Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 32
32 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhann A. Kristjánsson
jak@ismennt.is
FJÓRÐU umferð Íslandsmeist-
aramótsins í rallakstri, Skagafjarð-
arrallinu, sem fram fór á laugardag,
lauk með sigri Sigurðar Braga Guð-
mundssonar og Ísaks Guðjónssonar
á Mitsubishi Lancer Evo 7 eftir
harða og jafna keppni. Með sigri sín-
um taka Sigurður og Ísak forystuna í
Íslandsmeistaramótinu en þeir eru
nú með eins stigs forskot á Pétur S.
Pétursson og Heimi S. Jónsson á
Mitsubishi Lancer Evo 6.
Pétur og Heimir leiddu Íslands-
meistarakeppnina fyrir Skagafjarð-
arrallið og var staða þeirra vænleg
þar sem þeim dugði þriðja sætið í
keppnunum, sem eftir voru, til að ná
titlinum. En þótt sólin skini við
Skagafirði á laugardaginn, brosti
hún og gæfan ekki við Pétri og
Heimi. Rallið hófst á því að þeir
mættu of seint í ræsingu á fyrstu
sérleið og fengu þar á sig einnar mín-
útu refsingu. Ekki jókst lán þeirra á
fyrstu sérleiðinni því þeir óku út af
og sprengdu dekk. Töpuðu þeir tölu-
verðum tíma við að skipta um það og
náðu ekki að vinna sig út úr því það
sem eftir var rallsins. Það er því ljóst
að Pétur og Heimir verða að taka
verulega á í Alþjóðarallinu og Haust-
rallinu ef þeir ætla að endurheimta
forystuna og ná að landa Íslands-
meistaratitli á sínu fyrsta ári í
grúppu N.
Óku hraðast
Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar
Ólafsson voru að aka hraðast allra í
Skagafirðinum en þeir fengu að
kynnast því að Mælifellsdalurinn er
vægðarlaus og refsar mönnum illi-
lega, verði þeim á. Á þriðju sérleið
gættu þeir félagar sín ekki nógu vel
og misstu Mitsubishi Lancer Evo 7
út af með þeim afleiðingum að þeir
sprengdu dekk. Þetta var í upphafi
leiðarinnar og þá ákváðu þeir að
skipta um sprungna dekkið, minn-
ugir þess er þeir duttu út úr Reykja-
nesrallinu eftir að hafa ekið megnið
af Djúpavatninu á sprungnu og stór-
skemmt stýrisganginn í bílnum.
Tímatap þeirra við dekkjaskiptin
nálgaðist fjórar mínútur og þrátt fyr-
ir hörkuakstur tókst þeim einungis
að vinna upp um tvær mínútur.
Sigurður Bragi og Ísak óku af
mikilli skynsemi. Þeir eru reynslu-
mestir þessara áhafna og þekkja
Mælifellsdalinn vel að góðu og illu.
Þeir gættu þess að halda forystunni
án þess að taka óþarfaáhættu en með
því lönduðu þeir sigrinum sem fyrr
sagði.
Fyrsti sigur Focus-bræðranna
Í eindrifsflokki sigruðu bræðurnir
Gunnar og Jóhann Hafsteinssynir en
þeir aka Ford Focus og eru á sínu
fyrsta keppnisári í rallinu. Í fyrri
keppnum sumarsins hefur lánið ekki
leikið við þá en að þessu sinni snerist
það við og þeir óku Mælifellsdalinn
klakklaust og af öryggi.
Meistarakokkurinn mætir aftur
Í jeppaflokki sigruðu Hilmar B.
Þráinsson og Kristinn B. Sveinsson
en þeir óku Jeep Grand Cherokee-
jeppa sínum af miklum hraða og ör-
yggi um Mælifellsdalinn. Helstu
keppinautar þeirra voru gömlu jaxl-
arnir Sighvatur Sigurðsson og meist-
arakokkurinn Úlfar Eysteinsson en
þeir Sighvatur og Úlfar eru komnir
með nýjan jeppa, Mitsubishi Pajero
Sport, eftir að hafa tekið sér þriggja
ára hlé frá rallinu.
Sigurður Bragi og Ísak taka forystuna
Fjórum umferðum
í Íslandsmeist-
aramótinu í
rallakstri lokið
Ljósmyndir/Jóhann A. Kristjánsson
Sigruðu Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á fullri ferð í Mælifellsdal.
Í loftinu Mikill hraði einkenndi akstur Hilmars B. Þráinssonar og Kristins B. Sveinssonar.Steinaflug Bræðurnir Gunnar og Jóhann Hafsteinssynir sigruðu í eindrifsflokki.
Keppendur Ökutæki Flokkur
1 Sigurður Bragi Guðmundsson - Ísak Guðjónsson Mitsubishi Lancer Evo 7 Grúppa N
2 Jón Bjarni Hrólfsson - Borgar Ólafsson Mitsubishi Lancer Evo 7 Grúppa N
3 Fylkir A. Jónsson - Elvar Jónsson Subaru Impreza WRX Grúppa N
4 Valdimar Jón Sveinsson - Ingi Már Jónsson Subaru Impreza GT Grúppa N
5 Páll Harðarson - Aðalsteinn Símonarson Subaru Impreza STI Grúppa N
6 Pétur S. Pétursson - Heimir S. Jónsson Mitsubishi Lancer Evo 6 Grúppa N
7 Jóhannes V. Gunnarsson - Björgvin Benediktsson Mitsubishi Lancer Evo 5 Grúppa N
8 Hilmar B. Þráinsson - Kristinn V. Sveinsson Jeep Cherokee
9 Gunnar F. Hafsteinsson - Jóhann H. Hafsteinsson Ford Focus STI 170R 2000
10 Ólafur Ingi Ólafsson - Sigurður R. Guðlaugsson Toyota Corolla 1600
11 Sighvatur Sigurðsson - Úlfar Eysteinsson MMC Pajero Sport J
12 Kjartan M. Kjartansson - Ólafur Þór Ólafsson Toyota Corolla 1600
13 Ásta Sigurðardóttir - Steinunn Gústafsdóttir Jeep Grand Cherokee Jeppafl.
14 Magnús Þórðarson - Þórður Bragason Toyota Corolla 1600
15 Óskar Þór Gunnarsson - Benedikt Helgason Jeep Cherokee J
16 Einar Hafsteinn Árnason - Kristján Karl Meekosha Nissan Sunny 1600
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | St. Basil-
karlakórinn frá Moskvu
undir stjórn Sergei Krivobo-
kov flutti rússneska tónlist,
bæði andleg og veraldleg
verk, í Reykjahlíðarkirkju á
laugardagskvöldið við mikla
hrifningu gesta. Setið var á
hverju tré í kirkjunni og
var augljóst að sá rússneski
hljómur sem kórinn vekur
hrærir mjög við íslenskum
hjörtum.
Söngmennirnir eru aðeins
14 en styrkur raddanna
slíkur að einskis er vant.
Það snerti streng hjá öldn-
um Mývetningi að heyra
sönginn um Stenku Rasin en
Karlakór Mývatnssveitar og
Þráinn Þórisson fluttu það
lag fyrir löngu.
Láta mun nærri að meiri-
hluti kórfélaganna hafi
sungið einsöng í einhverju
lagi og sumir í fleiri en
einu. Nokkuð óvænt var það
að óperusöngkona söng ein-
söng í nokkrum lögum.
Söngur hennar var skraut-
fjöður á fjölbreyttri dag-
skránni. Kórinn var kall-
aður upp í lokin og söng þá
tvö aukalög og endaði með
Nótt í Moskvu.
Kór St. Basil-kirkjunnar söng
Söngur Kór St. Basil dómkirkjunnar söng í Reykjahlíðarkirkju.
Eftir Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður | Góð þátttaka var í öllum dag-
skrárliðum og frábært veður „Á góðri stund í
Grundarfirði“.
Mikill fjöldi gesta sótti „Á góðri stund í
Grundarfirði“ um helgina en hátíðin var nú
haldin 10. árið í röð. Fullt var á öllum tjald-
svæðum og í flestum húsagörðum mátti sjá
tjöld og tjaldvagna. Veðrið lék við hátíðargesti
og að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar,
þeirra Baldurs Orra Rafnssonar og Jónasar
Guðmundssonar, var góð og almenn þátttaka í
öllum dagskrárliðum. Bærinn var að venju
mikið skreyttur eftir litakerfinu gulur, rauður,
grænn og blár og mátti víða sjá býsna frum-
lega skreytilist. Bæjarhátíðinni lauk um miðj-
an dag í gær, sunnudag.
Mikill fjöldi gesta í góðu veðri
á bæjarhátíð Grundfirðinga
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Dorgveiði Mikill fjöldi tók þátt í keppninni
sem fram fór fyrir hádegi á laugardag.