendinga atvinnu. Líka opnað bankaútibú, sem ávaxtað hafa sparifé þeirra betur en nokkrir aðrir. Upp úr þessu höfum við ekkert skorið nema öfund og illgirni, sem lýst hefir sér í fjölmiðlum þeirra. Rússar hafa ekki ver- ið neitt sérlega vinsam- legir. RasPútín finnst líklega, að hann hafi gert nóg fyrir landið með því að auðvelda bruggævintýrið í St. Petersburg, sem sagt er að hafi lagt grunninn að ofurauði ríkasta Ís- lendingsins. Þessi þrjú stórveldi eru meðal fimm ríkjanna, sem hafa föst sæti í marg- umræddu ráði og líka neitunarvald. Þeim hefði verið í lófa lagið að verð- launa okkar hamingjusama, litla fyr- irmyndarland með setu í ráðinu. Ekki vorum við að fara fram á neit- unarvald, ekki einu sinni ját- unarvald. Í stað þess að gera okkur þennan vinargreiða, láta þau okkur berjast um sætið við Hund-Tyrkjann og karlrembusvínin í Austurríki. Þótt Íslandsfólki sé margt til lista lagt, er það ekki á heimavelli, þegar það þarf að slást um atkvæði þeirra rúmlega 190 landa, sem sitja þing Sameinuðu þjóðanna. Thor Vil- hjálmsson kallaði þær einu sinni Sundurlyndu þjóðirnar, þegar hann var að stríða frænda sínum, Thor Thors, sem sat fleiri allsherjarþing en nokkur annar. Stærri löndin beita áhrifum og valdi, sem eru af skornum skammti á Fróni. En landinn tjaldar því sem til er, og er þar fyrst að telja kunnáttu okkar og reynslu í vistvænum orku- gjöfum. Höfum við þefað upp öll þau lönd á jarðkringlunni þar sem jarð- varma er að finna og sent þangað sendinefndir bormeistara, hvera- sérfræðinga og bankaútrásarmanna. Ráðherrar eða forsetinn, sem er viðurkenndur sem einn umhverfis- vænasti leiðtogi í heimi, hafa farið fyrir þessum nefndum og ótal samn- ingar hafa verið undirritaðir. Þeir, sem heita okkur stuðningi hjá SÞ, fá vilyrði um að við munum hjálpa þeim við að nýta jarðhita þeirra. Svo má ekki gleyma, að við höfum veitt alls kyns þróunaraðstoð víða um þriðja heiminn, m.a. innréttað skólastofur, byggt félagsheimili og nokkur kló- sett. Allt þetta ætti að skila sér vel. En því miður er atkvæðagreiðslan í október leynileg og því ómögulegt að vita, hver hefir staðið við sín lof- orð. Ég segi fyrir mig, að ef við skyldum tapa kosningunni, myndi ég ekki bora svo mikið sem eina holu í þeim löndum, sem okkar úrvalsfólk heimsótti. Þeir geta bara leyst sín eigin orkumál eða haldið áfram að nota olíu. Og ég myndi jafnvel taka klósettin til baka. Og svo látum við bara Óöryggisráðið sigla sinn sjó án Íslandsmanna. Óöryggisráðið Þórir S. Gröndal fjallar um umsókn Íslands að Öryggisráðinu Þórir S. Gröndal » Íslendingar eru látnir berjast um eitt sæti af tveimur við Hund- Tyrkjann og karlrembu- svínin í Aust- urríki. Höfundur er ræðismaður Íslands í Suður-Flórída og fyrrverandi fisksali.                      SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.