Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Qupperneq 13
9
ugt er, af nokkurum bláfátækum verkamönnum. Eptir
dálítinn undirbúning byrjuðu þeir á því, að kaupa í fje-
lagi einn hveitisekk (!), og skiptu honum á milli sín, eða
rjettara sagt, hófu með honum Kaupfjelagsskapinn í svip-
uðu formi og enn gerist. Verkahringur þessa litla fjelags
stækkaði vonum bráðar. f*að færði fljótlega út kvíarnar
fyrir flestar nauðsynjar fjelagsmanna, og þeim fjölgaði
óðum. Fjelagsskapurinn breiddist töluvert fljótlega út á
Englandi, og ruddi smásölunum úr vegi, þar sem hann
festi rætur. Næsta stigið var að taka að sjer hlutverk
stórsalanna; kom það brátt í ljós að það var svo nátengt
starfi smásalanna að þetta varð eigi aðskilið; þrif fjelag-
anna beinlínis undir því komið að sú samvinna tækist.
Um leið munu þau hafa tekið að sjer landflutning og
milliflutning á vörum fjelagsmanna, að meiru og minna
leyti. — Væntanlega taka kaupfjelögin að sjer vöruflutninga,
er stundir líða. — Með þessu var brúin lögð, eða sam-
bandið myndað, milli framleiðanda og neytanda. Millilið-
irnir í verzluninni voru gerðir óþarfir eins og upphaflega
hafði verið markmið kaupfjelaganna, eða vakað hafði fyr-
ir þeim þegar á hinum fyrstu árum.
þessu næst kom að því atriði fyrir fjelögunum, að þau
færu sjálf að framleiða eða búa til ýmsar nauðsynjavör-
ur sínar. Er það mál nú mikið á veg komið í Englandi
og Danmörku, og væntanlega þokar því áfram, stig af
stigi, unz það nær til flestra eða allra nauðsynja fjelags-
manna, eða, að þessu takmarki stefna hugir hinna lang-
sýnni fjelagsmanna.
Pá er eigi langt frá þessu bygging verksmiðja, verk-
vjela, húsa, skipa og hvers annars, er nota þarf við hinn
margvíslega verknað fjelagsskaparins, jafnvel bygging í-
búðarhúsa handa fjelagsmönnum sjálfum. Að þessu mun
nokkuð unnið á Englandi, en hversu því er langt á veg
komið er mjer ekki kunnugt um. Ennfremur má nefna
lagning vega og járnbrauta, í þarfir fjelagsskaparins,