Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 11
Morgunblaðið/Kristinn
Hólmsheiði Losaður hefur verið jarðvegur þar undanfarin ár.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„NÆSTU skref hafa þegar verið
stigin. Úrskurðurinn hefur t.a.m.
verið sendur borgarlögmanni til
yfirferðar og ákvörðunar um
hvort Reykjavíkurborg muni láta
reyna á málið fyrir dómi,“ segir
Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur
á skipulags- og byggingarsviði
Reykjavíkurborgar. Fyrir helgi
felldi úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingamála ákvörðun borg-
arráðs frá 15. nóvember sl., um að
samþykkja deiliskipulag vegna
stækkunar á losunarsvæði fyrir
jarðveg á Hólmsheiði. Einnig var
fellt úr gildi framkvæmdarleyfi
byggt á sama deiliskipulagi.
Fundað verður um málið innan
borgarkerfisins í dag.
Helga segir borgina í grundvall-
aratriðum ósammála niður-
stöðunni og auk þess að borgar-
lögmaður fari yfir úrskurðinn,
verði haft samband við Skipulags-
stofnun til að fá leiðbeiningar um
hvernig beri að bregðast við. „Því
það stendur ekki til að breyta
þessu. Þetta losunarsvæði verður
þarna áfram og hefur verið til
fjölda ára.“ Eigandi landspildu í
landi Reynisvatns kærði ákvörðun
borgaryfirvalda um að heimila 12
ha stækkun á svæði sem áður
hafði verið deiliskipulagt vegna
jarðvegsfyllingar. Kannað hafði
verið með aðra staði en Hólms-
heiði talin álitlegasti kosturinn.
Samkvæmt skilyrðum borgaryf-
irvalda má aðeins losa ómengaðan
jarðveg á svæðinu.
Eigandi landspildunar sagði þau
skilyrði hafa verið þverbrotin, s.s.
með því að urða þúsundir rúm-
metra af olíumenguðum jarðvegi.
Sú urðun var háð samþykki um-
hverfisnefndar, sem samþykkti
starfsleyfið. Þá hafi Skipulags-
stofnun ekki komið að málinu.
Losunin hafi verið svo yf-
irgengileg að útsýni sé skert og
landslagi spillt.
Af hálfu borgarinnar var því
haldið fram að losunin félli ekki
undir lög um mat á umhverfis-
áhrifum. Þar sé um að ræða eðli-
lega landmótun enda verði landið
grætt upp að nýju. Auk þess var
vakin athygli á því að Skipulags-
stofnun gerði ekki athugasemdir
við að auglýsing um gildistöku
skipulagsins yrði birt. Einnig var
því haldið fram að losun nærri
landi eigandans sé lokið og land
farið að jafna sig. Umrædd losun
hafi gert það að verkum að meira
skjól myndaðist við fasteign hans.
Hrólfur Jónsson, sviðstjóri fram-
kvæmdasviðs, segir að ekki hafi
verið losað á nýja svæðinu síðan
kæran barst. Enn sé rúm á gamla
svæðinu og það dugi næstu mán-
uði. Hrólfur segir það þó liggja
fyrir að farið verði yfir málið með
Skipulagsstofnun og reynt að
finna farsæla niðurstöðu.
Niðurstöðu úrskurðarnefndar ekki unað
„Þetta losunarsvæði verður þarna áfram og hefur verið til fjölda ára“ Fundað í dag um Hólmsheiði
Í HNOTSKURN
»Framkvæmdaaðilar hafalosað jarðveg á um 20
hektara svæði á Hólmsheiði
frá árinu 2001.
»Þegar fór að þrengja aðvar ákveðið að stækka
svæðið um 12 hektara síðasta
haust.
»Sú ákvörðun var kærð tilúrskurðarnefndar skipu-
lags- og byggingamála.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 11
FRÉTTIR
Starfsfólki á
veitingastöð-
um líður betur
eftir að reyk-
ingabann á
veitingastöð-
um tók gildi
síðasta ári.
Þetta sýna nið-
urstöður könn-
unar sem
Vinnueftirlit
ríkisins lét
gera meðal
starfsfólks á
veitingastöð-
um.
Meirhluti þátttakenda taldi að líð-
an sín og starfsumhverfi hefði batn-
að eftir að reykingabannið tók gildi
og að fjöldi gesta hefði lítið breyst.
Flestir sögðu að þjónustan við þá
sem reykja fyrir utan veitingastað-
ina hefði ekki verið bætt en sumir
hefðu þó sett upp skjólveggi og hita-
lampa. Þátttaka í könnuninni var lít-
il eða einungis um 17%.
jonhelgi@mbl.is
Starfsfólki
líður betur
PÍANÓLEIKARINN Shuann Chai
heldur tónleika í Húsinu á Eyr-
arbakka í kvöld miðvikudag kl.
20.30 Hún mun flytja verk eftir
Wolfgang Amadeus Mozart, Franz
Schubert, Ludwig van Beethoven
og Frederic Chopin.
Shuann hefur spilað á tónleikum
víðs vegar um heiminn, m.a. í Eng-
landi, Hollandi, Noregi og Kína.
Hún hefur fengið fjölda viðurkenn-
inga fyrir frammistöðu í píanóleik.
sunna@mbl.is
Píanótónleikar
í Húsinu
STUTT
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
AGNETE Simson, Lillian Simson og Beta Ein-
arsdóttir vinna sem sjálfboðaliðar á vegum
Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross-
ins á sjúklingabókasafni Landspítalans við
Hringbraut. Það er svo sem ekki í frásögur fær-
andi heldur orka og kraftur þessara kvenna, en
tvær eru hálfníræðar og ein 79 ára.
„Við Beta erum jafngamlar en Lillian er tán-
ingurinn í hópnum,“ segir Agnete sem hefur
sinnt þessu sjálfboðaliðastarfi í 37 ár, en eig-
inmaður hennar er Magnús Guðmundsson flug-
stjóri. „Ég var farinn að hafa betri tíma frá
heimilinu og hef alltaf haft áhuga á bókum. Eða
eins og börnin sögðu: „Pabbi er flugstjóri og
mamma gerir ekki neitt.“ Hún segist hafa byrjað
í alls konar handavinnu og kökugerð fyrir basar-
og kökusölu fyrir jólin, en ágóðinn hafi verið not-
aður til bókakaupa í safn Landspítalans. Ári
seinna hafi hún svo jafnframt farið í bækurnar
og hafi alfarið sinnt þeim undanfarna áratugi.
Arnaldur vinsæll
Stöllurnar segja að starfið hafi breyst mikið
samfara breytingum á innlögnum. Sjúklingar séu
ekki eins lengi á spítalanum og áður og lesi því
minna meðan á dvölinni standi. „Áður fyrr lán-
uðum við kannski 100 bækur á einum eftirmið-
degi en nú getur þetta farið niður í örfáar bæk-
ur,“ segir Agnete og bendir á að sjónvarpið taki
einna mesta tíma frá lestrinum. „Þetta rokkar
frá degi til dags,“ segir Lillian, sem er ekkja og
hefur unnið með systur sinni í áratug. „Svo má
ekki gleyma spólunum (hljóðbókunum),“ áréttar
Beta, sem hefur unnið með systrunum í sjö ár,
en er auk þess heimsóknavinur Rauða krossins í
Kópavogi með eiginmanni sínum sr. Fjalari Sig-
urjónssyni annan hvern fimmtudag. Hún og
Lillian segja að þegar þær hafi hætt að vinna
launað starf hafi þeim fundist þær ekki hafa haft
neitt að gera og því þótt sjálfboðaliðastarfið til-
valið.
Konurnar sjá um útlánin á hjartadeild E og G
annan hvern mánudag. Dagsverkið hefst á því að
ganga á allar deildir og safna saman bókum úr
bókakössum. Síðan eru viðkomandi spjöld sett í
bækurnar og þeim endurraðað á vagnana áður
en gengið er á deildirnar. „Nýútkomnu bæk-
urnar eru alltaf vinsælastar,“ segir Agnete og
hinar taka í sama streng, en árétta að bækur eft-
ir íslenska höfunda og sagnfræðibækur séu eftir-
sóttastar. „Flestir vilja lesa ævisögur,“ segir
Lillian, en dregur samt ekki úr áhuga sjúklinga
á spennusögum. „Arnaldur er alltaf vinsæll og
Útkallsbækurnar,“ segir Beta. „Fólkið hérna vill
lesa um annað fólk,“ heldur Lillian áfram.
Gefandi starf
Konurnar segja að starfið sé mjög gefandi og
þær séu þakklátar fyrir að geta veitt öðrum
ánægju. Það sé líka tilbreyting að vinna sem
sjálfboðaliði auk þess sem því fylgi mikill og góð-
ur félagsskapur.
„Það er mikilvægt að gefa sér tíma með fólk-
inu inni á deildunum og tala við það,“ segir Beta.
„Sumir vilja spjalla og þá gerum við það,“ segir
Agnete. „Svo spyr það um bækurnar og ég ráð-
legg þeim alltaf að lesa bækur sem mér finnst
gaman að lesa,“ segir Lillian og leggur enn
áherslu á spennusögurnar. „James Patterson er
til dæmis í miklu uppáhaldi hjá mér og ég kann
hann utan að.“
Sjálfboðaliðar á fullu
79 og 85 ára gamlar
konur gefa ekkert eftir
í umönnunarstörfum
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sjálfboðaliðar Agnete Simson, Beta Einarsdóttir og Lillian Simson á bókasafni Landspítalans við
Hringbraut í Reykjavík. Þær eru í hópi elstu sjálfboðaliða en bera það ekki með sér.
Á Bókasafni Landspítalans við Hringbraut starfa
um 30 konur í sex þriggja til fimm manna hóp-
um. Safnið er opið eftir hádegi á mánudögum,
þriðjudögum og miðvikudögum og vinna kon-
urnar í þrjá til fjóra tíma í hvert sinn, einu sinni á
tveggja vikna fresti.
Þóra Stefánsdóttir, bókasafnsfræðingur, hef-
ur umsjón með starfsmönnum bókasafnsins.
Hún segir að stöðugt erfiðara sé að fá yngri kon-
ur í þessi sjálfboðaliðastörf og fáar séu yngri en
70 ára. Spurð hvers vegna aðeins konur vinni á
safninu segir hún að þannig hafi það alltaf verið
og karlar séu í ýmsum öðrum störfum hjá Rauða
krossinum.
Á vef Rauða kross Íslands (www.redcross.is)
kemur fram að 2.000 sjálfboðaliðar starfa fyrir
samtökin á ýmsum sviðum. Þar segir meðal ann-
ars að löng hefð sé fyrir starfsemi sjálfboðaliða
við rekstur sölubúða og bókasafnsþjónustu á
Landspítalanum. Þóra segir að bókasafn sé hluti
af starfsemi Landspítalans og vinna sjálf-
boðaliða því mjög mikilvæg.
Erfiðara að fá yngri konur til sjálfboðaliðastarfa