Morgunblaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 9
FRÉTTIR
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
REYKJAVÍKURBORG hafði á
mánudag borist 2.279 ábendingar í
gegnum vefsíðu verkefnisins 1, 2
og Reykjavík. Verkefnið miðar að
því að efla samráð milli borgarinn-
ar og borgarbúa um viðhaldsverk-
efni og smærri nýframkvæmdir og
fóru viðtökur borgarbúa fram úr
björtustu vonum.
Á vefnum geta notendur greitt
atkvæði um hugmyndirnar og hafa
nú á 17. þúsund atkvæði borist.
1.450 ábendingar eru í vinnslu eða
komnar á áætlun en 294 hefur ver-
ið svarað án þess að það hafi leitt
til beinna framkvæmda, t.d. af því
að hugmyndirnar eru of viðamikl-
ar fyrir verkefnið.
Einstakt í Evrópu
„Næstum því 2.300 ábendingar
er svo miklu miklu meira en nokk-
urn óraði fyrir,“ segir Anna Gunn-
hildur Ólafsdóttir, sérfræðingur á
skrifstofu borgarstjóra. Einungis
er vitað um eitt áþekkt verkefni í
Evrópu, þegar Manchester í Eng-
landi bað um ábendingar frá íbú-
um, en í því verkefni bárust ekki
nema 23 ábendingar. Það er því
ljóst að verkefnið er einstakt í
Evrópu.
Anna segir að skipta megi
ábendingunum í tvennt. Annars
vegar sé um að ræða ábendingar
vegna viðhaldsverkefna og séu
þær sendar beint til viðeigandi
hverfastöðva. Hins vegar er um
að ræða ábendingar vegna ný-
framkvæmda. Eftir samráð við
íbúa í hverju hverfi sendi stýri-
hópur þar óskalista til borgarinn-
ar.
Mikið kvartað undan umferð-
aröryggi í Háaleitishverfi
Helsti kostnaður borgarinnar
við verkefnið var vegna 10 millj-
óna auglýsingakostnaðar. Þá
ákvað borgarráð að tillögu Ólafs
F. Magnússonar, borgarstjóra, að
veita 30 milljónir í að stuðla að
auknu umferðaröryggi í Laugar-
dals- og Háaleitishverfi, en þaðan
bárust áberandi margar ábending-
ar vegna umferðarmála. Önnur
verkefni eru á fjárhagsáætlun
borgarinnar.
Borginni berast
þúsundir ábendinga
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fjölbreyttar Ábendingarnar sem Reykjavíkurborg hafa borist í tengslum
við verkefnið 1, 2 og Reykjavík eru margar og breytilegar eftir hverfum.
„Miklu meira en nokkurn óraði fyrir,“ segir sérfræðingur
Í HNOTSKURN
»Síðsumars mun borgintaka ákvörðun um hvort
verkefninu verður framhaldið.
»Borgarbúar fengu í júlíkort frá borginni yfir af-
rakstur verkefnisins.
»Langflestar ábendingarkoma vegna Breiðholtsins,
eða 359, en fæstar vegna Kjal-
arness eða 50.
»Misjafnt er eftir hverfumhvað brennir á borg-
arbúum, en ábendingunum er
skipt í fjóra flokka.
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
50-80% afsláttur
LAGERSALA
OUTLET
LAUGAVEGI 51
LOKADAGAR
OPIÐ TIL 21:00
ALLT Á
70-90% AFSLATTI
Laugavegi 63 • S: 551 4422
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ
50-70% AFSLÁTTUR
SUMARYFIRHAFNIR OG
SPARIDRESS Í ÚRVALI
Laugarvegi 63 • S: 551 4422
GRENSÁSVEGUR
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU
Til leigu 177,7 fm gott skrifstofuhúsnæði við Grensásveg.
Húsnæðið er á 3. hæð og skiptist í opið rými,
þrjú skristofuherbergi auk snyrtingu og kaffistofu.
Lyfta í húsinu. Laus til afhendingar strax.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17
Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Fuerteventura
frá kr.49.990
Heimsferðir bjóða ótrúlegt stökktu tilboð á síðustu sætunum til
Fuerteventura í viku 5. - 12. ágúst. Þessi skemmtilega eyja í Kanarí-
eyjaklasanum hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.
Þú bókar flugsæti og 3 - 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar
þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla
sumarleyfisstað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
M
bl
10
31
93
9
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 - 4 í
herbergi / stúdíó / íbúð, 5. - 12. ágúst.
5. ágúst - 12. ágúst
Stökktu til
ENGAN sakaði þegar lítilli skútu
hvolfdi á Skorradalsvatni á þriðja
tímanum í gær. Tvennt var um borð
og féll fólkið útbyrðis þegar hviða
skall á skútuna. Að sögn lögreglu
var fólkið vel útbúið í flotgöllum og
með vesti. Það reyndi að synda í
land en var komið til bjargar eftir
að menn sem voru að byggja flot-
bryggju í nágrenninu sáu til þess.
Mennirnir fóru umsvifalaust í bát
og sigldu til fólksins. Fólkinu varð
ekki meint af volkinu en það var um
15 mínútur í vatninu.
Féllu í vatn er
skútu hvolfdi