Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 17

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 17
13 var fámenn. Það mátti heita að þá væri hver höndin upp á móti annari. Þegar ieið á þessa öld, gætti þar einkis annars en hagsmuna einstaklingsins, metnaðar hans og ofsa. í þessum eldi brann upp hinn siðferðislegi og efnalegi þróttur þjóðarinnar; hún varð ósjálfstæð, og og gafst að lokum annari þjóð á vald. Lík var að vísu saga Norðmanna um eitt skeið, og sama má segja um fleiri þjóðir á ýmsum tímum. En hin íslenzka þjóð hefir, aptur á móti, því nær ein að segja frá fornöldinni, andstœðu ófriðartímabilsins í skýrri og fagurri mynd; ef hjer væri verið að rekja sögu þjóðarinnar, ætti að telja þetta á undan. Landnáms- og söguöldin, eða þjóðveldistíminn, hefir eigi að eins að geyma frásagnir um afburða hæfileika og þrótt einstaklinganna heldur og um mjög viturlegt og þroskað stjórnarfar og friðsamlega samvinnu. Pá fleygði þjóðinni svo fram að slíks eru fá eða engin dæmi. Skal eg hjer að eins taka eitt dæmi: Pegar kristnin var lög- tekin á alþingi. Pegar Porgeir goði sagði upp lögin, kvað hann svo á, að allir menn hjer á landi skyldu kristnir vera, svo friðnuin yrði eigi slitið, því við slíkt væri eigi hægt að búa. Pessum heiðna vitringi var það fyrir öllu að friður og eining — ein lög — hjeldust í landinu, og þjóðin hlýtti úrskurði hans. Að vísu verður þess að gæta að trúarbrögðin voru ekki þjóðinni svo mjög hjartgróin; þau voru frekar skoðuð sem hagfellt fat, er mætti lag- færa eða skipta um, ef nauðsyn krefði. þó hafa eflaust ýmsir heiðnir menn haft um sárt að binda. Mundi eigi mega setja Þorgeir goða á bekk með helztu stjórnfræðingum og hagfræðingum vorra tíma? Eða, hver vill ganga feti framar en Hallur á Síðu, er hann ljet son sinn óbættan á þingi til þess að friður mætti haldast og landinu væri borgið? Pá er nóg að nefna Njál og marga fleiri ágætismenn fornaldarinnar. Nei, því verður tæplega á móti mælt, að þjóðernistilfinning og fjelagslegur þroski var á furðu háu stigi hjá þjóðinni á söguöldinni. Hin

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.