Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 16
|miðvikudagur|30. 7. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Verslunarmannahelgin
er yndisleg hvort sem fólk
eyðir henni í fjúkandi
tjaldi, eða við kamínuyl í
sumarbústað. Stefni fólk
ótrautt á tjaldið er skyn-
samlegt að lesa áfram.
Hitakanna sem heldur hita á
drykknum í útilegunni. Dugar bæði
í þynnkukakó og síðdegiskaffi.
Fæst í Europris og kostar 295 kr.
Ferðasápa er bráðsniðug í bak-
pokann. 50 lauf eru í pakkanum
og þau má nota sem sjampó og
sápu, auk þess sem hægt er að
þvo með þeim föt og vaska upp.
Sápan fæst í Íslensku Ölpunum
og kostar 695 kr.
32 lítra kælibox kemur að góðum notum.
Hvort sem það er fyllt af öli eða gómsæt-
um útilegumat, er gott að hafa mikið
pláss. Fæst í Europris og kostar 3.790 kr.
Nauðsynlegir og nytsamir ferðafélagar
18 lítra samanbrjótanleg kælitaska er fyrir-
ferðarlítil þegar grynnkar á matarbirgðunum.
Fæst í Íslensku Ölpunum og kostar 1.995 kr.
Litlar túpur og box fyrir matvæli
sem eru of fyrirferðamikil í sín-
um upprunalegu pakkningum.
Til dæmis matarolíu, tómatsósu
og fleira. Fæst í Íslensku
Ölpunum og kostar 895 kr.
Tjaldhælatogari Þetta segir sig nú al-
veg sjálft. Ódýr og góð lausn fyrir
fólk sem vill sleppa við eymsli í putt-
unum eftir átök við tjaldhæla. Fæst í
Íslensku Ölpunum og kostar 295 kr.
Lakpoki er góð lausn fyrir
kulvísa. Eykur ylinn í
svefnpokanum um allt að
8°C og heldur honum
hreinum. Fæst í Everest
og kostar 10.495 kr.
Vasahandklæði úr
microfiber efni. Fæst í
nokkrum stærðum, er
mjög rakadrægt og
fljótþornandi. Tekur
ekki hálfa töskuna eins
og önnur handklæði.
Fæst í Everest og
kostar 2.990 kr.
Handahitari er góð lausn í íslenskri
veðráttu. Stingið honum í vett-
lingana og rymjið af hlýju og ánægju
í allt að sjö klukkutíma. Fæst í Ís-
lensku Ölpunum og kostar 500 kr.
Næstu helgi munu tjöld íöllum litum rísa upp víðaum land. Sumt fólk erorðið ansi sjóað í úti-
legum og búið að koma sér upp
myndarlegum útilegugræjum í gegn
um árin. Aðrir eru nýgræðingar í
tjaldmálum og munu brátt læra
hvaða hluti er nauðsynlegt að hafa
með sér í ferðalagið, og hverja er
best að skilja eftir heima.
Til aðstoðar við bæði þaulreynda
og grænjaxla, kynnir blaðamaður til
sögunnar jafnt nauðsynlega sem nyt-
samlega hluti í útileguna.
liljath@mbl.is
Áútihátíðum virðist stund-um fátt jafn handhægt ogað skella pylsum eða ham-borgara á einnota grillið.
Þótt það sé fljótleg lausn þykir fátt
betra á hráslagalegri útihátíð en
gómsætur biti.
Með sniðugum hráefnum og fyrir-
hyggjusemi er hægt að töfra fram
fljótlegar kræsingar.
Hér eru nokkrar grillhugmyndir
frá nokkrum nautnaseggjum:
Fylltar kartöflur
Þessa uppskrift er fengin frá Meist-
arkokkum mbl.is. Hægt að undirbúa
kartöflurnar áður en lagt er í ferða-
lagið.
4 forbakaðar bökunarkartöflur
100 g stökkt forsteikt beikon
1 rif hvítlaukur í olíu
1 búnt söxuð steinselja
salt og pipar
ögn saxaður chili
Takið innan úr bakaðri kartöflu
með skeið. Blandið innihaldið að eig-
in vali. Til dæmis er hægt að blanda
stökku beikonbitum, hvítlauks-
mauki, saxaðri steinselju, salti og
pipar og söxuðum chili. Kartöflu-
hýðið er fyllt með maukinu og vafið
inn í álpappír. Grillið.
Bragðgott miðnæturbrauð
4-5 tómatar
1 höfðingjaostur
1 chilipipar
samlokubrauð
Mótið litla skál úr álpappír. Klipp-
ið tómatana og höfðingjaostinn í
grófa bita ofan í skálina. Klippið
chilipiparinn fínt ofan í skálina.
Grillið í smá stund og mokið á létt-
hitað samlokubrauð.
Fylltar paprikur
1-2 paprikur (ekki grænar)
piparostur
grænmeti að eigin vali
Skerið paprikurnar til helminga
og hreinsið þær að innan.
Grænmeti að eigin vali og smá
klípu af piparosti er troðið í
paprikurnar. Grillið.
Bananar og beikon
banani
beikon
Skerið banana í fjóra bita. Skerið
jafn langa bita af beikoni. Vefjið
beikoni utan um bananann og festið
með tannstöngli. Grillið.
Eftirréttur úr náttúrunni
Tínið ber í nálægum berjamó og
grillið með makkarónukökum.
Einfaldir sælkeraréttir fyrir tjaldbúa
Nú þegar verslunarmannahelgin er á næsta leiti er ekki seinna vænna að huga að matarkrásunum sem taka á með í útileguna.