Morgunblaðið - 30.07.2008, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR»
/ ÁLFABAKKA
THE LOVE GURU kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 POWERSÝNING B.i. 12 ára
DECEPTION kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 4 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
POWER
SÝNING
KL. 11:1
0
Í KRINGL
UNNI
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ensku. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 10:10 LEYFÐ
MAMMA MIA kl. 2 - 5:50 - 8:20 B.i. 12 ára
DECEPTION kl. 11:10 B.i. 14 ára
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
KUNG FU PANDA m/ensku. tali kl. 8 LEYFÐ
WANTED kl. 11:10 B.i. 16 ára
CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 B.i. 7 ára
SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
"VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!
THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG. THE DARK KNIGHT ER
SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI
ORÐIÐ BETRI. UNDIRRITAÐUR KIKNAÐI Í HNJÁLIÐUNUM...
Á NÝJUSTU BATMAN-MYNDINNI"
-T.S.K - 24 STUNDIR
"EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ
SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG
ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA
FRÁBÆRA."
-ÁSGEIR J. - DV
"ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA
MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST
MYND ÁRSINS..."
-L.I.B.TOPP5.IS
THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF
HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA!
HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM
NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS
SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR
MYNDIN SEM ER BÚIN AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA!
GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR ÞESSARI MYND!
EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN!
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
MIKLA athygli hefur vakið nýleg bók
eftir teiknarann Shaun Tan þar sem
hann segir sögu innflytjenda í mynd-
um. Bókin, sem er í stóru broti, kom út
fyrr á árinu og hefur þegar hlotið
fjölda verðlauna.
Shaun Tan er afkomandi innflytj-
enda, eins og obbinn af íbúum Ástralíu
reyndar; afi hans fluttist frá Kína til
Malasíu og faðir hans síðan þaðan til
Ástralíu og móðir hans er af ensk-írsku
bergi brotin. Hann segist því þekkja af
afspurn þá tilfinningu að vera í fram-
andi landi, en líka af eigin raun því í
raun megi segja það um unglinga að
þeim líði flestum eins og þeir séu stadd-
ir í framandi landi.
Frásögn án orða
Upphaflega hugmyndin af bókinni var
að flétta saman texta og myndum í
stuttri frásögn, en svo fannst Tan það
gráupplagt að hafa frásögnina án orða,
að segja allt með myndum, og þá líka
varð verkefnið alt stærra um sig, enda
getur verið snúið að segja sögu með
myndum. Þegar upp var staðið urðu síð-
urnar 126 í stóru broti og alls sat Tan
við og teiknaði í fjögur ár.
Sagan hefst þar sem maður raðar í
tösku sína og kveður svo fjölskylduna.
Líkt og vill um flesta þá sem gerast inn-
flytjendur til annars lands þá er hann í
leit að betra lífi fyrir fjölskylduna, en af
teikningum má ráða að yfir íbúum
þeirra borgar þar sem fjölskyldan
hefur dvalist grúfir ógn, að því er
virðist vegna ófreskju, en gæti eins
verið ólga í stjórnmálum eða einfald-
lega efnahagsþrengingar.
Við erum öll innflytjendur
Í nýju landi þarf ekki bara að finna
sér vinu og læra nýtt tungumál heldur
líka að kynnast framandi siðum og
venjum og ekki síst að kynnast nýjum
gæludýrum. Smám saman kynnist
innflytjandinn öðru fólki, sem er flest
innflytjendur sjálft, en búið að vera
lengur í viðkomandi landi - sumir að
flýja afleiðingar stríðs, aðrir ofsóknir
og kúgun.
Gríðarlega mikið er lagt í teikning-
arnar hjá Tan, enda eru þær mjög ná-
kvæmar. Í mörgum tilfellum segist hann
hafa fengið vini og ættingja til að leika
persónur í bókinni til að hafa líkams-
stöðu sem eðlilegasta, en obbinn af því
sem ber fyrir augu er aftur á mót svo
fjarstæðukenndur að hann er komin úr
hugarfylgsnum Tans að öllu leyti.
Forvitnilegar bækur: Í leit að betra lífi
Innflytjandi Umhverfi getur verið framandi, en
síst ef menn fara langt frá heimahögum.
Verðlaunuð frásögn án orða
Douglas Kennedy á farsælan feril sem metsöluhöfundur
en bækur hans hafa verið þýddar á sextán tungumál. Ný-
leg bók hans The Woman in the Fifth er fyrirtaks sum-
arlesning fyrir þá sem eru í leit að
spennandi afþreyingu.
Kennari sem átti í ástarsambandi við
nemanda sinn með hörmulegum afleið-
ingum flytur til Parísar eftir að ótrú
eiginkona hans segir skilið við hann og
unglingsdóttir hans afneitar honum.
Hann gerist næturvörður og hyggst
skrifa fyrstu skáldsögu sína í vinnutím-
anum en líf hans tekur óvæna stefnu
þegar hann hrífst af dularfullri konu
sem á sára fortíð að baki.
Höfundur laðar fram stemningu sem er drungaleg án
þess að vera niðurdrepandi og einmanaleiki aðalpersón-
unnar kemst vel til skila.
Lesandinn er lengi vel í vafa um það hvernig bók hann
sé að lesa: er þetta ástarsaga, spennusaga eða saga um
missi, einmanaleika og óhamingju? Kannski draugasaga
eða jafnvel frásögn sturlaðs manns?
Þessi óvissa lesandans um það á hvaða leið höfundur er
magnar spennuna við lesturinn. Lesandinn verður, eins og
söguhetjan, æ ringlaðri. Höfundur færist í aukana eftir
því sem á verkið líður og bregst ekki í hrollvekjandi enda-
lokum.
Þetta er vel skrifuð og hörkuspennandi bók.
Hvers konar saga?
The Woman in the Fifth eftir Douglas Kennedy. Arrow books gefur
út. 422 bls. ób.
Kolbrún Bergþórsdóttir