Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 23
✝ Pálína MargrétHafsteinsdóttir
fæddist á Skaga-
strönd 1. janúar
1930. Hún lést á
heimili sínu 22. júlí
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Laufeyjar Jóns-
dóttur, f. 16.6. 1897,
d. 25.12. 1969 og
Hafsteins Sigur-
bjarnarsonar, f.
11.2. 1895, d. 18.5.
1974, frá Reykholti
á Skagaströnd. Hún
var ein af sjö systrum. Hinar eru;
Jóninna Þórey, f. 1922, d. 1994,
Ragnheiður Birna, f. 1925, Ingi-
björg Fríða, f. 1933, Guðný Aðal-
björg, f. 1936, Áslaug Aðalheiður,
f. 1938 og Ólína Gyða, f. 1941.
Pálína ólst upp á Skagaströnd, en
fluttist til Reykjavíkur 16 ára að
aldri og bjó þar rúm 50 ár og í
Kópavogi síðustu 10 árin.
Pálína giftist 16. sept. 1950
Þórði Kristjánssyni frá Hólslandi
í Eyjahreppi í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, f. 13.1. 1924, d.
30.6. 1991. Þau áttu 3 börn. Þau
eru; 1) Bára, f. 21.9. 1948, gift
Herði Sveinssyni frá Húsavík, f.
24.6. 1943, börn þeirra Þórður
Páll, f. 22.5. 1968, d. 5.4. 1981 og
Magnea Ingigerður, f. 21.6. 1971,
gift Viggó Magnús-
syni frá Skaga-
strönd, f. 14.8. 1971.
Börn þeirra eru
Telma Rán, f. 29.7.
1993, Glódís Perla,
f. 27.6. 1995 og Bára
Bryndís f. 20.11.
1998. 2) Hafsteinn,
f. 30.12. 1949, maki
Anna Björk Daníels-
dóttir, f. 1.5. 1955,
d. 7.2. 2006, börn
þeirra eru Pálína
Margrét, f. 28.1.
1976, gift Guðmundi
Sigurðssyni, Ása Marin, f. 26.6.
1977, sambýlismaður James
W.Goulden og Daníel Þór, f.
14.12. 1984. Seinni kona Hafsteins
er Steinunn Guðnadóttir, f. 5.2.
1955, börn hennar eru Egill, f.
12.5. 1982, Sif, f. 15.7. 1985, Sara,
f. 2.1. 1991 og Emil, f. 22.7. 1993.
3) Laufey, f. 13.5. 1963, giftist
Víði Árnasyni. Þau skildu árið
2000. Synir þeirra eru Davíð, f.
23.9. 1981, sambýliskona Ása
Laufey Sæmundsdóttir, f. 14.12.
1979, Baldur, f. 11.2. 1986 og
Haukur, f. 25.8. 1988.
Seinni maður Pálínu er Sæ-
mundur Björnsson, f. 31.10. 1926.
Útför Pálínu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Mig dreymdi draum.
Ég var í Hveragerði með mömmu
og pabba. Þau voru á hestum, pabbi
á rauðum en mömmu var hvítur.
Hesturinn hennar var með mikið sítt
fax, sérlega fallegur og með reistan
makka. Ég stóð neðan við Kambana
og horfði á eftir þeim þeysa þar upp.
Þau fóru miklu hraðar yfir en bíl-
arnir. Allt í einu var mamma samt
komin til mín aftur og bauð mér
hestinn, að ég færi á bak, sem ég og
gerði. Ég lét hann skokka um Hvera-
gerði dágóða stund. Í næstu andrá
vorum við komnar á Skagaströnd og
þar inn í garð systur mömmu. Ég var
enn á hvíta hestinum en mamma stóð
á spjalli við ættingja okkar sem voru
þarna saman komnir. Það var sól og
yndislegt veður.
Lengri varð draumurinn ekki og
ég vaknaði.
Þá sjaldan ég man drauma mína
finnst mér þeir óttalegt bull og vit-
leysa. En ekki þessi og ég var strax
viss um merkingu fyrri hlutans.
Ég hef svo fallega trú, ég trúi því
að það sé vel tekið á móti okkur eftir
þetta líf, af himnaföðurnum og ást-
vinum okkar sem á undan eru
gengnir.
Ég áttaði mig því strax á hvað
fyrri hlutinn táknaði. Pabbi væri að
sækja mömmu. Merking síðari hlut-
ans rann svo upp fyrir mér strax
næstu nótt, sem var síðasta nótt
elsku mömmu minnar í þessu jarð-
lífi.
Mamma var orðin mjög þreytt og
máttfarin vegna krabbameinsins.
Þessa síðustu nótt sat hún uppi í
rúminu sínu, lagði enni sitt á öxl
mína og sofnaði þannig. Ég lagði
hana svo niður og lagðist hjá henni
og þannig svaf hún í fangi mínu alla
nóttina og svaf vel.
Þarna um nóttina rann svo upp
fyrir mér öll merking draumsins, því
þetta var minn útreiðatúr þar sem
hún leyfði mér að fara á bak hvíta
hestsins.
Þar sem ég lá hjá henni og hugsaði
um drauminn áttaði ég mig líka á
staðsetningunum, því hún hélt mikið
upp á Hveragerði og á Skagaströnd
voru bernskuslóðirnar. Þar var hún
því aftur komin heim, í öllum merk-
ingum þess orðs.
Ég er svo þakklát fyrir þessa nótt
með henni og síðustu dagana okkar
saman.
Þakklát og sátt, þó söknuðurinn sé
mikill og sár.
Ég sakna þessarar sterku dugn-
aðarkonu sem ég var svo heppin að
eiga fyrir móður.
Mamma verður alltaf mín helsta
fyrirmynd í lífinu. Ávallt tignarleg
og flott. Huggulega klædd og með
uppsett hárið sitt. Hún var mikill
dýravinur og Tessý mín alltaf vel-
komin til hennar, henni fannst mikið
vanta ef ég kom þar án hundsins.
Mamma var líka ráðagóð, hlý og
hjálpsöm við alla og ég hugsa að það
finnist fáir ættingjar meðal okkar
sem hún hefur ekki vaskað upp hjá
og aðstoðað í veislum, svo dæmi sé
nefnt.
Ég vildi að ég hefði þó ekki væri
nema brot af dugnaðinum og æðru-
leysinu sem hún sýndi í veikindum
sínum.
Hún átti marga góða að. Sæmund-
ur hennar, var yndislegur ástvinur
og mikið góður félagi. Guð launar
honum það.
Þá var hún líka svo heppin að vera
ein af sjö yndislegum og samhentum
systrum sem studdu og styrktu hver
aðra alla tíð.
Elsku mamma mín, Guð er góður
og ég veit að nú líður þér vel.
Takk fyrir lífið sem þú gafst mér
og öll árin okkar saman. Þú varst
mér yndisleg móðir og ég mun alltaf
elska þig og virða.
Þín,
Laufey.
Mínar fyrstu minningar um
Reykjavík eru er ég krakki var smá-
tíma hjá systur minni Pálínu og
Þórði manni hennar sem þá voru far-
in að búa á Grettisgötu 77. Þau áttu
þá dóttur á fyrsta ári, Báru. Í sam-
Pálína Margrét
Hafsteinsdóttir
Elsku Palla.
Takk fyrir alla þína ást.
Takk fyrir alla þína hjálp.
Takk fyrir alla þína um-
hyggju.
Takk fyrir að fylgja okkur
í gegnum lífið.
Takk fyrir að taka þátt í
sorgum okkar og gleði.
Takk fyrir allt.
Sofðu rótt, engillinn minn.
Laufey og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA
SJÁ SÍÐU 24
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HELGA INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR
frá Smyrlabergi,
áður til heimilis á Vífilsgötu 23,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
23. júlí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju á
morgun, fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á minningarkort Sóltúns s. 590 6000.
Sjöfn Friðriksdóttir, Skúli Jón Sigurðarson,
Alda G. Friðriksdóttir, Guðni F. Guðjónsson,
Hulda G. Friðriksdóttir, Sigurbjarni Guðnason.
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Víðimel 21,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudag-
inn 31. júlí kl. 15.00.
Guðmundur Gaukur Vigfússon, María Guðmundsdóttir,
Vigfús Guðmundsson, Lára Guðmundsdóttir,
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Svanur Guðmundsson,
Kristján Guðmundsson, Elín Anna Helgadóttir
og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR HÓLMKELSSONAR,
Mímisvegi 34,
Dalvík.
Inga Hólmsteinsdóttir,
Hólmsteinn Sigurðsson,
Marsibil Sigurðardóttir, Valur Hauksson,
Hólmfríður Sigurðardóttir, Rögnvaldur Ingvason,
Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Guðmannsson,
Guðmundur Þór Sigurðsson, Lára Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓHANN GUÐMUNDSSON,
Erluási 38,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 24. júlí, verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 13.00.
Guðrún J. Guðlaugsdóttir,
Jóna Laufey Jóhannsdóttir, Ingvar Hreinsson,
Inga Jóhannsdóttir, Daði Bragason,
Jóna Guðrún Jóhannsdóttir, Þorgils E. Ámundason,
Guðmundur Jóhannsson, Guðrún Ágústa Unnsteinsdóttir
og barnabörn.
✝
Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
ástkærs föður okkar, sambýlismanns míns, sonar
míns, bróður okkar, mágs og frænda,
PÉTURS LEIFS PÉTURSSONAR,
sem lést mánudaginn 7. júlí.
Erna Pétursdóttir,
Dagur Pétursson,
Maite Pueyo,
Pétur Guðfinnsson,
Ólöf Pétursdóttir, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson,
Elín Marta Pétursdóttir, Sigurgeir Örn Jónsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RÍKEYJAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR,
Langhúsum,
Fljótum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar fyrir
góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Þorleifur Þorláksson,
Sigurbjörn Þorleifsson, Bryndís Alfreðsdóttir,
Guðný Ó. Þorleifsdóttir, Elías Æ. Þorvaldsson,
Jóhanna Þorleifsdóttir, Hallgrímur S. Vilhelmsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐBJARTUR PÁLSSON,
Hagamel 36,
Reykjavík,
sem lést að morgni mánudagsins 21. júlí í
Danmörku, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, miðvikudaginn 30. júlí kl. 11.00.
Níta Helene Pálsson,
Helena Guðbjartsdóttir Pálsson, Sigurður Ingi Bjarnason,
Kristína Guðbjartsdóttir Pálsson, Atli Már Bjarnason,
Davíð Ólafsson,
Nadía Lind Atladóttir,
Aron Már Atlason,
Níta María Arnardóttir.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍN JÓSEFSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Langholtsvegi 2,
Reykjavík,
sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn
6. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.00.
Jóna Guðbrandsdóttir, Ásbjörn Einarsson,
Einar Jón Ásbjörnsson, Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir,
Elín Björk Ásbjörnsdóttir, Gísli Jóhann Hallsson
og barnabarnabörn.