Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 40
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Vöxtur í sjóstönginni
Mikill vöxtur hefur verið sjó-
stangveiðinni og fjárfestingar henn-
ar vegna hafa aukist mikið að und-
anförnu á Vestfjörðum. Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði,
segir veltuáhrifin umtalsverð en
ekki sé ljóst hve langan tíma þurfi
til, að fjárfestingarnar borgi sig.
Talið er, að um 3.000 erlendir ferða-
menn fari í sjóstangveiði vestra á
þessu ári. Shiran Þórisson hjá At-
vinnuþróunarfélagi Vestfjarða var-
ar þó við því að fylla alla firði af bát-
um. Það hafi gerst í Noregi og allur
sjarmi fokið út í veður og vind. » 6
Gróðursælt ár
Þetta ár hefur mjög blessunarríkt
fyrir gróðurinn enda almennt hlýtt
og litlar sviptingar í veðurfarinu.
Lítur trjágróður mjög vel út og
grasspretta hefur verið góð. Á móti
kemur, að skordýr og sumir plöntu-
sjúkdómar hafa verið snemma á
ferðinni. » 6
Óvandað að auglýsa ekki
Það samrýmist ekki viðmiðum
stjórnsýsluréttar um vandaða
stjórnsýsluhætti að ráða opinbera
starfsmenn hjá sveitarfélögunum án
auglýsingar. Er það álit Trausta
Fannars Valssonar, lektors í stjórn-
sýslurétti við HÍ, en á hinn bóginn
er það ekki bein lagaskylda að aug-
lýsa. » 2
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Vá, það er útvarp!
Staksteinar: Bakslag
Forystugreinar: Orka og olía |
Pólitískur skjálfti á Bretlandi
UMRÆÐAN»
Breyttar aðstæður, gamall
stjórnarsáttmáli
Einelti á að taka alvarlega
Óöryggisráðið
„Tala verðið niður“
Kölski bar vatn í hripum en við
veljum frekar vatnshrúta
Óboðnir gestir í garðinum
FASTEIGNIR»
Heitast 22° C | Kaldast 12° C
Suðaustan 8-13 m/s
suðvestanlands en ann-
ars mun hægari. Rign-
ing sunnan- og vest-
anlands með kvöldinu. »10
Hverjar eru tíu
bestu kvikmyndaút-
færslurnar á hinum
klassísku leik-
verkum Shake-
speares? » 39
KVIKMYNDIR»
Branagh og
Kurosawa
TÓNLIST»
Enn er Ronnie Wood í
vondum málum. » 37
Þetta eru góðir dag-
ar fyrir unnendur
myndasagna. Höf-
undar úr ýmsum
öðrum miðlum
sækja í formið. » 35
MYNDASÖGUR»
Hispursleysi
og ádeila
KVIKMYNDIR»
Batman og Anitu gengur
vel að selja bíómiða. » 37
FÓLK»
Flugan flýgur flugna
hæst og víðast. » 33
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Handrukkarar misþyrmdu manni
2. FH sigraði ÍA í sjö marka leik
3. Hárvöxtur Miller aukinn
4. Benda holurnar á olíu?
SIGURÐUR Skarphéðinsson er einn þeirra fáu sem stunda íþrótt sem
kennd er við kraftdreka eða „kite surfing“ á Íslandi. „Ég uppgötvaði sport-
ið þegar ég var við nám í Noregi og einn bekkjarfélagi minn kynnti mér
það,“ segir Sigurður sem nú hefur stundað íþróttina í nokkur ár. Hann seg-
ir að iðkendum fari smám saman fjölgandi.
„Kjöraðstæður fyrir kraftdrekann eru jafn vindur á bilinu 8-14 metrar á
sekúndu. Svo breyta menn stundum um stærð á brettinu eftir vindhraða,“
segir Sigurður sem um helgina lét gamminn geisa á Skorradalsvatni.
Aðspurður segir hann íþróttina henta vel á Íslandi enda blási hér gjarn-
an vindur. „Í sumar hafa aðstæður verið alveg rosalega góðar og við höfum
reynt að fara eins oft og mögulegt er.“ Brettið sem iðkendur þessarar
íþróttar standa á er ekki ólíkt snjóbretti. haa@mbl.is
Nýstárleg íþrótt ryður sér til rúms hér á landi
Ljósmynd/Hallgrímur Örn Arngrímsson
Þeyst yfir vatnsflötinn með kraftdreka
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Bræðslan fór á laugardags-
kvöldið fram í skugga Dyrfjallanna á Borgarfirði eystra.
Íbúafjöldi Bakkagerðis tífaldaðist um leið því um 1.400
miðar seldust á tónleikana og voru þónokkrir sem þurftu
að láta sér nægja að hlusta á óminn sem barst út úr
gömlu síldarbræðslunni þegar allir miðar voru uppurnir.
Heimamaðurinn Magni Ásgeirsson var Bræðslustjóri í
ár, en auk hans komu fram þær Amy Kuney, Bryndís
Jakobsdóttir, Eivör Pálsdóttir og írski tónlistarmað-
urinn Damien Rice. Þetta var í fjórða sinn sem hátíðin
var haldin, en áður hafa m.a. Belle and Sebastian og Em-
ilíana Torrini spilað á Bræðslunni.
Hátíðina sækja Austfirðingar og aðkomumenn í bland
og sameina það besta af góðu sveitaballi og metn-
aðarfullum tónleikum í borginni. Gestirnir skemmtu sér
í mesta bróðerni þó að ekki væri aðra löggæslu að sjá á
staðnum en nokkra björgunarsveitarmenn, enda var
gleðin allsráðandi í ár rétt eins og á fyrri hátíðum. | 37
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Samhljómur Hinn írski Damien Rice nýtur aðstoðar
bandarísku söngkonunnar Amy Kuney í einu laga sinna.
Á Bræðslunni skemmti fólk
sér í hinu mesta bróðerni
Íbúatalan tífaldaðist
„VIÐ getum ekki búið við þessar
sveiflur í efnahagslífinu,“ segir Jón
Kjartansson, sem komið hefur upp
hátæknifjósi fyrir
123 mjólkandi
kýr á Refs-
stöðum í Hálsa-
sveit.
Jón segir, að
bændur eigi að
búa sig undir
samkeppni við
innfluttar vörur
og vera óhrædd-
ir. Íslenskar
landbúnaðarafurðir séu fyrsta
flokks en hins vegar sé alveg ljóst,
að búin verði að stækka svo þau
verði samkeppnisfær, ekki síst í
ljósi þeirra miklu hækkana, sem
orðið hafi á öllum aðföngum til
þeirra. | 11
Óttast ekki
samkeppni
Jón
Kjartansson
Hátæknifjós risið