Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 29

Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 29 Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Parísar 3. og 10. ágúst. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi einstaka borg býður í ríkum mæli. Úrval gistimöguleika er í boði. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar á frábærum kjörum eða skrepptu með fjölskylduna í hinn einstaka ævintýraheim Disney í París. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is París Örfá sæti laus! Verð kr. 12.090 Flugsæti aðra leið með sköttum (Kaflavík-París). Netverð á mann. Sértilboð 3. eða 10. ágúst. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 12.090 3. eða 10. ágúst Verð kr. 29.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Sértilboð 3. eða 10. ágúst. hljóðversplötum settu sveitina í öndvegi íslenskrar popptónlistar árin 2002 til 2004 en þá var popp- senan einkar sterk hér á landi og aðrar hljómsveitir eins og Írafár og Á móti sól nutu gríðarlegrar hylli. Áhersla á eigið efni „Við vorum búnir að spila stans- laust í sjö ár,“ segir Palli trymbill. „Þannig að við tókum okkur hlé. En sveitin hætti aldrei. Og það hefur aldrei verið nein úlfúð eða ágreiningur á milli okkar eins og svo oft er með hljómsveitir. Það er þvert á móti mjög gott samband á milli okkar og við höfum hist reglulega á þessu tímabili og það var gaman, bara mjög spennandi, að setja í gang aftur.“ Áki bassaleikari segir að það verði hins vegar ekki svo að þeir séu að fara að spila út um allar jarðir, fjórum sinnum í viku, eins og raunin var áður. „Við ætlum að velja tónleika og skemmtanir gaumgæfilega og hafa þær veglegri og veigameiri fyrir vikið. Þá er að ganga í gegn ákveðin áherslubreyting en við ætlum að draga mun meira af okkar eigin efni inn í „settið“ enda nóg til af slíku eftir allar þessar plötur.“ Á næsta ári á hljómsveitin svo Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN er reyndar komin á toppinn nú þegar þó hún sé enn stödd í æfingarferlinu. Ég er nefnilega lóðsaður í háreista byggingu í austurhuta borgar- innar og þar, í þakíbúðinni eða „penthásinu“, er sveitin búin að koma sér upp æfingaaðstöðu. Ekki nóg með að græjur og svið (með ljósum og öllu) sé á staðnum held- ur stendur stórt og mikið hring- borð lengra inn með herberginu þar sem ég á eftir að setjast niður með gervallri hjómsveitinni til skrafs. En auk mín eru þarna ljósamaður, hljóðmaður og sprengjusérfræðingur. Já, ég sagði sprengjusérfræðingur. Víst er að eitthvað mikið stendur til með þjóðhátíð í Eyjum en sveitin leikur þar á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Á milli þess sem rennt er í góða og gegna slagara er rætt um reyk, ljósastillingar og útsetningar og á einum tímapunkti heyri ég að Jónsi söngvari er að plotta sérhannaðar flíspeysur fyrir „krúið“... Já, Í svörtum fötum eru greini- lega komin aftur á kreik, en óbil- andi ástríða samfara vel ígrund- uðum látalátum, linnulausri spilamennsku og metnaðarfullum tíu ára afmæli og ýmislegt er í farvatninu vegna þess. Og Palli staðhæfir að nýtt efni muni koma út fyrr eða síðar, engin þurrð sé í þeirri deildinni. „Á sínum tíma störfuðum við sem ballsveit annars vegar og tók- um þá „cover“-lög en vorum svo hins vegar hljóðversband, þar sem við sömdum eigið efni og gáfum út plötur. Okkur vantaði kannski kjark til að pota eigin efni fram á tónleikum og vildum helst ekki spila lögin okkar í þannig um- hverfi. En viðhorf okkar til þessa er allt annað í dag eins og koma mun í ljós.“ Nakinn Á milli laga spjalla ég stuttlega við Einar hljómborðsleikara. „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í þessu bandi gagnvart þjóðhátíð,“ segir hann af sinni stó- ísku ró. „Við höfum alltaf lagt mikið í þá tónleika og það verður svaka „sjó“ núna, því get ég lofað. Það verða þrjú mismunandi sett fyrir hvert kvöld og atriði sem á eftir að koma verulega á óvart.“ Jónsi heyrir til okkar. „Við skul- um segja, að við höfum aldrei ver- ið naktari á ferlinum,“ skýtur hann glottandi inn í en er ófáan- legur til að útskýra það eitthvað frekar. Og svo er talið í næsta lag. Morgunblaðið/Ómar Á flugi Það var enginn bílskúrsbragur á þeim félögunum í hljómsveitinni Í svörtum fötum, enda var æft í hæstu hæðum – bókstaflega. Aftur upp á topp Um áramótin 2006–2007 tók hljómsveitin Í svörtum fötum sér langþráða hvíld. Eitt gigg hér og hvar hefur dottið inn síðan þá en frá og með þjóðhátíð hyggst sveitin snúa í gang á nýjan leik af þónokkru afli. Morgunblaðið leit inn á æfingu hjá sveitinni á mánudagskvöldið og er nokkuð ljóst að ekkert verður til sparað í endurkomu einnar vinsælustu poppsveitar sem landið hefur átt. Búmm! Jónsi á fundi með ljósamanninum og sprengjusérfræðingnum. „Sko, svo droppum við bara sprengjunni svona!“ gæti hann verið að segja. Hugsi „Hmmm....hvernig eigum við eiginlega að leysa þetta?“ Nokkrar frægar endurkomur STUNDUM finnst manni eins og allar hljómsveitir sem einhvern tíma voru eitthvað hafi komið saman aftur – og þá bætir ekki úr skák að oft er málum blandið hvort þær hafi hætt, tekið sér pásu eða bara alls ekki hætt. En hvað um það, hér eru nokkur eftirminnileg „kombökk“, í engri sér- stakri röð. Skítamórall Hætti með sæmilegustu dramatík haustið 2000 og að sjálf- sögðu skúbbaði Morgunblaðið þeirri frétt. Sneru aftur árið 2003 og gáfu út nýja breiðskífu árið 2005. Land og synir Sveitungar Skímó fóru illa út úr viðskiptum við ameríska meikjöfra og koðnuðu niður ca. árið 2003. Héldu stórtónleika síðasta haust í Íslensku óperunni sem gefnir voru út á plötu og mynddisk og eru á fljúgandi farti um þessar mundir. Sálin hans Jóns míns Ein þeirra sveita sem hefur aldrei hætt en hins vegar tekið sér mislangar pásur. Órafmagnaðir tónleikar þeirra sumarið 1999 hleyptu hins vegar nýju lífi í bandið og hefur sveitin verið á góðri og stöðugri siglingu allar götur síðan. Todmobile Þessi framsækna sveit sem átti poppið um og í kringum ’90 ásamt Sálinni, SSSól og Nýdanskri sneri aftur með pomp og prakt í Laugardalshöllinni haustið 2003. Gaf svo út plötu með nýju efni árið 2006 og verður með tónleika á Neistaflugi nú um helgina. Írafár Á hins veg- ar kombakkið eftir. Lítið hefur heyrst í þessari gríðarlega farsælu popp- sveit síðan samnefnd plata hennar kom út jólin 2006. Þannig að …

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.