Fréttablaðið - 20.04.2009, Síða 25
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2009 3vorverkin ● fréttablaðið ●
Ræktun matjurta uppi á
þökum og í almenningsgörð-
um stórborga er nokkuð sem
Reykvíkingurinn Eva Margrét
Reynisdóttir sér fyrir sér. Meist-
araverkefni hennar í skipulags-
fræði við háskólann í Álaborg
snýst um það.
„Mér finnst persónulega að Reyk-
víkingar ættu að fara að skipta
trambólíninu út fyrir grænmetis-
garð! Eins mætti setja upp gróð-
urhús ofan á þökum stórmarkaða,“
segir Eva Margrét Reynisdóttir
þegar hún er spurð hvort hún telji
raunhæft að Reykvíkingar fram-
leiði matjurtir í stórum stíl. Hún
kveðst þó líta frekar á Ísland sem
sjálfbært svæði í heild.
Meistaraverkefnið Urban Agri
Polis vann Eva með Rikke He-
degaard. Það snýst um matvæla-
rækt á gömlu hafnarsvæði í Lond-
on. „Ræktun í stórborgun dreg-
ur úr flutningum og ég tel hana
eiga bjarta framtíð. London er
orðin svo stór að það bæði kostar
mikið og mengar loftið að keyra
matvæli inn í miðborgina,“ bendir
hún á. Kveðst hafa setið ráðstefnu
í London í fyrrasumar um málið
og áhuginn þar sé mikill. „Hér er
byrjað á smáverkefnum en verið
að spá í matvælaræktun í stóru al-
menningsgörðunum, þannig að í
stað rósa kæmu gulrætur,“ segir
hún glaðlega.
En fer ekki loftmengun í borg-
um illa með grænmetið? „Þetta er
spurning sem við heyrum mjög
oft,“ svarar Eva Margrét. „Við
viljum búa í borgum, sofa, ganga
um og helst borða utan dyra í góðu
veðri en erum hrædd við að borða
eitthvað sem er ræktað þar. Þegar
myndir eru skoðaðar af stórri
ræktun þá sér maður að fólk er þar
grímuklætt við að dreifa eiturefn-
um. Við erum hins vegar að tala
um lífræna ræktun.“ Hún blæs
líka á hugmynd blaðamanns um
að ræktunin gæti breyst í órækt
og orðið lýti á umhverfinu. „Við
erum að tala um ræktun í stór-
um stíl þannig að þar yrði fólk í
fullri vinnu. Þetta yrði bara eins
og með önnur svæði. Þau fara í
órækt ef þau eru ekki hirt,“ segir
hún ákveðin. -gun
Matjurtaræktun í borgum
á bjarta framtíð fyrir sér
Framtíðarsýn Evu Margrétar um grænar borgir. MYND/ÚR EINKASAFNI
Deiliskipulag London Arena. MYND/ÚR EINKASAFNI
Garðaflóra heitir ný vef-
síða um garðplöntur á Ís-
landi sem opnuð var nýlega.
Þar er markmiðið að safna
saman upplýsingum um þær
garðplöntur sem eru í rækt-
un á Íslandi og miðla þeim á
aðgengilegan hátt til þeirra
sem fást við garðrækt.
Að baki síðunni stendur
Rannveig Guðleifsdóttir sem
er lyfjafræðingur að mennt en hefur haft brennandi garðyrkju-
áhuga frá unga aldri. Hún hefur verið félagi í Garðyrkjufélagi
Íslands síðan hún eignaðist sinn fyrsta garð fyrir tólf árum. Á
þeim tíma hefur hún safnað fjölda fjölæringa sem hún hefur að
miklu leyti ræktað upp af fræi, ásamt rósum, skrautrunnum og
trjám. Þær upplýsingar sem eru komnar á síðuna nú byggjast að
stærstu leyti á því myndasafni sem Rannveig á af sínum plönt-
um. Upplýsingar um plönturnar eru byggðar á reynslu hennar í
norðurbæ Hafnarfjarðar. www.gardaflora.is
Ný heimasíða helguð
garðplöntum á Íslandi
Gardaflora.is geymir fróðleik um plöntur.
Gluggaþvottur er eitt þeirra
verka sem sinna verður með
vorinu. Með hækkandi sól
verða óhreinindi vetrarins
augljós á rúðunum og til að
hleypa vorsólinni í gegn þarf
að þrífa.
Einfaldast er að blanda
sápulegi út í volgt vatn og
þvo rúðurnar að utan með
svampi eða mjúkri tusku,
til dæmis gömlu handklæði,
og bleyta vel. Sápuvatnið er
svo skafið af rúðunni með
gúmmísköfu. Varast þarf að skilja eftir rendur og ský á glerinu
og sniðugt er að fara aðra umferð með hreinu vatni á gluggann
og skafa svo aftur. Klæðist regnfötum við vinnuna og jafnvel
fingravettlingum innanundir gúmíhönskum því þó sólin sé farin
að skína er ennþá kalt í veðri. Einnig skal fara varlega í tröpp-
um þegar gluggar á eftir hæðum eru þrifnir því stigarnir verða
hálir í bleytunni. -rat
Glansandi gluggarúður
Nú er tilvalið að þvo rúðurnar áður en
óhreinindi vetrarins verða augljós.
● KRYDD Í GLUGGA Nú er tíminn til að sá kryddjurtafræjum í litla
potta og koma þeim haganlega fyrir í eldhúsglugganum. Ekki einungis
hressa jurtirnar upp á eldhúsið og minna á að sumarið er á næsta leiti.
Það er nefnilega líka skynsamlegt að koma þeim til á þessum árstíma.
Vöxtur jurtanna ætti þá að verða kominn vel af stað í vor þegar tími
er kominn til að koma þeim fyrir í matjurtagarð-
inum. Þeir sem ekki eiga matjurtagarð en
vilja samt fara í meiri ræktun en eldhús-
glugginn leyfir geta komið kryddjurtunum
fyrir í stærri pottum og geymt úti fyrir.
Þannig má líka kippa þeim inn ef kalt verður
og koma í veg fyrir að þær skemmist.
Alla föstudaga Alla laugardaga
veljum íslenskt
FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
FRÉTTA
23. apríl