Fréttablaðið - 20.04.2009, Side 4
4 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR
100 kíló af fíkniefnum voru gerð
upptæk í stærsta fíkniefnamáli
sem upp hefur komið á Íslandi. Þrír
menn voru handteknir um miðnætti
á laugardagskvöld, tveir á Djúpa-
vogi og einn við Höfn á Hornafirði.
Í jeppabifreið þess síðarnefnda
fundust fíkniefnin, sem samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins voru hvít
efni, það er kókaín eða amfetamín,
hass og töflur.
Mennirnir sem komu á föstudag
til Djúpavogs á tveimur jeppum með
zodiac bát í eftirdragi óskuðu eftir
leyfi til að láta bátinn liggja í höfn-
inni yfir helgina og sögðust ætla að
nota helgina til að kafa í nágrenni
Djúpavogs. Þeir sigldu á bátnum til
Papeyjar á laugardagskvöldið þar
sem skútan var og náðu í fíkniefn-
in. Þeir sigldu svo í land þar sem
þeir voru handteknir. Skútan sigldi
hins vegar frá landi. Henni var veitt
eftirför í gær og fram á kvöld.
Í kjölfar handtöku mannanna
voru gerðar húsleitir í tveimur til
þremur húsum á höfuðborgarsvæð-
inu, lagt var hald á tölvur og önnur
gögn sem lögreglan mun nota í
rannsókninni. Eitthvað af fíkniefn-
um fannst við þessa húsleit.
Íbúar á Djúpavogi virtust lítið
hafa orðið varir við lögregluna í
fyrrinótt eftir því sem Fréttablað-
ið kemst næst. Margir sem rætt var
við í gær fréttu fyrst af handtöku
mannanna síðdegis í gærdag þegar
fyrstu fréttir af málinu birtist á
vefmiðlum. Þórir Stefánsson hótel-
stjóri sagðist í samtali við Frétta-
blaðið ekki hafa orðið var við neitt
óvenjulegt, hann sagði bátsumferð
að kvöld og næturþeli líka litla
athygli vekja á Djúpavogi, þar sé
alvanalegt að menn fari út á sjó á
öllum tímum sólarhringsins. Flug-
umferð og fjöldi lögreglumanna á
ferð vöktu hins vegar athygli á Höfn
í gærdag enda óvenju mikil.
Um hundrað manns tóku þátt í
aðgerðunum í gær, frá lögreglunni á
Eskifirði, lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, sérsveit ríkislögreglu-
stjóra og Landhelgisgæslunni auk
þess sem þota frá danska hernum
og Björgunarfélag Hornafjarðar
aðstoðuðu við leit að skútunni.
Mennirnir sem handteknir voru
eru allir um þrítugt. Allir hafa þeir
komið við sögu lögreglu áður, þar af
tveir í tengslum við fíkniefnamis-
ferli. Einn var ákærður fyrir aðild
að innflutningi á 3,8 kílóum af kóka-
íni árið 2007 en var sýknaður af
ákærunni. Þremenningarnir voru
fluttir suður strax eftir handtöku
og voru yfirheyrslur í gær. Menn-
irnir voru úrskurðaðir í þriggja
vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gærkvöldi.
ghs@frettabladid.is;
jss@frettabladid.is
Bót í máli
Átt þú rétt á slysabótum?
Fyrsta flokks ráðgjöf um bótarétt vegna slysa
- þér að kostnaðarlausu
S L Y S A B Æ T U R
Sími: 520 2900
landslog.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
20°
17°
14°
17°
21°
18°
13°
13°
20°
17°
15°
9°
28°
12°
20°
26°
6°
Á MORGUN
5-10 m/s víða, 10-15
norðvestan til.
MIÐVIKUDAGUR
Vaxandi vindur og
úrkoma eftir hádegi.
8
7
7
8
9
10
9
8
7
8
15
10
8
8
18
13
7
7
6
7
5
5
9
10
8
6
3
4
5
78
VINDUR OG VÆTA
Það mun bæta í
úrkomu og vind
eftir því sem líður
á daginn, einkum
suðvestanlands
en það verður
þurrt að mestu og
bjart með köfl um
norðaustan til.
Á morgun verða
víða skúrir, einkum
sunnan og vestan
til en yfi rleitt úr-
komulítið og bjart-
ara fyrir norðan og
austan.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
STÆRSTA FÍKNIEFNAMÁL ÍSLANDSSÖGUNNAR
Smyglmálið fyrir austan leiðir
hugann að Pólstjörnumálinu svo-
kallaða sem kom upp árið 2007.
Sex sakborningar voru dæmdir
hér á landi og einn í Færeyjum.
Lengsta dóminn hlaut Einar Jök-
ull Einarsson, níu og hálfs árs
fangelsi fyrir að skipuleggja inn-
flutninginn.
Fimmtudaginn 20. september
gerði lögreglan áhlaup á skútuna
Pólstjörnuna þar sem hún lá við
bryggju á Fáskrúðsfirði. Menn í
bíl í grenndinni voru einnig hand-
teknir. Í ljós kom að í skútunni
voru tæp 40 kíló af fíkniefnum.
Sex sakborningar hlutu sam-
tals 32 ára fangelsi hér á landi.
Guðbjarni Traustason hlaut sjö
og hálfs árs dóm, Alvar Óskars-
son sjö ára, Marínó Einar Árna-
son fimm og hálfs árs fangelsi og
Bjarni Hrafnkelsson átján mán-
uði. Sjötti sakborningurinn var
dæmdur í eins árs skilorðsbundið
fangelsi.
Auk sexmenninganna var Birg-
ir Páll Marteinsson dæmdur í sjö
ára fangelsi í Færeyjum. Hann
situr nú á Litla-Hrauni. - kóp
Pólstjörnumálið:
Lengsti dómur
níu og hálft ár
Með 100 kíló af fíkniefnum
Þrír menn voru handteknir aðfaranótt sunnudags og hald lagt á 100 kíló af hvítum fíkniefnum, hassi og
töflum í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið á Íslandi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald í gærkvöldi. 100 manns tóku þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar.
Djúpivogur
Höfn
Papey
■ Föstudagur: Mennirnir koma til Djúpavogs á
tveimur jeppum með slöngubát í eftirdragi. Óska
eftir leyfi til að láta bátinn liggja við bryggju því
þeir ætli að kafa um helgina. Leyfi veitt.
■ Laugardagur: Mennirnir sigla út til Papeyjar um
kvöldið þar sem skútan liggur og ná í 100 kíló af
fíkniefnum.
Kl. 24:00 Þremenningarnir handteknir. Tveir á
Djúpavogi og einn við Höfn, sá er með fíkniefnin
í bílnum sínum.
■ Aðfaranótt sunnudags: Lögregla og Landhelg-
isgæsla fylgja skútunni eftir. Þeir missa sjónar af
henni um stund en komast svo á sporið aftur.
■ Sunnudagur: Kl. 18.30 Fyrsti maðurinn úrskurð-
aður í gæsluvarðhald.
Kvöld: Varðskip Landhelgisgæslunnar fylgir
skútunni eftir en vonast var eftir að henni yrði
náð í gærkvöldi.
TÍMAÁS
BÁTURINN SEM SÓTTI EFNIN Þrír menn voru handteknir um miðnætti á laugardagskvöld eftir að hafa farið út á þessum
Zodiac-slöngubáti að sækja fíkniefni um borð í skútu sem var á leið til landsins. Mennirnir höfðu dvalist á Djúpavogi og gefið
þar þá ástæðu fyrir bátnum að þeir ætluðu að stunda köfun um helgina. Báturinn lá ennþá við bryggju á Djúpavogi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR BJÖRNSSON
Fjölmargir slöngubátar svipaðir bátnum sem notaður
var til að sækja fíkniefnin í smyglskútuna eru til hér við
land. Margir eru í eigu björgunarsveita, en einkaaðilar
eiga einnig einhvern fjölda, segir Hallgrímur Axelsson,
formaður Snarfara, félags sportbátaeigenda í Reykjavík.
Bátar þessarar gerðar geta siglt á þrjátíu til fjöru-
tíu sjómílna hraða á klukkustund á sléttum sjó, en á
rúmsjó eða í slæmu veðri minnkar hámarkshraðinn
verulega. Drægi báta þessarar gerðar fer aðallega eftir
veðri og eldsneytisbirgðum, en í góðu veðri gæti slíkur
bátur hæglega siglt til Færeyja.
Erfitt er að geta sér til um verð á bát af þeirri gerð
sem notaður var við smygltilraunina, en Hallgrímur
segir mögulegt að kaupa slíkan bát á um tvær milljónir
króna. Vélarstærðin skipti miklu í því samhengi.
- bj
GÆTI HÆGLEGA SIGLT TIL FÆREYJA
„Við leituðum á vissu svæði milli
Hornafjarðar og Djúpavogs sem
lögreglan bað okkur að kíkja á
og héldum svo heim á leið,“ sagði
Friðrik Jónas Friðriksson, for-
maður Björgunarfélags Horna-
fjarðar
Þrír menn frá Björgunarfélag-
inu tóku þátt í aðgerðum lögreglu
og Landhelgisgæslu á Djúpa-
vogi og Hornafirði í gær. Frið-
rik Jónas segir að aðgerðin hafi
gengið mjög vel en björgunar-
sveitarmennirnir hafi siglt um
80-100 sjómílur út á haf.
- ghs
Veittu lögreglu liðsinni:
Björgunarsveit
kölluð til hjálpar
GENGIÐ 17.04.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,2212
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,24 128,86
189,68 190,6
167,38 168,32
22,467 22,599
19,029 19,141
15,156 15,244
1,2897 1,2973
190,46 191,6
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR