Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 15
11 ur sjer ekkert mannlegt óviðkomandi*; að hann skoðar sig sem eina stóra heild, sem á að vinna í fullu sam- ræmi, einn sterkan stofn, sem á að bera óteljandi greinar — og ávexti. Þess verður má ske ekki krafizt, að allir þeir menn, er samvinnufjelagsskapinn vilja styðja setji markið, eins og nú á stendur, svona hátt. En því fleiri sem það gera, því betra. Þeir einir, sem hafa þá trú á honum, að hann hafi víðtækan og göfugan tilgang, og trúa því jafnframt að sá tilgangur náist með tímanum, eru líklegir tii að vinna að honum meira en um stundarsakir. Peir, sem í samvinnufjelagsskapnum líta aldrei á annað en stundar- hagnað fyrir sig, verða þar aldrei annað en dægurflugur. En, á þá þessi alþjóðlega hreyfing: samvinnufjelags- skapurinn eigi svipað erindi til vor íslendinga eins og til annara jojóða? Eg vil halda því fram, að hann eigi tiltölulega meira erindi til vor en flestra annara. Engin þjóð mun hafa víðtækara verkefni. Verzlun vor og viðskipti eru enn í kaldakoli. Vjer höfum aldrei átt og eigum ekki enn neina innlenda verzlunarstjett er geti borið uppi verzlunina og viðskipti vor. Hið sama má segja um atvinnuvegina yfir höfuð. Vjer eigum óþrjótandi land, sem bíður eptir mannshend- inni til ræktunar. Vjer eigum, að líkindum málma, í fjöll- unum, sem enginn hefir enn handfest. Og síðast, en ekki sízt, vjer eigum auð sjávarins, er umkringir landið og aðrar þjóðir hagnýta sjer að mestu leyti. í stuttu máli sagt: vjer höfum allt það, er getur vakið hug og starfs- þrótt dugandi manns. Hjá þjóðinni hefir vaknað, á þessum síðustu tímum, skerk löngun til að leysa þann auð, sem liggur bundinn á landi og í sjó. Margir framgjarnir menn hafa ráðizt í ýms stórræði í því skyni að gera þennan auð nothæfan. En leiðin hefir verið torveld. Ýmsir hafa þegar gefizt * Sbr. ritgerð >Um bændafjelög« eptir B. J. Tímarit II. 3.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.