Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 4

Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 4
TÆPLEGA 10.000 manns hafa skráð sig á vefinn Starbucks.is og með því lýst yfir stuðningi við því að fyrirtækið opni hér kaffihús. Bjarni Kristinsson, eigandi vefj- arins, hefur um nokkra hríð verið í samskiptum við höfuðstöðvar Star- bucks í Seattle. „Fyrirtækið hefur sagt við mig að það sé ekki á stefnu- skránni að opna á Íslandi. Þeir hafa sagt að þegar og ef ákvörðun verður tekin um að opna hér þá verði haft samband við þá sem lýst hafa yfir áhuga á því að reka hér kaffihús,“ segir Bjarni. Hann hefur undanfarin fimm ár sent fyrirspurnir til Star- bucks en svörin séu alltaf á sömu leið, ekki standi til að opna hér kaffi- hús. Starbucks, sem er stærsta kaffi- húsafyrirtæki í heimi, er ekki rekið eftir umboðssölukerfi, eins og marg- ar bandarískar skyndibitakeðjur, heldur er um mun handstýrðari nálgun að ræða þegar kemur að rekstri útibúa. Mikil gróska er í rekstri svokallaðra úrvalskaffihúsa og hér á landi eru Te & Kaffi, Kaffi- tár o.fl. í samkeppni á þessum mark- aði. Víða á Norðurlöndum, þar sem Starbucks hefur ekki opnað kaffi- hús, hafa sambærilegar kaffi- húsakeðjur verið opnaðar með góð- um árangri. thorbjorn@mbl.is Starbucks er ekki á leiðinni 4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVEINN Rúnar Hauksson, áhugamaður um berja- tínslu, segir ekki nokkurn vafa leika á því að berin á Suður- og Vesturlandi séu óvenjusnemma á ferðinni en það megi rekja til mikilla hlýinda í vor. „Þetta er afar sérstakt en það verður víða hægt að fara í berjamó í byrjun ágúst,“ segir hann. Austfirðirnir verði þó sennilega á „eðlilegum“ tíma. Þær Hugrún Egla, Elínborg Una og Elín Íslaug kunnu vel að meta bláberin í Tungunum í gær. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Berjasprettan 2-3 vikum á undan meðaltíð FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is LANDSVIRKJUN hefur samið við 7 af 40 landeigendum við Þjórsá um bætur fyrir land sem fer undir lón vegna þriggja vatnsaflsvirkjana sem áætlað er að reisa í ánni. Til að mynda hefur verið samið við land- eigendur í Fossnesi, í Minni-Núp og á hluta jarðarinnar Haga en þeir báðu um lengri frest er upphaflega átti að ganga til samninga. Mál, sem Atli Gíslason, lögmaður, höfðaði í umboði eigenda jarð- arinnar Skálmholtshrauns gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins og forstjóra Landsvirkjunar fyrir hönd fyrirtækisins, hefur hlotið flýtimeðferð fyrir dómi. Í því reynir á gildi Títan-samninganna svo- nefndu og getur niðurstaða málsins skipt sköpum um framtíð virkj- anaframkvæmda á svæðinu. Ætla má að margir landeigendur séu tregir til að ganga til samninga við Landsvirkjun þar til niðurstaða málsins er ljós. Landeigendur sem rætt var við töldu ekki rétt af Lands- virkjun að leggja svo hart að þeim að ganga til samninga enda væri fram- tíð framkvæmdanna enn óljós á þessu stigi málsins. Þær upplýsingar fengust þó hjá Landsvirkjun að samningaviðræður við landeigendur við Þjórsá væru í góðum farvegi. Málsmeðferð verði ómerkt Atli Gíslason lagði í fyrradag fram kæru til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála í umboði landeigenda hluta jarðarinnar Haga. Í henni eru gerðar athugasemdir við málsmeðferð á skipulagsbreytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverja- hrepps vegna virkjana í Þjórsá. Í kærunni segir að kynning- arfundur á breytingunum hafi farið fram eftir að athugasemdafrestur rann út og slíkt sé andstætt lögum. Þá segir einnig að Landsvirkjun hafi samið drög að svörum við at- hugasemdum en ekki skipulags- fulltrúi uppsveita Árnessýslu. Dómsmál skiptir sköpum  Margir landeigendur tregir til að ganga til samninga við Landsvirkjun meðan framtíð framkvæmdanna er óljós  Málsmeðferð skipulagsbreytingar kærð Morgunblaðið/ÞÖK Urriðafoss Fyrirhugað er að ein virkjunin af þremur rísi við fossinn. Landeigendur í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi hafa kært máls- meðferð við skipulagsbreytingu í hreppnum. Eftir breytinguna er gert ráð fyrir tveimur virkjunum Landsvirkjunar í aðalskipulagi. Í kærunni segir að „sérdeilis ámælisvert sé að fundargerðir samráðsnefndar sveitastjórnar við Landsvirkjun liggi ekki fyrir og nánast engin gögn séu til um sam- skipti þeirra.“ Þá hafi Lands- virkjun gert drög að svörum við at- hugasemdum sem bárust en ekki skipulagsfulltrúi uppsveita Árnes- sýslu, sem auglýsti skipulagið. Mikilvægar fundargerðir ekki aðgengilegar LÖGREGLUNNI á Akranesi barst í fyrradag útkall að Fiskilækjar- melum þar sem hjólreiðamaður lá í vegarkanti. Lögregla og sjúkrabíll fóru með forgangshraða á staðinn. Í ljós kom að maðurinn hafði aðeins lagt sig og var heill á húfi. Sá sem tilkynnti um manninn keyrði fram hjá honum án þess að stöðva. Lögreglan hvetur fólk að kynna sér aðstæður í tilfellum sem þessu svo forðast megi óþarfaútköll lögreglu og sjúkraliðs. skulias@mbl.is Erindisleysa ÁGÆTUR gangur hefur verið í síld- og makrílveiðum hjá skipum HB Granda að undanförnu. Ingunn AK kom til Vopnafjarðar með um 2000 tonna afla sl. sunnudag og von var á Lundey NS í nótt eða morgun með fullfermi en skipin hafa verið að veiðum austur af Stokksnesi síð- ustu daga. Í frétt frá HB Granda er haft eft- ir Jörgen Sverrissyni, verkstjóra í fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði, að nú sé búið að taka á móti rúmlega 13 þúsund tonnum af síld og makríl á vertíðinni. Rúm- lega helmingur þess afla er makríll. ,,Þetta er allt mjög góður fiskur og það er góð nýting í bræðslunni,“ segir Jörgen Sverrisson. sunna@mbl.is „Allt mjög góður fiskur“ FRAMKVÆMDUM á friðuðu stein- húsi við Bergstaðastræti 22 hefur verið hætt í bili á meðan gengið er frá tilskildum leyfum, en ráðist var í umfangsmiklar viðgerðir á lóðinni án samráðs við byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Að sögn eiganda hússins, Krist- jáns F. Kristjánssonar, var ætlunin að gera viðhaldsframkvæmdir á ytra byrði hússins, þ. á m. þakinu, en þegar rifið var í bárujárnið reyndist burðarvirki hússins sund- urfúið. „Þá kemur í ljós að þetta er allt meira og minna ónýtt og verður í raun endurbygging en ekki viðgerð eins og ég bjóst við,“ segir Kristján. Greinileg ummerki séu til dæmis enn eftir bruna á fyrri hluta síðustu aldar, þar sem þá hafi aðeins verið lappað upp á ytra lagið. Kristján hefur nú ráðið arkitekt og burð- arvirkishönnuð til að gera áætlun um viðgerðirnar. Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að æskilegra hefði verið að stöðva framkvæmdir strax áður en lengra var haldið og ganga frá leyf- um. Lausnin sé hins vegar farsæl og þess sé vænst að húsinu verði lokað fyrir haustið. „Það verður endurgert í upprunalegri mynd og verður væntanlega sómi að þegar búið er.“ Framkvæmdir á friðuðum steinbæ í miðborginni stöðvaðar tímabundið Steinhúsið verður endurgert Morgunblaðið/Brynjar Gauti Steinhús Bærinn á horni Bergstaðastrætis og Bjargarstígs, einnig nefndur Miðgrund, var byggður um 1893.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.