Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur
sigrunhlin@mbl.is
SLITNAÐ er upp úr Doha-viðræðunum og
óljóst er hvenær þeim verður haldið áfram.
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, var í
hópi þeirra Íslendinga sem tóku þátt í viðræð-
unum í Genf. Hann sagði átökin í lokin aðal-
lega hafa verið milli Indverja og Bandaríkja-
manna og að þau hafi snúist um það að
þróunarríkin, með Indverja og Kínverja í
broddi fylkingar, vildu fá rýmri heimild til að
verja sinn landbúnað en Vesturlöndin og eink-
um Bandaríkin gátu fallist á. Í samnings-
drögum sem Pascal Lamy, forstjóri Alþjóða-
viðskiptastofnunar, lagði fram á föstudag var
lagt til að leyfilegt yrði að hækka tolla á inn-
fluttar vörur ef innflutningur þeirra ykist um
40% á ákveðnu tímabili. Indverjar, ásamt fleiri
Asíuþjóðum, vildu fá leyfi til að hækka tolla áð-
ur en 40% markinu yrði náð, en þetta sam-
þykktu Bandaríkjamenn ekki. Þegar ljóst var í
gær að samkomulag næðist ekki höfðu viðræð-
urnar staðið yfir í níu daga.
Ólíklegt þykir að þráðurinn verði tekinn upp
að nýju fyrr en í fyrsta lagi eftir forsetakosn-
ingar í Bandaríkjunum í nóvember. Sérfræð-
ingar hafa jafnvel spáð því að nokkur ár muni
líða, en sjö ár eru nú liðin síðan viðræðunum
var hleypt af stokkunum í Doha, höfuðborg
Katar, og fundað hefur verið árlega síðan.
Margir urðu fyrir vonbrigðum
Forstöðumaður alþjóðlegu hjálparsamtak-
anna Oxfam, Thomas Hobbs, sendi frá sér yf-
irlýsingu þar sem hann sagði geysileg von-
brigði að viðræðurnar skyldu hafa farið út um
þúfur og tækifæri til að koma í veg fyrir aukna
fátækt hefði verið kastað á glæ. Hann sakaði
auðugri ríki um að hafa aðeins beitt sér fyrir
því að vernda sína hagsmuni í stað þess að
reyna að koma á gagngerum umbótum í al-
þjóðlegum viðskiptum, og að það væri
hneykslanlegt að kenna þróunarríkjum um að
hafa ekki náð samkomulagi.
Peter Mandelson, sem fer með viðskiptamál
í framkvæmdastjórn ESB, sagðist vera miður
sín yfir að aðeins eitt atriði skyldi hafa gert
samkomulagið að engu, þegar efnahags-
ástandið er almennt svo slæmt sem raun ber
vitni.
Þá hafa leiðtogar í stjórnmálum og efna-
hagslífinu hafa einnig lýst yfir ósætti sínu með
dræman árangur viðræðnanna, meðal annarra
formaður verslunarráðs Bandaríkjanna, en
hann sagði þetta slæmar fréttir fyrir fyrirtæki,
verkamenn, bændur og fátæka um allan heim,
og að þeir sem mestu töpuðu á þessu væru fá-
tækustu ríki heims.
Doha endar úti í móa
Öll von slokknaði um samkomulag í Doha-viðræðunum í gær þegar ljóst varð
að deila Bandaríkjanna og Asíu um landbúnaðarvernd yrði ekki leyst í bráð
Morgunblaðið/Einar Falur
Kýr Ef samkomulag hefði tekist um tollheimildir hefðu þær lækkað um 70%. Þá hefðu verndar-
tollar á vörur sem eru líka framleiddar á Íslandi, svosem mjólk og kjöt, óhjákvæmilega lækkað.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
EINAR K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, ætlar að óska eftir viðræðum
við bændasamtökin og aðra sem málið varðar um
stuðning ríkisins og breytt styrkjakerfi við ís-
lenska bændur. Hann kvaðst þegar rætt var við
hann í gærdag líta svo á að hvort sem niðurstaða
fengist í samningaviðræðum Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar (WTO) eða ekki, væri ljóst hvert
stefndi varðandi landbúnaðarhluta Doha-viðræðn-
anna. „Við gerum okkur grein fyrir því að niður-
staðan, þegar hún kemur, mun hafa talsverð áhrif
á uppbyggingu styrkjakerfisins og stuðningsum-
hverfið. Það mun ráðuneytið ekki útfæra einhliða
heldur munum við gera þetta í
samstarfi við hagsmunaaðila.
Hingað til hafa ríkið og bænd-
urnir gert samninga sín á milli.
Ég sé fyrir mér að þannig verði
það líka við útfærsluna á þessu
kerfi og þær breytingar sem
það mun hafa í för með sér,“
sagði Einar. Hann taldi líklegt
að hann myndi óska fljótlega
eftir viðræðunum. Nánari tíma-
setning gæti þó ráðist af því
hvernig málum lyktaði í Genf, en mikil óvissa ríkti
í þeim efnum þegar rætt var við ráðherrann.
„Ég sagði strax í upphafi að ég teldi að menn
ættu að fara að hugsa það til lengri tíma hvernig
þessu stuðningskerfi verður háttað í ljósi þess að
við munum þurfa að taka á okkur þær breytingar
sem leiða af alþjóðasamningum eins og þeim sem
verið er að vinna að hjá Alþjóðaviðskiptastofn-
uninni. Ef niðurstaðan fæst í dag [í gær] er ljóst að
við gerum það strax. Þótt niðurstaðan fáist ekki
núna er að mínu mati óskynsamlegt annað en að
fara að huga að því hvernig framtíðin mun líta út.“
Ekki er búið að útfæra í einstökum atriðum
hvaða leiðir verða farnar til að breyta t.d. bein-
greiðslum í stuðning sem WTO mun leyfa. Ein leið
er t.d. að tengja stuðninginn við landnotkun
bænda. Aðspurður kvaðst Einar ekki treysta sér
til að svara því nú hvort hægt verði að binda stuðn-
ing ríkisins með einhverjum hætti við skuldbind-
ingu bænda um framleiðslu landbúnaðarvara.
Útfærslan verður ekki einhliða
Landbúnaðarráðherra vill efna til viðræðna við bændur og hagsmunaaðila um að-
lögun að breyttu stuðnings- og styrkjakerfi í anda Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
Einar K.
Guðfinnsson
Í HNOTSKURN
»Alþjóðaviðskiptastofnunin(WTO), sem 153 þjóðir
eiga aðild að, ákvað árið 2001
að hefja nýjar samninga-
viðræður um alþjóðaviðskipti.
»Doha-viðræðurnar hafadregist mjög á langinn.
Rætt hefur verið um tvö meg-
insvið, þ.e. landbúnaðarvörur
og svo aðrar vörur, þ.á m. iðn-
aðarvörur.
» Í síðustu viðræðulotu íGenf var meira tekist á um
aðrar vörur en landbún-
aðarvörur. Meiri sátt virtist
ríkja um landbúnaðarþáttinn.
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
DOHA-viðræður Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar fóru út um þúfur í gær eftir
níu daga karp. Markmið viðræðnanna
var að greiða fyrir alþjóðaviðskiptum
með landbúnaðarvörur með tollalækk-
unum og auðvelda aðgang annarra vara
á alþjóðamarkað.
Haraldur Benediktsson formaður
Bændasamtaka Íslands segir enga sér-
staka gleði í því að upp úr viðræðunum
hafi slitnað. Hann segir að þó markmið
viðræðnanna séu bændum ekki endilega
hagstæð þá sé óvissan í landbúnaðnum
litlu skárri. „Það er mjög vont fyrir at-
vinnuveginn að við séum í þessu limbói
árum saman,“ segir Haraldur.
Formaðurinn segir ljósa punktinn í
þessu vera að nú fái Bændasamtökin
rýmri tíma til að aðlaga bændur í land-
inu að þeim breytingum sem vofa yfir.
Reiknar hann fastlega með að samtökin
muni nýta hið aukna ráðrúm til að gera
bændur sem best í stakk búna til að tak-
ast á við það sem koma skal.
Neytendur verða af tollalækkunum
Formaður Neytendasamtakanna, Jó-
hannes Gunnarsson, segir þetta vera
mikil vonbrigði fyrir neytendur. Þeir
verði af þeim miklu tollalækkunum sem
samtökin hafi vonast eftir. „Auðvitað
vonum við að menn hysji upp um sig
buxurnar og reyni til þrautar að ná sam-
komulagi,“ segir hann um málið.
Jóhannes segir að þó hans starf sé
fyrst og fremst að hugsa um hag neyt-
enda á Íslandi sé ekki hægt að líta fram
hjá hinum gríðarlegu hagsmunum sem
þarna eru í húfi fyrir fátækari þjóðir
heims. Stefnt hafi verið að því að auka
aðgengi þeirra að heimsmarkaðinum en
nú verði ekki af því í bili.
Landbúnaður
áfram í óvissu
EIGANDI verslunar við ráðhús-
torgið á Akureyri lagði í gærmorg-
un túnþökur á miðju torgsins. Þetta
gerði hann án leyfis bæjaryfirvalda
en þar sem uppátækið hefur lagst
vel í bæjarbúa stendur ekki til að
fjarlægja grasið. Hann fær í það
minnsta að vera fram yfir versl-
unarmannahelgina. Sigrún Jakobs-
dóttir bæjarstjóri Akureyrar sagði
framtakið „hið besta mál“, fjöldi
beiðna um grasblett á torginu hefði
borist bænum gegnum tíðina.
Torgið var þakið grasi til ársins
1992 að það var allt hellulagt.
Haft er eftir þáverandi yfirmanni
skipulagsnefndar Akureyrarbæjar,
Tómasi Inga Olrich, að hellulagt
myndi torgið auka unglinga-
drykkju. Honum hafi þótt torgið
svo ljótt að þar væri ekkert við að
vera annað en að drekka.
skulias@mbl.is
Ráðhústorg
þakið grasi
Morgunblaðið/Golli