Fréttablaðið - 20.04.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 20.04.2009, Síða 10
10 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út apríl 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 100 g. 15% afsláttur NICOTINELL tyggjó, Classic og Fruit. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 5 8 2 8 0 4 /0 9 EFNAHAGSMÁL Peningamál, utan- ríkismál, Evrópusambandið, fjármál hins opinbera og hlut- verk þess í viðskiptalífinu eru þau mál sem mestu máli skipta fyrir efnahagslega velferð þjóð- arinnar og hafa ekki hlotið við- unandi umfjöllun í aðdraganda komandi alþingiskosninga. Þetta kemur fram í nýju áliti Viðskipta- ráðs Íslands. „Trúverðug stefna í peninga- málum ætti að vera forgangsmál stjórnmálaflokkanna og vont að fara í kosningar án þess að stefna í því máli, sem og í öðrum grund- vallarmálaflokkum, liggi fyrir,“ segir Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Nú er vika í kosningar og enn ráðrúm til upplýsandi umræðu.“ Bent er á í álitinu að á þeim tíu vikum frá því að ný ríkisstjórn tók við hafi lítið miðað í úrlausn erfiðra skammtímavandamála og viðhorf sem stjórnmálamenn úr öllum flokkum virðist hafa gagn- vart aðsteðjandi vankamálum sé áhyggjuefni. „Í stað þess að ein- beita sér í sameiningu að brýnum málum er varða hagsmuni heim- ila og fyrirtækja hefur tími og orka Alþingis þess í stað farið í þref og deilur um pólitíska hug- myndafræði. Auk þess vantar mikið upp á að stjórnmálamenn landsins hafi mótað skýra og trú- verðuga framtíðarsýn í efnahags- málum þjóðarinnar.“ - óká Á FUNDI Frá fundi Viðskiptaráðs Íslands um stöðu krónunnar undir lok síðasta mánaðar. Fremst situr Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðskiptaráð Íslands vill umræðu um mikilvægustu málin fyrir kosningar: Kalla á trúverðuga framtíðarsýn MENNING Rekstur byggðasafns- ins að Görðum og listasetursins í Kirkjuhvoli á Akranesi verður færður í hendur einkafyrirtæk- isins Vætta. Samningur liggur fyrir um málið og verður afstaða tekin til hans á bæjarstjórnar- fundi í næstu viku. Safnamenn hafa gagnrýnt hugmyndirnar. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að með þessu sé rekstur safnanna tryggður og fleiri störf skapist. Hann segir afar litlar breytingar hafa orðið á málefnum safnanna á Skag- anum. Líkleg skýring á því sé að ekki hafi verið sett nægt fé í málaflokkinn. Með samningn- um náist að hleypa lífi í söfnin á Akranesi. Gísli segir samninginn vera til fimm ára og hann sé upp- segjanlegur með fjögurra mán- aða fyrirvara. Framlag bæjarins til byggðasafnsins rennur sam- kvæmt honum til Vætta, en það hefur numið um 34 milljónum króna á ári. Samningurinn gild- ir í fimm ár og hljóðar því upp á um 170 milljónir. Gísli segir ekki hafa verið þörf á að bjóða samn- inginn út. Félag íslenskra safna og safna- manna hefur sent bæjarfélaginu erindi. Ágústa Kristófersdótt- ir formaður segir félagið hafa áhyggjur af því að menningar- sögulegir gripir séu leigðir út til einkaaðila. Þeir séu eign samfé- lagsins og mikilvægt að vita hvað sé verið að gera þegar umsjón og ábyrgð menningarverðmæta er færð frá hinu opinbera til einka- aðila. Mjög mikilvægt sé að allt slíkt sé unnið fyrir opnum tjöld- um og umræða fari fram um málið og umsagna leitað hjá fag- aðilum. Ólöf Kristín Sigurðardóttir er formaður Íslandsdeildar ICOM – alþjóðaráðs safna, en það heyr- ir undir Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Ólöf segir menn óttast að einka- væðing opni gáttir fyrir minni fagmennsku, en unnið hafi verið að því undanfarin ár að auka hana. Safnaráð vinni eftir safna- lögum, en söfn sem séu einka- vædd falli hins vegar ekki undir þau lög. Samkvæmt siðareglum ICOM sé safn stofnun sem rekin er fyrir almenning og ekki í ágóðaskyni. Söfn megi skila ágóða, en hann sé þá færður inn í starf þeirra til uppbyggingar. Gísli reiknar með að ákvörð- un verði tekin um samninginn á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag- inn. kolbeinn@frettabladid.is Safnafólk gagnrýnir Akraneskaupstað Byggðasafninu og Listasafninu á Akranesi verður útvistað til einkafyrirtækis. Safnamenn gagnrýna samninginn og óttast minni fagmennsku og setja spurn- ingarmerki við að hægt sé að leigja söfn. Bæjarstjóri segir þetta til hagsbóta. ÓLÖF KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR GÍSLI S. EINARSSON SAFNASVÆÐIÐ Bæjarstjórn Akraness fyrirhugar að semja við einkafyrirtæki um rekstur Byggðasafnsins á Görðum og Listasetursins að Kirkjuhvoli. Félög safna- manna hafa gagnrýnt áætlanirnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.