Morgunblaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
207. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
SÆLKERAFÆÐI FYRIR
TJALDBÚA Í ÚTILEGU
SJÁLFBOÐALIÐASTARF
Þær hafa gefið́
vinnu sína í áratugi
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
ÁSTRALSKA leikkonan Cate Blanchett hefur boðið
leikhópnum Vesturporti að setja leikverkið Hamskiptin
eftir Franz Kafka upp í leikhúsinu í Sydney í Ástralíu í
mars og apríl á næsta ári. Blanchett er listrænn stjórn-
andi leikhússins ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum
Andrew Upton, en hún heyrði af sýningunni þegar hún
var sett upp hér á landi og ákvað í kjölfarið að bjóða
hópnum til Ástralíu. Þá segir Rakel Garðarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vesturports, að trúlega hafi það haft sín
áhrif að ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave samdi
tónlist við verkið.
Samstarf Vest-
urports og Nicks
Cave mun svo
bera frekari ávöxt
á næsta ári, en
Cave vinnur um
þessar mundir að
leikgerð að Faust
eftir Johann Wolf-
gang von Goethe
fyrir hópinn. Verkið verður frumsýnt hér á landi á næsta
ári og mun svo verða sett upp víða um heim í kjölfarið.
Auk þess að skrifa leikgerðina mun Cave væntanlega
semja tónlist við verkið. | 28
Ein þekktasta leikkona heims býður Vesturporti til Ástralíu
Í samstarf við Blanchett
Cate Blanchett Nick Cave
VEÐRIÐ hefur leikið við landsmenn und-
anfarna daga og er spáð áframhaldandi hlý-
indum fram yfir helgi. Mesti hitinn í gær
mældist á Þingvöllum en þar fór hitinn í 27,1
stig þegar best lét og er langt síðan jafnhár
hiti hefur mælst í júlímánuði. Víðast hvar var
hitinn um tuttugu gráður og brugðu þá marg-
ir á það ráð að kæla sig í sundlaugum eða á yl-
ströndinni í Nauthólsvík eins og þessir ungu
drengir gerðu.
Laust fyrir kvöldmatarleytið í gær sýndu
tíu veðurstöðvar víðs vegar á landinu hitastig
yfir 23 gráðum, m.a. í Ásgarði í Dölum, Fífl-
holti á Mýrum í Borgarfirði og á Möðruvöllum
í Hörgárdal.
Gert er ráð fyrir að hlýrra verði í dag en
það helgast af því að enn hlýrra loft verður yf-
ir landinu en í gær. Útlit er fyrir að hlýjast
verði á Suðvestur- og Vesturlandi en að sögn
Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings hafa
þessi miðsumarhlýindi ekki enn náð hámarki.
Einar segir hitann á landinu í gær hafa ver-
ið tvískiptan. Þoka við norðurströndina dró úr
hita á nokkrum stöðum og mældist hitinn við
Húnaflóa frá tíu stigum. Þar sem svalt þoku-
loftið náði hins vegar ekki að læðast inn var
hitinn töluvert hærri.
Júlímánuður var ekki hlýr framan af en það
breyttist þegar leifar hitabeltisstormsins
Bertu fóru yfir landið um miðbik mánaðarins.
Í kjölfarið breyttist veðurlagið og þrálátu
norðankuli lauk. Því stefnir ekki í að mán-
uðurinn slái hitamet en ljóst er að landsmenn
hafa yfir engu að kvarta heldur geta notið
þess til fullnustu að spóka sig í blíðunni.
ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
MESTI HITI SUMARSINS
OG HÁMARKINU EKKI NÁÐ
Mikil hlýindi um allt land Rúmar 27 gráður á Þingvöllum í gær
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„MEST er gjaldþrota,“ segir Kári Steinar
Lúthersson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri sölusviðs félagsins. Hann vill að öðru
leyti ekki tjá sig um málið.
Stjórn Mest, sem nýlega fékk nafnið
Tæki, tól og byggingavörur ehf., fór í gær
fram á að fyr-
irtækið yrði
tekið til gjald-
þrotaskipta.
Starfsemin hef-
ur legið niðri
undanfarið
vegna rekstr-
arörðugleika. Á
milli 50 og 60
manns störfuðu
hjá félaginu.
Í tölvubréfi
sem sent var
starfsmönnum
Tækja, tóla og
byggingavara í
gær segir að
ekki hafi reynst unnt að greiða út laun fyr-
ir júlímánuð. Guðrún Lárusdóttir, starf-
andi starfsmannastjóri, muni í samráði við
viðkomandi stéttarfélög fara yfir kröfu-
gerðir vegna launa og orlofs.
Guðrún vildi ekki tjá sig við Morgun-
blaðið í gær. Pétur Guðmundsson, einn
stjórnarmanna sem tóku ákvörðun um
gjaldþrotaskiptin, vildi ekki svara því
hversu stórt gjaldþrotið væri né hvort unnt
yrði að greiða launakröfur úr þrotabúinu.
Morgunblaðið sagði fyrst frá því 9. júlí
að Mest reri lífróður til að forða sér frá
gjaldþroti. Tilkynnt var 21. júlí að Glitnir
hefði tekið yfir steypustöðvar, hellufram-
leiðslu og verslun með múrvörur og sett í
nýtt félag, Steypustöðina Mest. Annar
rekstur var áfram rekinn á kennitölu Mest
en undir nafninu Tæki, tól og byggingavör-
ur ehf.
Sigurjón Grétarsson, fyrrverandi starfs-
maður, segir engan í forsvari fyrir starfs-
menn. VR muni gæta hagsmuna flestra.
Mest
gjald-
þrota
Starfsmenn fá ekki
greidd laun fyrir júlí
„Við ráðleggjum
fólki að leita til
okkar. Við munum
lýsa yfir kröfum í
þrotabúið,“ segir
Gunnar Páll Páls-
son, formaður VR.
Annars komi
ábyrgðarsjóður
launa til og greiði
uppsagnarfrest og
ótekið orlof.
Viðbrögð VR