Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
TALIÐ er að Eyjabakkajökull geti
hlaupið fram á næstu árum en síð-
asta framhlaup hans var 1972-73.
Vitað er að jökullinn hljóp einnig
fram 1938, 1931 og 1890. Hann hefur
því hlaupið á 35-40 ára fresti og ætti
því að öllum líkindum að hlaupa
fram á næstu árum. Hlýtt árferði og
minni snjósöfnun síðustu ár getur þó
seinkað framhlaupi. Mörg sérstök
landform er að finna við jökulinn.
Má þar nefna eina stærstu og sér-
stæðustu jökulgarða sem finna má á
Íslandi, og svokallaða krákustígsása
sem hér á landi eru einungis þekktir
frá Eyjabakkajökli og Brúarjökli.
Ívar Örn Benediktsson, dokt-
orsnemi í jöklajarðfræði við Háskóla
Íslands, hefur unnið að rannsóknum
á framhlaupsjöklunum Eyjabakka-
jökli og Brúarjökli sem báðir ganga
norður úr Vatnajökli. Upphaf verk-
efnisins má rekja til norrænnar
rannsóknar á Brúarjökli sem hófst
2003. Brúarjökull hefur hlaupið að
meðaltali á 80-100 ára fresti og hljóp
síðast 1963-1964 og þar áður 1890.
Til eru skráðar heimildir um fram-
hlaup í honum allt aftur til 1625.
Sagan lesin úr setinu
Doktorsverkefni Ívars Arnar
snýst m.a. um landmótun hraðfara
jökla. Leiðbeinandi hans er Ólafur
Ingólfsson prófessor. Þetta er þriðja
sumarið sem Ívar Örn stundar rann-
sóknir við Eyjabakkajökul ásamt
fleirum. Hann sagði það einkenna
framhlaupsjökla að á milli hlaupa
hreyfist jökulsporðar þeirra og jaðar
lítið sem ekki neitt. Áhrif bráðnunar
koma því glöggt í ljós því enginn ís
færist niður af ákomusvæðinu að
jaðrinum til að halda honum við. Ív-
ar sagði að frá 2003 til 2006 hafi jað-
ar Brúarjökuls hörfað um allt að 250
metra á ári en að meðaltali hafi hann
hörfað um 108 metra á ári frá 1964.
Eyjabakkajökull er mun minni og
aðþrengdari en Brúarjökull. Ívar
Örn sagði að hann hafi hörfað mjög
mikið. Í síðasta framhlaupi gekk
hann fram um eina þrjá kílómetra á
einu ári. Jaðarinn hefur hörfað tæpa
tvo km frá því þar sem hann stopp-
aði 1972 að mati Ívars Arnar.
„Lengst gekk hann fram 1890
þegar hann velti upp jarðvegi og
myndaði stóra jökulgarða. Þeir eru
einir þeir fallegustu á Íslandi,“ sagði
Ívar Örn.
Rannsóknirnar við Eyjabakkajök-
ul tengjast rannsóknum á Lag-
arfljóti. Jökulsá í Fljótsdal kemur
undan jöklinum og rennur í Lag-
arfljót. Teknir voru setkjarnar úr
fljótinu haustin 2006 og 2007 sem
verða notaðir til að kortleggja um-
hverfissögu Fljótsdalshéraðs. Þar eð
setið í fljótinu kemur að langmestu
leyti með bræðsluvatni frá Eyja-
bakkajökli endurspegla setlögin
sögu bráðnunar og framhlaupa
Eyjabakkajökuls, og líklega sögu
austurhluta Vatnajökuls í heild.
Ljósmynd/Ívar Örn Benediktsson
Krákustígsás Afar sérstakt landform sést einungis við Eyjabakkajökul og Brúarjökul hér á landi. Flest bendir til
að krákustígsásar myndist þegar bræðsluvatn ryðst eftir sprungum í kjölfar framhlaups og ryður upp möl og sandi.
Hraukar Jökulgarðar Eyjabakkajökuls frá framhlaupinu 1890 eru einir þeir
stærstu og sérstæðustu hér á landi. Í baksýn eru Eyjafell og Snæfell.
Gæti hlaupið á næstu árum
Eyjabakkajökull
hefur hlaupið fram
á 35-40 ára fresti
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
BERGUR Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, segir
að ráðherra þurfi að rökstyðja mál
sitt betur hvað varðar lagningu
Dettifossvegar sem mun fara um
þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum.
Segir Bergur samráðsferli vegna
Dettifosssvegar vera „meingallað“.
Samgönguyfirvöld hafa varið
Dettifossveg meðal annars með því
að nefnd hafi fjallað um lagningu
hans og í henni hafi setið meðal ann-
arra fulltrúar Náttúruverndar rík-
isins. Það hafi verið sameiginleg nið-
urstaða að leggja veginn vestan
Jökulsár.
Ekki til viðurkenndur mæli-
kvarði á lítt uppbyggðum vegi
Í fundargerð Jökulsárnefndar,
þeirrar nefndar sem samgönguyfir-
völd vísuðu til, segir: „fram kom hjá
fulltrúa Náttúruverndar ríkisins að
miðað við fyrstu drög þá gæti hann
sætt sig við slíka vegagerð [vegur
vestan megin við Jökulsá á Fjöllum],
ekki síst ef hluti hans yrði lítt upp-
byggður, og tók vegi á Þingvöllum
sem dæmi“. Ekki er til almennt við-
urkenndur mælikvarði á hvað sé „lítt
uppbyggður“ vegur. Hámarkshraði
inni í þjóðgarðinum á Þingvöllum er
50 km. Hámarkshraði á fyrirhugð-
um Dettifossvegi verður 90 km.
Í bréfi Umhverfisstofnunar, áður
Náttúruverndar ríkisins, til Sturlu
Böðvarssonar, þáverandi samgöngu-
ráðherra, frá 31. janúar 2003 segir
að þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljú-
frum bendi á að „heilsársvegur aust-
an Jökulsár á Fjöllum, með góðum
tengingum við þjóðvegi 1 og Austur-
land muni nýtast byggðinni miklu
betur en heilsársvegur vestan ár.“
Þar segir jafnframt að „verulegur
munur [sé] á því hvort vegir séu
uppbyggðir með 90 km hámarks-
hraða eða hvort þeir séu látnir falla
vel að landi með hámarkshraða 50
km.“
Búið er bjóða út framkvæmdina
vegna lagningar Dettifossvegar. Því
liggur fyrir að vegurinn verður lagð-
ur vestan megin við Jökulsá og há-
markshraði á veginum verður 90 km.
Segir samráðs-
ferli meingallað
Fulltrúi samþykkti Dettifossveg með
fyrirvara Vildi „lítt uppbyggðan“ veg
Í NÝLEGRI skipulagstillögu frá
Fjórðungssambandi Vestfjarða,
sem nú er til athugunar hjá sveit-
arfélögunum, er meðal annars lagt
til að Vestfirðir verði reynslusvæði
fyrir strandsvæðaskipulag. Það eru
nýmæli enda hefur skipulag á Ís-
landi löngum miðast við netlög eða
115 metra frá stórstraumsfjöru-
borði.
Hafsvæðið þar fyrir utan, að frá-
taldri lögsögu hafnarstjórna sveit-
arfélaganna, er utan skipulags
sveitarfélaga. Gildir þar engu hvort
um er að ræða opið haf undan
ströndum eða þrönga firði.
Það er mat starfshóps sem vann
að tillögunni að miðað við reynslu
annarra þjóða, þá muni ásókn
aukast í nýtingu strandsvæða.
Þetta á ekki síst við nú þegar sjó-
stangaveiði nýtur gríðarlegra vin-
sælda á Vestfjörðum. haa@mbl.is
Strandsvæða-
skipulag
á Vestfjörðum
TVEGGJA krónu
hækkun allra
stóru olíufélag-
anna frá í fyrra-
dag gekk til baka
í gær. Lækkaði
algengasta bens-
ínverð í sjálfs-
afgreiðslu því í
171,7 kr. og lítra-
verð á dísilolíu í
189,60 kr.
Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar,
eldsneytisinnkaupastjóra N1, var
verðið lækkað aftur vegna þess að
krónan styrktist töluvert í gær.
Gengi hennar hækkaði um 2,7%.
Krónan hefur lengi verið á nið-
urleið og segir Magnús N1 hafa
dregið það eins lengi og hægt var
að hækka. Styrkingin daginn eftir
hækkunina hafi því komið félaginu
þægilega á óvart.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu
hafði að mati Magnúsar ekki áhrif á
verðlækkunina en það hefur sveifl-
ast töluvert undanfarið. Þó sé ekki
hægt að slá neinu föstu þar um.
skulias@mbl.is
Bensínverð
lækkaði á ný
Skeljungur Lækk-
aði fyrstur í gær.
Hvað er framhlaupsjökull?
Skriðhraði jökla getur verið mjög
breytilegur. Sumir taka á sprett á
nokkurra áratuga eða alda fresti
og skríða þá fram með marg-
földum hraða (10–1.000 sinnum
hraðar en venjulega). Hér á landi
standa framhlaupin venjulega frá
nokkrum mánuðum og upp í þrjú
ár. Í framhlaupum flyst mikill ís
frá efri hluta jökulsins að jökul-
sporðinum.
Hvar eru framhlaupsjöklar?
Framhlaupsjöklar eru þekktir í
flestum stórum jöklum hér á
landi. Brúarjökull er þeirra þekkt-
astur en hann gengur norður úr
Vatnajökli. Eyjabakkajökull kemur
einnig úr Vatnajökli og er nokkru
austar.
Sjást ummerki framhlaupa?
Framhlaupsjöklar móta umhverfið
með ýmsum hætti. Þeir bera
m.a. fram mikið set, mynda
mörg sérstæð landform og af-
laga setlög sem á vegi þeirra
verða. Hraukarnir í Kringilsárrana
mynduðust t.d. við framhlaup
Brúarjökuls 1890.
S&S