Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 18

Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Viðræðurnar,sem hafastaðið yfir í Genf undanfarna níu daga um lækk- un tolla á landbún- aðarafurðir og iðnaðarvörur, runnu út í sand- inn í gær. Bandaríkjamönn- um, Indverjum og Kínverjum var kennt um að standa í vegi fyrir samkomulagi. Þessar þjóðir munu ekki hafa getað komið sér saman um innflutn- ingsreglur, sem lutu að tollum til að vernda fátæka bændur þegar verð lækkar eða inn- flutningur eykst verulega. Fundirnir í Genf fóru fram innan vébanda Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar og eru hluti af umfangsmeiri samningaviðræðum, sem kenndar eru við Doha og ætl- að er að draga úr ójöfnuði í heiminum með því að auka viðskiptafrelsi. Fyrstu viðbrögð við því að upp úr viðræðunum slitnaði einkennast af svartsýni. Nú hafi glatast tækifæri til að ná alþjóðlegu samkomulagi um viðskipti í bráð og nú megi jafnvel búast við því að við taki svæðisbundnir eða tví- hliða samningar. Meginástæðan fyrir því að viðræðurnar strönduðu er sú að samningamenn óttuðust að semja af sér. Meginmark- miðið var vitaskuld að ná sam- komulagi, sem kæmi fátæk- ustu ríkjum heims til góða og ýtti undir hagvöxt og betri lífskjör. Því var hins vegar fórnað á altari sér- hagsmuna þar sem hver þjóð lagði áherslu á að opna markaði í öðrum lönd- um, en gæta eigin markaða. Sem dæmi má nefna að Bandaríkin og Evrópa vildu meiri aðgang til að selja þjón- ustu í löndum á borð við Ind- land og Kína en stjórnvöld í þeim löndum voru tilbúin að veita. Þróunarríkin vildu fá aðgang fyrir landbúnaðar- vörur sínar í Evrópu og Bandaríkjunum. Ísland er líka dæmi um þversagnirnar í viðræðunum. Einar K. Guðfinnsson land- búnaðarráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að hann ætli þegar að hefja viðræður við bændur um stuðning rík- isins og breytt styrkjakerfi fyrir bændur vegna þess að samkomulag muni nást fyrr eða síðar. Það á ekki að draga úr stuðningi við bændur, held- ur hagræða honum þannig að hann stangist ekki á við vænt- anlegt samkomulag. Í þessum efnum eru Íslendingar síður en svo einsdæmi, miklu frekar dæmigerðir. Viðræðurnar í Genf voru kennslustund í átökum sérhagsmuna og hagsmuna heildarinnar. Í þessari lotu höfðu sérhags- munirnir hagsmuni heildar- innar undir. Í þessari lotu höfðu sérhagsmunirnir hagsmuni heildar- innar undir} Viðræður í strand Þegar sjávar-útvegurinn var laus undan handarjaðri rík- isvaldsins varð hann að alvöruat- vinnugrein, eins og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra hefur haldið fram. Sama þróun verður að eiga sér stað innan landbúnaðar- ins á Íslandi. Þetta vita framsýnir bænd- ur sem búa sig undir aukna samkeppni erlendis frá. Þró- unin er á þá leið að tollamúrar rofna og verndarstefnan líður undir lok. Það mátti til dæmis sjá í viðtali Einars Fals Ing- ólfssonar við Jón Kjartansson bónda á Refsstöðum í Hálsa- sveit í Morgunblaðinu í fyrra- dag. Jón segir að kúabúin verði að stækka til að búskapurinn borgi sig. Eins og aðrar al- vöruatvinnugreinar þá geti landbúnaður ekki búið við sveiflur í efnahagslífinu. Því skilur hann ekki þá stjórn- málamenn sem ekki vilji skoða mögulega þátttöku í Evrópusambandi af alvöru. „Bændur eiga að búa sig undir aukna samkeppni við innfluttar vörur og vera óhræddir við það. Íslenskar landbúnaðar- afurðir ættu að hafa verið fá- anlegar á evrópskum mörk- uðum síðustu tuttugu árin. Íslenskar mjólkurafurðir eru þær bestu í þessum heims- hluta. Við eigum nóg af vatni, hreint loft og nóg af ónýttu landrými til að framleiða mat- væli fyrir okkur sjálf og til út- flutnings,“ segir Jón. Hann telur landbúnaðinn eiga gífurlega mikla mögu- leika á því að standast er- lenda samkeppni. „Það er al- gjör tímaskekkja að vera undir verndarvæng hins op- inbera. Við eigum að byggja búin upp af þeirri stærðar- gráðu að við getum keppt við hvern sem er.“ Er ekki kominn tími til að stjórnvöld hlusti betur á þá sem vilja gera landbúnað að alvöruatvinnugrein? Það er tímaskekkja að vera undir vernd- arvæng ríkisins} Alvörulandbúnaður Mér virðist – og sennilega hefði égmátt uppgötva þetta fyrr – aðvið Reykvíkingar sitjum uppimeð borgarstjóra sem reynir eftir fremsta megni að stöðva alla framþró- un í skipulagsmálum borgarinnar. Einfald- ast er að vitna til flugvallarins í Vatnsmýr- inni, þessari uppgötvun minni til stuðnings, en nærtækast þykir mér að taka vinnings- teikninguna að nýja Listaháskólanum sem borgarstjórinn hefur nú síðast lagt sig gegn því að hann telur hana ekki nógu 19. aldar- lega. Satt að segja varð ég mjög undrandi þeg- ar borgarstjóri tilkynnti að honum þætti vinningstillagan ótæk. Ég – eins og Björn Bjarnason – stóð í þeirri trú að allir borg- arbúar og þeirra á meðal borgarstjóri myndu fagna tillögunni þegar hún var kynnt á þeim fremur ömurlega reit sem stendur að baki húsunum nr. 41, 43 og 45. Teikningarnar eru ekki bara glæsi- legar heldur telur rektor Listaháskólans að nýja húsið muni mæta þörfum háskólans mjög vel. En svo kemur dómur borgarstjóra: teikningarnar eru ekki nógu gam- aldags. Ég ætti auðveldara með að skilja borgarstjór- ann hefði hann komið þeirri bókun að í keppnislýs- inguna að ekki mætti hrófla við húsunum nr. 41 og 45. En það gerði hvorki hann né skipulagsráð. Eina skil- yrðið var að lóðarhafar skoðuðu möguleika á því að leyfa upprunalegri götumynd að halda sér. Ég geri ráð fyrir því að þeir hafi skoðað þann möguleika. Því virð- ist manni að borgarstjóri sé ekki bara að breyta leik- reglunum; hann er að breyta þeim eftir að flautað hef- ur verið af. Maður fær fljótlega leið á að spila við þannig leikmenn. Borgarstjórinn virðist tilbúinn að eyða bæði tíma og fjármunum borgarbúa svo að 19. aldar götumynd Laugavegarins fái að halda sér. En nú spyr ég: Hvaða 19. aldar götumynd er borgarstjórinn að tala um? Hversu stór hluti húsanna við Laugaveginn er frá 19. öld eða ber með sér yfirbragð 19. aldar byggingarstíls? Ég man satt að segja ekki eftir einu húsi ofan við Frakkastíginn sem minnir á byggingarlist 19. aldar. Fyrir neðan Frakkastíginn eru þau jú litlu fleiri en það má varla finna tvö hús í 19. aldar byggingarstíl án þess að á milli þeirra sé yngri bygging sem brýtur þá samfellu upp. Það er eðli borga að þær breytast, taka mið af straumum og stefnum samtímans, al- veg eins og önnur fyrirbrigði mannlífs sem lúta lög- málum tímans. Það er kannski draumur borgarstjóra að borgarbúar klæðist fötum í 19. aldar klæðskerastíl, keyri um á hestvögnum og brenni kol? Nú síðast rekur hann fyrrum aðstoðarmann sinn úr skipulagsráði fyrir að hafa m.a. sagt að menn þyrftu að skoða Listahá- skólamálið út frá lýðræðissjónarmiðum. Borgarstjóri vill kannski skjóta öllum skipulagsmálum borgarinnar til Danakonungs? Kannski ekki mjög málefnalega spurt en maður veltir óneitanlega fyrir sér takmörkum fortíðarþrár borgarstjórans. Eitt er þó öruggt. Ólafur F. Magnússon getur reynt að spyrna við eðlilegri þróun borgarinnar en honum mun að lokum mistakast. Framrás tímans mun sjá til þess. hoskuldur@mbl.is Höskuldur Ólafsson Pistill 19. aldar borgarstjóri Ofsóknir og kúgun til minnis um ÓL 2008? FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is K ínversk stjórnvöld hafa brugðist. Þau hafa ekki farið eftir eigin fyr- irheitum um að bæta ástand mannréttinda- mála fyrir Ólympíuleikana. Þau hafa, ef eitthvað er, notað leikana sem yf- irskin til þess að viðhalda stefnu sinni eða herða á henni og aðgerðum sín- um, sem leitt hafa til alvarlegra og út- breiddra mannréttindabrota. Þannig álykta mannréttindasamtökin Am- nesty International í nýrri skýrslu sinni um mannréttindamál í Kína, vegna Ólympíuleikanna í Peking, sem hefjast eftir um tvær vikur. Skýrslan var birt í gær, undir yfirskriftinni „Niðurtalning fyrir Ólympíuleikana – svikin loforð“. Engin hreyfing hefur orðið í rétta átt síðan síðasta skýrsla Amnesty var birt, 1. apríl sl. Samtökin segja þó enn hægt að koma tímanlega í veg fyrir að and- rúmsloft kúgunar og ofsókna verði varanleg arfleifð leikanna. Með fimm aðgerðum megi afstýra því, þ.e. með því að sleppa öllum samviskuföngum, koma í veg fyrir gerræðislegar hand- tökur á aðgerðasinnum, birta tölfræði dauðarefsinga í landinu, auka fjöl- miðlafrelsi í kringum leikana og gera grein fyrir öllum sem féllu og voru handteknir í mótmælunum sem fram fóru í Tíbet í mars á þessu ári. Amnesty segja að á undirbúnings- tíma leikanna hafi einungis orðið marktækar umbætur á framkvæmd dauðarefsinga og getu erlendra fjöl- miðla til þess að segja fréttir frá Kína. Hins vegar hafi kínverskir að- gerðasinnar, þ. á m. lögfræðingar og blaðamenn, á sama tíma átt meiri hættu á handahófskenndu varðhaldi, barsmíðum og áreiti af hendi stjórn- valda á undirbúningstímanum. „Endurmenntun og meðferð“ Kínversk stjórnvöld beita varð- haldi mikið, að sögn Amnesty, til að þagga niður í þeim sem hegða sér með óæskilegum hætti. Það er oftar en ekki gert án ákæru og án aðkomu dómara. Það felst t.d. í „endur- menntun með vinnu (EMV)“ og „þvingaðri fíkniefnameðferð (ÞFM)“ sem eru hluti af aðgerðum til þess að hreinsa Peking fyrir leikana. Hand- sömun þúsunda mótmælenda und- anfarið ár, undir þessum formerkj- um, hefur þótt minna á svipaðar aðgerðir, sem hætt var árið 2003 og kölluðust „Varðhald og endur- þjóðvæðing“. Borgaryfirvöld í Peking ákváðu í maí 2006 að EMV yrði notað gegn margvíslegri móðgandi hegðun, m.a. ólöglegum auglýsingum eða bæklingagerð. Í febrúar 2007 var ákveðið að ÞFM gæti tekið heilt ár í stað sex mánaða, og að áherslan í bar- áttunni gegn fíkniefnum yrði eft- irleiðis ekki á almennan málflutning heldur yrði beint gegn einstökum fíkniefnaneytendum. Í september 2007 bárust fréttir af leynilegum varðhaldsstöðvum í út- jaðri borgarinnar, þar sem mótmæl- endum var haldið áður en þeir voru reknir frá borginni til heimabæja sinna með valdi. Þessar stofnanir voru á sínum tíma gagnrýndar fyrir að standa algerlega utan dómskerfis Kína. Í júní skyldaði Sjanghæ-borg aðgerðasinna og mótmælendur til að tilkynna sig til lögreglu í viku hverri og bannaði þeim að fara frá borginni án leyfis. Í júní vöruðu staðbundin yf- irvöld annars staðar í Kína mótmæl- endur einnig við því að fara til Pek- ing. T.d. var í Chengdu, höfuðborg Sichuan-héraðs óskað eftir sólar- hringsvakt til að hindra för mótmæl- enda til Peking. Þá telja Amnesty að leiðbeiningar kínversku ólympíunefndarinnar til keppenda og annarra séu tól til að hefta tjáningarfrelsi á meðan á leik- unum stendur. Reuters Vörður Kínversk stjórnvöld brugðust við skýrslunni strax í gær og sögðu þá sem skilja Kína ekki geta verið sammála Amnesty International. Í skýrslu Amnesty eru leiðtogar ríkja heims, sérstaklega þeir sem ætla á Ólympíuleikana, hvattir til að tjá sig opinberlega um mann- réttindamál í Kína. Sérstaklega um mál nafngreinds fólks sem brotið hefur verið á. Forseti Íslands fer á leikana í boði kínverskra stjórn- valda, og menntamálaráðherra í boði ÍSÍ. Bu Dongwei er í tveggja og hálfs árs varðhaldi. Hann var hand- tekinn í maí 2006 eftir að Falun Gong-bókmenntir fundust á heimili hans. Vísendingar eru um að hann sé vannærður í varðhaldinu. Yang Chunlin afplánar fimm ára dóm fyrir að „hvetja til niður- rifs“ með því að krefjast mannrétt- inda og tala gegn Ólympíu- leikunum. Hu Jia er í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í apríl hvatt til niðurrifs. Hann tók þátt í þing- nefndarfundi hjá ESB með hjálp vefmyndavélar og gagnrýndi Kína og undirbúning Ólympíuleikanna. LEIÐTOGAR TJÁI SIG ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.