Fréttablaðið - 20.04.2009, Side 8
8 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR
Þú vilt persónulega
þjónustu. Þess vegna
er Vöxtur fyrir þig.
Vöxtur - Vildarþjónusta
Kaupþings
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
4
55
13
0
4/
09
Kynntu þér málið
á www.kaupthing.is
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Ekið á gangandi vegfaranda
Ekið var á gangandi vegfaranda á
Eskifirði aðfaranótt sunnudags. Hann
hafði gengið í veg fyrir bíl og var flutt-
ur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup-
stað til aðhlynningar.
LÖGREGLUMÁL
Hávaði í bifhjólum
Lögreglan heimsótti bifhjólamenn
sem safnast höfðu saman á Ing-
ólfstorgi fyrir helgi. Margar kvartanir
vegna hávaða hafa borist að undan-
förnu og bað lögregla bifhjólafólkið
um að taka meira tillit til þeirra sem
búa og starfa við torgið.
LÍFRÍKIÐ Fiskiteljari er nú kominn
á sinn stað við Varmá og Þorleifs-
læk, að því er fram kemur á vef
Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
Teljarinn er settur upp í kjölfar
alvarlegs klórslyss í ánni haustið
2007.
Magnús Jóhannsson hjá Veiði-
málastofnun segir að eflaust hafi
menn misst af nokkru af fiski sem
þegar sé genginn til sjávar. „Við
fáum skýrari mynd af ástand-
inu þegar fiskurinn skilar sér
aftur upp í sumar og haust,“ segir
Magnús, sem kveður seiðamæling-
ar í fyrrahaust hafa vakið ágætar
vonir um að afleiðingar klórslyss-
ins væru ekki eins alvarlegar og
áður hafi verið talið. Útlit sé fyrir
að hrygningin 2007 hafi ekki öll
misfarist.
„Út frá sjónarmiði fiskifræð-
inga svo og stangaveiðimanna er
þar með hafin gagnasöfnun sem
er sérstaklega áhugaverð þar sem
áin hefur ekki verið rannsökuð á
jafn ítarlegan hátt fyrr. Varmá
er einstök meðal hérlendra veiði-
áa sökum sérstöðu í lífríki en hún
geymir allar tegundir ferskvatns-
fiska,“ segir á svfr.is.
Vegna aðstæðna er teljarinn,
sem er frá Vaka, nokkuð ofarlega í
vatnakerfinu, á milli Stíflu og vin-
sælustu veiðistaðanna við Stöðvar-
breiðu. - gar
Rannsóknum eftir klórslysið 2007 haldið áfram og búist við niðurstöðu í haust:
Fiskiteljari settur upp í Varmá
UPPSETNING FISKITELJARA Ástand fiski-
stofna í Varmá og Þorleifslæk verður nú
kannað með aðstoð teljarans sem hér
sést settur upp. MYND/MAGNÚS JÓHANNSSON
Ölvun á Akureyri
Talsverð ölvun var í miðbæ Akureyrar
aðfaranótt sunnudags. Töluvert var
um ölvuð ungmenni, en söngkeppni
framhaldsskólanna fór fram í bænum
um helgina. Dyraverðir voru slegnir á
balli sem haldið var eftir keppnina, en
að öðru leyti fór helgin vel fram.
VIÐSKIPTI Erlendir fjárfestar hafa
sýnt áhuga á að kaupa fimmtán
prósenta hlut Orkuveitu Reykja-
víkur í Hitaveitu Suðurnesja.
Einnig er rætt um sölu á fimm-
tán prósenta eignarhlut sem OR
og Hafnarfjarðarbær deila um
eignarhald á. Héraðsdómur dæmdi
Hafnarfirði í vil á dögunum.
Stjórn Orkuveitunnar hefur
falið forstjóra að meta hvort áfrýj-
að verði til Hæstaréttar. Hjörleif-
ur Kvaran forstjóri segist vera að
fara yfir þau mál með lögmönn-
um fyrirtækisins, en þriggja mán-
aða frestur er til áfrýjunar. Hann
gerir frekar ráð fyrir að af áfrýj-
un verði.
Guðlaugur G. Sverrisson,
stjórnarformaður Orkuveitunnar,
segir nokkra aðila hafa lýst yfir
áhuga á hlutnum. „Það eru nokk-
uð margir búnir að þefa af honum
og spyrjast fyrir um hann.“ Bæði
innlendir og erlendir aðilar hafa
spurst fyrir um hlutinn.
Guðlaugur segir að menn hafi
beðið eftir uppgjöri Hitaveitu
Suðurnesja áður en alvara kæm-
ist í viðræðurnar. Það kom fyrir
nokkrum vikum og var útlitið
nokkuð svart. Guðlaugur segir
menn þó horfa framhjá því upp-
gjöri, enda hafi sérstakar aðstæð-
ur ríkt hér á landi í fyrra.
Ekki fæst uppgefið um hvaða
erlendu aðila er að ræða, en Guð-
laugur segir þá bæði vera frá
Bandaríkjunum og Evrópu. Gjald-
eyrishöftin setji strik í reikninginn
og geri mönnum
ekki auðveldara
fyrir. Hvað inn-
lendu aðilana
varðar sé allt
óljóst með fjár-
mögnun, sem
sé mjög þung
nú um mund-
ir. Því sé alls-
endis óvíst hve-
nær semjist
um söluna. „Ég
mundi telja að
einhverjir mán-
uðir væru þar
til niðurstaða
fæst. Ef menn
sý n a þe ssu
áhuga getur
það þó geng-
ið hratt fyrir
sig. En miðað
v ið hvernig
ástandið er með lánsfjármögnun
þá fögnum við ekki fyrr en við
erum komnir með peninga í hend-
ur, þrátt fyrir að samningur kom-
ist á.“
Hitaveitu Suðurnesja var skipt
upp samkvæmt lögum í HS Veit-
ur og HS Orku. Aðrir stærstu eig-
endur fyrirtækisins eru Reykja-
nesbær og Geysir Green Energy.
Óljóst er um hvaða verð er að
ræða, en miðað er við að fyrir-
tækið fái svipað verð og greitt var
fyrir hlutinn, sem hafi losað átta
milljarða. Er þar átt við fimmtán
prósenta hlut. kolbeinn@frettabladid.is
Erlendir fjár-
festar skoða
Hitaveituna
Bandarískir og evrópskir fjárfestar hafa sýnt hlut
Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja
áhuga. Innlendir aðilar eru einnig áhugasamir.
Dómi héraðsdóms í deilu Hafnarfjarðar og Orku-
veitunnar verður líklega áfrýjað til Hæstaréttar.
HJÖRLEIFUR
KVARAN
GUÐLAUGUR
SVERRISSON
SVARTSENGI Hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja er nú til sölu.
Erlendir fjárfestar hafa sýnt hlutnum áhuga. Aðalmeðferð í dómsmáli Orkuveitunnar
og Hafnarfjarðarbæjar um hlut í Hitaveitunni fór fram á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM