Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á
Íslandi hækkaði um 0,4% í gær og er
lokagildi hennar 4.139 stig. Af úr-
valsvísitölufélögunum hækkuðu
hlutabréf Landsbankans mest, eða
um 2,2%. Mest lækkun varð á bréf-
um Icelandair Group, 0,6%.
Krónan styrktist í gær um 3,6%
og er vísitalan 160,4 stig.
gretar@mbl.is
Hækkun í Kauphöll
● SPRON lauk í
gær verðbréfun
íbúðalánasafns
síns fyrir um 21
milljarð króna.
Verðbréfun hef-
ur það verið nefnt
sem á ensku heit-
ir securization og
er sala á eigna-
safni sem fjármögnunaraðferð.
Skuldabréf Spron eru gefin út í
evrum og hafa 78,5% bréfanna feng-
ið lánshæfismatið Aaa frá matsfyrir-
tækinu Moodýs. Þau hafa verið
skráð í tveimur kauphöllum, á Íslandi
og NYSE Euronext, Amsterdam. Þau
eru jafnframt gjaldgeng í endur-
hverfum viðskiptum hjá Seðlabanka
Íslands og Seðlabanka Evrópu.
gretar@mbl.is
Skuldabréf SPRON fá
Aaa í lánshæfismat
● TAP af rekstri Vinnslustöðvarinnar
á fyrstu sex mánuðum þessa árs
nam 950 milljónum króna. Þetta er
mikil breyting frá því á sama tímabili
í fyrra en þá var hagnaður félagsins
1.116 milljónir.
Mest munar um að fjármagnsliðir
voru neikvæðir um 1.709 milljónir í
ár, en þar af var gengistap 1.614
milljónir. Til samanburðar voru fjár-
magnsliðir jákvæðir um 530 milljónir
á sama tímabili í fyrra.
Í tilkynningu segir að hátt olíuverð
vegi þungt og hafi neikvæð áhrif auk
þess sem áhrifa minnkandi eft-
irspurnar sé tekið að gæta, einkum í
dýrari afurðaflokkum. gretar@mbl.is
Verri afkoma hjá
Vinnslustöðinni
VERÐBÓLGA var mest á Íslandi í
júnímánuði síðastliðnum af aðildar-
ríkjum Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar, OECD. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar
sem birt var í gær.
Tólf mánaða verðbólga mældist
12,8% í júní á Íslandi. Næstmest var
verðbólgan í Tyrklandi, 10,6% og þar
á eftir komu Ungverjaland og Tyrk-
land með 6,7%.
Verðbólgan mældist heilt yfir
4,4% í OECD-ríkjunum öllum, sem
er hækkun frá fyrra mánuði er hún
mældist 3,9%. Þetta er mesta jafn-
aðarverðbólga í OECD-ríkjunum frá
því í mars árið 2000.
Mest munar um orku og mat
Fram kemur í skýrslu OECD að
meginástæðan fyrir aukinni verð-
bólgu sé hækkun á orkuverði, annars
vegar, og hækkun á verði matvæla,
hins vegar. Orkuverð hækkaði um
19,3% frá júní á síðasta ári til sama
mánaðar á þessu ári, í samanburði
við 14,7% hækkun frá maí 2007 til
maí 2008. Matvælaverð hækkaði um
6,5% á milli júní og júní en um 6,0%
frá maí til maí.
Að orku og matvælum undanskild-
um var tólf mánaða verðbólga í
OECD-ríkjunum 2,2% í júní en 2,1%
í maí.
Tólf mánaða verðbólga á evru-
svæðinu í júní var nokkuð lægri en í
OECD-ríkjunum, eða 4,0%. Verð-
bólgan var 3,8% á Ítalíu og Bret-
landi, 3,6% í Frakklandi, 3,3% í
Þýskalandi, 3,1% í Kanada og 2,0% í
Japan en 5,0% í Bandaríkjunum.
gretar@mbl.is
Mest verðbólga á Íslandi
meðal OECD-ríkja
Verðbólgan jókst í flestum ríkjunum á milli maí og júní
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, segir í samtali við
Morgunblaðið að við núverandi að-
stæður á alþjóðamörkuðum stefni
bankinn ekki á frekari vöxt efnahags-
reiknings í evrum talið, heldur að
halda í horfinu þar til léttir til á fjár-
málamörkuðum.
Hvað varðar fjármögnun muni
bankinn leggja áherslu á Icesave inn-
lánsreikninga bankans, sem hafi
gengið afar vel, og verði opnaðir fleiri
slíkir reikningar í fleiri löndum á
næstu mánuðum. Með þessum hætti
og með hliðsjón af því að afborgarnir
af langtímalánum séu aðeins um 850
milljónir evra á næstu tólf mánuðum
muni bankinn kappkosta að varðveita
sterka lausafjárstöðu.
Uppgjör Landsbank-
ans yfir væntingum
Hagnaður 29,5 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hækkun Bréf Landsbankans hækkuðu um 2,2% í gær, mest allra félaga í Úr-
valsvísitölu Kauphallarinnar. Velta með bréf bankans nam 340 milljónum.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
HAGNAÐUR Landsbankans á fyrri
helmingi ársins nam 29,5 milljörðum
króna, samanborið við 26,3 milljarða
króna hagnað á sama tímabili í fyrra.
Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaður
bankans 12 milljörðum króna saman-
borið við 12,5 milljarða króna hagnað
á sama tímabili árið áður.
Er afkoma bankans heldur yfir
spám greiningardeilda hinna bank-
anna tveggja, en Glitnir hafði spáð 9,9
milljarða króna hagnaði á fjórðungn-
um og Kaupþing spáði 11,6 milljarða
hagnaði.
Hagnaður fyrir skatta á fyrri helm-
ingi ársins nam 31,1 milljarði króna,
en hagnaður fyrir skatta af kjarna-
starfsemi bankans nam hins vegar
22,8 milljörðum. Við þann útreikning
er horft framhjá gengishagnaði eða
-tapi af hlutabréfaeignum bankans og
eigin viðskiptum með gjaldeyri og
skuldabréf. Þessi liður skilaði bank-
anum, með öðrum orðum, 8,3 millj-
örðum króna á fyrri helmingi þessa
árs. Arðsemi eigin fjár eftir skatta
fyrri hluta ársins var 35%, en arðsemi
eigin fjár af áðurnefndri grunnaf-
komu var hins vegar 26%. Arðsemi
eigin fjár allt árið í fyrra var 24%.
ÍSLENSKIR neytendur eru nú svartsýnni en þeir
hafa áður verið frá því Gallup hóf að mæla vænt-
ingar þeirra í mars 2001. Væntingavísitala Gallup,
sem birt var í gær, mældist 61,4 stig, en það er
lægsta gildi hennar frá upphafi.
Ef væntingavísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri
viðmælendur Gallup bjartsýnir á ástand og horfur í
efnahags- og atvinnumálum en þeir sem eru svart-
sýnir. Þessu er öfugt farið ef vísitalan er undir 100
stigum, eins og nú er.
Könnun Gallup gefur til kynna að töluvert fleiri
Íslendingar séu nú svartsýnir en bjartsýnir. Breyt-
ingin er mikil á einu ári, því í maí í fyrra var vænt-
ingavísitalan hærri en hún hafði áður verið, þ.e. 155
stig.
Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að ekki sé
að efa að gengisfall krónunnar og verðbólguskot hafi
haft mikil áhrif á væntingavísitöluna að þessu sinni.
Greiningardeild Kaupþings segir í vefriti sínu,
hálffimm-fréttum, að vaxandi svartsýni og sögulegt
lágmark væntinga nú um stundir gefi til kynna að
neytendur telji efnahagsvetur ekki langt undan.
Í Vegvísi greiningardeilar Landsbankans segir að
væntingavísitalan breytist mjög í takt við gengi
krónunnar. Þegar krónan veikist leiði það jafnan til
lækkunar á væntingavísitölunni, sem aftur haldist í
hendur við breytingar einkaneyslu. „Hrun vænt-
ingavísitölunnar á öðrum ársfjórðungi gefur því til
kynna að verulega hafi dregið úr einkaneyslu á árs-
fjórðungnum og nýtt lágmark væntingavísitölunnar
í júlí bendir til að sú þróun haldi áfram,“ segir í Veg-
vísinum. gretar@mbl.is
Svartsýni eykst hér
Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst lægri
Mun fleiri neytendur eru svartsýnir en bjartsýnir
Morgunblaðið/RAX
Svartsýnir Mikið hefur dregið úr bjartsýni ís-
lenskra neytenda á undanförnum mánuðum.
AFKOMA Öss-
urar hf. var um-
talsvert betri á
fyrri helmingi
þessa árs en á
sama tímabili í
fyrra. Hagn-
aðurinn í ár
nam 10,6 millj-
ónum Banda-
ríkjadala, eða um 854 milljónum
íslenskra króna á núverandi
gengi. Á fyrri helmingi síðasta
árs var hins vegar 1,2 milljóna
dala tap af rekstri Össurar. Sala
félagsins á tímabilinu nam tæpum
183 milljónum dala og jókst um
8% frá fyrra ári.
Annar fjórðungur þessa árs var
einnig betri en sama tímabil í
fyrra, en hagnaðurinn á fjórð-
ungnum í ár nam 3,9 milljónum
dala samanborið við 1,5 milljónir
í fyrra.
Heildareignir Össurar jukust
lítillega eða úr 635 milljónum
Bandaríkjadala í 646 milljónir
dala, þegar miðað er við lok ann-
ars fjórðungs á síðasta ári. Eig-
infjárhlutfall (CAD) félagsins var
42% í lok júní á þessu ári.
Aukin arðsemi
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
segir í tilkynningu að tekist hafi
að auka arðsemi félagsins tals-
vert á fyrstu sex mánuðum ársins
þrátt fyrir slæma sölu á öðrum
ársfjórðungi. „Óvenju fáar vörur
hafa verið markaðssettar á fyrstu
sem mánuðum ársins, en von er á
áhugaverðum nýjum vörum sem
og endurbættum vörum á seinni
hluta ársins.“ gretar@mbl.is
Hagnaður
eykst hjá
Össuri
!"#$ %&'(
! " #$
%
&'
(
$
)
*+,-.
* " / 0 12
34"
5
678
94
+ "+:1
1; 4
.< 2
3 4"00
=0
> 4"">
!
!"02
!
"
!"!
#$!
%#&&
!'$
'$"'
'$(&
'!"#
)%$&&
%%"&
*$#&
(&&
"%(
'#%
*#(&
''!
'"%&&
'#*&&&
%'&&&
'(*&&
%'"&
*#&
$#*&&&
=0
3
0?
&* 6AA6A76
A6BBBB
C7D6A8
DAE6D68
E6 DB 8B8BBB
C8ADC6B8B
66E C6BDD8
8EAEDE6
C6 /
CCA 8A7BEA8
B
CA8BB
/
E7CC
/
/
/
DC7DBBBB
/
/
7FE
8FD7
8FBB
7FBE
CDF CDF6B
C7FE8
ADFBB
FAB
6F 6FBC
EF CF8
8F6B
/
CEBFBB
C8BFBB
B8FBB
C6FBB
/
/
/
D878FBB
/
/
7FEA
8F8B
8F 7FCD
CDFEC
CDF68
CAFB8
AAFBB
FEB
DF8B
6F EF CF86
7FBB
/
CE6FBB
C7BFBB
CDFBB
CD6FBB
CFEB
/
F8B
D7C8FBB
CBF8B
8FBB
12
0
8
C
C8
C
8
C
D
/
7
C
/
C
/
D
/
/
/
6
/
/
G
0 0
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
EABB
ABB
EABB
EABB
8ABB
EABB
DABB
EABB
C7ABB
7CBBA
67BB
EABB
ABB
A6BB
-)H -)H $&(
*#%
+&'
,&%
-)H &H
%-%!'
$'&
+&#
,&*
G9I
.
J
''-("*
%-(%&
,%$
,%#
13*
G #-('"
!-("'
,&'
,&)
-)H'C8
-)HDB
$-'("
"!$
,&$
+&'
● BRESKA flugfélagið British Air-
ways (BA) og spænska félagið Iberia
eiga í viðræðum um hugsanlegan
samruna. Haft er eftir Willi Walsh,
forstjóra BA, í frétt á fréttavef BBC-
fréttastofunnar, að samruninn myndi
væntanlega gagnast báðum félög-
unum vel við núverandi efnahags-
aðstæður í heiminum.
Walsh segir að landslagið í flug-
heiminum sé að breytast og að flug-
félög verði að huga að samruna í enn
ríkara mæli en hingað til. Of snemmt
sé þó að segja eitthvað til um hvort
störfum hjá félögunum muni fækka
ef til samruna kemur. gretar@mbl.is
British Airways og
Iberia ræða samruna
Eiginfjárstaða bankans og
fjármögnun er traust.
Uppgjörið litast af veikingu
krónunnar og komi til styrk-
ingu hennar á ný mun geng-
ishagnaður ganga að ein-
hverju leyti til baka.
Innlán í Icesave-reikninga
erlendis hafa aukist og er um
helmingur þeirra nú bundinn.
Þóknanatekjur munu lík-
lega dragast saman á næstu
mánuðum.
Uppgjörið
í hnotskurn