Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 37

Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 37 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI THE DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11 B.i. 12 ára DECEPTION kl. 10 B.i. 14 ára KUNG FU PANDA m/ ísl. tal kl. 6 LEYFÐ KUNG FU PANDA m/ ens. tal kl. 8 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 8 - 11 B.i. 12 ára HELLBOY 2 kl. 10:20 B.i. 12 ára MAMMA MIA kl. 8 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 8 - 11 B.i. 12 ára MAMMA MIA kl. 8 LEYFÐ BIG STAN kl. 10:20 B.i. 12 ára AKUREYRI, OG KEFLAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á SELFOSSI    Dyflinnarbúinn Damien Ricevar á vappi um Bakkagerði kvöldið fyrir tónleikana og spjall- aði við gesti hátíðarinnar. Hann afþakkaði írskt viskí sem honum var boðið og sagðist bara drekka vatn þegar hann ætti að spila dag- inn eftir. Þessi regla dugði honum vel og hann átti óskipta athygli áheyrenda á meðan hann lék fyrstu lögin. En smám saman fóru sumir að ókyrrast og „boooooring!“ heyrðist úr einu horninu. „Hei, það er Sálarball á Egilsstöðum!“ var kallað að utan og frammíkallararnir og suss- kórinn skiptust á að yfirgnæfa manninn á sviðinu.    Í hans sporum hefðu einhverjirkannski dregið fram nokkur stuðlög til þess að sefa salinn, en Rice færði sig frá hljóðnemanum og þar sem ég stóð aftast í salnum sá ég að hann var að spila á gít- arinn en heyrði ekki neitt. Þá gerðist það að meira en þúsund manns, líka þeir sem voru komnir með rúma kippu af bjór í magann og þeir sem voru tíu ára í eltinga- leik við vini sína, þögnuðu alveg og smám saman barst fyrst ein rödd þvert yfir áheyrendaskarann og svo fleiri og fleiri sem tóku undir í „Cannonball“. Þarna var galdrastemningin frá því fyrir tveimur árum komin aft- ur og ég ákvað á staðnum að mæta aftur að ári. gunnhildur@mbl.is Átök Batman sveiflar Jókernum með stæl í kringum sig. Batman flýgur hátt NÝJA Batman-myndin, um hinn myrka riddara, naut svo mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum í síðustu viku, aðra vikuna sem hún er til sýn- inga, að nýtt tekjumet var sett fyrir kvikmynd í annarri sýningarviku. Seldust aðgöngumiðar fyrir 75,6 milljónir dala, eða ríflega sex millj- arða króna. Nema tekjurnar af myndinni í Bandaríkjunum nú um 314 milljónum dala, samkvæmt Var- iety.com í gærkvöldi. Er myndin sýnd í 4.366 sölum. Eigendur kvikmyndahúsa og fram- leiðendur vestra geta ekki verið ann- að en ánægðir með ganginn í sum- armyndunum. Næstvinsælasta myndin en gamanmynd með Will Ferrell og John C. Reilly, Step Brot- hers, sem tók inn um 30 milljónir dala en Mamma mia sló aðeins af um þriðjung í annarri sýningarviku og seldust miðar á hana fyrir um 18 milljónir dala. Samkvæmt vefmiðl- inum hljóta einu vonbrigði vikunnar að vera útkoma nýju X-files- kvikmyndarinnar, I Want to Believe, en miðar á hans seldust fyrir um tíu milljónir dala. Anita vinsæl Þrívíddarævintýramyndin um und- ur Snæfellsjökuls, með Anitu Briem í einu aðalhlutverkanna, er í fimmta sæti yfir vinsælustu kvikmyndirnar vestanhafs. Hafa aðgöngumiðar á hana selst fyrir um 60 milljónir dala, um 4,8 milljarða króna. efi@mbl.is Gítarstemmning Í nóttinni voru strengir slegnir og safnast um Magna Ásgeirsson gestgjafa. Fjölmennt Þegar leið á kvöldið fylltist gamla síldarbræðslan í Bakkagerði. Aðdáun Margir gestanna voru afar ánægðir með tónlistarfólkið. RONNIE Wood gítarleikari Roll- ing Stones er í meðferð þessa dagana, eftir að hafa haldið framhjá eig- inkonu sinni með tvítugri rúss- neskri fyrirsætu, og má ekki tala við nokkurn mann utan stofnunar- innar. Það er þó ekki hljótt um kapp- ann, því samkvæmt The Daily Mail mun fjárhaldsfélag Rolling Stones hafa náð samkomulagi við fyrrum að- stoðarstúlku hljómsveitarmeðlim- anna á síðustu tónleikaferð, þrítugan fatahönnuð sem ásakaði Wood um kynferðislega áreitni. Aldrei var lögð fram kæra en samkvæmt dagblaðinu fékk hönnuðurinn, Hilary Olson, greidda hálfa milljón dala, eða um 40 milljónir króna, og skrifaði undir skjal þess efnis að hún myndi ekki ræða um málið opinberlega. Móðir Olson sagði hins vegar við blaðamann að ásakanirnar væru vissulega alvarlegar, að dóttir henn- ar hefði verið fórnarlamb drykkju- rúts. Atvikið sem málið snýst um mun hafa átt sér stað í Toronto, þar sem Olson vann fyrir hljómsveitina sem var þá að æfa fyrir Bigger Bang- tónleikaferðina. Þegar Hilary Olson var spurð út í málið svaraði hún: „Þú getur spurt Ronnie út í þetta. Ég er viss um að hann hefur eitthvað að segja.“ Rolling Stones greiða aðstoðarkonu sem varð fyrir áreitni Ron Wood

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.