Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 9

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 9
5 leið og kaupmönnunum, en það eru einkanlega þeir, sem að minni meiningu hafa alið það upp. Þess var þá að vísu eigi heldur að vænta, að kaupfjelögin væru alger- . lega laus við það. En þess hefði þó átt að mega vænta að hin betri og þroskaðri kaupfjelög hefðu eigi látið ill- gresið Iifa og dafna hjá sjer, svo sem: vanskil og óorð- heldni, að koma með slæma vöru og knýja fram ósann- gjarnt verð, ef unnt er; og svo þetta alþekkta hviklyndi í verzlun, að hlaupa frá einum til annars að ástæðulitlu; að vinna með kaupfjelögunum annan daginn, en hinn með kaupmönnum; að rífa það niður með annari hend- inni, sem verið er að reyna til að byggja upp með hinni. Þetta, eða annað því um Iíkt ræktarleysi við kaupfjelags- skapinn, ætti alis ekki að þolast þar. Með þessu er níðst á markmiði (»prinsipi«) kaupfjelaganna, sem er skylda vor að missa aldrei sjónar á og hafa jafnan í heiðri. Hugsjónir samvinnufjelagsskaparins eru veiktar með því, að hafa í honum marga þá menn, sem eiga engan skilning á honum í fórum sínum, nje heldur finna það, að góð, heiðvirð og föst viðskipti er hinn beinasti vegur til vel- megunar þjóðarinnar í heild sinni. Aðalbótin við meinum kaupfjelagsskaparins álíta ýmsir vitrir menn að sje sú, að þau verzli alveg »kontant«, láti hönd selja hendi; annað vilja þeir ekki kalla kaupfjelags- skap. Við þetta er það fyrst að athuga að þessi verzl- unaraðferð er óframkvæmanleg hjá oss eins og nú stend- ur á. Með því væri öllum þorra bænda bolað frá viðskipt- unum, er. á þeim hafa viðskipti fjelaganna aðallega verið byggð til þessa. Pess er ekki að vænta að vjer getum tekið almennt upp þessa aðferð, fyrst um sinn. Til þess þyrftu meiri efni en almennt gerist um bændur, jafnvel í öðrum Iöndum, þar sem afartorvelt hefir reynst að fylgja þessu fyrirkomulagi, er þó aðstaðan þar allt önnur og stórmikið betri en okkar. Pessi verzlunarregla er ef- laust afarnauðsynleg að því er snertir viðskipti við þá menn er í kauptúnum búa, enda skal ekki úr því dregið

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.