Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 29

Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 29 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og auðveldur. Engin örvandi efni. Uppl. Dóra 869-2024, www.dietkur.is Húsgögn Sjónvarpssamst./ hillusamstæða til sölu úr Hirslunni. Kirsuberjaviður. 4 hillur fylgja með, hægt að tengja saman. Mjög vel með farið, selst á frábæru verði! 35 þús. saman. Uppl. í s: 840-7066 / 557-8151.Atvinnuhúsnæði Leiga Dugguvogi 6 Skrifstofuhúsnæði ca. 60 fm, 2. hæð. Góð bílastæði og góð aðkoma. Uppl. 693 7815. Sumarhús Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tölvur Vantar þig hjálp með tölvur? Bjóðum upp á trausta og góða tölvuþjónustu fyrir lítinn pening. Tökum að okkur öll verk. Tökum ekk- ert gjald ef lausn á vandanum finnst ekki. Gunnlaugur, 698-8886. Til sölu Tékkneskar og slóvenskar handslípaðar kristal- ljósakrónur. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Léttir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Verð: 6.550.- og 6.885.- TILBOÐ Léttir sumarskór fyrir dömur Verð: 1.500.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Teg. Pina Colada - flottur bh í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.990,- buxur í S,M,L,XL kr. 3.990,- Teg. Raspberry - hnýttur haldari í D,DD,E skálum á kr. 5.275,- pilsið við í S,M,L kr. 4.985,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Bílar Mercedes Benz árg. '99 ek. 96 þús. km CLK allur sem nýr, leður, topplúga, sjálfsk., silfurgrár, góð spólvörn, spar- neytinn, vel með farinn konubíll, ásett verð 2.300.000, tilb. 1.990.000, uppl. 893 8744. DODGE GRAND CARAVAN SXT, árg. 2007 ekinn 57 þús. Stow n’Go. Með öllum fylgihlutum nema leðri og dvd. Upplýsingar í síma 894 3095. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Kær vinkona okkar, Jónína Friðfinnsdótt- ir, er látin fyrir aldur fram, aðeins 68 ára að aldri. Það setur mann alltaf hljóðan þeg- ar frétt af andláti berst manni, við fengum fréttir af andláti Jónínu í miðju meistaramóti í golfi, við féll- umst í faðma og tár vættu vanga af söknuði. Þrátt fyrir mikil veikindi lét hún það ekki aftra sér í daglegu amstri. Hún var sterkur persónuleiki, hjartahlý og vinur vina sinna. Jónína var okkur öllum mjög kær, við urð- um henni samferða í golfinu þar sem hún lék af fingrum fram. Jónína var yndisleg vinkona og áttum við með henni góðar stundir bæði í golfi og utan golfvallar, hún var hrókur alls fagnaðar og vildi öllum vel. Jónína var liðsstjóri okkar í sveita- keppnum, áður en keppni hófst sett- ist hún alltaf niður með okkur og gaf okkur góð ráð. Það var ekki æsingn- um fyrir að fara hjá Jónínu, hún var alltaf sallaróleg, viðkvæðið hjá henni var alltaf: „Stelpur mínar, þið gerið ykkar besta, ég get ekki farið fram á meira,“ síðan læddi hún að okkur þurrkuðum ávöxtum, sem hún var búin að pakka með mikilli umhyggju handa okkur fyrir hringinn og strauk á okkur bakið þegar við hver og ein héldum af stað út á völl. Allan hringinn gekk hún á milli okkar til að aðgæta hvernig gengi, hvort okkur vanhagaði um eitthvað, og gaf okkur klapp á bakið með góðum orðum. Við viljum þakka Jónínu fyrir Jónína Friðfinnsdóttir ✝ Jónína Frið-finnsdóttir fæddist í Reykjavík 8. desember 1940. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 17. júlí. samfylgdina og vinátt- una og biðjum góðan Guð að styrkja Hall- grím og fjölskyldu á þessari sorgarstundu og sendum þeim okkar innilegu samúðar- kveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) F.h. kvennasveita Golfklúbbsins Odds, Jenetta Bárðardóttir. Ég man hvað það var skemmtilegt að heimsækja þig á Vall- arbrautina sem lítill krakki, enda var stutt að fara þar sem ég átti heima rétt hjá þér. Við kíktum stundum til þín, ég og Reynir frændi, og þú gafst okkur möffins og mjólk með. Þegar við ætluðum út að leika reyndir þú að Vigdís Matthíasdóttir ✝ Vigdís Ragn-heiður Matthías- dóttir fæddist í Hamarsbæli við Steingrímsfjörð 5. nóvember 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akra- neskirkju 25. júlí. dúða okkur upp, enda vildir þú ekki að strák- unum þínum yrði kalt. Ég man hvað það var gaman að fara á jóla- dag til þín í kaffi og kökur, allt eldhús- borðið hlaðið kökum og kræsingum. Nú á síðari árum voru heim- sóknirnar til þín færri, en alltaf jafn ánægju- legar. Við sátum inni í eldhúsi, drukkum kaffi og spjölluðum um dag- inn og veginn. Elsku amma Dísa mín, takk fyrir allar góðu stundirnar, og það er ein setning sem þú sagðir alltaf, sem ég mun aldrei gleyma: „Já, það er nú líkast til.“ Guðjón Þór Grétarsson. Elskuleg tengda- móðir mín er farin í ljósið. Ég veit að það er þér léttir að fá að fara, núna ertu laus við kvalir og komin til Tomma (tengdapabba) sem þú ert búin að sakna frá því að hann kvaddi þennan heim fyrir 3 árum. Sterk og gjöful persóna hefur lok- ið sínu ævistarfi, snert mörg hjörtu Sigríður Kristín Pálsdóttir ✝ Sigríður KristínPálsdóttir fædd- ist í Stóru-Sandvík í Árnessýslu, 5. febr- úar 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 24. júlí. til góðs og gefið mikið til samferðafólksins með umhyggju og kærleik. Það var aldrei kom- ið til Siggu án þess að maður fengi rausnar- legar kræsingar. Stúlkurnar okkar Magga sóttu alltaf í að fara til ömmu í Sand- vík og ekki ósjaldan byrjað á að spyrja hvort hún vildi kanski spila smá og alltaf hafði hún amma Sigga tíma fyrir stelpurnar sem og annað smáfólk og fósturbörnin okkar sóttu líka í ömmu. Hún átti alltaf til hlýju og tíma til handa þeim. Elsku Sigga, takk fyrir samfylgd- ina, hlýjuna og traustið sem ég fann alltaf hjá þér frá því er ég kom fyrst 18 ára horaður táningurinn og var mjög fljótt flutt til þín. Megi almættið vaka yfir sálum ykkar Tomma, hafðu þökk fyrir þitt fagra ævistarf. Þú verður með okkur í sálum okkar. Kveðja, Líney. Elsku amma, þetta voru mjög miklar sorgarfréttar þegar ég frétti að þú værir farin frá okkur en samt léttir líka að þurfa ekki að hugsa um þig lengur liggja og þjást, ég held að þetta hafi verið þér fyrir bestu og það sem þú vildir. Elsku amma, ég bið fyrir þér á hverju kvöldi og vona að þú hafir það gott þarna uppi hjá afa, hann hefur verið ánægður að fá þig til sín. Ég vona að þú getir séð allt sem skeður hjá okkur, þó ég viti nú að þú sért ekki sátt við allt en vonandi flest. Þó þung séu oft sporin á lífsins leið, og ljósið svo skelfing lítið, skaltu eiga þér von, sem þinn vin í neyð, það virkar, en virðist skrýtið. Því vonin hún vinnur gegn myrkri og kvíða, og veitir þér styrk sinn í stormi og byl. Sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er að bíða, að sólskinið sjáir, ég veit það er til. (SHL.) Þitt elskandi barnabarn Veiga Dögg M. frá ömustelpunum þínum: Kæra vina, ég sakna þín, ég vildi að þú kæmist aftur til mín. En þú ert umvafin ljósi þar, eins og þú varst reyndar alls staðar. Sárt er að horfa á eftir þér, en ég veit að þú munt muna eftir mér. Því þitt hreina hjarta og bjarta sál, munu þerra okkar tregatár. (Sigríður Vigdís Þórðardóttir.) Ólöf Huld, Veiga Dögg og Tinna Björk. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.