Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 39

Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 39 Skólar og námskeið Glæsilegt sérblað um skóla og námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. ágúst. Meðal efnis er: • Endurmenntun • Símenntun • Tómstundarnámskeið • Tölvunám • Háskólanám • Framhaldsskólanám • Tónlistarnám • Skólavörur Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 11. ágúst. Ásamt full af spennandi efni. Í UPPHAFI kvikmyndarinnar Hinir ókunnugu (The Strangers) greinir dimmrödduð karlmannsrödd frá því að atburðirnir sem myndin lýsir séu byggðir á raunverulegu atviki sem átti sér stað á tilteknu heimili í febr- úar 2005, og er upptaka frá neyðarlín- unni þar sem heyra má neyðarkall konu spilað, heimildargildi atburð- anna til stuðnings. Tveir ungir trú- boðar sjást því næst koma að af- skekktu sumarhúsi í morgunsárið þar sem hurðin hefur verið brotin upp, blóðslettur eru á veggjum, hagla- byssa á borði og blóði drifinn eldhús- hnífur liggur á gólfinu. Það veit því ekki á gott þegar horf- ið er lítillega aftur í tíma og par (leikið af Liv Tyler og Scott Speedman) kemur seint að kvöldi að þessu sama húsi með það í hyggju að verja þar nóttinni og greiða úr erjum sín á milli. Áhorfandinn veit þegar í stað að parið unga á ekki von á góðu, og eftir því sem fleiri augljós tengsl við Funny Games, meistaraverk Michael Hane- kes frá árinu 1997 gera vart við sig, má jafnframt geta sér til að myndin muni ekki enda vel. Nýleg endurgerð Hanekes á eigin kvikmynd sem hlaut heitið Funny Games U.S. var sýnd í Bandaríkjunum í fyrra, og er ljóst að leikstjórinn Bryan Bertino og aðrir aðstandendur myndarinnar hafa fengið bæði innblástur og grunn- hugmyndina að Hinum ókunnugu frá kvikmynd Hannekes, án þess þó að þess sé getið. Gallinn er hins vegar sá að Funny Games felur í sér ádeilu á hinn sad- íska kjarna morðmynda, sem miðlað er í gegnum ísmeygilega sögu af því er vel stæð fjölskylda fær óboðna gesti í sumarhús sitt. Líkt og í Funny Games einkennast árásarmennirnir í Hinir ókunnugu af kæruleysislegu og yfirveguðu viðmóti, og kjarni óhugn- aðarins er fyrst og fremst sá að engin sérstök ástæða liggur að baki út- reiknuðu ofbeldi innrásarmannanna. Þeir eru einfaldlega að leika sér líkt og köttur að mús og í fyrrnefndu myndinni slæst kvikmyndafrásögnin í lið með þeim í leiknum, og sér til þess að fórnarlömbin fái ekki að sleppa hvað sem þau reyna. Hér ligg- ur gagnrýnisbroddur Funny Games, sem spyr jafnframt hvaða hvatir liggi að baki skemmtan áhorfenda yfir of- beldinu sem skilur eftir óbragð í munninum sem varir í margar vikur eftir að gengið er út úr bíósalnum. Hinir ókunnugu reynir að ná fram sams konar óhugnaði en kemst ekki með tærnar þar sem fyrirmyndin hef- ur hælana. Myndin hefst af talsverðri yfirvegun, en þegar á líður gerast frá- sagnarklisjur hrollvekjunnar full- rúmfrekar. Hinn sjálfsvísandi undir- tónn er að sama skapi víðsfjarri og fellur Hinir ókunnugu þannig beint í þá gryfju að framsetja án nokkurra varnagla þá sadísku áhorfenda- reynslu sem Funny Games leitast við að gagnrýna. Svipur hjá sjón Byrjar vel „Þeir eru einfaldlega að leika sér.“ KVIKMYND Regnboginn, Smárabíó og Borgarbíó Leikstjórn: Bryan Bertino. Aðalhlutverk: Liv Tyler og Scott Speedman. Bandarík- in, 85 mín. Hinir ókunnugu (The Strangers) bbnnn Heiða Jóhannsdóttir WILLIAM Shakespeare heldur áfram að heilla og lista- menn að leita í smiðju þessa mikla leikskálds. Kvik- myndaframleiðendur eru þar engin undantekning en fjöldi kvikmynda hefur verið gerður beint eftir hinum 38 leikritum Shakaspeares – tragedíum, kómedíum og sögulegri epík – eða byggja þá á þeim á einn eða annan hátt. Skríbentar vefjarins Rottentomatoes.com hafa tek- ið saman lista yfir þær 30 kvikmyndir sem þeir telja þær bestu sem byggja á leikritum breska jöfursins, og styðj- ast þeir við umsagnir margra gagnrýnenda. Þær tíu bestu eru eftirfarandi: 1 Henri V (1989). Leikstjóri: Kenneth Branagh. Aðalleik- arar: Kenneth Branagh, Derek Jacobi, Ian Holm. Líklega best útfærða framsetning Branaghs á verki eftir Shakespeare. Kraftmikil, ástríðufull og frábærlega vel leikin kvikmynd. 2. Ran (1985). Leikstjóri: Akira Kurosawa. Aðalleikarar: Tatsuya Nakadai, Akira Terao, Jinpachi Nezu. Það ætti að skylda alla áhugamenn um vestra, stríðs- myndir og tímabilakvikmyndir að sjá viðamikla epíska túlkun japanska snillingsins á Lé konungi. 3. Hamlet (1996). Leikstjóri: Kenneth Branagh. Aðal- leikarar: Kenneth Branagh, Charlton Heston, Derek Ja- cobi. Umfangsmikil og vönduð endurgerð Kenneth Branaghs á þessu meistaraverki Shakespeares, með áhrifamiklum leik og skörpum kvikmyndalegum fókus. Ekki einni mín- útu af þessari 246 mínútna útgáfu er sóað. 4. Throne of Blood (1957) Leikstjóri: Akira Kurosawa. Aðalleikarar: Toshiro Mifune, Isuzu Yamada, Minoru Chiaki. Hápunktur á ferli Akiro Kurosawa – og ein af bestu kvik- myndagerðum á leikriti Skakespeares, Macbeth. 5. West Side Story (1961). Leikstjórar: Robert Wise, Je- rome Robbins. Aðalleikarar: Natalie Wood, Richard Beymer, Rita Moreno. Með samspili leikstjórnar Wise, tónlist Leonard Bern- stein og textum Stephen Sondheim, er West Side Story mögulega sú glæsilegasta af öllum Shakespeare-verkum sem færð hafa verið á hvíta tjaldið. Myndin byggir á Rómeó og Júlíu. 6. Richard III (1995). Leikstjóri: Richard Loncraine. Að- alleikarar: Ian McKellen, Annette Bening, Jim Broad- bent. Einstök endurgerð af Ríkharði III, þar sem sögutíminn er færður til fjórða áratugar 20. aldar og McKellen sýnir stjörnuleik sem hinn ógnvekjandi Ríkharður sem jafn- fram hefur mikið aðdráttarafl. 7. Romeo and Juliet (1968). Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Aðalleikarar: Olivia Hussey, Leonard Whiting, Mili O’S- hea. Traustur leikhópur og áhrifarík sjónræn útfærsla gera kröfu um að þetta sé besta af mörgum kvikmyndaút- færslum leikritsins. 8. The Lion King (1994). Leikstjórar: Roger Allers, Rob Minkoff. Aðalleikraddir: Matthew Broderick, Jeremy Irons, James Earl Jones. Frábærlega teiknuð og framsett. Ljónakonungurinn er meðal allra bestu klassísku kvikmyndanna úr smiðju Disney. (Sem byggir bæði á Hamlet og Ríkharði III). 9. Henri V (1944). Leikstjóri: Laurence Olivier. Aðalleik- arar: Laurence Olivier, Robert Newton, Leslie Banks. Kvikmynd gerð til að efla þjóðerniskennd Breta, en þessi leikstjórnarfrumraun Oliviers skaut honum að fullu upp á stjörnuhimininn, fyrir áhrifaríka túlkun á breska her- konunginum. 10. Forbidden Planet (1956). Leikstjóri: Fred M. Wilcox. Aðalleikarar: Walter Pidgeon, Anne Francis, Leslie Nielsen. Shakespeare fær „deluxe“-meðferð í kvikmyndaút- færslu á Ofviðrinu, með áhrifamikilli leikmynd og góðum brellum. Snjall Kenneth Branagh, sem hér er í hlutverki Hamlets, er efstur á lista Shakespeare-leikstjóra, ásamt Kurosawa. Bestu kvikmyndirnar eftir leikritum Shakespeares

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.